Morgunblaðið - 01.11.1994, Side 1

Morgunblaðið - 01.11.1994, Side 1
64 SÍÐUR B 249. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR1. NÓVEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Harðir bardagar geisa í norðvesturhluta Bosníu Serbar hefja árásir á Sarajevo að nýju Sarajevo. Reuter. SERBAR gerðu í gær sprengjuárás- ir á úthverfi Sarajevo, höfuðborgar Bosníu, eftir að stjómarher landsins hafði hafið stórsókn í norðvestur- hlutanum. Talið er að bardagarnir þar harðni á næstu dögum þar sem Serbar eru að undirbúa gagnsókn. Sex manns særðust í árásunum á Sarajevo. Daginn áður hafði einn maður beðið bana og fjórtán særst í sprengjuárás á úthverfi í bosnísku höfuðborginni. Serbar höfðu hótað sprengjuárásum til að hefna stór- sóknar stjórnarhersins frá Bihac- héraði í norðvesturhlutanum sem Serbar hafa setið um. Stjórnarherinn hefur náð 250 ferkílómetra svæði á sitt vald í grennd við Bihac. Þetta er mesti ósigur Bosníu-Serba á vígvelli frá því stríðið hófst fyrir 31 mánuði. Heimildarmenn innan friðar- gæsluliðsins sögðu að gmnur léki á að hersveitir stjómarhersins hefðu sótt of langt fram og gætu átt í erfiðleikum með að endurnýja birgðir sinar. Aðrir töldu afar ólík- legt að Atif Dudakovic, sem stjórn- ar hersveitunum, gæti hafa gert slík mistök, en hann hefur náð meiri árangri á vígvelli en nokkur annar herforingi í stjórnarhernum. Fréttastofa múslima í Bihac sagði að stjórnarherinn héldi áfram að sækja í átt að bænum Sanski Most. „í dag höfum við frelsað 30 ferkílómetra landsvæði til viðbót- ar,“ sagði fréttamaður fréttastof- unnar. Hann sagði að mannfail hefði orðið í bænum Velika Kladusa í Bihac í gær í stórskotaárás Serba frá Krajina-héraði í Króatíu. Barist um Bosanska Krupa Stjórnarherinn hefur reynt að ná bænum Bosanska Kmpa. Fregnir herma að hann hafi umkringt tvær serbneskar hersveitir þar. Takist stjórnarhernum ætlunar- verk sitt yrði Bosanska Krupa fyrsti mikilvægi bærinn sem hann næði af Serbum. Fregnir herma að stjórnarherinn sæki einnig að bænum Trnovo, sem er um 30 km sunnan við Sarajevo. Nái herinn Trnovo á sitt vald auk- ast mjög líkurnar á því að hann geti tengt Sarajevo og Gorazde, sem hefur verið einangruð frá því stríðið hófst. Reuter RAÐHERRAR frá Arabisku furstadæmunum og ísraelskir kaup- sýslumenn skiptast á nafnspjöldum á fundarstað í Casablanca. Reynt að rjúfa einangrun Israels íCasablanca Casablanca. Reuter. UM 200 stjórnmálamenn frá 40 ríkjum og 2.000 fjármálamenn frá 80 löndum taka þátt í ráðstefnu í Casablanca um efnahagssamvinnu í Miðausturlöndum og Norður-Afr- íku eftir friðarsamninga milli ísra- ela og araba. Eitt af helstu umræðuefnunum er þörfin á að auka fjárfestingar og skapa aukin efnahagsleg tengsl milli ísraela og múslimaríkja til að tryggja varanlegan frið. Bandaríkin og Rússland standa fyrir ráðstefn- unni, sem var sett á sunnudag. Hálf ríkisstjórn Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kvaðst vona að ráðstefnan yrði jafn árang- ursrík og friðarráðstefnan í Madrid fyrir þremur árum sem var upphaf- ið að sögulegum friðarsamningum ísraela við Frelsissamtök Palestínu- manna (PLO) og Jórdaníu. „Madrid- ráðstefnan ruddi brautina fyrir frið. Við skulum lýsa því yfir hér í þess- ari viku að Casablanca-ráðstefnan ryðji brautina fyrir aukin efnahags- leg tengsl og hagvöxt,“ sagði Chri- stopher. Hann bætti við að mark- miðið væri að „breyta friðargjörð leiðtoganna í frið milli þjóðanna". Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Ísraels, og hálf stjórn hans sitja ráðstefnuna í von um að hún verði til þess að binda enda á efnahags- lega einangrun ísraels í þessum heimshluta. Opna landamæri Rabin tilkynnti eftir viðræður við Yasser Arafat, leiðtoga PLO, að hann hygðist opna að nýju landa- mæri ísraels að sjálfstjórnarsvæð- um Palestínumanna á Gaza-svæð- inu og Vesturbakkanum innan tveggja daga. Landamærunum var lokað eftir mannskæða sprengju- árás Hamas-samtakanna í Tel Aviv. Ráðherrar frá flestum múslima- ríkjunum sitja ráðstefnuna. Ráða- menn í Líbanon og Sýrlandi snið- ganga hana og írökum, írönum og Líbýumönnum var ekki boðið. Þýskur fjármálamaður undirbjó flótta sirni til Teheran Mútaði klerkastj óminni London, Frankfurt. Reuter. Claudia, sést í borginni Isfahan en þar á Schneid- er eignir. Schneider hefur verið sakaður um fjársvik og hefur mál hans valdið miklum deilum, m.a. hefur Deutsche Bank verið sak- aður um mikið fyrir- hyggjuleysi í lánveitingum sínum ti! fyrirtækja fjár- málamannsins. Sögusagnir voru á kreiki um að Schneider, sem Jiirgen Schneider verið sagt að hann væri í Flórída eða Sviss. Þýska tímaritið Focus skýrði frá því fyrir skömmu að Schneider hefði tvisvar hringt í lög- fræðing sinn í Genf, Francois Canonica, í liðn- urn mánuði og svissneska lögreglan hefði tekið samtölin upp. Sagði tíma- ritið að Schneider hefði samið skýrslu þar sem Fælast tölvurnar Tókíó. Reuter. NÝLEG konnun menntamála- ráðuneytisins í Japan hefur leitt i ljós að tveir þriðju allra kennara landsins geta ómögulega notað venjulegar tölvur. Japan er eitt tæknivæddasta þjóðfélag heims og því olli það yfirvöldum áhyggjum fyrir nokkr- um misserum að einungis tæplega þriðjungur 994.600 kennara landsins gat brúkað skólatölvur. Af þessum sökum efndu jap- önsk skólayfirvöld til sérstaks átaks til að draga úr tölvufælni kennara. Árangurinn hefur hins vegar látið á sér standa, því þeim fjölgaði aðeins um 4% sem náðu valdi á tölvunum. Skefjalaus hrekkja- vaka KVEIKT var í á annað hundrað bygginga í Detroit í fyrrinótt er skefjalaust íkveikjuæði giæip ungmenni þar í borg í tilefni árlegrar lirekkjavöku. Verulega hafði dregið úr íkveikjum á und- anförnum árum, eða úr 297 byggingum í 65 í fyrra. Viðbún- aður lögreglu- og slökkviliðs hafði verið minnkaður af þeim sökuin. Sömuleiðis hafði verið fækkað í gæslusveitum sjálfboða- liða úr 40.000 í 8.000. Að mestu var kveikt í yfirgefnum bygging- um en einnig i íbúðarblokkum og fórst eins árs barn í eldsvoða. ÞÝSKI fjármálamaðurinn Jiirgen Schneider, sem eftirlýstur er af þýsku lögreglunni eftir að hafa skilið eftir sig gjaldþrot og 3,3 milljarða dollara skuldir þar í landi, býr nú í íran, að sögn breska dagblaðsins The Sunday Times. Blaðið segir að sést hafí til Schneiders í Teheran. Hann hafí undirbúið flóttann vel og mútað klerkastjórninni óspart með „miUjönum þýskra marka“ eða tugmilljónum króna. Blaðið sagði að einnig hefðu Schneider og eiginkona hans, hvarf ásamt eiginkonu sinni í apríl, væri látinn. Einnig hefur fram kæmu upplýsingar er skað- að gætu Deutsche Bank.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.