Morgunblaðið - 01.11.1994, Side 21

Morgunblaðið - 01.11.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 21 __________LISTIR_______ Boðvirki mannsins MYNPUST Listasaín Kópavogs — Gcröarsafn HÖGGMYNDIR RAGNHILDUR STEFÁNS- ÐÓTTIR Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12-18 til 6. nóvember. Aðgangur ókeypis. HÖGGMYNDALISTIN hefur ef til vill meira en önnur svið myndlist- arinnar þróast yfir á vettvang hug- myndafræðinnar á síðustu áratug- um, þannig að hin mannlega tilvera hefur ekki verið ofarlega á baugi. í staðinn hefur áherslan verið á notkun ólíkra efna og formræna möguleika þeirra, sem og á stöðu höggmyndar- innar í umhverfinu, t.d. hvað varðar innsetningar eða staðsetningar utan alfaraleiða. Ýmsir myndhöggvarar hafa þó haldið manninum sem miðlægum þætti í sinni listsköpun, og má þar m.a. minna á verk Steinunnar Þórar- insdóttur. Síðastliðið haust hélt Ragnhildur Stefánsdóttir svo eftir- tektarverða höggmyndasýningu i Nýlistasafninu, þar sem hún tókst á við mannlíkamann og ímynd þess styrks og burðarkerfis sem hann byggist á; mótun vöðva og beina í verkum hennar þá varð mörgum minnisstæð. A sýningunni hér má segja að Ragnhildur haldi áfram þar sem frá var horfið. Enn er það maðurinn sem er miðpunktur verkanna, en að þessu sinni er listakonan að fást við það sem býr innra með okkur — stjórn- kerfi heila og hjarta, og þær boðleið- ir skynjana sem hvíslast um allan líkamann og ráða samhæfni hverrar persónu. Líkt og á sýningu síðasta árs vinn- ur Ragnhildur hér mikið með gúmmí, en einnig með gifs. Andstæð eðli þessara efna — mýkt og harka, teygj- anleiki og festa, litir og hlutleysi — verða til þess að skapa skemmtilega spennu í mörgum verkanna, sem vís- ar aftur til þeirrar innri spennu, sem er að finna í hveijum manni, þar sem svipaðar andstæður takast stöðugt á. Þetta kemur einkar vel fram í verkum, þar sem mótvægi hins ytra og hins innra er hvað skýrast, líkt og í „Maður“ (nr. 8) og „Portrait" (nr. 9); mótun yfirborðsins nær ekki að RAGNHILDUR Stefánsdóttir: hylja þá ólgandi flóknu samþættingu, sem á sér stað undir niðri. Verkin hér verða listakonunni einnig tilefni til íhugunar um lífið á víðari grunni. Verkið „Þátíð, nútíð, framtíð" (nr. 1) byggist á hjarta, hnefa og heila, og um það segir lista- konan: „Hjartað geymir þátíðina, hnefinn nútíðina og heilinn framtíð- ina.“ Eins mætti að sjálfsögðu benda á að viðhorf mannanna til fortíðar- innar stjómast æði oft af tilfinning- unum, til að komast áfram í samtím- anum þarf bæði áræði og orku, en horfur mannsins til lengri tími byggj- ast fyrst og fremst á skynsemi og rökhugsun — sem því miður skortir oft_ nokkuð á. I næsta verki bendir Ragnhildur hins vegar á, að tíminn er ekki sam- fellt ferli, heldur safn ótengdra brota: „Það eru aðeins til augnablik". Sam- tenging þessara verk er vel unnin, og leggur gmnninn að frekari sam- þættingu verka sýningarinnar með ólíkum hætti, eins og sést t.d. í „Boð“ (nr. 5) þar sem bent er á að þrátt fyrir allt eru boðleiðir mannsins þætt- Morgunblaðið/Þorkell Ég er þú 1994 gifs og gúmmí. ir í einni heild, sem nær með undra- verðum hætti að gera flókna hluti einfalda. Fyrir utan samhljóm verkanna innbyrðis hefur listakonan lagt mikla áherslu á tengsl þeirra við sýningar- rýmið (og þar með um leið bent á mikilvægi tengsla mannsins við um- hverfi sitt), svo jafnvel mætti tala um innsetningu í salnum. Myndflekar á veggjum eru vandlega staðsettir til að tengjast ofanbirtunni, og sum- ir þeirra endurspegla jafnvel bygg- ingarlag salarins, t.d. „Líflína" (nr. 7); mest áberandi þáttur þessarar tengingar er þó svörun verksins „Ég er þú“ (nr. 3) við formi norðurglugga salarins. Hér er á ferðinni sérstæð sýning, sem rétt er að benda listunnendum á að láta ekki framhjá sér fara; með efnistökum sínum og viðfangsefnum hefur Ragnhildur örugglega skipað sér í flokk athyglisverðari mynd- höggvara okkar, og verður spenn- andi að fylgjast með framþróun hennar í höggmyndalistinni. Eiríkur Þorláksson KlWUUfis Ókeypis félags- og lögfræðileg ráðgjöf fyrir konur. Opið þriðjudagskvöld ^kl. 20-22 og fimmtudaga kl. 14-16. Símar 21500 og 996215 Þægilegastí hæglndastóll allra tíma £æst aðeins í Húsgagnahöllinní. Amerísku hægindastólarnir frá Lazy-boy eru alltaf jafn vinsælir vegna þess hve gott er að sitja og liggja í þeim. Lazy-boy stólarnir eru til í mörgum gerðum og áklæðum og svo fást þeir einnig í leðri. Lazy-boy stóllinn fæst með eða án ruggu og með einu handtaki er hægt að taka skemilinn út og stilla stólinn í þá stöðu sem manni líður best í. Komdu og prófaðu þennan frábæra stól sem milljónir manna um allan heim elska og fáðu upplýsingar um verð og hvers vegna Lazy-boy stólarnir eru öðrum stólum fremri. BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-871199 „Þetta er bankaþjónusta eins og best gerist eriendis og mér fínnst frábært að hún skuli loksins vera komin hingað. Guðný Bjarnadóttir, læknir Heimilislína Búnaðarbankans er fjármálaþjónusta fyrir einstaklinga og heimili — eins og hún gerist best. vö/isi BUNAÐARBANKI ÍSLANDS HEIMILISLINAN - Einfaldarfjármálin . »■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.