Morgunblaðið - 01.11.1994, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Raftækin
renna út
Handryksugur
Gerð:
BA 3243
Gerð:
AT 2580.
Á af m a g n s li n ífa r
Gerð:
WA2170.
Kr.
3.790,-
A affi k ö n n u r
Gerð:
KA5380.
F á s I u m la n (I a 111
Öll verð rn/S*!fo stgrafsl.
EINAR
FARESTVEIT
&C0 hf
Borgartúni 28, sími 622900
LISTIR
Tónleikar
í Vinaminni
ÍSLENSK og erlend lög og óperuar-
íur verða flutt á tónleikum í Vina-
minni á Akranesi í kvöld kl. 20.30.
Þrjár söngkonur flytja lög og aríur
á tónleikunum; sópranarnir Ingibjörg
Marteinsdóttir og Jóhanna Linnet og
Dúfa Einarsdóttir, alt. Einnig koma
fram söngvaramir Sigurður Bragason
bariton, Þorgeir Andrésson tenór og
Stefán Amgrímsson bassi, auk píanó-
leikarans Jóhannesar Andreassen.
Orgeltónleikar
MARTEINN H. Friðriksson leikur á
orgel Dómkirkjunnar í kvöld kl.
20.30. Tónleikarnir eru liður í dag-
skrá j.Tónlistardaga Dómkirkjunn-
ar“. A efnisskrá verða verk eftir
Peter Eben, Buxtehude, Bach, Jón
Nordal og Hjálmar H. Ragnarsson.
*®G0
Skjótvirkur stíflueyðir
Eyðir
fljótt
stíflum
Tuskur
• Feiti
• Lífræn efni
• Hár
• Ðömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Bensínstöðvar
og helstu ' '
byggingavöruverslanir.
Dreifing: Hringás hf.,
sími 677878-fax 677022
Tilbúinn
stíflu
eyöir
Myndasögur og maurakallar
MYNPLYSING
Listhúsið Grcip
MYNDASÖGUR
BJARNI HINRIKSSON
Opið alla daga nema mánudaga frá
14-18 til 9 nóvember. Aðgangur
ókeypis.
ÞAÐ er ekki oft að menn efni til
sýninga á myndasögum, en þær og
þá einkum sú tegund er nefnist
„comic strip“ gegnir stóru hlutverki
í daglegu lífl nútímamannsins. Sum-
ar myndasögur verða óhemju vinsæl-
ar svo sem Simpson-fjölskyldan, en
þær þurfa þó ekki að vera tiltak-
anlega myndrænar í sjálfu sér til að
svo verði, en hins vegar hafa lista-
menn ósjaldan notað þær eða hluta
þeirra sem myndefni í verk sín og er
hér Guðmundur Erró sláandi dæmi.
Þá þekkja víst allir hinn makráða
Tinna, sem kemur sér og öðrum úr
öllum vandræðum með kumpánum
sinum, og hann er í mun myndrænni
búningi en hinn klunnalegi Simpson.
Pilturinn gengur aftur með þeim
ósköpum í norrænum myndasögum
að manni er um og ó, það sá maður
á minnisstæðri sýninu að Kjarvals-
stöðum 1992, og það sér maður á
danskri myndasögusýningu í anddyri
Sölutækni - námskeið
Myndir þú kaupa af eigin sölumanni?
Þurftir þú að hugsa þig um?
Þá er eflaust kominn tími til þess aS hressa upp
á sölutæknina.
Námskeiðið er ætlað sölufólki sem ýmist starfar
sjálfstætt eða hjá fyrirtækjum.
Hefur þú, sem sölumaSur, velt því fyrir þér hvað
þú eySir löngum tíma í gagnlaus samtöl? Hvað
þú hittir marga án þess aS selja neitt?
Ætlunin er að hver og einn skoði sjálfan sig í nýju
Ijósi eftir þetta námskeiS.
j Hver eru markmiS sölumannsins og
hvemig skipuleggur hann sjálfan sig?
j Almenn sölutækni
♦ Spurningatækni
j Helstu atriði símasölu
j Mikilvæg atriði við lokun sölu
Fyrirlesari:
Magnús Jónatansson
hjá Alþjóéa verslunarfélaginu hf.
Fundur - bókun - undirbúningur - eftirfylgni
S* Uppbygging tilboða
-> „Söluþjónusta" við vi&skiptavininn
Námskeiðin verða haldin dagana
18.-20. nóv. og 25.-27. nóv.
jan. '95 verður síðan eftirfylgninámskeið í einn dag.
Þátttökutilkynningar í síma 886869.
Takmarkaður fjöldi.
Norræna hússins þessa dagana.
Bjami Hinriksson er einn þeirra
sem virkastur hefur verið á vettvang-
inum hér á landi á síðustu árum.
Hann útskrifaðist frá Héraðsskólan-
um í myndlist í Angouléme, Frakk-
landi, árið 1989 og hefur helgað sig
myndasögugerð síðan. Hefur ásamt
félögum sínum á vettvanginum hald-
ið úti myndasögutímaritinu GISP!,
og sögur eftir hann hafa birst í
Morgunblaðinu, Vikublaðinu og verið
gefnar út í Frakklandi og á Norð-
urlöndum.
Ekki liggur fullljóst fyrir út frá
hveiju beri að ganga, þegar um rýni
á myndasögum er að ræða, en víst
er að textinn sjálfur og framsetning
efnisins skiptir jafnvel enn meiri
máli en hin myndræna útfærsla. Hér
skal höfðað til fjöldans og myndasög-
ur eru helst metnar eftir vinsældum
þeirra. Hins vegar eru einnig til mjög
vel teiknaðar myndasögur, en þær
virðast eiga erfiðar uppdráttar en
hinar, þótt hér sé t.d. Storm Peders-
en undantekning, en hann var helst
frægur í sínu föðurlandi.
Sláandi persónusköpun virðist
skipta meginmáli, og skiptir þá litlu
máli þó söguhetjan sé klossalega
teiknuð og öllum lögmálum teiknilist-
arinnar gefíð langt nef.
Bjarni er einn af þessum stórkarla-
legu teiknurum fagsins, sem fiska
fyrst og fremst eftir hressilegu
myndefni sem fylgt er úr hlaði með
kröftugri útfærslu. Myndasagan
„Vafamál“ er meginuppistaða sýn-
ingarinnar og er unnin út frá sögu
Jóns Karls Helgasonar, sem aftur
byggist á Vafþrúðnismálum úr eddu-
kvæðum. Hinn fomi texti er látinn
halda sér og fléttaður inn í villigötur
tveggja drengja sem um leið eru
sögumenn. Vafþrúðnismál opinbera
mikla vitneskju um upphaf og endi
heimsins og margt fleira í goðafræð-
inni, einkum af ástþrungnum fyrir-
bærum, sem virðist meginuppistaða
myndasagnanna.
An nokkurs vafa er hér kjörið við-
fangsefni fyrir teiknara, en eitthvað
eru myndir Bjama harðar og ósann-
færandi í útfærslu, og virðist hann
ætla sér of mikið svo útkoman verður
full hrá og köld. En ég fortek engan
veginn, að myndmálið kunni að koma
mun betur til skila við minnkun mynd-
anna á leið í blað eða bók.
Ein mynd sker sig úr fyrir list-
ræna útfærslu, sem er „Nálægt
Mostar" (1993) gerð með kúlupenna
og bleki og svo eru tilþrifln einnig
mýkri og listilegri í litlu gömlu mynd-
unum „Ann Mari“ og „Orrusta" frá
1970.
Bragi Ásgeirsson
Frumraun
TONLIST
Fclla- og Hólakirkja
PÍ ANÓLEIKUR
ÞÓRHILDUR BJÖRNS-
DÓTTIR
Píanóleikur. Laugardagur 29. október.
UM FRUMRAUN á tónleikasviði
má segja að frumraunin hafl heppn-
ast ef flytjandinn kemst stórslysa-
laust gegn um efnisskrána og lifir
það af. Slík eldskírn er að hætta sér
í hendur misjafnlega velviljaðra
áheyrenda, að ég ekki tali um gagn-
rýnendur, sem sumir telja sig hafa
komist í feitt ef þeir geta, með sæmi-
legri samvisku, rifið byijandann í
sig. Sagt er um hljómsveitarstjóra-
efni og söngvaraefni, sem fleygt er
inn á sviðið, eða fram fyrir hljóm-
sveitina í fyrsta skipti, að komist
þeir klakklaust í gegnum frumraun-
ina, þá sé þeim greið leiðin framund-
an, jafnvel þótt eitthvað hafi vantað
upp á túlkunina. Þórhildur komst
áfallalítið gegnum frumraunina. Að
vfsu komu fyrir óhöpp á leiðinni, sem
ekki er óeðlilegt, en hún var alltaf
fljót að bjarga sér út úr þeim, nokk-
uð sem er stór kostur hjá hljóðfæra-
leikara, kannske jafnvel nauðsynleg-
ur, en bregst sumum í byijuninni.
Impromtu op. 90 eftir Schubert láta
ekki mikið yflr sér, eru verkefni sem
nemendur í efri stigum námsins spila
gjaman. Að skila fjórum imprompt-
um á einum og sömu tónleikum, svo
vel sé, þarf þó mjög góðan og
reynsluríkan hljóðfæraleikara sem
er fær um að gefa hveiju impromtu
fyrir sig skýra og svipsterka mótun
og þar með öllum fjórum eina heild.
Þórhildur spilaði þær allar með nokk-
uð líku yfirbragði, varkár og án
„brillians" þar sem hann á heima.
Því var þetta ekki nógu sannfærandi
flutningur, þótt margar ljóðrænar
og fallegar línur ætti hún auðheyri-
lega til. Waldszenen op. 82 eftir R.
Schumann virtist eiga betur við skap
Þórhildar, og laðaði hún oft fram
fallegar stemmningar í þessum níu
stuttu atriðum, en sannfærði hún
mig þó ekki því sum atriðin virkuðu
dálítið þunglamaleg og þrátt fyrir
fallegar línur saknaði ég skáldskap-
arins og hugmyndaflugs. Kannske
var það að einhveiju leyti hljómburð-
inum að kenna, því þótt hljómburð-
urinnv væri ekki afleitur fyrir píanó-
spil og veikt spil nyti sín í kirkjunni,
þá naut sterkt spil sín illa, vildi renna
saman og þá verður öll pedalnotkun
fljótlega um of, gerir spilið óskýrt.
Orgel getur hljómað vel í slíkum
hljómburði, en ekki píanóið og það
bitnar á hljóðfæraleikaranum. Mikill
hljómburður og löng ómun virkar
eins og mikil pedalnotkun og getur
aðeins bjargað lélegum píanóleikur-
um að vissu marki. Hvers vegna
ekki að leita uppi sal fyrir píanótón-
leika, sal með litla eða enga eftir-
ómun, þar sem píanóleikarinn verður
að standa fyrir hverri nótu og pedall-
inn bjargar eingöngu því sem hann
á að bjarga? Slík leit væri tilvinn-
andi, sýnist mér. Nokkuð voru Liszt-
verkin merkt þessu varkára spili
Þórhildar og töfrar verkanna liðu
fyrir það. Best naut leikur Þórhildar
sín í Debussyverkunum tveim, Kvöld-
klukkunum og Mæðunum á
Anacapri. Þar átti falleg ljóðræna
Þórhildar oft vel heima. Þrátt fyrir
þessar aðfínnslur eða ábendingar, og
ekki síður, skal Þórhildi óskað til
hamingju með frumraunina, en nýjar
víddir þurfa að bætast við næst.
Tónleikarnir voru þeir fyrstu í ár á
vegum EPTA, Evrópusambands
píanókennara. Margir komu til að
fylgjast með fyrstu sporum Þórhildar
og vonandi verður framhald á þess-
ari góðu aðsókn.
Ragnar Björnsson
!