Morgunblaðið - 01.11.1994, Side 20

Morgunblaðið - 01.11.1994, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ _______k LISTIR Upphaf ErkiTíðar Bókastefnan í Gautaborg Fjöldi gesta BÓKASTEFNUNNI í Gautaborg !auk á sunnudag. „Þetta hefur geng- ið afbragðs vel og ég er mjög ánægð með okkar þátttöku," sagði Anna Einarsdóttir sem sæti á í Bok & Bibliotek sem gengst fyrir stefnunni. Anna sagði að fimm dagskrárat- riði íslendinga á stefnunni væri nokkuð stór hlutur þegar á heildina væri litið. Hún nefndi dagskrá með Einari Kárasyni og þýðendum hans, dagskrá þeirra Þorbjöms Brodda- sonar og Lars-Áke Engblom um tungumál Norðurlandaþjóða, dag- skrá Matthíasar Viðars Sæmunds- sonar um galdra á íslandi og dag- skrá um íslenskar fomsögur og eddukvæði í umsjá Heimis Pálsson- ar, Lars Lönnroths og Kristins Jó- hannessonar. Áður hefur verið getið vel heppnaðrar dagskrár um skáld- söguna Stúlkuna í skóginum eftir Vigdísi Grímsdóttur. Ósammála um túlkun Fomsagnadagskráin var mjög vel sótt og þótti létt og skemmtileg að sögn Ónnu. Þremenningarnir fyrr- nefndu voru ekki sammála um túlk- un sagnanna og ekki heldur færslu textans yfir á nútímamál. Ljóst var að áþugi er mikill á fombókmennt- um íslendinga. Laugardaginn 28. október vom um 28.000 manns á Bókastefnunni og þá vom þátttakendur og gestir orðnir hátt í 100.000. Bókastefnan er alþjóðleg. Mesta athygli vakti bandaiiski rithöfund- urinn Norman Mailer og sænski höfundurinn Marianne Fredriksson, en nýjasta bók hennar Anna, Hanna og Jóhanna er bók um leit að rótum, lýsir lífi dóttur, móður og ömmu sem var fædd 1870. Glæsilegu og vönduðu ALL STAR gallarnir úr 65% baömull og 35% polyester. Litir: Vínrautt og blátt. Stæröir: Small til XL. kr. 5.490- cnnvERse SNERPA SPORTVÖRUR við Klapparstíg, Rvík. sími 19500 TONLIST Raftönlistarhátíð YFIRLITSTÓNLEIKAR UM GERÐ RAF- OG TÖLVUTÓNLISTAR Á ÍS- LANDI Föstudagur 28. október 1994. ERKITÍÐ nefnist tónlistarhátíð, sem er samvinnuverkefni ErkiTón- listar sf. og Tónlistardeildar Ríkis- útvarpsins, með stuðningi frá Tón- skáldafélagi íslands. Rakin er saga raftónlistar hér á íslandi í efnisskrá tónleikanna en fyrstu raftónverkin em samin af Magn- úsi Blöndal Jóhannssyni og nærri jafn snemma hafði Þorkell Sigur- bjömsson kynnt sér þessa tækni vestur í Bandaríkjunum. Það var á tónleikum Musica Nova, sem fyrstu íslensku rafverkin voru flutt og síðan hafa nokkur tónskáld bæst í hópinn og margir þeirra lagt mikla rækt við gerð raftónlist- ar. Raftónlist byggist á tón- og hljóðnámi (þ.e. upptökum á tónum og hljóðum), sem ýmist em notuð óbreytt eða mótuð, bæði hvað varðar tíma, tíðnisvið og blæ og einnig á tilbúnum raftónum og hljóðum. Með tilkomu tölvunnar hefur opnast möguleiki á að vinna með þetta tón- og hljóðefni á margvíslegan máta. Þrátt fyrir ótrúlega möguleika í tón- og hljóðvinnu, er þama til staðar ein hindmn, nefnilega sú innilokun tón- og hljóðnámsins, er kemur í veg fyrir „lifandi flutn- ing“. Þessa hindmn hafa mörg tónskáld reynt að yfirstíga, t.d. með því að skipta verkum sínum á milli raftækjanna og samleikandi hljóðfæraleikara og vom öll verk- in, nema eitt, á fyrstu tónleikum ErkiTíðar, sl. laugardag á Sólon íslandus, samleiksverk hljóðfæra- leikara og rafunninna hljóða. Tónleikamir hófust á nýju verki eftir Magnús Blöndal Jóhannsson en hann er heiðurstónskáld Erk- iTíðar tónleikanna. Magnús nefnir þetta nýja verk sitt Brim, er vísar að nokkm til hljóðgerðar verksins, sem einnig er samið fyrir píanó (Halldór Haraldsson), slagverk (Geir Rafnsson) og flautu (Kol- beinn Bjarnason). Það var margt í þessi ágæta verki, sem minnti á ýmislegt úr fyrri verkum Magnús- ar, aðallega hvað varðar stíl, sem Magnús náði mjög snemma valdi á og markar honum nokkra sér- stöðu meðal félaga sinna. Innilokun hljóðanna er við- fangsefni Atla Heimis Sveinssonar í nýju verki fyrir tónband og klari- nettutríó (Sigurður I. Snorrason, Óskar Ingólfsson og Kjartan Ósk- arsson). Atli nefnir verkið Búr og meðal aðfenginna hljóða eru mannsraddir og var margt skemmtilegt að heyra í þessu verki, þó rafhlutinn verkaði oft án samstöðu við samleik hljóðfær- anna, enda era þessir þættir samd- ir á ólíkum tíma, þ.e. tónbandið er unnið 1972 en klarinetturadd- imar sl. sumar. „Hvarvetna leita ég þín“ heitir nýtt verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson og er þetta tónnáms- verk nærri að öllu leyti og oft nokkuð melódískt. Formgerð þess er röð tónhugmynda, sem minna á eins konar tilbrigði og er síðan leitað til þess er einkenndi upphaf- skaflann, hrynfestunnar, sem oft var nokkuð um of háttbundin. Bragðlaukar eftir Lárus H. Gríms- son er nærri samfelld slagverks- orgía, þar sem tónband og slag- verksleikarinn (Geir Rafnsson) heyja einvígi. Vera má að það eigi að tákna baráttu höfundar við að „drepa mosquitoflugur (tilgreint í efnisskrá) og hefst verkið á nokkr- um kjams- og slokhljóðum. Eftir það hefst trommustríðið en verkið endar eins og það byijaði, með nokkmm kjams- og slokhljóðum en sjálfur endatónninn var ropi. Hugsanlega er þetta eina tón- verkið í heiminum, sem endar á ropa og minnir það á áráttu, sem var í tísku fyrir nokkmm áratug- um, að hneyksla „sómakært“ fólk, en hefur sem betur fer engan slag- kraft lengur og flokkast í besta lagi undir óþarfa smekkleysu. Fyr- ir utan ropann og heldur svona ókræsilegt borðhald, að éta mosk- ítóflugur, sem verkið á að túlka öðmm þræði, er miðhluti þess, nefnilega trommustríðið, skemmtilega saminn. Tónleikunum lauk með Sono- roties III, eftir Magnús Blöndal Jóhannsson og var skemmtilegt að heyra þetta ágæta verk Magn- úsar, sem hann samdi 1972 og nú eins og þá flutti Halldór Har- aldsson verkið og gerði það með glæsibrag. Aðrir flytjendur sem hér hafa verið tilgreindir eiga sinn þátt í þessum fróðlegu og skemmtilegu tónleikum, en alls em tónleikar ErkiTíðar sjö talsins. Þar getur að heyra nærri allt sem skiptir máli í gerð og þróun raf- og tölvutónlistar á íslandi. Jón Ásgeirsson íf§|pl U (ÍC) LINDIN NÝBÝLA VEGl 24 '^3' SÍMI46460 Heilsupakkinn sjö sjö • 5 tíma nudd hjá menntuðum nuddurum. • 10 tíma ljós í frábærum Ijósabekkjum. • 2 mánuðir í líkamsrækt fyrir kyrrsetufólk og byrjendur. Sérstakur stuðningur íyrir þá, sem vilja leggja af • Allt þetta fyrir kr. 7.700,- • Kjörorð okkar er vöövabólga og stress, bless. Sími 46460 BERNARDEL-kvartettinn. I „Hausmusik“-stíl TONLIST Hótel Borg BERNARDEL-KVART- ETTINN Zbigniew Dubik 1. fiðla, Greta Guðnadóttir 2. fiðla, Guðmundur Kristmundsson víóla og Guðrún Th. Sigurðardóttir selló. Laugardagur 29. október. ÞETTA hefði getað verið snemma á átjándu öld í einhveijum gylltum sal Vínarborgar, eða í fallegu veit- ingahúsi nálægt ópemnni, eða jafn- vel einhversstaðar uppi í Grinzig, kannske nálægt síðasta áningarstað Beethovens þar sem hann samdi sína frægu erfðaskrá, slíkt var umhverfið og stemmningin í Gyllta sal Hótel Borgar áður en kvartettinn hóf leik sinn. Þjónamir tóku fyllsta tillit til tónskálda og flytjenda og afgreiddu veitingar svo hljóðlega að aðeins færustu fagmönnum var til treyst- andi. Því miður fór sú hefð af um tíma í Vínarborg, að hljóðfæraleikar- amir kæmu saman á kaffihúsi göt- unnar og léku saman kammermúsik.' Sjaldnast var nokkur opinber gagn- rýni skrifuð um þá tónlistarviðburði og kannske ætti heldur ekki svo að vera í þetta sinn og fyrirbærið fengi að spyijast út sem einskonar grasrót- arhreyfíng, því mér skilst að þessir tónleikar verði hvorki þeir fyrstu né þeir síðustu á þessum stað. Í þetta skiptið var efnisskráin vafalaust með þeim erfiðari sem flutt var á kaffi- húsinu á horninu og í fáum tilfellum hefur líklega verið jafnvel músiserað og reyndin-var á Hótel Borg. C-moll kvartett Beethovens, op. 18 nr. 4, er ekki einn af flóknustu kvartettum höfundar, en viðkvæmur í flutningi. Ekki var laust við yfirspennu í fyrsta þættinum og brá aðeins fyrir óná- kvæmri tónmyndun, en aðeins þurfti fyrsta kaflann til að hreinsa það út, og fljótlega kom í ljós að óvenju nákvæm vinna var að baki flutningn- um. Hljómburður Gyllta salarins er þannig að hver nóta, hvert strok og hver hending heyrist nákvæmlega eins og hljóðfæraleikarinn skilar hlutnum frá sér, ekkert bergmál, hver tónn þrengir sér inn í áheyrand- ann, hljóðfæraleikarinn stendur eða fellur með hveijum einum tóni, - ekkert bergmál sem bjargað getur miður góðu spili eins og pedall pían- ósins getur bjargað lélegum píanó- leikara. Að mínu viti er þetta sá eftir- sóknarverði hljómburður fyrir kammermúsik. Ef vel er gert samein- ast hver andardráttur hljóðfæraleik- arans áheyrandanum og eftir standa áhrif sem enginn „hljómburður" get- ur komið í stað. Þetta gerðist ein- mitt í leik kvartettsins og þrátt fyrir að undirritaðan fyndist vanta húmor í annan þáttinn og að þriðji þátturinn væri í það hraðasta þá sýndu fjór- menningarnir framúrskarandi góða kammermúsik og Zbigniew, sem auðheyrilega mótaði mjög samspilið, sýndi, ekki hvað síst í síðasta þættin- um, hversu afbragðs hljóðfæraleikari hann er. Kvartettinn nr. 3 í B-dúr op. 67, er kannske ennþá viðameira verk en Beethovens kvartettinn og hér fékk Guðmundur stórt hlutverk á víóluna og skilaði því mjög vel. „Bældar ástríður" segir í efnisskrá. Hvenær eru ástríður Brahms ekki bældar eða hamdar, jafnvel þá hann ekki var með Clöru í huga? En hvað um það, í kvartettinum náðu þau fram samspili og túlkun sem var langt langt fram yfir það venjulega. Vonandi heldur þessi samvinna Hótel Borgar og tónlistarflytjenda áfram, en þetta hlýtur að verða kærkomin nýjung. Ragnar Björnsson Kuran Swing á háskólatónleikum KURAN Swing kvartettinn spilar á háskólatónleikum í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30. Kvartettinn var stofnaður 1989 f þeim tilgangi að leika „strengjadjass" eða „Evrópu- c(jass“. Kvartettinn hefur haldið fjölda tónleika víða um land, komið fram í útvarpi og sjónvarpi og gefið út geisladisk á vegum Steina hf. Kuran Swing vinnur um þessar mundir að undirbúningi útgáfu annarrar geislaplötu sinnar og tónleikaferðar til Noregs, Sví- þjóðar, Finnlands, Danmerkur og Póllánds. Kvartettinn skipa nú Szymon Kuran, Björn Thoroddsen, Ólafur Þórðarson og Bjarni Sveinbjörns- son. Aðgangseyrir á tónleikana er 300 krónur, en frítt fyrir hand- hafa stúdentaskírteinis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.