Morgunblaðið - 01.11.1994, Síða 13

Morgunblaðið - 01.11.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 13 AKUREYRI Stór, stærri, stærstur FARARTÆKI þau sem menn kjósa að ferðast á eru mismun- andi að stærð og gerð, en piltarnir sem voru fyrir utan búðina á Laugum í Reykjadal á dögunum höfðu hver um sig val- ið sér fararskjóta við hæfi til verslunarferðarinnar. Björn Ein- isson þeysti um á vélsleða, en vélum var ekki til að dreifa á sleðum bræðranna Björns og Ómars Jónssona. Arngrímur Konráðsson var á tveimur jafn- fljótum en þó er ekki að vita nema hann hafi fengið far hjá sleðamönnum. Félagsmálaráð veitir styrki FÉLAGSMÁLARÁÐ hefur sam- þykkt að veita nokkrum aðilum styrki upp á rúmar 200 þúsund krónur. Samþykkt var að veita landssam- tökunum Heimili og skóla styrk að upphæð 40 þúsund krónur vegna húsaleigu. Rannsóknarlögreglu- menn á Akureyri sóttu um styrk til að sækja ráðstefnuna „Crime Prevention by cooperation" í Þýska- landi og var samþykkt að veita þeim 30 þúsund krónur. Þá sótti barnaheimilið Ástjöm um viðbótarstyrk vegna rekstra- rörðugleika og samþykkti félags- málaráð að veita heimilinu styrk að upphæð 75 þúsund krónur. Líkn- arfélagið Fjólan sótti einnig um styrk til ráðsins vegna erfiðleika í rekstri og hlaut sömu upphæð og Ástimingar. Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar sótti um styrk til að greiða niður námsgjöld atvinnulausra á nám- skeiði skólans og gaf ráðið vilyrði fyrir slíku en styrkveiting mun þó ekki koma til fyrr en á árinu 1995. Íshokkíspil- arar í heimsókn SKAUTASVELLIÐ á Akureyri verður opnað allra næstu daga, jafn- vel í dag, þriðjudag, eða á morgun. Magnús Finnsson hjá Skautafé- lagi Akureyrar sagði að kominn væri ís á svellið en hann vart orðinn nægilega þykkur enn sem komið er. Um helgina mun Skautafélag Akureyrar fá íshokkílið frá New York í heimsókn og verða leiknir tveir leikir á laugardag og sunnu- dag. „Við vitum ekki mikið um þetta lið, það má kannski segja að það eina sem við vitum er að það verður sjálfsagt afar erfitt að vinna þá,“ sagði hann. Þvottavél í ljós- um logum SLÖKKVILIÐ Akureyrar var kallað að íbúðarhúsi við Áshlíð á Akureyri um miðjan dag á sunnudag, en þar hafði kviknað í þvottavél. „Hún hefur sennilega ekki verið nógu blaut,“ eins og varðstjóri slökkvil- iðsins orðaði það. Þvottavélin var staðsett í kyndi- klefa sem er á neðri hæð hússins, sem er steinhús á tveimur hæðum. Karlakórnum vel tekið Mývatnssveit. Morgunblaðið. KARLAKÓR Akureyrar-Geysir hélt tónleika í Reykjahlíðarskóla sunnu- dagjnn 30. október kl. 16.00. Var kórinn að koma úr söngför frá Þórs- höfn og Vopnafirði. Söngstjóri kórs- ins var Roar Kvam, undirleikari á píanó var Richard Simm. Einsöngv- arar með kórnum voru Michael Clarke, Steinþór Þráinsson, Ingvi Rafn Jóhannsson, Eggert Jónsson, Þórður Kárason , Þorkell Pálsson og Hermann R. Jónsson. Efnisskráin var mjög fjölbreytt og varð kórinn að endurtaka mörg laganna og syngja aukalög. Messur Kyrrðarstund verður í Glerárkirkju í hádeginu á morgun, miðvikudag- inn 2. nóvember frá kl. 12 til 13. Allra heilagra messa í Kaþólsku kirkjunni á Akureyri í dag, 1. nóvember kl. 18.00 og allra sálna messa á morgun, miðvikudag kl. 18.00. Geisladrif Hljoðkort frá kr. 17.900,- *BODEIND- AusWrströnd 12. Sími 612061. Fax 612081 V_____________________J ®BÚNAÐARBANK1 ÍSLANDS ISLANDSBANKI ti\s andsbanki slands n SPARISJÓÐIRNIR Minnislykillinn fæst í öllum bönkum og sparisjóðum - og hjá Kreditkorti hf. MÝJVISG SEM LÉTTIR PÉR LÍFIÐ. Minnislykillinn er nýjung sem auðveldar þér að varðveita á einum stað öll Tepinúmerin þín fyrir debet- og kreditkort, kortasíma Eurocard, þjónustusíma bankanna, aðgangsnúmer að bankareikningum o.s.frv. Með Minnislyklinum eru leyninúmerin á öruggum stað - en samt alltaf við hendina. EITTIXÚMER / STAÐ MARGRA. Þú þarft aðeins að muna eitt aðgangsnúmer sem opnar þér leið að öllum lepinúmerunum sem vistuð eru í Minnislyklinum. ÍO M/iV Vf. Minnislykillinn hefur 10 minni, eitt fyrir hvert lepinúmer. Á bakhlið Minnislykilsins eru númeraðir reitir, einn fyrir hvert minni. Þar ritar þú nafn korts, kortasíma eða aðra tilvísun. Þannig veist þú hvaða leyninúmer er geymt í hverju minni. tosffi'Wjllnn 500%"° Örugg geymsia fyrir leyninúmer - sem passar í seðlaveskið. Leyninúmerin þín eru vel geymd í Minnislyklinum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.