Morgunblaðið - 01.11.1994, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 01.11.1994, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 7 FRÉTTIR Laumufarþeganum veitt frelsi á ný Borgarnesi. Morgunblaðið. ÞREYTTUR smyrill settist á flutningaskipið ms. Isnes er það var um 200 sjómílur suður af Islandi og þáði far aftur til Is- lands. Skipið var að koma frá Viveró á Spáni með grjótí Járn- blendiverksmiðjuna á Grundart- anga. Að sögn Guðmundar Guð- brandssonar bátsmanns tóku skipverjar fyrst eftir smyrlinum er hann var að flögra um skipið. Hann var greinilega aðframkom- inn og var létt verk að handsama hann. Kvaðst Guðmundur hafa útbúið búr úr plastkassa og pappa og sett fuglinn í það og haft hann hjá sér í káetunni. Smyrillinn hafi farið að éta hrátt kjöt á öðrum degi og unað sér vel um borð, meðal annars hafi þeir horft saman á sjónvarpið. Kvaðst Guðmundur hafa beðið tollverðina sem komu um borð á Grundartanga um að taka fugl- inn og sleppa honum á góðum stað. Hesthúsaði lambshjarta Smyrillinn var í sólarhring heima hjá tollverðinum í Borgar- nesi og hesthúsaði þar heilt lambshjarta. Hann var hinn sprækasti daginn eftir, þegar honum var sleppt skammt ofan við Borgarnes. Tveimur dögum Fjölgun sljórnunar- staða á Borgarspítala Alltaf ljóst að spítal- inn bæri kostnaðinn JÓHANNES Pálmason fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans segir að frá því samþykkt var breytt stjórnskipulag Borgarspítal- ans í upphafi árs 1993 hafi alla tíð legið fyrir að spítalinn yrði að bera kostnað vegna fjölgunar stjórnunarstaða á lækningasviði. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagði í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag að Borgarspítalinn bæri ábyrgð á innanhússsamningum sem gerðir hefðu verið án sam- þykkis heilbrigðisráðuneytisins og fjármálayfirvalda, en spítalinn hefði í heimildarleysi stofnað for- stöðulæknastöður, fjölgað stjórn- unarstöðum á hjúkrunarsviði o.s.frv. Að sögn Jóhannesar gerir hið breytta stjórnskipulag ráð fyrir því að stjórnunarstöðum á lækninga- sviði verði fjölgað til að auka ábyrgð faglegra stjórnenda þannig að saman fari fjárhagsleg og fag- leg ábyrgð. Kostnaður 10-15 milljónir „Það var ljóst að af því varð lít- ilsháttar útgjaldaauki, sem við telj- um að skili sér aftur með markviss- ari stjórnun þar sem læknar eru virkari þátttakendur í íjármála- legri ákvarðanatöku en áður. Það var alltaf ljóst að útgjöld af þessu yrðu örlftil, en myndu skila sér síð- ar. Það stóð aldrei til að sækja sérstaklega um fjárveitingu út af þessu, enda var alltaf ljóst að Borg- arspítalinn yrði að bera það sjálfur og aldrei neinn ágreiningur um það. Ætli heildarkostnaðurinn við þessar breytingar sé ekki á bilinu 10-15 milljónir króna af 3,3 millj- arða króna rekst.ri," sagði Jóhann- es. síðar sást til smyrilsins þar sem hann klófesti smáfugl i húsa- garði í Borgarnesi og afgreiddi hann eldsnöggt á viðeigandi hátt. Samkvæmt fuglabókum eru smyrlar farfuglarað mestu og fljúga aðallega til Irlands, Bret- landseyja og meginlands Evrópu á haustin, en sumir þreyja þó veturinn hér heima. Trúlega hef- ur þessi smyrill verið á leið til írlands er hann millilenti á flutn- ingaskipinu ms. Isnesi. Morgunblaðið/Theodór SMYRILLINN rífur í sig hrámetið hjá tollverðinum. BJÖRN Þorbjörnsson toll- vörður með laumufarþegann. m öc© oc® dc© öc© öc© eic© eic© ec© ec© ec© ec® ec© ec© ecs m s j. h'T Þ Vgjv,/ V h 4 nætur í Edinborg Höfuðborg Skotlands, Edinborg, nýtur einstakrar hylli hjá farþegum Urvals- Útsýnar sem sótt hafa borgina heim undanfarin ár. Margir taka hreinlega ekki í mál annað en að skreppa í skemmtilega helgarrispu til Edinborgar, borgarinnar sem sameinar á svo einstakan hátt kosti heimsborgar; menningu, listir og innkaup annars vegar og hlýleika, þægindi og vinalegt viðmót smá- bœjarins hins vegar. VISA og Úrval Útsýn bjóða greiðslukjör í allt að 10 mánuði á Edinborgarferðum 6., 13. og 20. nóvember. Með Farareyris-innborgunarseðli VISA lækkarðu ferðakostnað um 2.000 kr. Pantaðu strax því aðeins eru 120 sæti í boði á þessum einstöku kjörum. 2.975 á mánuði URVALUTSYN Tryggmgfyrir gœðum! VISA *Á mann m.v. farareyri og raðgreiðslur VISA í 10 mánuði. Innifalið: Beint flug og gisting í 4 nætur í tvíbýli á Mount Royal Hotel eða King James Thistle, morgunverður, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallaskattar. Urval Utsýn Lagmula 4: simi 699 300 • Hafnarfirði: simi 65 23 66 • Keflavik: simi 11353 • Selfossi: simi 216 66 • Akureyri: simt: 2 50 00 m ©)íí> ©)q> 0)<í> 0)Cí> 0)CO 0)q> ©)qc> 0)R> 0)í> 0)SÍ> ©)<0 0)^0 0)*í %

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.