Morgunblaðið - 01.11.1994, Page 24

Morgunblaðið - 01.11.1994, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ A Framtíð Islands í Evrópu BRÝNT er að um- ræðan ura framtíðar- tengsl okkar við meg- inland Evrópu verði aukin á öllum stigum þjóðfélagsins og hún verði varkár en jafn- framt fordómalaus. Að því gefnu að tengsl okkar við Evr- ópu verði náin á næstu hálfu öld getum við spurt okkur: Hvað vilj- um við gera og hvar? Hverjir eru möguleikar okkar í Evrópu fram- tíðarinnar? Nýir vaxtarbroddar Ég tel að þróunin muni miðast við staðarkosti okkar og í takti við rannsóknir, þróunar- og þekkingar- verkefni. Við munum byggja út- flutning okkar áfram á grundvaliar- atvinnuvegi okkar, sjávarútvegin- Lára Margrét Ragnarsdóttir um en jafnframt mun orkan og þekking okk- ar á orkuvinnslu, vatnsvirkjun sem jarð- hitavirkjun, nýtast okkur. Við munum jafnframt byggja á hreinu umhverfi og nýta þá sérstöðu okkar til umhverfisvænnar (lífrænnar) ræktunar jafnt á grænmeti sem kjötmeti. í kjölfarið mun væntanlega skap- ast öflugur, sérhæfður matvælaiðnaður. Umhverfið, jarðhit- inn og ferðaþjónustan, sem þegar er orðin dijúg tekjulind og nauðsynlegt er að þróa á enn markvissari hátt. Loks má nefna vel menntaðar heil- brigðisstéttir sem eru góður grund- völlur fyrir heilsulindir og heilbrigð- isþjónustu til útflutnings, eins og reyndar er vísir að í dag. Við munum í ríkari mæli eiga VAKORTALISTI Dags. 1.11. 5414 8300 5414 8300 5414 8300 5414 8301 5422 4129 5221 0010 5413 0312 ’94. NR. 170 0310 5102 3163 0113 3164 7117 0494 0100 7979 7650 9115 1423 3386 5018 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrirþann, sem nærkorti og sendir sundurklippt til Eurocards. 1.11. 1994 VAKORT Eftirlvst kort nr.: 4507 4100 0004 4934 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0021 6009 4507 4500 0022 0316 4543 3718 0006 3233 4548 9018 0034 2321 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4550 50** 4560 60** 4552 57** 4941 32** AlgreiOslufólli vinsamlegaá takiö Sangreind tort úr umterö og sendiö VISA islandi sundurklippt. VEflDLAUN kr. 5000,- fyrir aö klólesta tort og visa á vágest. Framtíðarsýn okkar á ekki að einskorðast við ísland og Evrópu, segir Lára Margrét Ragn- arsdóttir, heldur ísland og umheiminn. samstarf við fyrirtæki á meginland- inu sem auðveldar okkur tækniþróun hér heima og flytur inn áður óþekkta tækniþekkingu ásamt því að auð- velda okkur markaðssetningu er- lendis. Reynsla er þegar komin af slíku samstarfi m.a. með Jámblendi- verksmiðjunni og Kísiliðjunni og sjálf hef ég reynslu af því í rekstri Steinullarverksmiðjunnar. Við höf- um náð að þróa þá þekkingu og tækni sem erlendir samstarfsaðilar veittu okkur á þann hátt að íslensk fyrirtæki em þegar fyrirmyndir fyr- ir sams konar erlend fyrirtæki. Samstarf okkar við erlend fyrir- tæki mun einnig gefa okkur kost á að nýta okkur þá sérstöðu sem við höfum með sveigjanleika. íslensk fyrirtæki, í skjóli hagkvæmni smæðarinnar, eru einstaklega við- bragðsfljót og sveigjanleg ef upp koma lítil verkefni. íslensk fyrir- tæki eru fljótari en stóm erlendu fyrirtækin að breyta framleiðslulín- unni í sérvörur, nokkuð sem stóru risarnir telja ekki fýsilega kosti. íslendingar em einnig viljugri en flestir aðrir til að vinna í skorpum. Þessa eiginleika eigum við að telja okkur til kosta og nýta þá á skipu- lagðan en, auðvitað, sveigjanlegan hátt. Þannig gæti skapast stöðugt samstarf við stór erlend fyrirtæki í sértækum verkefnum sem þau telja óhagkvæmt að vinna vegna stærðar sinnar. Nýtum þekkinguna Við eigum mikið af hæfileika- fólki, vel menntuðu og þjálfuðu, sem sumt á í vandræðum með verk- efnaöflun hér heima. Við flytjum nú þegar út verkefni. Skortur á fjár- festingu á erlendri grund gerir þó erfítt að láta verkefnin endast. Tækifærin eru oft tengd vilja og staðfestu til að ijárfesta utanlands. Því verður að skoða hvort ekki sé nauðsynlegt að byggja upp sterk- ari áhættufjármögnun hérlendis fyrir útflutningsverkefni okkar. Ef okkur tekst að skapa viðun- andi grundvöll fyrir verkefnaút- flutning munum við vafalítið geta nýtt þekkingu okkar í sköpun nýrr- ar Evrópu á næstu 50 árum. Ég vil minna á að hagvöxtur er rétt að hefjast í Austur-Evrópu. Vis- egrad- og Eystrasaltslöndin era þegar komin á fulla ferð í endurapp- byggingu. Búlgaría og Rúmenía koma eflaust innan tíðar. Viðamikil þekking okkar á orkuöflun og orku- nýtingu er eflaust söluvara í þeim löndum Austur-Evrópu þar sem nýting fallvatna er léleg eða jarð- hiti ónotaður í jörðu. Að framansögðu tel ég augljóst vegna menningararfs og viðskipta- og pólitískra hagsmuna að samstarf okkar við þjóðir Evrópu muni stór- eflast á næstu áratugum. Með sí- batnandi samgöngum munum við hætta að líta til meginlandsins sem fjarlægra útlanda, heldur munum við telja okkur hluta af hinni evr- ópsku heild. Skoðum heiminn En stöldrum nú við og skoðum hvað þessar framangreindu vanga- veltur fela í sér. Þær fela fyrst og fremst í sér skoðun á nánasta um- hverfi okkar í dag. í raun ber okk- ur alls ekki að fjalla um framtíð okkar eingöngu í tengslum við Evr- ópu. Heimurinn færist stöðugt nær því að verða ein viðskiptaleg heild. Við höfum nú GATT-samninginn með um 120 aðildarríkjum og Al- þjóða viðskiptastofnunina - World Trade Organization. Stór viðskipta- svæði eru í vestri, sbr. NAFTA, og Suðaustur-Asía er að verða eitt mikilvægasta viðskiptasvæði ver- aldar. ESB og framtíðar viðskipta- heild Evrópu verður aðeins brot af heimsmarkaðnum. Það er vel hugs- anlegt að þessar viðskiptaheildir muni innan fárra ára eiga með sér öflugt samstarf. Að lokum skulum við hafa hug- fast, að íslendingar hafa áratugum saman verið háðir mörkuðum beggja vegna Atlantshafsins og er þessi framtíðarsýn eingöngu eðlileg þróun utanríkisviðskipta okkar. Framtíðarsýnin á því ekki að ein- skorðast við ísland og Evrópu held- ur ísland og umheiminn. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Samvinnuafmæli 1844-1994 kreditkort hf., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 V: 'fœmVISA ISLAND Álfabakka 16-109 Reykjavik Sfmi 91-671700 í/ NÝR SJÁLFVIRKUR OFNHITASTILUR VETRARSK0ÐUN Hefixr þú hugleitt að fá pípulagningamanninn til að stilla hitakerfið í húsinu fyrir veturinn? Þannig gœtir þú komist hjú óþægindum og Lekkað orkureikninginn. = HEÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 UM ÞESSAR mundir era 150 ár liðin síðan alenn verslunarsamtök vora stofnuð í Háls- og Ljósavatnshreppum Suður-Þingeyjarsýslu, en stofndagurinn var 4. nóvember 1844. Þessi verslunarsamtök urðu ein helsta frum- raun bæði búnaðar- félaga norður þar og kaupfélaganna sem síð- ar urðu einhver helstu sjálfsbjargartæki al- mennings víða um land áratugum saman. Mikilvægur þáttur Samvinnufélögin urðu mjög mik- ilvægur þáttur í framsókn þjóðarinn- ar er íslendingar sjálfir tóku í eigin hendur yfirráð og forystu í atvinnu- málum og verslun og náðu að hrinda erlendu oki af sér. Aðstæður víða um land voru með þeim hætti, jafnt varðandi útvegun fjármagns sem aðdrætti og sölumál, að almenn sam- tök þurftu til að koma í þessari við- leitni almennings. Það var því eðli- legt að sótt yrði fram, ýmist í al- mannasamtökum eða í nýjum ís- ienskum einkafyrirtækjum í verslun og flutningum, afurðasölu, iðnaði og útgerð, enda hvatti t.d. Jón forseti jöfnum höndum einstaklinga og AÍTÍlllIlilh stöðvar með hugbúnaði frá kr. 25.000,- ^BOÐEIND- Austurströnd 12. Sími612061.Fax612081 \_______________________/ samtök til athafna. Islenskum sam- vinnufélögum hefur vitanlega vegnað mis- jafnlega og á síðari árum hefur mjög kreppt að mörgum þeirra. Reyndar er þar um að ræða margvís- legar og innbyrðis ólík- ar ástæður. Miklu skipta á síðari áram breyttar markaðs- aðstæður og breytt þjónustusvæði í landinu ásamt gjörbreytingum í verslunarháttum og skipulagi verslunar; ennfremur afleiðingar offjárfestinga víða, samdráttur í búvöravinnslu og aðrar djúptækar samfélagsbreyting- ar. Mörg samvinnufélög hafa komist sæmilega fyrir vind aftur og má ætla að þeirra bíði ekki síðri tæki- færi en annarra þeirra fyrirtækja sem starfa við sömu aðstæður. Einkenni samvinnu Fátt bendir til þess að sérstök skipulagsleg einkenni samvinnufé- laganna hafi valdið erfiðleikum þeirra. Að vísu er Ijóst að gömlu samvinnulögin sniðu fyrirtækjunum þröngan stakk og einnig voru félags- menn víða ekki tilbúnir til þess, t.d. að sameinast nágrannafélögum í tæka tíð. Fleiri ástæður má nefna og jafnan veldur sá er á heldur. En erfíðleikarnir verða ekki raktir til samvinnuformsins sjálfs. Samvinnuformið er enn sem fyrr mjög álitlegur kostur fyrir hópa sem hyggjast stunda atvinnurekstur hvort sem er á sviði framleiðslu eða þjónustu en skortir nægilegt eigið fé. í sem skemmstu máli er sam- vinnufélag opið og lýtur lýðræðis- legri stjórn; Iágmarksarður er lagður til eignarhluta én umfram það er arði skipt milli félagsmanna eftir því hvernig hver og einn hefur skapað arðinn með framlagi sínu, hvort sem er með viðskiptum eða vinnu eða Jón Sigurðsson Samvinnuformið er enn sem fyrr álitlegur kost- ur, segir Jón Signrðs- son, sem fjallar í þess- ari grein um 150 ára afmæli samvinnustarfs á Islandi, en það hófst í Þingeyjarsýslu 4. nóv- ember 1844. metið á annan hátt. Auk atkvæðis- réttar í félaginu er það þannig sér- staða samvinnufélags, í samanburði við t.d. hlutafélag, að rekstrar- og viðskiptareikningur ræður skiptingu arðs að verulegu leyti. Tvö merkisafmæli Með stofnun verslunarfélaganna í Háls- og Ljósavatnshreppi 1844 hófst nútímasaga samvinnustarfs á Islandi. Nokkrum vikum síðar, 21. desember 1844, var brautryðjenda- félagið fræga stofnað í Toad Lane í Rochdale á Englandi, í léni Byrons lávarðar, og er það yfirleitt talið upphaf nútímasögu samvinnustarfs í öðrum löndum. Fram undan eru því tveir merkir afmælisdagar sam- vinnumanna, íslenskur og alþjóðleg- ur. Samvinnustarfið er mikilvægur þáttur sögunnar. En vinnubrögð og viðhorf samvinnustarfs eru enn í fullu gildi vegna þess að samfélagið hefur alls ekki enn losnað við ýmis þau einkenni og þær aðstæður sem knýja Iítilmagna til sameiginlegra átaka. Enn sem fyrr munu margvís- legir samfélagshópar þurfa á sjálfs- bjargar- og samhjálpartækjum sam- vinnunnar að halda. Höfundur er skólnstjóri að Bifröst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.