Morgunblaðið - 01.11.1994, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Konungur lét Blunt
smygla krúnudjásnum
London. Reuter.
ANTHONY Blunt, meðlimur í hin-
um þekkta njósnahring sem
kenndur hefur verið við Cam-
bridge, smyglaði krúnudjásnum
Þýskalands úr landi i lok heims-
styrjaldarinnar síðari að fyrir-
mælum bresku konungsfjölskyld-
unnar. Sagt var frá þessu í Sunday
Telegraph um helgina.
Að sögn blaðsins fundust skjöl
sem sýndu fram á að Georg VI
Bretakonungur bað Blunt um að
fela dýrgripina, m.a. kórónu setta
demöntum, borðbúnað úr gulli og
skrín, í öryggisskáp í Windsor-
kastala. Segir blaðið að krúnu-
djásnin hafi verið flutt til Bret-
lands en ekki er sagt hvar þau eru
nú niðurkomin. Náinn skyldleiki
var með bresku og fyrrum þýsku
konungsfjölskyldunum.
Flett var ofan af Blunt árið
1979 en hann var njósnari Rússa
en meðal annarra í njósnahring
Rússa voru Kim Philby og Guy
Burgess. Var Blunt, sem hafði
verið listaverkaráðgjafi Georgs
VI og síðar Elísabetar II drottn-
ingar, sviptur öllum titlum sínum
er upp um hann komst. Hann lést
árið 1983.
Bréfin, sem sýna fram á beiðni
konungs, verða birt í næsta mán-
uði. í þeim kemur einnig fram að
utanríkisráðuneytinu þótti mjög
miður sú áhersla sem konungur-
inn lagði á að krúnudjásnin skyldu
flutt úr landi.
Þjóðaratkvæðagreiðslan um ESB-aðild Svía
Aukinn stuðningur
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
STUÐINGSMENN og andstæðingar
aðildar Svía að Evrópusambandinu
(ESB) eru orðnir nokkum veginn
jafn margir, ef marka má nýjustu
kannanir, en áður höfðu andstæð-
ingarnir verið í meirihluta.
Undanfarið hefur bæði andstæð-
ingum og fylgjendum ESB-aðildar
Svía Qölgað, þar sem saxast hefur
á fjölda óákveðinna. Þeir eru nú um
fjórðungur. Þeir sem sjá um skoð-
anakannanir í Svíþjóð þykjast
merkja að straumurinn liggi yfir til
fylgjenda aðildar, en munurinn er
enn svo lítill að hann er ekki rr>ark-
tækur. Samkvæmt nýjustu könnun-
unum eru ýmist jafn margir með og
á móti, eða að fylgjendur aðildar
hafi 3-5 prósentustiga forskot.
Talsmenn jafnaðarmanna telja að
innan fiokksins fjölgi stuðnings-
mönnum aðildarinnar, þar sem jafn-
aðarmenn leiði nú herferðina fyrir
inngöngu Svía í Evrópusambandið.
Um leið aukist líkurnar á að Svíar
samþykki inngöngu í sambandið.
Ný verkaskipting framkvæmdastj órnar ESB samþykkt
Brittan ákveður að sitja
áfram í stjórninni
Brussel, London. The Daily Telegraph.
LEON Brittan, annar fulltrúi Breta
í framkvæmdastjóm Evrópusam-
bandsins (ESB), lýsti því yfir í gær
að hann myndi sitja áfram í stjórn-
inni. Nokkur óvissa ríkti um áform
Brittans í kjölfar þess að ákveðið var
á fundi á laugardag að hann myndi
ekki fara áfram með málefni Austur-
Evrópu innan framkvæmdastjórnar-
innar.
Nýja framkvæmdastjómin, sem
væntanlega tekur við völdum í jan-
úar á næsta ári, skipti með sér verk-
um yfir hádegisverði í Chateau de
Senningen í Lúxemborg á laugardag.
Jacques Santer, sem tekur við sem
forseti framkvæmdastjómarinnar af
Jacques Delors í janúar, lagði fram
tillögu að verkaskiptingu og var hún
samþykkt óbreytt.
Brittan hefur undanfarin ár farið
með samskipti ESB við önnur ríki.
Santer lagði hins vegar til að hann
myndi í framtíðinni fara með utanrík-
ismál og utanríkisviðskipti en að
Hollendurinn Hans van den Broek
tæki þó við samskiptum við Austur-
Evrópu. Framkvæmdastjómin sam-
þykkti þetta en Brittan fór af fundi
eftir að hafa krafist þess að í fund-
argerð yrði tekið fram að hann sætti
sig ekki við þessa niðurstöðu.
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, hafði beitt sér mjög fyrir
því að Brittan héldi stöðu sinni
óskertri. Santer er hins vegar sagður
hafa verið undir miklum þrýstingi frá
Þjóðveijum að tryggja að Hollend-
ingum yrði bætt það upp að fram-
bjóðandi þeirra, Ruud Lubbers, var
ekki kjörinn forseti framkvæmda-
stjómarinnar á sínum tíma.
Vonsvikinn
Utanríkisráðherrar ESB og Aust-
ur-Evrópu komu saman í Lúx-
emborg í gær og sátu jafnt Brittan
sem Van den Broek þann fund. A
blaðamannafundi i gær sagðist
Brittan vera vonsvikinn en hafa
ákveðið að sitja áfram í fram-
kvæmdastjórninni. Hann sagðist
vilja taka þátt í að móta framtíð
ESB á ríkjaráðstefnunni, sem á að
hefjast árið 1996, en einnig vildi
hann taka þátt í Evrópuumræðunni
í heimalandi sínu og beijast fyrir
því að Bretar tækju áfram fullan
þátt í störfum ESB.
Fjölmennari
f ranikvæmdastjórn
í þeirri framkvæmdastjórn, sem
senn lætur af störfum, sitja 17 menn
en í þeirri næstu 21 ef Svíar og
Norðmenn samþykkja aðild I þjóðar-
atkvæðagreiðslum sínum. Á fundin-
um á laugardag var m.a. samþykkt
að Thorvald Stoltenberg frá Noregi
færi með sjávarútvegsmál, Anita
Gradin frá Svíþjóð með jafnréttis-
mál, Brit Bjerregaard frá Danmörku
með umhverfísmál, Finninn Erkki
Liikanen með starfsmannahald ESB,
Edith Cresson, fyrrum forsætisráð-
herra Frakklands, með vísindi, íjóð-
veijinn Martin Bangemann með hinn
nýja málaflokk „upplýsingaþjóðfé-
lagið“ og Austurríkismaðurinn
Franz Fischler með málefni landbún-
aðar.
Dimbleby, höfundur ævisögu Karls Bretaprins, ævareiður
London. The Daily Telegraph.
JONATHAN Dimbleby, sem ritað
hefur ævisögu Karls Bretaprins,
sagðist í viðtali við BBC um belg-
ina vera fokvondur yfir því að fjöl-
miðlar og einkum bresk æsifrétta-
blöð hafi mistúlkað ýmislegt í bók-
inni sem kemur út í vikunni. Oft
sé um hreinræktaðar lygar að
ræða, t.d. sé hvergi í ævisögunni
fullyrt að prinsinn hafi aldrei elskað
eiginkonu sína fyrrverandi, Díönu
prinsessu. Þar sé heldur ekki sagt
að um einhvers konar skynsemis-
hjónaband hafi verið að ræða sem
Filippus prins hafi skipað fyrir um.
Hjónabandið hafi farið út um þúfur
með ömurlegum hætti en Dimbleby
segir að þar hafi einniggætt „blíðu,
ástar og tillitssemi".
Karl hefur að sögn Dimblebys
aldrei velt fyrir sér afsögn en telur
að konungdæmið hafi orðið jafn
langlíft og raun ber vitni vegna
þess að það hafi ávallt lagað sig
að breyttum aðstæðum. Hann telur
að annar blær verði yfir sinni valdat-
íð en móðurinnar, Elísabetar II., og
útilokar ekki að dregið verði úr út-
gjöldum og fyrirferð hirðarinnar.
Karl gerir sér fulla grein fyrir
því að bruðl og lausung fáeinna
einstaklinga í konungsættinni og
misheppnuð hjónabönd þriggja
barna drottningar geti valdið
óánægju almennings með sjálft
konungdæmið en kannanir sýna
vaxandi fylgi við afnám þess. Þótt
hann sé ekki beinlínis hrifinn af
Mistúlkun og
lygar fjölmiðla
því að fækkað verði
bústöðum og í þjón-
ustuliði er hann fús að
grípa til þeirra ráða
ef almennar óskir í þá
veru koma fram, segir
Dimbleby.
Fjölskyldufundur í
Buckingham-höil
Er málefni fjöl-
skyldunnar voru rædd
á fundi í Buckingham-
höll í fyrra varpaði
Karl fram spurningu.
„Er ekki neikvæð um-
fjöllun fjölmiðla að
nokkru leyti til komiri
vegna þess að flestum
landsmönnum fínnst
að of margir séu taldir
tilheyra konungsfjöl-
skyldunni og of mikið opinbert fé
renni til uppihalds hennar?“ Eftir
þennan fund voru greiðslur til all-
margra í fjölskyldunni skertar mjög
og drottningin skýrði frá því að
hún myndi framvegis greiða skatta.
KARL Bretaprins
þegar hann var
krýndur prins af
Wales árið 1969.
Þessi niðurstaða
bendir til þess að
drottning taki mikið
mark á því sem son-
urinn segir.
Karl prins hefur
verið gagnrýndur
mjög fyrir að skýra
frá innsta hugarstríði
sínu og smáatriðum í
einkalífinu í bókinni.
íhaldsblaðið The Da-
ily Telegraph segir í
forystugrein að það
sé ekkert meira heill-
andi að sjá Karl „þvo
nærfatnað fjölskyld-
unar á almannafæri"
en þegar annað og
lægra sett fólk hagi
sér á sama hátt.
Hvert sem markmið
prinsins hafí verið þá sé óhjá-
kvæmilegt að litið verði á bókina
sem vamarrit í deilu hans við Dí-
önu og neikvæða fjölmiðla, vamar-
rit manns sem ekki geti verið góð-
ur dómari í eigin sök fremur en
aðrir og virðist jafnvel í margra
augum vera ofdekraður og fullur
sjálfsvorkunnar.
Flest bendi til þess að prinsinum
hafi orðið á mistök með bókinni.
Jafnframt viðurkennir blaðið að svo
geti farið að það verði síðar talinn
ávinningur fyrir Karl að hafa skýrt
alþjóð frá sínum innstu hughrær-
ingum, stigið niður af stallinum.
Fymast muni yfír bókina og það
sé út í hött að tala um stjórnlaga-
kreppu; prinsinn sé afar skyldu-
rækinn og ekkert ógni í reynd stöðu
hans sem konungsefnis enda líklegt
að mörg ár líði áður en slík um-
ræða verði brýn.
Dulúð hverfur
Dálkahöfundurinn Simon Jenk-
ins harmar eins og fleiri íhalds-
menn að dulúðin sem einkennt hef-
ur breska konungdæmið skuli vera
að hverfa, það höfði ekki lengur
til heldra fólks. Hann hæðist að
framferði konungsfjölskyldunnar,
þar er sápuópera á ferð, segir Jenk-
ins í grein í Spectator. Sagt hafi
verið um Windsorættina að hún
hafi ávallt verið einstaklega borg-
araleg í hugsunarhætti, elski að
vera í sviðsljósinu og innst inni njóti
Karl og Díana fjölmiðlaathyglinnar.
Karl hafí sjálfur leyft Dimbleby að
kynna sér öll gögn er bókin var í
smíðum en líklega muni Karli tak-
ast að gera konungdæmið að alþýð-
legri stofnun og þjóðhöfðingann að
almenningseign.
Reulcr
Strandaði á
skerjum við
Hjaltland
TÍU þúsund tonna rússneskt
verksmiðjuskip, Píonersk,
strandaði í hvassviðri suður
af Leirvík á Hjaltlandi, undan
norðurströnd Bretlands, í
fyrrinótt. Áhöfninni, 155
manns, var bjargað í land um
borð í þyrlum og björgunar-
skipum. Sjór komst fljótt í lest-
ar skipsins og vélarrúm. Óttast
var að um 550 tonn af olíu
myndu leka úr skipinu og
menga strendur Hjaltlands.
----------» ♦ ♦----
Kuba
Erlent fjár-
magn leyft
Havana. Ueuter.
CARLOS Lage, varaforseti Kúbu,
sagði á sunnudag að Kúbustjórn
myndi heimila erlendar fjárfestingar
í sykurframleiðslunni, mikilvægustu
atvinnugrein landsins.
Lage, sem er talinn höfundur
umbótastefnu stjórnarinnar, sagði
þetta á árlegri kaupstefnu í Havana.
Sykurframleiðslan á Kúbu hefur ver-
ið lítil undanfarin tvö ár.