Morgunblaðið - 01.11.1994, Síða 27
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 2 7
MORGUNBLAÐIÐ
rs sjálfstæðismanna í Reykjavík ekki bindandi
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík - niðurstöður
Atkv. Hlutfall af
Röð frambjódenda Atkvæði uppsöfnuð í sæti 1. 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6. 1.-7. 1.-8. 1.-9. alls gildum atkvæðum 1.—10. ísæti afheild
1. Davíð Oddsson 5376 6480 78% 94%:
2. Friðrik Sophusson 302 4632 6406 67% 93%
3. Bjöm Bjamason 247 941 3303 6398 48% 93%:
4. Geir H. Haarde 146 513 2602 4246 6567 62% 95%
5. Sólveig Pétursdóttir 67 216 884 1574 2283 5913 33% 86%;
6. Lára M. Ragnarsdóttir 59 207 425 1044 2231 3333 6138 48% 89%
7. Guðmundur Hallvarðsson 36 124 326 703 2036 2776 3438 5526 50% 80%:
8. Pétur H. Blöndal 196 412 620 1078 1791 2591 3235 3910 5257 57% 76%
9. Katrín Fjeldsted 296 630 979 1505 2010 2667 3204 3871 4577 5141 66% 75%;
10. Markús Órn Antonsson 112 265 445 1142 1619 2328 2975 3671 4382 5033 73% 73%
11. Ari Edwald 10 38 76 197 345 648 1725 2381 3087 3982 58% 58%!
12. Ásgerður Jóna Flosadóttir 15 35 60 145 263 479 790 1382 2158 3213 47% 47%
13. Ari Gísli Bragason 13 32 58 99 169 300 527 792 1149 1614 23% 23%;
14. Guðmundur Kr. Oddsson 10 21 48 79 129 218 332 520 756 1182 17% 17%
Greidd atkvæði í einstök sæti
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. O. 9. IO.
DavíðOddsson 5376 328 128 110 88 81 80 62 75 152 1
Friðrik Sophusson 302 4330 367 340 181 200 171 184 199 132
Bjöm Bjamason 247 694 2362 1144 540 424 346 278 187 176
GeirH. Haarde 146 367 2089 1644 766 563 370 302 180 140
Sólveig Pétursdóttir 67 149 668 690 709 870 775 792 704 489
Lára Margrét Ragnarsdóttir 59 148 218 619 1187 1102 924 768 670 443
Guðmundur Hallvarðsson 36 88 202 377 1333 740 662 760 724 604
PéturH.Blöndal 196 216 208 458 713 800 644 675 654 693
Katrín Fjeldsted 296 334 349 526 505 657 537 667 706 564
Markús Örn Antonsson . 112 153 178 699 477 709 647 696 711 651
Ari Edwald 10 28 38 121 148 303 1077 656 706 895
Asgerður Jóna Flosadóttir 15 20 25 85 118 216 311 592 776 1055
AriGísiÍ Bragason 13 19 26 41 70 131 227 265 357 465
Guðmundur Kristinn Oddsson 10 11 27 31 50 89 114 188 236 426
Samtals 6885 6885 6885 6885 6885 6885 6885 6885 6885 6885
IMiðurstöður prófkjörs 1990
Nr. Nafn Atkv. 1 sæti % a f gild. atkv. Sæti Atkv. alls /0 af gildum
; 1. DavíðOddsson 4.543 55,5 1. 7.372 90,2
2 Friðrik Sophusson 3.678 44,9 1.-2. 6.988 85,5
; 3. Björn Bjamason 2.443 29,8 1.-3. 6.260 76,6
4. Birgir ísleifur Gunnarsson 3.264 39,9 1.-4. 6.385 78.1
: 5. EyjólfurLJónsson 3.321 40,6 1.-5. 5.920 72,4
6. Ingi Björn Albertsson . 3.931 48,0 1.-6. 6.037 <3,8
7. Sólveig Pétursdóttir 4.033 49,3 1.-7. 5.749 70,3
8. GeirH. Haarde 4.650 ' 56,8 1.-8. 5.775 70,6
; 9. Lára M, Ragnarsdóttir 4.411 53,9 1.-9. 5.361 65,6
10. Guðmundur Hallvarðsson 4.760 58,2 1.-10. 5.310 64,9
11. ÞuríðurPálsdóttir 4.825 59,0 1.-11. 5.047 61,7
12. Guðmundur H. Garðarsson 3.962 48,4 1.-12. 3.962 48,4
13. Guðmundur Magnússon 3.100 37,9 1.-13. 3.100 37,9
14. Ólafur ísleifsson 2.934 35,9 1.-14. 2.934 35,9
15. Hreinn Loftsson 2.508 30,6 1.-15. 2.508 30,6
16. Kristján Guðmundsson 1.683 20,6 1.-16. 1.683 20,6
17. Rannveig Tiyggvadóttir 1.636 20,0 1.-17. 1.636 20,0
breiðs hóps kjósenda
og stefndi því á
þriðja sæti,“ sagði
Sólveig Pétursdóttir,
sem varð í 5. sæti í
prófkjörinu. Hún
varð í 7. sæti í próf-
kjörinu fyrir síðustu
alþingiskosningar og
skipaði síðan 6. sæti
á listanum.
„Ég tel listann vera sigurstrangleg-
an. Formaður og varaformaður hljóta
mjög trausta kosningu og einnig þeir
tveir frambjóðendur sem stefndu á 3.
sætið og er ástæða til að óska þeim
til hamingju með það,“ sagði Sólveig
ennfremur.
Lára Margrét Ragnarsdóttir
Ótrúlega g-óð viðbrögð
Lára Margrét
Ragnarsdóttir al-
þingismaður sagðist
vera ánægð, hún liti
á niðurstöðuna sem
sigur fyrir sig. Hún
varð í níunda sætinu
í síðasta prófkjöri og
skipaði 8. sæti fram-
boðslistans. „Ég bað
um fimmta sætið og
vantaði aðeins 52 atkvæði upp á að
ná því og varð í sjötta sæti.“
Hún sagðist hafa talað við fjölmarga
í prófkjörsbaráttunni til þess að heyra
hljóðið í flokksmönnum og fá viðbrögð
við störfum sínum undanfarin ár. Þetta
hefði verið skemmtilegasti þáttur bar-
áttunnar. „Ég fann fyrir ótrúlega já-
kvæðum viðbrögðum í minn garð en
átti þó erfitt með að trúa því að niður-
staðan yrði svona góð.“
Lára Margrét sagði að sér sýndist
listinn í heild vera prýðilegur. „Undan-
farin ár hef ég unnið með alþingis-
mönnunum sem röðuðust efst á list-
ann. Þetta er samheldinn hópur og
fylginn sér. Sú viðbót sem við fáum
með nýju fólki eykur á breiddina og
verður okkur til góðs.“
Guðmundur Hallvarðsson
Ákveðin viðurkenning
„Þessi breyting
frá síðasta prófkjöri,
þar sem ég hafnaði
í 10. sæti og nú í 7.
sæti, er ákveðin við-
urkenning sem ég er
mjög þakklátur þátt-
takendum í prófkjör-
inu fyrir og öllum
þeim flölda fólks sem
kom að málinu með
miklu og góðu starfi,“ sagði Guðmund-
ur Hallvarðsson, sem varð í 7. sæti í
prófkjörinu. Hann varð í 10. sæti í
prófkjörinu 1990 og skipaði 9. sætið
á listanum í alþingiskosningunum.
Guðmundur sagðist eiga von á því
að þessi listi yrði sigurstranglegur.
„Ég er ánægður með þennan próf-
kjörsslag. Ég held að allir standi bara
nokkuð vel sáttir upp úr þessu og
geta farið að bretta upp ermar og búa
sig undir komandi alþingiskosningar,"
sagði 'Guðmundur að lokum.
Pétur H. Blöndal
Fólk vill heyra skoðanir
stj órnmálamanna
Pétur H. Blöndal tryggingastærð-
fræðingur sagðist vera ánægður með
útkomu sína í prófkjörinu. Hann hefur
ekki áður tekið þátt í stjórnmálum og
varð í áttunda sæti,
efstur nýju fram-
bjóðendanna. Sagði
hann að það færði
sér nokkuð öruggt
sæti á Alþingi, það
er að segja ef kjör-
nefndin og fulltrúa-
ráðið færu eftir úr-
slitum þess.
„Menn vilja sjá ný
andlit og menn úr atvinnulífinu. Ég
er líka nokkuð vel þekktur og óragur
við að láta uppi skoðanir mínar á
ýmsum málum,“ sagði Pétur spurður
um skýringar hans á þessum árangri.
Sagðist hann verða mikið var við
óánægju fólks með það að stjórnmála-
menn væru almennt skoðanalausir.
„Ég ákvað þvert á ráðleggingar að
halda áfram að gefa yfirlýsingar í
kosningabaráttunni til þess að vera
ekki einn af þeim stjórnmálamönnum
sem reyna að finna meðaltalsskoðanir
kjósenda sinna og gera þær að sínum.
Ég tel að þetta hafi fallið kjósendum
vel í geð. Þeir geta þá metið það hvort
skoðanir mínar eru nálægt þeirra.
Allavega er betra fyrir kjósendur að
vita hvar þeir hafa manninn, jafnvel
þó þeir séu ekki að öllu leyti sáttir við
skoðanir hans.“
Pétur sagði að sér þætti að vissu
leyti erfitt að koma inn í stjórnmálin.
Það væri óþægileg tilfinning að þurfa
að lofa sjálfan sig og ekki síður að
hlusta á aðra lofa sig í hástert. En
þessu þyrftu stjórnmálamenn sjálfsagt
að venjast.
Katrin Fjeldsted
Ánægð með minn hlut
„Mér líst vel á niðurstöðuna og get
verið ánægð með minn hlut,“ sagði
Katrin Fjeldsted, læknir, sem varð í
níunda sæti í próf-
kjörinu, en hún hefur
ekki áður tekið þátt
í prófkjöri vegna al-
þingiskosninga. Hún
sagði að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri nú
með níu þingmenn
og þeir þingmenn
sem hefðu gefið kost
á sér áfram röðuðu
sér í sjö efstu sætin og síðan kæmu
þau Pétur ný inn í hópinn í 8. og 9.
sæti. Níunda sætið væri baráttusæti.
„Hafandi tapað meirihlutanum í
Reykjavík í vor er auðsætt að það
verður að leggja ofuráherslu á að vinna
glæstan sigur í Reykjavík í þingkosn-
ingunum. Um helmingur kjósenda er
þetta óákveðna fylgi og nú verða
menn að bretta upp ermarnar og höfða
til alls þessa fólks sem í raun á fulla
samleið með Sjálfstæðisflokknum,"
sagði Katrín.
Hún sagði að sér sýndist þetta vera
sigurstranglegur listi. Niðurstaðan
væri að mestu eins og búast hefði
mátt við fyrirfram. Hins vegar mætti
spyija sig að því hvort röðunin á list-
ann hefði orðið mikið öðru vísi þó eng-
in prófkjörsbarátta hefði farið fram.
Það væri löngu tímabært að endur-
skoða prófkjörsfyrirkomulagið. Sjálf-
sagt væri að kjósendur gætu haft áhrif
á val frambjóðenda en það væri kannski
hægt að gera það með öðrum hætti.
Markús Örn Antonsson
Kennt um tapið í borgar-
stg órnarkosningunum
Markús Örn Ant-
onsson fyrrverandi
borgarstjóri sagði að
það hefðu verið sér
vonbrigði að hafna í
tíunda sætinu. Hins
vegar hafí lengi verið
mjög mjótt á mun-
unum milli manna
um röðina í 8.-10.
sæti, hann hafi í upp-
hafí talningar verið í 8. sætinu og
hrein heppni réði því síðan hvar menn
enduðu. „Ég kynnti það í upphafi
kosningabaráttunnar að ég stefndi á
4.-6. sæti og skerpti síðan á með því
að leggja áherslu á 4. sætið. Hins
vegar gerði ég mér allan tímann grein
fyrir því að það yrði á brattann að
sækja vegna þess að þingmennirnir
sem þarna voru fyrir mynduðu mjög
þéttan kjarna sem erfítt var að brjót-
ast inn í. Ég met það hins vegar mik-
ils að fá á 6. þúsund atkvæði alls og
þakka stuðninginn."
Markús sagðist ekki vita fyrir víst
hvað valdið hafi niðurstöðunni. Sagð-
ist hann hafa heyrt eftir prófkjörið og
einnig á meðan baráttan stóð yfir að
óánægju gætti með þá ákvörðun hans
að hætta sem borgarstjóri fyrit kosn-
ingarnar í vor og að sér væri jafnvel
kennt um tap flokksins í borgarstjórn-
arkosningunum. Vildi hann láta það
koma skýrt fram að hann hefði fulla
sannfæringu fyrir því að þetta hafi
verið hárrétt ákvörðun sem hann sæi
ekki eftir.
Markús Örn sagðist ætla að skipa
10. sætið ef kjörnefnd óskaði þess.
Hann vildi gera það sæti að baráttu-
sætinu í kosningunum.
Ari Edwald
Vex ásmegin við þessa
niðurstöðu
„Ég er ánægður
með niðurstöðuna
almennt. Ég held
þettá sé sterkur listi
fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og góð byij-
un fyrir mig per-
sónulega. Ég er að
koma inn nýr maður
og fæ yfir Ijögur
þúsund atkvæði og
bindandi kosningu ef prófkjörið væri
bindandi í heild. Mér finnst það þýða
það fyrir mig sem ungan mann og
nýjan frambjóðanda að ég sé kominn
til að vera og muni bara vaxa ásmeg-
in við þessa niðurstöðu," sagði Ari
Edwald, sem varð í 11. sæti í prófkjör-
inu.
Aðspurður sagði hann að hlutur
ungs fólks í stjórnmálum væri alltof
lítill, ekki bara í Sjálfstæðisflokknum
heldur almennt. Á Alþingi í dag væru
einungis fimm þingmenn undir fer-
tugu. „Það segir okkur bara það að
yngri kynslóðimar eiga of fáa fulltrúa
í stjórnmálunum. Mér finnst að ungt
fólk verði að sækja í sig veðrið, en
það kannski stendur alveg eins upp á
það að gefa meira kost á sér og sækja
það fastar að hafa áhrif á stefnumótun
á framboðslistum stjórnmálaflokk-
anna,“ sagði Ari ennfremur.
Hanii sagði að listinn væri sigur-
stranglegur. Átök hefðu ekki verið
hörð í prófkjörsbaráttunni og hann
hefði trú á að sá hópur sem gengi til
kosninganna í vor yrði samhentur og
myndi vinna vel saman að því að
tryggja Sjálfstæðisflokknum tíunda
manninn.
Asgerður Jóna Flosadóttir
Lærdómsrík reynsla
Ásgerður Jóna
Flosadóttir stjórn-
málafræðingur varð
í 12. sæti og sagðist
hún vera ánægð með
sinn hlut. „Ég kom
ný inn í prófkjörið
og hafði allt að vinna
en engu að tapa. Ég
var ekki með kosn-
ingaskrifstofu og
stóð ekki fyrir hringingum til flokks-
manna. Ég fékk þó rúmlega 3.200
atkvæði sem sýnir að nærri því annar
hver kjósandi hefur merkt við nafn
mitt. Það tel ég vera góðan árangur
í fyrsta prófkjöri."
Hún sagðist telja að hlutur kvenna
hefði mátt vera meiri í þessu próf-
kjöri. Hún sagði að sér hefði verið vel
tekið og alls staðar mætt hlýhug, ekki
síst hefðu konur í sjálfstæðiskvennafé-
laginu Hvöt veitt sér dýrmætan stuðn-
ing. „Þetta hefur verið lærdómsrík
reynsla fyrir mig og ég hvet konur
eindregið til að taka þátt í prófkjörum.
Ég vil þakka fyrir stuðninginn og veit
að ég mun örugglega taka aftur þátt
í prófkjöri, reynslunni ríkari.“
Ari Gísli Bragason
Sáttur við
niðurstöðuna
Ari Gísli Bragason
sagðist vera mjög
sáttur við niðurstöðu
prófkjörsins, en hann
varð í 13. sæti. Það
hefði verið á brattann
að sækja þar sem
fyrir væru þingmenn
flokksins í kjördæm-
inu auk annarra
frambjóðenda. Hann
hefði gert sér vonir um 12. sætið en
sætti sig vel við niðurstöðuna. „Ég er
mjög ánægur með það atkvæðamagn
sem ég fékk miðað við að ég er að
taka þátt í prófkjöri í fyrsta skipti og
eyddi ekki miklu í auglýsingar og aðra
kynningu. Niðurstöðuna almennt tel
ég vera mjög góða og viðurkenningu
á störfum þingmanna okkar,“ sagði
Ari Gísli. Þá sagðist hann fagna árangri
Péturs Blöndal. Það yrði gaman að
fylgjast með honum og sjá hvaða hug-
myndir og strauma hann tæki inn á
þing. Listinn væri mjög sigurstrangleg-
ur í það heila tekið.
Guðmundur Kristinn Oddsson
Eyddi ekki krónu
Guðmundur Krist-
inn Oddsson nemi
varð í fjórtánda og
neðsta sæti próf-
kjörsins. Hann sagði
að þetta væri líklega
það sem hann hefði
mátt búast við. „Ég
eyddi engu i próf-
kjörsbaráttuna og
tapa ekki stórt í því
ljósi. Og það mætti alveg eins segja
að ég hafi orðið i öðru sæti, á eftir
Davíð, miðað við atkvæði á krónu-
fjölda.“
Guðmundur sagðist helst hafa orðið
fyrir vonbrigðum með það að enginn
af yngri frambjóðendunum skyldi hafa
náð inn í tíu efstu sætin. Það gerði
listann einsleitari en vera þyrfti.
Hann sagði að prófkjörsbaráttan
hefði verið róleg og hann hefði bara
haft gaman af henni.