Morgunblaðið - 01.11.1994, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Þrettán björgunarsveitir álykta vegna uppsagnar Hálfdáns Henryssonar
Sljóm SVFÍ skipar nefnd
til að koma á sáttum í málinu
STJÓRN og varastjórn Slysavarna-
félags íslands fundaði á laugardag
um brottrekstur Háifdáns Henrys-
sonar deildarstjóra frá félaginu og
var ákveðið að skipa þriggja manna
nefnd til að reyna að koma á sáttum.
Á fundinum komu fram þrenns
konar ályktanir frá fulltrúum björg-
unarsveita utan stjómar; sex björg-
unarsveitir lögðu fram mótmæli við
brottrekstrinum, þar á meðal þijár
sveitir af átta björgunarsveitum á
Suðvesturlandi sem óskuðu eftir því
að skipuð yrði sáttanefnd, auk þess
sem tvær sveitir aðrar hörmuðu
uppsögnina og óskuðu frekari skýr-
inga á henni.
Skaðleg umræða
Innan SVFÍ eru níutíu björgun-
arsveitir og hafa nú þrettán ályktað,
en Hálfdán hafði með höndum sam-
skipti við björgunarsveitir á lands-
byggðinni og hafði verið í góðum
tengslum við þær. Hálfdán sendi
félaginu skeyti á föstudag þar sem
hann óskaði tækifæris til að hrekja
meintar ávirðingar, en bón hans var
ekki svarað að sögn Hálfdáns.
Stjórn og varastjórn félagsins
FISKISTOFA lagði til við sjávar-
útvegsráðuneytið fyrir helgina að
23 skip yrðu svipt veiðileyfi, þar
sem þau væru komin fram yfir
veiðiheimildir sínar.
Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri
í ráðuneytinu, sagði að sum skip-
anna hefðu þegar orðið sér úti um
viðbótarkvóta, en til sviptinga
kæmi hjá öðrum á miðvikudag,
hafi þeim þá ekki tekist að afla
aukaheimilda. Nýtt kvótaár hófst
lagði fram ályktun, þar sem harmað
er að sú „aðferð sem viðhöfð var
við uppsögn Hálfdáns Henryssonar
skuli hafi leitt af sér skaðlega um-
ræðu“ fyrir hann og félagið. Stjórn-
in samþykkti einnig að skipuð yrði
nefnd með tveimur fulltrúum björg-
fyrir tveimur mánuðum, eða 1.
september.
Jón sagði síðdegis í gær að af
skipunum 23 hefðu 8 komið sínum
málum f lag fyrir helgina, en 15
væru eftir. „Af þessum 15 eru 9
rækjuskip, sem hafa klárað kvóta
sinn og hin eru komin framyfir
kvóta í ýmsum tegu'ndum, til dæm-
is ýsu og skarkola. Þetta eru því
aðallega rækjuskip og dragnóta-
bátar.“
unarsveita utan stjórnar, þeim Sig-
urður Guðjónssyni frá Sandgerði og
Reyni Ragnarssyni frá Vík í Mýr-
dal, í þeim tilgangi að reyna að ná
fram sáttum með deiluaðilum. Gunn-
ar Tómasson, varaforseti Slysavarn-
afélags Islands, mun vera nokkurs
Frestur til miðvikudags
Jón sagði að samkvæmt venju
gæfi sjávarútvegsráðuneytið við-
komandi útgerðum viku frest til
að koma sínum málum í lag, áður
en til sviptingar veiðileyfis kæmi.
„Það skýrist á miðvikudag, 2. nóv-
ember, hvort eitthvert þessara
skipa missir veiðileyfi," sagði Jón
B. Jónasson, skrifstofustjóri.
konar fulltrúi stjórnar í nefndinni,
„að minnsta kosti til að byrja með“
að sögn Gunnars, án þess að ræða
sjálfur við Hálfdán.
Langsóttar skýringar
Hann kvað óvarlegt að upplýsa
hvaða heimildir nefndin hefði til sát-
taumleitana, þar á meðal hvort til
greina kæmi að bjóða Hálfdáni starf
sitt að nýju eða annað starf inna
SVFÍ. „Við höfum valið þann kost
að halda málinu á milli okkar og
Hálfdáns, sem hefur óskað eftir
frekari skýringum á uppsögninni og
fær þær vonandi þegar við göngum
til sátta,“ segir Gunnar. Hann kveðst
telja þessa leið heilladrýgsta og ekk-
ert annað en sættir komi til greina
í slíku máli.
Aðspurður um hvort brottrekstur
Hálfdáns sé angi af togstreitu
tveggja fylkinga innan SVFÍ um
stjórnunarhætti" segir Gunnar að
ástæða uppsagnarinnar sé sam-
starfsörðugleikar milli stjómar fé-
iagsins og Hálfdáns, þar á meðal í
tengslum við stofnun björgunar-
skóla, og aðrar skýringar séu lang-
sóttar og úr lausu lofti gripnar.
nesbraut og í nágrenni Reykja-
víkur í gær. Nokkurra sentí-
metra jafnfallinn snjór var víða
á götum og ökumenn fjöl-
margra bíla, sem enn voru á
sumardekkjum, áttu í erfiðleik-
um með að komast leiðar sinn-
ar, einkum upp hálar brekkur.
Röð við Gullinbrú
Mestar urðu tafirnar við
Gullinbrú í Grafarvogi um
klukkan átta en einnig mynduð-
ust raðir á Hringbraut og Miklu-
braut þar sem þungt færi og
vanbúnir bílar í erfiðleikum
hægðu á umferð.
Að sögn lögreglu voru
árekstrar þó ekki veiyu fremur
margir. Síðdegis í gær höfðu
15 árekstrar verið tilkynntir
lögreglu frá klukkan 6 að
morgni. í mörgum tilvikum var
aðeins um eignatjón að ræða,
oftast minniháttar en barn
meiddist þegar það varð fyrir
bíl í Rauðagerði og er líðan
þess sögð eftir atvikum.
Biðraðir á dekkjaverkstæðum
Fjöldi manns lagði leið sína á
dekkjaverkstæði og mynduðust
biðraðir strax klukkan átta á
mörgum stöðum. Hjá Gúmmí-
vinnustofunni fengust þær upp-
lýsingar síðdegis í gær að hátt
á þriðja hundrað manns hefðu
látið skipta um dekk frá því
opnað var og var talið að við-
skiptavinir yrðu yfir 300 áður
en deginum lyki. Þriggja til
fjögurra tíma bið var eftir af-
greiðslu og upppantað fram eft-
ir vikunni að sögn Sigurðar
Ævarssonar starfsmanns. Viðar
Halldórsson framkvæmdastjóri
Gúmmívinnustofunnar sagði í
samtali við Morgunblaðið að um
80% bíleigenda væru á negldum
dekkjum en lögum samkvæmt
mátti ekki setja slík dekk undir
fyrr en í dag nema sérstakar
aðstæður sköpuðust líkt og
gerðist í gær.
Gunnar
Hall rík-
isbókari
GUNNAR H.
Hall skrif-
stofustjóri hjá
Hagstofu Is-
lands hefur
verið skipaður
ríkisbókari frá
1. janúar
1995. Um-
sækjendur um
stoðuna voru
þrír, það er
Bjöm Sveinsson viðskiptafræð-
ingur og Gunnar Rafn Einars-
son endurskoðandi auk Gunn-
ars Hall.
Gunnar H. Hall fæddist í
Reykjavík 23. desember 1951
og lauk stúdentsprófi frá Versl-
unarskóla íslands árið 1972.
Hann lauk viðskiptafræðiprófi
frá HÍ 1976 og meistaragráðu
í þjóðhagfræði frá Uppsalahá-
skóla í Svíþjóð árið 1982.
Gunnar stundaði kennslu í
stærðfræði, þjóðhagfræði og
rekstrarhagfræði við Verslunar-
skólann en hóf störf sem sér-
fræðingur í fjármálaráðuneytinu
1981. Hann varð skrifstofustjóri
í sama ráðuneyti og loks hag-
sýslustjóri. Gunnar var skipaður
skrifstofustjóri og staðgengill
hagstofustjóra í ágúst 1988 en
hann hefur einnig sinnt fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum og
setið í stjórnum og nefndum á
vegum ríkisins. Gunnar er
kvæntur Sigurlaugu Alfreðs-
dóttur heilsugæsluhjúkrunar-
fræðingi og eiga þau þijú börn.
Þórhildur
Líndal um-
boðsmað-
ur barna
ÞÓRHILDUR
Líndal lög-
fræðingur-
hefur verið
skipuð um-
boðsmaður
barna frá 1.
janúar 1995.
Hún hefur
starfað sem
lögfræðingur
hjá forsætis-
ráðuneytinu síðan 1. október
1993 og hefur einnig gegnt
störfum hjá yfirborgardómara
í Reykjavík og í félagsmála-
ráðuneyti.
Umboðsmanni barna er gert
samkvæmt 3. grein laga númer
83 frá því í vor að „vinna að
því að stjórnvöld, einstaklingar,
félög og önnur samtök einstakl-
inga og fyrirsvarsmanna lög-
persóna taki fullt tillit til rétt-
inda, þarfa og hagsmuna
barna“. Einnig segir { lögunum
að umboðsmaður skuli í starfi
sínu setja fram ábendingar og
tillögur um úrbætur sem snerta
hag barna á öllum sviðum sam-
félagsins.
Umboðsmaður skal hafa lokið
háskólaprófi og hafa lögfræðing
sér til fulltingis hafi hann ekki
embættispróf í lögfræði. í at-
hugasemdum með frumvarpinu
sagði meðal annars að umfjöllun
um ýmis lagaleg atriði varðandi
böm yrði vafalaust eitt megin-
verkefni umboðsmannsins
fyrstu ár í embætti. Einnig er
bent á að afskipti hans muni
ekki einskorðast við bamarétt-
ar- eða barnaverndarmál heldur
geti skipulags- og umhverfísmál
fallið undir verksvið hans, enda
snerti hvorttveggja velferð og
hag barna.
„Réttlæti næst aðeins
með endurráðningn ‘ ‘
HÁLFDÁN Henrysson segist hafa
heimildir fyrir því að einn stjómar-
manna hafi á fundi stjórnar og
varastjómar SVFÍ á laugardag
kallað ástæður þær sem gefnar
eru fyrir uppsögn hans „tittlinga-
skít“ og „alvanalegar krytur innan
fyrirtækja sem ekki eru brott-
rekstrarsök".
Hálfdán segir ekki að fullu ljóst
hvað honum sé gefið að sök, en
það sem hafi verið nefnt sé ein-
vörðungu dæmi um eðlilegan
skoðanamun manna á milli, og
hann hafí aldrei rofið trúnað með
því að ræða við fjölmiðla eða aðra
um þessi ágreiningsmál. Ekki
standi á honum að sættast við
SVFÍ og hann voni að vinna sátta-
nefndar muni ganga greiðlega.
„Ég vil fá meintar ávirðingar í
hendur og svara þeim. Mér fínnst
þó réttlætinu ekki fullnægt fyrr
en ég fæ stöðuna aftur, og get
ekki séð að til greina komi að taka
við annarri stöðu innan félagsins
auk þess sem mér er ekki kunnugt
um lausar stöður á því sviði sem
ég hef unnið mest á,“ segir Hálf-
dán.
Fyrsti snjórinn í
borginni olli töfnm
NOKKRAR tafir urðu í umferð-
inni í Reykjavík í gærmorgun
vegna fyrstu spjókomu vetrar-
ins en mikil hálka var á Reykja-
TAFIR urðu á umferð í Reykjavík í gær vegna snjóa. Þá skapaðist mikil örtröð á dekkjaverkstæðum
í gær og sums staðar var 3-4 tíma bið eftir afgreiðslu.
Fiskistofa vill að 23 skip verði svipt veiðileyfum
Kvóti búinn á 2 mánuðum