Morgunblaðið - 01.11.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 17
VIÐSKIPTI
Tölvuiðnaður
Stærsta prufii-
forrít Micro-
soft í bígerð
Seattle. (Reuter)
MICROSOFT er með í bígerð mesta
prufuforrit sem um getur í stýri-
kerfi nýrrar Windows 95 einkatölvu,
sem von er á eftir áramót.
Fyrirtækið býst við að afhenda
fyrirtækjum og einstaklingum hér
um bil 400,000 eintök af forritinu í
febrúar og marz fyrir 30 dollara
stykkið. Forritið var áður kallað
Chicago verður ekki fáanlegt í verzl-
unum fyrr en nokkrum mánuðum
síðar fyrir um 100 dollara.
Sérfræðingar telja að Windows
95 verði viðamesta verkefni Micros-
ofts til þessa og muni afla fyrirtæk-
inu einn milljarð dollara eða rúmlega
það í tekjur frá 70 milljónum not-
enda núverandi útgáfu Windows.
Hundruð þúsunda notenda
Að sögn fyrirtækisins eiga ný
notendaskil að gera forritið mun
auðveldara í notkun. Upphaflega
átti að afhenda það í desember og
nokkrum vikum eftir afhendingu
þess um mitt næsta ár verður annað
meiriháttar prufuforrit afhent um
25,000 hugbúnaðarhönnuðum og
umsvifamiklum notendum.
Sá hópur verður hins vegar aðeins
lítð brot af þeim fjölda sem fær hið
endanlega prufuforrit í hendur í
febrúar og marz. Fleiri munu nota
forritið en öll önnur forrit sem
Microsoft hefur gert að sögn
fyrirtækisins. Það verður fyrst sent
100,000 notendum, en síðan munu
400,000 manns fá afrit. Fólki verður
gert kleift að hringja ókeypis eða
senda símbréf til þess að biðja um
búnaðinn.
Fulltrúar Microsofts segja að
prufuforritið eigi að búa starfsfólk
fyrirtækisins undir framleiðslu á
endanlegri gerð búnaðarins, gera
mikilvægum viðskiptavinum kleift að
kynna sér nýja kerfið og útrýma
tölvuvírusum, sem kunni að koma í
ljós. Prufuforritið á einnig að tryggja
að hægt verði að samhæfa Windows
95 miklum fjölda annarra
hugbúnaðarkerfa, sem eru á
boðstólum
Sykur
Kúba falast eftír er-
lendri fjárfestíngu
Havana. Reuter.
KUBA falast eftir erlendri fjárfest-
ingu til að rétta við bágborinn efna-
hag landsins og kveðst hafa opnað
dyrnar fyrir hugsanlegri erlendri
fjárfestingu í sykuriðnaði, aðalút-
flutningsatvinnuvegi eyjarskeggja.
Carlos Lage, varaforseti og höf-
undur efnahagsumbóta, sagði við
setningu árlegrar vörusýningar í
Havana að héðan í frá yrði engin
framleiðslugrein útilokuð frá er-
lendri fjárfestingu. Að hans sögn eru
nokkrar tillögur um fjárfestingar
erlendra aðila í sykuriðnaði í athug-
un, em þær hafa verið bannaðar
hingað til.
Sykuruppskera hefur verið rýr á
Kúbu tvö ár í röð: 4.2 milljónir smá-
lesta 1992-93 og 4 milljónir
1993-94. Síðan Sovétríkin hrundu
hefur verið skortur á aðföngum, allt
frá eldsneyti og varahlutum til
áburðar og skordýraeyðis, og notazt
við aðeins 22% þess tæknibúnaðar
sem áður var talinn nauðsynlegur.
Lage kvað áhuga á Kúbu hafa
vaknað hjá nokkrum bandarískum
fyrirtækjum, sem hefur verið bannað
skipta við eyjarskeggja í 32 ár.
Fyrstu sex mánuði 1994 hefðu
fulltrúar 69 bandarískra fyrirtækja,
þar af 14 stórfyrirtækja, komið til
Kúbu að kanna viðskipta- og íjárfest-
ingamöguleika. Sum hefðu undirritað
viljayfírlýsingu, sem mundi gera þeim
kleift að láta hendur standa fram úr
ermum ef viðskiptabanni yrði aflétt
— en Lage kvaðst ekki vongóður um
það yrði gert í bráð.
Kúba hefur gert 165 samninga
um samvinnu við fyrirtæki í 38 lönd-
um og viðræður við um 200 í viðbót
standa yfir að sögn Lage.
Vöruskortur er tilfinnanlegur á
Kúbu og opinberri þjónustu áfátt.
Lage sagði að efnahagsbati væri
ekki hafínn, þótt sjá mætti nokkrar
jákvæðar vísbendingar.
Prófkjör Sjálfstæbisflokksins í Reykjaneskjördæml 5. nóvember
Ungur mabur
úr atvinnulífinu
/ JÖFNUN ATKVÆÐISRÉTTAR
Atkvæðisrétt íandsmanna verður að jafna. Kjördæmaskipun landsins þarf að taka
til endurskoðunar og kosningalögin eiga að vera skiljanleg fyrir hinn almenna
borgara. Atkvæðajpfnun á að framkvæma með fækkun pmgsæta, en ekki fjolgun,
eins og ávallt hefúr gerst samhliða slíkum leiöréttingum.
/ NÝ VIÐHORF í UMHVERFISMÁLUM
Umhverflsmál mega ekki verða að skrifræðisbákni eða nýjum skattstofni fyrir
vinstri menn. Vænlegra er að aðgerðir hins ppinbera felist í því að hvetja
fyrirtæki til að gera umhverfisvemd að þætti í gæðastjómun.
/ EFLING ÁTVI NNULÍFSINS
Lækka ber hlutfall virðisaukaskattsins og færa hann í eitt þrep. Skattastefnan
verður að miðast við að auka samkeppnishæfí fslenskra fyrirtækja, ábatinn af því
kemur öllum þegnum landsins til góða. M.a. ber að auka skattaívilnanir vegna
nýsköpunar og rannsóknarstarfa.
/ LÆKKUN matarverðs til neytenda
Vemleg lækkun matarverðs er mikilvægasta kjarabótin fyrir álla landsmenn.
Slíkri.lækkun má ná fram með ffjálsum innílutningí landbúnaðarafurða, sem
hefði í f&r með sér mikla verðsamkeppni, sem myndí skila sér til neytenda.
Einnig verður að afnema mismunun miili einstakra búgreina og gera íslenskum
landbúnaði kleift að takast á við erlenda samkeppni á heilbrigðum grundvelli.
/ Viktor B. Kjartansson
í 5. sæti
STUÐNINGSMENN
TILBOÐSDAGAR DAGANA 1.-12. NÓV.
Skídasamfestingar barna 4.990 st. 120-170 Skíðasamfestingar fullorðins 6.990 st. S-XXL íþróttagallar fullorðins 2.990 tvöfaldir, st. S-XXL Puma Disk skór 4.990 (áður 10.990) st. 41-46 Brooks uppháir leðurskór 3.990 m/dempara, st. 41-45, svartir Brooks hlaupaskór m/dempara 3.990 st. 35-42 Dúnúlpur barna 2.990 Dúnúlpur fullorðins 3.990 st.S-XL Ungbarnasamfestingar 4.990 st. 1 árs-3 ára Innanhúss skór 1.990 st. 28-46 m cAo »hummel^ 1.0>.).>. SPORTBÚÐIN
Snuliini í póslkröl'u, Opiö lain>ard. kl. 10-10, Vrniúla 40, sínii Ji 1 <><* <