Morgunblaðið - 01.11.1994, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 01.11.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 23 _______LISTIR_____ Veruleikinn, draumurinn o g eilífa leitin BOKMENNllR Skáldsaga ÆVINLEGA eftir Guðberg Bergsson Forlagið 1994 -153 síður. 2.980 kr. GÚÐBERGUR Bergsson er að verða nokkurskonar „stofnun" í ís- lenskri bókmenntahefð og um leið vandræðabarn gagnrýnenda. Nýj- asta afurð þessa afkastamikla og fjölhæfa höfundar — glóðvolg úr prentsmiðjunni — er skáldsagan Ævinlega; nokkurskonar ævintýri eða galdrasaga í nútím- anum. Inntak sögunnar er ástargaldur sem á sér stað á Laugaveginum í Reykjavík. Við erum í upphafi kynnt fyrir miðaldra piparsveini sem lætur sig dreyma um þá reynslu „að elska manneskju aðeins einu sinni, ævilangt á meðan lífíð endist" (8). Vegna þessa hefur hann ekki enn gengið í hjónaband, þrátt fyrir umtalsverða reynslu af konum og kynlífi. Þegar sagan hefst er hann hinsvegar „reiðubúinn að hitta rétta konu“ sem hann geti elskað „með réttum hætti“ (8). Og einn daginn birtist honum þessi kona á Laugaveginum. Hefst þar með sérkennileg og sundurlaus frá- sögn af kynnum þessa fólks og flakki í Bláa lónið og til Grindavíkur, þar sem konan hverfur skyndilega. I stað þess að grennslast fyrir um hana er karlinn sannfærður um að þau muni finnast á ný, og helgar nú líf sitt hinni fullkomnu ást sem hann tignar með smíði einstæðs skartgrips, og ætlar að færa konunni við endurfund- ina. Að baki hinum eigi.nlegu atburð- um — sem eru hvorki margir né flókn- ir — líður fram saga um leit manneskj- unnar að ástinni og hinum varanlegu verðmætum (sem oft eru nær en maður hyggur). Vafalítið vísar nafn bókarinnar til þeirrar eilífðarleitar. Sagan líður fyrir það hve losaraleg hún er í byggingu. Meðul hennar eru þó hin sömu og nafnlausir þjóðsagna- höfundar hafa notað um aldir: Æva- forn sagnaminni og töfrar. Glersalur- inn góði sem í mörgum þjóðsögum rammar af sjónhverfinguna, birtist okkur hér sem gluggarúða. Þvegil- skaft er galdraprik, og konan í sög- unni kann að sjálfsögðu ýmislegt fyrir sér. Sagan er þess vegna svolít- ið dularfull, og lesandinn — líkt og aðalpersónan — gengur grunlaus inn í blekkingarheim hennar til að byija með. Táknmyndir verksins eru auð- skildar og margar hefðbundnar: Dýr- asta djásnið, blóm sem brýtur sér leið upp úr svörtu malbiki, rautt handklæði á hjónarúmi. Samskipti fólks og hugarástand eru oft mynd- gerð á skemmtilegan en gegnsæjan hátt: Ýldulykt við útidyr og kaktus í glugga segja sitt um sálarástand og viðmót persóna. Þó sagan sé vissulega kostuleg á köflum, hefur Guðbergur oft sýnt tignarlegri tilþrif í skrifum sínum. Sú hugmynd að tengja nútíðina hin- um óræða og íjarræna ævintýra- heimi og reyna að galdra saman draum og veruleika, er góðra gjalda verð. Hinsvegar er sagan of laus í böndum og höfundur of upptekinn af samtíð sinni til að galdurinn gangi almennilega upp. Utúrdúrar eru margir og langir — einkum í seinni hluta bókarinnar — svo um tíma er lesandinn við það að tapa áttum. Stundum grunar mann að útúrdúrar sögunnar séu samtíningur sem ekki hafi orðið til í samhengi við hugarsmíðina í upp- hafi, heldur hafi höfund- ur tekið þá úr handraða sínum vegna þess að honum hafi verið orðið mál að koma þeim á prent. Eitt dæmi um þetta er óþarflega lang- ur kafli um Guðberg sjálfan, þar sem aðal- persónan tekur upp samræðu við lesandann um gróteska lífssýn í verkum höfundar síns sem sögumaður kveðst lítt hrifinn af (102-104). Einhveijum kann að finnast hug- myndin smellin — en útkoman er svolítið hal- lærisleg þar sem höfundur seilist þarna í óþarfa útskýringar, ekki að- eins á sögupérsónunni, heldur sjálf- um sér. Aðdáendur Guðbergs fá þó ýmsa sælgætismola í þessu verki. Guð- bergur er jafnan orðheppinn og býð- ur upp á margt óborganlegt spak- mælið. Hinu er þó ekki að neita að stundum örlar á klisjum — líkt og í sumum fyrri verka hans, — einkum þar sem hugsunarháttur og hugðar- efni landsbyggðarfólks koma til um- ræðu. Konur fá líka sinn skerf, þó eflaust eigi flest sem um þær er sagt að lýsa fremur afstöðu söguper- sónunnar en höfpndarins. í verkinu er hin gamalkunna klisja um norna- eðli kvenna þó fyrirferðarmeiri en eiginlegt hugvit þeirra. Er það í sam- ræmi við þau ummæli að: „Klækir smælingja og kvenna geta aðeins verið skemmtilegir ef maður gerir ekki stórar kröfur til hugvitsins" (14). Ekki er bókin laus við meinlegar málvillur (t.d. 11: „ef þeir bindi sig“, 88: „frosnaði", 68: „góðu, stigið inn- fyrir þröskuldinn", 103: „óska sér fagurt og guðlegt hlutfall“). Víða er þó skemmtilegt flæði í textanum, orðfæri yfirleitt lipurt og sumstaðar skemmtilega sérviskulegt. Á þessu eru þó undantekningar; einkum í samtölum sem stundum eru óþarf- lega bókleg, eða upphafin. Ég geri ráð fyrir að dyggir aðdá- endur Guðbergs lesi söguna sér til nokkurrar ánægju. En hún markar engin tímamót og stendur all-langt að baki því besta sem höfundur henn- ar hefur gert. Ólína Þorvarðardóttir Guðbergur Bergsson VANTAR SKAPARYMI? Nýtt hurðakerfi - ótal möguleikar Þetta erí boði: • Ný fataskápalína, sem nýtir plássið fullkomlega. • Nýtt hurðakerfi á hjólabraut í gólfi. • Margvíslegt útlit óg speglar. • Hver skápur er sniðinn eftir máli án aukakosmaðar fyrir kaupanda. • Mældu rýmið sem þú hefur til ráðstöfunar og komdu til að fá tilboð í nýjan fataskáp. • Þú getur einnig fengið nýjar hurðir fyrir gamla skápinn, athugaðu það. yr/; ^ rrn\ / SERVERSLUN MEÐ INNRETTINGAR OG STIGA NÝBÝLAVEGI 12, SÍMI44011 - PÓSTHÓLF 167, 200 KÓPAVOGI 250 cm R aðsóknar IIIIOI Xllfí fOÖ bngu&emingu jvemberí —. am „Áöur fyrr var ég gjörsamlega búinn á hádegi í vinnunni, þarsem éger með mikið i/sig Þreytuverkir í ökk/um, hnjám ogbaki voruaðgera útaf við mig. Ég viidi hefst ekkiþurfa aö stíga í fæturna! Þetta orsakað/ álagsmeiðsli hjá mér svo égmissti afæfíngum. innieggin frá STOÐTÆKN! gjörbreyttu lífí mínu. Nú fínn égekki fyrir verkjum eðaþreytu ogstunda vinnu og íþróttir af fuiium krafti!" Gís/ason, stoðtækjafræðingur við greiningarbúnaðinn. STOÐTÆKNI Gisli Ferdmcmdsson hf. Lækjargata 4, Fteykjavík Tímapantanir í síma 91-14711 jjjwifeðtmg. í debd heitou og vÆxicui ! Prófkiör siálfstæðismanna Revkianesi X Kjósum Árna Ragnar Árnason í 2.-3. sæti Traustur fulltrúi okkar á Alþingi ✓ Helstu baráttumál Arna á þingi: 0 0 0 0 0 Jafn atkvæðisréttur allra landsmanna Öflug neytendavitund og frjáls samkeppni Aukin umhverfisvernd Aukin atvinnutækifæri Nýting íslenskra auðlinda og íslensks vinnuafls

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.