Morgunblaðið - 01.11.1994, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994___________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tónleikar
án leyfis
í auglýs-
ingaskyni
HUÓMSVEITIN Quicksand Jesus
efndi án tilskilinna leyfa til tón-
leika á mótum Austurstrætis og
Pósthússtrætis um klukkan hálf-
fjögur aðfaranótt sunnudags. Lög-
reglumenn stöðvuðu tónleikahald-
ið en urðu fyrir aðkasti áhorfenda,
sem að sögn lögreglu hræktu á
þá, spörkuðu og grýttu ýmsu laus-
legu. Hljómsveitarmenn hurfu í
mannhafið en sendibflstjóri sem
leigður hafði verið til að aka hljóm-
sveitinni var færður á lögreglu-
stöð.
Lögreglunni bárust kvartanir
undan tónleikahaldinu sem hófst
þegar stórum sendibfl var ekið inn
í Pósthússtrætið og hljómsveitin
byijaði að leika.
Ráðist gegn lögreglu
Lögreglu gekk í fyrstu ekki að
komast að bílnum til að stöðva
tónleikana vegna íhlutunar áhor-
efnda. Einn lögreglumaður fékk
högg í andlitið og í annan var
kastað flösku. Lögregla handtók
fimm þeirra sem sagðir voru hafa
haft sig mest í frammi og gistu
þeir fangageymslur.
Meðan aðgerðir lögreglunnar
stóðu yfir fóru meðlimir hljóm-
sveitarinnar af staðnum og skildu
tæki sín eftir.
Sendibílstjórinn, sem hafði verið
fenginn til að aka hljómsveitinni
gegn greiðslu og taldi, að sögn
lögreglu að tilskilin leyfí væru til
staðar, varð eftir og var færður
til skýrálutöku á löreglustöð.
Lögregla hafði hljóðfæri og
hljómflutningskerfí hljómseitar-
innar enn í vörslu sinni í gær.
í viðtölum við sjónvarps- og
útvarpsstöðvar hafa meðlimir
hljómsveitarinnar lýst því yfir að
tónleikarnir hafi náð tilgangi sín-
um og skilað því sem að var stefnt.
Quicksand Jesus sé að gefa út
plötu á eigin kostnað og hafí
hljómsveitin efnt til tónleikanna
til að vekja á sér athygli og kom-
ast í fjölmiðla.
Þrírmenn voru hætt komnir við Hellisá á Lakagígavegi um helgina
Fastir í bíl hálf-
fullum af vatni
ÞRÍR menn voru hætt komnir um
helgina þegar þeir festu bíl sinn í
læk við Hellisá á Lakagígavegi.
Mennirnir dvöldu við slæmar að-
stæður í bílnum í um 14 klukku-
tíma, en vatn streymdi stöðugt inn
í hann. Björgunarsveitarmenn frá
Vík og Kirkjubæjarklaustri fundu
mennina aðfaranótt sunnudags.
„Vistin í bílnum var lengst af
ágæt. Við létum hann ganga öðru
hveiju og vorum með prímus. Um
hálfátta um kvöldið skynjuðum við
að það var farið að flæða inn í bíl-
inn. Ég neita því ekki að þá fór að
fara um okkur. Þetta gerðist reynd-
ar mjög hægt, en við áttum ekki
annan kost en að færa okkur ofar
í bílinn. Þegar björgunarsveitarmenn
fundu okkur um hálftvö um nóttina
var staðan þannig að ég stóð í vatn-
inu fram í, ofan á geymsluhólfi á
milli sætanna. Sætin bæði fram og
aftur í voru komin í kaf. Við björguð-
um málum aftur í með því að leggja
bakið á framsætunum ofan í setuna
og strákarnir sátu þar ofan á. Ég
var búinn að reikna út að vatnið
ætti um tvær tommur eftir upp í
þá,“ sagði Jóhann Ögmundsson, einn
þremenninganna.
Festu sig í krapaelg
Jóhann og félagar hans fóru frá
Reykjavík austur á Klaustur á föstu-
dagsmorgun. Erindið var að njóta
náttúrunnar í haustbúningi, en það
hafa þeir gert oft áður. Jóhann sagði
að hann hefði verið í vafa hvort
hann ætti að halda upphaflegri
ferðaáætlun þar sem þungskýjað
var. Eftir að hafa haft samband við
Veðurstofu hefði hann ákveðið að
láta slag standa. Jóhánn sagði að
greiðlega hefði gengið að komast inn
eftir. Mennirnir gistu í _ skála í
Hrosstungum um nóttina. Á laugar-
dagsmorgninum var hins vegar kom-
jnn talsvert mikill snjór. Þeir ákváðu
engu að síður að reyna að komast
til byggða. Skömmu eftir að bíllinn
fór yfir Hellisá festi hann sig í krapa-
elg í læk þar skammt frá. Litlu áður
hafði Jóhann haft símasamband við
mann á Kirkjubæjarklaustri og til-
kynnt honum um erfíða færð, en að
ef allt gengi vei myndi hann koma
til byggða eftir tvo tíma. Þegar
mennirnir skiluðu sér ekki um há-
degisbil og ekki náðist símasamband
við þá óskaði maðurinn eftir aðstoð
björgunarsveitarinnar Kyndils á
Kirkjubæjarklaustri.
Menn frá Kyndli á Kirkjubæjar-
klaustri lögðu af stað á vel útbúnum
jeppa um miðjan dag, en neyddust
fljótlega til að snúa við vegna ófærð-
ar. Björgunarsveitarmenn frá Kyndli
og björgunarsveitinni Víkveija í Vík
lögðu af stað á snjóbíl og fjórum
vélsleðum um kl. 11 um kvöldið.
Björgunarsveitarmenn fundu bílinn
um hálftvö um nóttina.
Náðist með aðstoð sryóbíls
Bíllinn náðist upp úr ánni með
aðstoð snjóbílsins, en engin tök voru
hins vegar á að koma honum til
byggða um nóttina. Félagar í Kyndli
fóru í gær á tveimur fjórhjóladrifn-
um traktorum til að ná í bílinn.
Grétar Einarsson, formaður Vík-
veija, sagði að aðstæður til leitar
hefðu verið slæmar, myrkur, snjó-
koma og blint. Hann sagði að í aðal-
atriðum hefði björgunin þó gengið
vel. „Við fengum sting þegar við
fundum för eftir mennina á veginum.
Við áttuðum okkur fljótlega á að
förin lágum til baka aftur,“ sagði
Grétar. Hann sagði að þremenning-
arnir hefðu gert hárétt að snúa til
baka og vera um kyrrt í bílnum.
Á milli 10 og 20 björgunarsveitar-
menn tóku þátt í björguninni. Leitin
tók 10-11 tíma.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
110.000 jó-jó hafa
selst hér á landi
ÍSLANDSMÓTIÐ í jó-jó fór fram
á laugardaginn í Kringlunni og
tóku 153 keppendur þátt, en tvo
undanfarna mánuði fór fram
forkeppni víðsvegar um land.
Islandsmeistari varð fjórtán ára
Reykvíkingur, Kristleifur Guð-
björnsson.
Á fimmta þúsund börn og
unglingar tóku þátt í 120 mótum,
sem voru liður í undankeppn-
inni. Um helgina höfðu selst yfir
110.000jó-jó, sem er nyög hátt
hlutfall miðað við höfðatölu á
heimsmælikvarða.„Áhuginn hér-
lendis hefur verið gífurlegur og
jó-jó-salan hefur tvöfaldast á
milli móta,“ sagði Ivan Hagen í
samtali við Morgunblaðið, en
hann hafði umsjón með mótinu
fyrir Russell-fyrirtækið banda-
ríska og Vífilfell. Hagen er bras-
ilískur og hefur unnið við mark-
aðssetningu á jó-jó í 13 ár um
allan heim. „Ég hef komið til 30
landa og þar sem ég er vanur
30-40 stiga á heimaslóðum
fannst mér stórkostlegt að vakna
við snjókomu á íslandi. Það er
skemmtilegur endapunktur á
veru minni í þessu fallega landi.
Jó-jó eru vinsæl um allan heim,
í Mexíkó seldum við 45 milljón
jó-jó á nokkrum mánuðum. Sex-
tíu manna hópur frá ýmsum
löndum annaðist kynninguna og
klæddist eigin þjóðbúningum.
Ég ætla að þjálfa íslenskan strák
í sýningarhóp fyrir næsta ár.
Hann heitir Bjarni Baldvinsson
og er mjög fær 17 ára strákur.
íslandsmeistarinn er enn of ung-
ur, en það er aldrei að vita nema
hann eða aðrir strákar hérlendis
eigi möguleika á starfi í framtíð-
inni. Ékki vantaði áhugann núna
og margir strákar og stelpur eru
orðin mjög fær á nokkrum mán-
uðum. Gera sömu hluti og hefur
tekið mig mörg ár að full-
komna.“
Á myndinni afhendir Ivan
Hagen íslandsmeistaranum
unga, Kristleifi Guðbjörnssyni,
meistarabikarinn eftir keppni í
Kringlunni á laugardag.
i
l
i
Héraðsdómur hafnar 10 millj. kröfum á hendur Landsvirkjun
250 þúsund vegna jarðrasks
„Leita kannski til Evrópudómstólsins,“ segir Björn Pálsson á Ytri-Löngumýri
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt
Landsvirkjun til að greiða Birni Pálssyni, bónda
á Ytri-Löngumýri, 250 þúsund krónur í eignarná-
msbætur vegna lands sem tekið var undir raflínu-
stæður og línuveg vegna 3 km háspennulínu frá
stjórnstöð Blönduvirkjunar og að byggðalínu við
Blöndu. Björn hafði krafíst rúmlega 10 milljóna
króna í bætur vegna landsins en dómurinn bygg-
ist á niðurstöðu matsnefndar eignarnámsbóta
sem Björn hafði ekki viljað una en Landsvirkjun
var fús til að fallast á. Bjöm Pálsson sagðist í
samtali við Morgunblaðið í gær að öllum líkind-
um skjóta málinu til Hæstaréttar. „Það getur
verið að ég verði að leita til Evrópudómstólsins
til að fá þetta leiðrétt en ég verð áður að fara
í Hæstarétt og fá úrskurð um þetta þar. Ég
geri ráð fyrir að það verði gert og síðan verður
ákveðið hvort það hafí þýðingu að ég fari lengra
með það. En fyrst þarf ég að ráðfæra mig við
færa lögfræðinga," sagði Björn Pálsson.
Vegna Blönduvirkjunar óskaði Landsvirkjun
að taka eignarnámi land undir 3 km langan og
4,8 m breiðan vegarslóða og reisa tíu turnstæð-
ur. Ekki var farið fram á fullkominn eignarrétt
að landi undir mannvirkin, heldur afnotarétt um
ótakmarkaðan tíma og mætti ekki byggja á 30
metra landsvæði beggja vegna línunnar. Mats-
nefnd eignarnámsbóta taldi hæfílegar bætur 242
þúsund krónur auk 140 þúsund króna í máls-
kostnað. Tilkvaddir matsmenn töldu að jarðrask
framkvæmdanna næði til 2,14 ha lands, þar af
væru 1,4 ha ógróið land.
Björn taldi fjarstæðu að meta hvem hektara
á 110 þúsund krónur og væri sú ijárhæð ekki
fullt verð fyrir það sem tekið hefði verið eign-
arnámi.
Vildi bætur fyrir 18 hektara
Hann taldi að bætur ættu að koma fyrir alla
þá 18 hektara sem línan lægi um og hefðu því
beint eða með kvöðum verið teknir eignamámi;
vildi miða við 512 þúsund kr. verð á hektara, í
samræmi við land sem Landsvirkjun hefði keypt
í grenndinni, og taldi sér því bera rúmlega 10
milljónir króna fyrir landið. Þá væri tekið tillit
til sjónmengunar en Björn taldi turnstæðumar
lýti á fagurri bújörð og spilla íjárhagslegu verð-
mæti hennar. Möstrin blasi við af bæjarhlaðinu
og vildi Björn glaður borga milljón til að losna
við ófögnuðinn.
Þá uni hross Björns sér illa í námunda við
mannvirki eins og háspennulínur sem hvíni í
þegar vindur er og með lagningu línunnar sé
stórt landsvæði undir henni orðið vannýtt til
beitar hrossa. Þar með hafi Björn misst mögu-
leika á að nýta afbragðs beitar- og ræktunar-
land til þess búskapar sem nú kunni að vera
hentugastur á því.
í niðurstöðum dómsins segir að mælingar
dómkvaddra matsmanna um að 2,14 ha, þar af
1,4 ha ógróið land, hafí farið undir raflínustæð-
ur og afleggjara frá línuvegi, skuli leggja til
grundvallar.
Ósannað að verðgildi hafi rýrnað
Ekki verði litið fram hjá því að Björn hafi áfram
full afnot þess lands sem tekið hafi verið eignar-
námi að undanskildu því sem farið hafi undir veg
og raflínustæður. Ytri-Langamýri sé hefðbundin
bújörð og Bjöm hafí ekki sýnt fram á eða gert
sennilegt að á því verði breyting í fyrirsjáanlegri
framtíð. Hann eigi þvi rétt til bóta fyrir missi
beitarlands en ósannað sé að um annan fjárhags-
legan skaða sé að ræða eða að verðgildi jarðarinn-
ar hafí rýrnað vegna framkvæmdarinnar.
Ekki hafí verið gert sennilegt að Björn muni
bera fjárhagslegan skaða af byggingarbanni á
60 m breiðu svæði meðfram línunni enda komi
það ekki í veg fyrir ræktun eða nytjun fyrir
búfé, þar með talin hross. Landsvirkjun var því
dæmd til að greiða Birni bætur fyrir jarðrask á
2,2 hektömm sem þóttu hæfilega 250 þúsund
með vöxtum frá 1091, auk 340 þúsund króna
í málskostnað fyrir matsnefnd og dómi.
Sjálfstæðisflokkur |
Prófkjör 1
á Norður-
landi vestra
SJÁLFSTÆÐISMENN í Norður- |
landskjördæmi vestra ákváðu á fundi |
kjördæmisráðs á Hótel Blönduósi um ?
helgina að efna til opins prófkjörs 1
til ákvörðunar framboðslista fyrir
næstu alþingiskosningar. Prófkjörið
verður haldið 26. nóvember næst-
komandi.
Prófkjörið verður opið öllum
flokksbundnum sjálfstæðismönnum,
sem náð hafa 16 ára aldri á kjördag
og einnig þeim sem undirrita stuðn-
ingsyfirlýsingu við Sjálfstæðisflokk-
inn.
Pálmi Jónsson sem leitt hefur list-
ann við undanfarnar kosningar ætlar
að hætta í framboði. Vilhjálmur
Egilsson alþingismaður og séra
Hjálmar Jónsson varaþingmaður á
Sauðárkróki hafa lýst því yfír að
þeir muni sækjast eftir 1. sætinu í
prófkjöri. Einnig hefur Ágúst Sig-
urðsson bóndi á Geitaskarði í Aust-
ur-HúnavatnssýsIu boðað framboð í
efstu sætin. Þá hafa sjálfstæðismenn
á Siglufírði, Skagaströnd og fleiri
stöðum sýnt áhuga á að fá menn í
prófkjörið en ekki kom fram á fund-
inum um helgina hveijir það yrðu.