Morgunblaðið - 01.11.1994, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
INGIBJÖRG
PÁLSDÓTTIR
+ Ingibjörg Páls-
dóttir fæddist í
Tungu, Fáskrúðs-
firði, 24. desember
1902. Hún lést í
Reykjavík 21. októ-
ber siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Elínborg Stef-
ánsdóttir og Páll
Þorsteinsson. Ingi-
björg fluttist til
Hafnarfjarðar
1917 og hóf skóla-
göngu í Flensborg
og lauk prófi þaðan
1920. Það sama vor
fluttist hún til Reykjavíkur og
hóf störf á klæðskeraverk-
stæði H. Andersen í Aðalstræti
14 og stundaði jafnframt nám
í kvöldskóla Reykjavíkur í þrjá
vetur. Að beiðni kvenfélagsins
á Búðum í Fáskrúðsfirði stóð
hún fyrir sauma- og sníða-
kennslu á karlmannafatnaði
vorið 1923 og einnig á Eski-
firði og Reyðarfirði. Síðla sum-
ars það ár fór hún að læknis-
setrinu Brekku í Fljótsdal til
aðstoðar við sjúkraskýlið þar
og við að undirbúa elstu börn
Iæknishjónanna fyrir nám í
framhaldsskólum. Þar vann
hún ennfremur sumarið 1924
til ársloka. Hinn 16. maí 1925
giftist Ingibjörg Sæmundi Sæ-
mundssyni skólastjóra barna-
skólans á Reyðarfirði og starf-
aði hún þar við tímakennslu
fyrsta veturinn. Hinn 14. októ-
ber 1926 fæddist eldri sonur
þeirra, Páll, tæknifræðingur
hjá Rafmagnsveitu Reykjavík-
ur. Kona hans er Guðný Ósk-
arsdóttir, f. 1. júní 1935. Þeirra
synir eru 1) Sæmundur, tann-
læknir, f. 1955,
kvæntur Ólafíu
Magnúsdóttur og
eru synir þeirra
Guðni Páll, Andri,
Brynjar og Hlynur.
2) Gísli Pétur, hag-
fræðingur, f. 1964,
búsettur í San
Francisco í Banda-
ríkjunum. Kona
hans er Laura F.R.
Pálsson. 3) Ingi
Kristinn, nemi í
viðskiptafræðum,
f. 1969. 4) Páll
Svavar háskóla-
nemi, f. 1972. Hinn 7. ágúst
1932 fæddist yngri sonur
þeirra. Guðlaugur, deildar-
stjóri hjá Póst- og símamála-
sljórn. Hann er kvæntur Ragn-
hildi Guðmundsdóttur, f. 25.
september 1936. Þeirra börn
eru: 1) Reynir, viðskiptafræð-
ingur, f. 1965, kvæntur Sigríði
Hrund Guðmundsdóttir og er
dóttir þeirra Natalía. 2) Gerð-
ur Rún, háskólanemi, f. 1972.
Sambýlismaður hennar er
Marinó Freyr Sigurjónsson,
nemi í viðskiptafræðum. Til
Reykjavíkur fluttist fjölskyld-
an 1947 og bjó Ingibjörg í sömu
íbúð í 44 ár en heimili hélt hún
í 66 ár. Hún starfaði hér fyrst
við húsmóðurstörf. Árið 1962
hóf hún störf hjá útflutnings-
versluninni Hildu hf. og annað-
ist þar eftirlit og bar ábyrgð
á frágangi á vörum fyrirtækis-
ins til útflutnings. Þar vann
hún allt til ársloka 1982. Frá
1992 dvaldist hún á elli- og
hjúkrunarheimilinu Grund.
Ingibjörg verður jarðsett frá
Fossvogskirkju í dag.
ELSKULEG föðursystir mín, Ingi-
björg Pálsdóttir, er látin í hárri elli,
enda mikið langlífi í hennar ætt.
Ingibjörg verður kvödd í dag frá
Fossvogskirkju. Mig langar að
minnast hennar nokkrum orðum,
enda kynni okkar löng og góð. Hún
var ein af fjórtán börnum ömmu
minnar og afa, Elínborgar Stefáns-
dóttur og Páls Þorsteinssonar í
Tungu, Fáskrúðsfirði. Tólf systkin-
anna komust til fullorðinsára auk
þriggja fóstursystkina. Þessi hópur
hélt alltaf mjög vel saman og var
það ánægjulegt og lærdómsríkt
fyrir okkur sem vorum af næstu
kynslóð að fylgjast með því og fínna
samkennd þessa stóra systkina-
hóps. Nú eru aðeins tvö systkin
eftir á lífi, Sigsteinn, f. 1905, lengi
bóndi á Blikastöðum í Mosfells-
sveit, og Unnur, f. 1911, býr á
Fróðastöðum í Hvítársíðu og eru
þau bæði við góða heilsu.
Fyrstu minningar mínar um Ingu
frænku, eins og hún var venjulega
kölluð af sínu fólki, eru frá þeim
tíma þegar ég lítil stelpa fékk að
fara með foreldrum mínum frá
Fáskrúðsfirði til að heimsækja
frændfólkið á Reyðarfirði, Ingi-
björgu, Þorstein og Jón og þeirra
fjölskyldur, sem þar bjuggu þá.
Mér þótti þetta heilmikið ævintýri
að ferðast með stóru skipi og fá
að kynnast nýju frændfólki. Yið
bjuggum hjá Ingu og hennar ágæta
eiginmanni Sæmundi og kynnt-
umst þeirra einstöku gestrisni sem
við áttum eftir að njóta oft síðar.
Eftir að þau fluttu hingað til
Reykjavíkur var mikill samgangur
á milli heimila foreldra minna, sem
þá bjuggu í Hafnarfirði og þeirra
í Mjóuhlíð.
Ingibjörg frænka mín var alltaf
höfðingi heim að sækja, bar fram
það besta sem til var og vildi að
því yrðu gerð góð skil. Hún var
jafnan kát og hress, aldrei skorti
umræðuefni, því að hún fylgdist
vel með og hafði skoðanir á málum.
Enda var oft mannmargt í kringum
hana, þar á meðal ungt frændfólk,
sem fékk að búa á heimili þeirra
Sæmundar á meðan það sótti skóla
í Reykjavík.
Ingibjörg var dugleg og kjark-
mikil sómakona og mjög myndarleg
til allra verka á meðan hún hafði
heilsu og þrek. Eftir að heilsu henn-
ar hrakaði, litu synir hennar og
tengdadætur til með henni eftir
bestu getu.
Frá 1992 hefur hún dvalist á
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
og naut þar góðrar aðhlynningar
starfsfólks, sem hún talaði um og
var mjög þakklát fyrir.
Guð blessi minningu góðrar
konu.
Elínborg Stefánsdóttir.
Þegar mér var sagt andlát Ingi-
bjargar, móðursystur minnar,
streymdu minningar og myndir
fram í huga mér. Eg minnist margs
þess sem móðir mín sem var næst
henni að aldri í stórum hópi systk-
ina, tveimur árum eldri, sagði stund-
um: „Ég var eldri en hún Inga var
miklu duglegri — og Iíka frekari."
Um það dæmi ég ekki en fáar syst-
ur held ég hafi verið samrýndari
en systurnar frá Tungu í Fáskrúðs-
firði né samheldnari systkinahóp að
finna en þau komust tólf til fullorð-
insára. Nú eru tvö eftir, Unnur,
húsfreyja á Fróðastöðum, sem hefur
þijú ár um áttrætt, og Sigsteinn,
áður bóndi á Blikastöðum, sem á
tæpa fjóra mánuði í nírætt.
Ég kynntist Ingu frænku minni
fyrst að marki eftir að hún fluttist
ásamt eiginmanni og tveimur son-
um frá Reyðarfirði en undir þeirra
þaki bjuggum við eigínmaður minn
og ég okkar fyrsta hjúskaparár.
Komst ég þá að raun um að þar
var bæði hjartarými og húsrými
þótt fermetrarnir væru ekki svo
mjög margir. Man ég frænku mína
kannski best í hlutverki gestgjafans
þar sem hún var á þönum milli eld-
húss og stofu uppábúin í peysuföt
með upphlut með hárið sitt ljósjarpa
og síða fléttað í þykkar fléttur sem
voru hengdar í lykkju undir skott-
húfuna. Inga var að gæta að því
hvort gestir hennar væru örugglega
ekki með tóman bolla eða auðan
disk en það mátti ekki gerast. Ör-
læti og rausn voru henni í blóð bor-
in, gestrisin með fádæmum, greið-
vikin og boðin og búin til að leysa
úr hvers manns vanda.
Þeir voru margir sem lögðu leið
sína í Mjóuhlíð 8 þar sem Inga réð
ríkjum með eiginmanni sínum Sæ-
mundi Sæmundssyni. Hann, hæg-
látur og lágróma, hún glaðlynd,
örgeðja og lá hátt rómur. Þau hjón
voru nær alltaf nefnd í sömu andrá,
svo samtaka voru þau. Bæði gestris-
in og þótti gaman að hafa fólk í
kringum sig. Enda fékk margur að
búa í Mjóuhlíð í lengri eða skemmri
tíma, stundum ungt fólk í fram-
haldsnámi í höfuðborginni, stundum
skyldmenni, en víst er að velkomnir
voru þeir. Skyldi annars Inga
frænka mín nokkurn tíma hafa ver-
ið sporléttari en þegar hún var að
reka erindi einhvers, fjölskyldunnar,
nágrannanna fyrrverandi, vinanna
austan af Reyðarfirði?
Frænka mín var bráðmyndarleg
til allra verka, hvort sem það var
við matseld eða hannyrðir en hún
gaf sér lika tíma til að sinna bókum
og bóklestri. Þau hjón áttu mikið
af góðum bókum en Sæmundur,
sem var kennari og síðar skóla-
stjóri, rak einnig bóksölu þegar þau
bjuggu á Reyðarfirði. Þau hjón
höfðu einnig yndi af tónlist og söng,
Inga hafði eins og systkini hennar
flest lært að leika á orgel lítils hátt-
ar og Sæmundur var góður orgel-
leikari.
Inga lét sér mjög annt um fjöl-
skyldu sína, bæði þá sem næst henni
stóðu og þá sem voru fjær. Hún
fylgdist alla tíð af áhuga með því
hvernig systkinabörnum og þeirra
bömum famaðist og marga ferðina
fór mitt fólk úr Stigahlíð niður í
Mjóuhlíð til að heilsa upp á Ingu
og Sæmund og eftir að hann lést
héldum við áfram að koma þangað.
Eftir að synimir tveir kvæntust áttu
ömmubömin heldur betur hauk i
homi þar sem var amma í Mjóuhlíð
og vom þau henni mjög kær sem
og þeirra böm.
Af óviðráðanlegum ástæðum get
ég ekki fylgt Ingibjörgu móðursyst-
ur minni til grafar en ég og fjöl-
skylda mín sendum frændum mín-
um, sonum hennar, innilegar sam-
úðarkveðjur.
Þórdís Þorvaldsdóttir.
+ María Briem
Magnúsdóttir
var fædd í Reykja-
vík 12. október
1913. Hún lést á
Borgarspítalanum
19. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru
Astríður Magnús-
dóttir Stephensen,
f. 15. janúar 1884
í Reykjavík, d. 25.
apríl 1933, og
Magnús Sigurðs-
son bankastjóri, f.
14. júní 1880 í
Reykjavík, d. 27. október 1947.
María var fjórða í röð níu
systkina. Hin eru, í aldursröð:
Elín (látin), Magnús Vignir
(látinn), Bergljót, Ragna,
Svava (látin), Sigurður (lát-
inn), Asta Sylvía (látin) og Jón.
Eiginmaður Maríu var Sverrir
Eggertsson Briem, stórkaup-
maður í Reykjavík, f. 24. jan-
úar 1905 í Viðey, d. 23. ágúst
1974 í Reykjavík. Börn þeirra
eru Eggert, Magnús, Ingibjörg
og Ragna. Útför Maríu fer
fram frá Fossvogskapellu í
dag.
MARÍA Briem átti sitt blómaskeið
langt að baki þegar fundum okkar
bar fyrst saman, fyrir um sjö
árum. Hún hafði orðið fyrir vondu
slysi nokkrum árum áður og var
oft þjáð af þeim sökum. Þó fór
ekki milli mála að hún hafði verið
glæsileg kona á yngri árum, um
það vitnuðu fasið allt, fallegt bros
og blik í auga. „Ég ætla bara að
vona að hún Ingibjörg mín sé ekki
að fara að gifta sig,“ heyrði ég
eftir henni haft þegar hún frétti
af samdrætti okkar Ingibjargar,
dóttur hennar. María gat verið
stríðin á stundum, jafnvel nokkuð
kaldhæðin og talaði þá gjarnan
þvert um hug sinn. Mér var að
minnsta kosti tekið með mikilli
vinsemd þegar ég kom fyrst í
sunnudagsmat til þeirra systra,
Maju og Öggu. Hádegismaturinn
á sunnudögum var
eins konar athöfn.
Þangað komu börn og
barnabörn, boðin eða
óboðin, ásamt vinum
og kunningjum ef svo
bar undir. Þarna voru
málin rædd og krufin
til mergjar, kannski
ekki alltaf á sem
skipulegastan hátt,
en þeim mun meiri
var yfirferðin, enda
margir vel talandi í
hópnum og ófeimnir
við að láta skoðanir
sinar í ljós. Rifjaðar
voru upp sögur frá uppvaxtarárum
þeirra systra í Þingholtunum, sög-
ur af Magnúsi föður þeirra og
öðrum skyldmennum. Þá var gerð
úttekt á pólitíkinni og uppeldi
yngstu kynslóðarinnar gerð skil.
Og ekki voru allir sammála, langt
því frá. María lét ekki sitt eftir
liggja í umræðunum, enda orð-
heppin og fyndin. Barnabörnin
lögðu einnig orð í belg. Sá yngsti,
„litla rifrildið“ sem hún kallaði
svo, var fljótur að finna snögga
bletti á ömmu sinni. „Amma Maja,
voða ertu með fínar krullur, áttu
nokkuð súkkulaði?"
María missti mann sinn fyrir
20 árum eftir erfið veikindi, og
nokkrum árum síðar varð hún fyr-
ir slysi, eins og áður er nefnt, sem
skerti verulega ferðafrelsi hennar.
Margur hefði þá lagt árar í bát
og látið reka, en það var ekki
hennar stíll, þótt vissulega hafi
hún átt sín erfiðu tímabil. Allt
fram undir það síðasta var María
veitandi fremur en þiggjandi í
samskiptum sínum við fólk. Eftir
að hún varð ekkja fluttist hún til
Rögnu systur sinnar til að vera í
mánuð. Sá mánuður varð að 20
árum, og höfðu þær systur marg-
víslegan stuðning hvor af annarri.
Ragna kveður því ekki aðeins syst-
ur í dag, heldur líka vinkonu og
sálufélaga. Öll kveðjum við Maríu
Briem með söknuði, og vottum
mætri konu virðingu okkar.
Páll Einarsson.
MARÍA BRIEM
MAGNÚSDÓTTIR
AÐALBJÖRG RÓSA
G UÐMUNDSDÓTTIR
-4- Aðalbjörg Rósa
* Guðmundsdótt-
ir var fædd á Litla-
Hamri í Eyjafjarð-
arsveit 15. desem-
ber 1929. Hún and-
aðist á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á
Akureyri 22. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Þóra
Daníelsdóttir og
Guðmundur Jóna-
tansson bóndi.
Systir Aðalbjargar
Rósu er Rósa Jón-
heiður, f. 3. mars 1931. Útför
Aðalbjargar fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag.
OKKUR systkinin langar að minn-
ast góðrar frænku sem nú hefur
kvatt þennan heim.
Lilla, eins og við kölluðum hana
jafnan, hafði þurft að leggjast inn
á spítala til rannsóknar, en ekki
grunaði okkur að veikindi hennar
væru eins alvarleg og raun bar
vitni. Lilla var okkur öllum ákaf-
lega kær, því hún var einstök
manneskja. Við minnumst
ánægjulegra daga þegar við kom-
um sem börn í heimsókn að Litla-
Hamri í Eyjafjarðarsveit þar sem
foreldrar hennar
bjuggu. Síðar flutti
fjölskyldan að
Byggðavegi lOle á
Akrureyri, þar sem
hún bjó til dauðadags
ásamt systur sinni
Rósu. En þær systur
höfðu af kostgæfni
annast aldraða for-
eldra sína, en þau eru
bæði látin. Til marks
um þá einlægu vin-
áttu sem ríkti á milli
heimilanna má nefna
að foreldrar okkar
skírðu yngstu systur-
ina, Þóru, í höfuðið á móður Lillu.
Við viljum að leiðarlokum þakka
Lillu alla þá góðsemi sem hún sýndi
okkur í gegnum árin. Rósu sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og megi guð styrkja hana
í sorg sinni. Við systkinin kveðjum
kæra frænku með þakklæti fyrir
samfylgdina.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Sverrir, Anna, Sigurbjörg,
Elísabet, Þóra Karls.
Ég var stödd í Reykjavík þegar
mér barst fregnin af andláti Lillu,
eins og við kölluðum hana jafnan.
Mér fannst erfítt að trúa því að hún
væri okkur horfín. Við Lilla vorum
vinnufélagar í rúm tuttugu ár, nú
síðast hjá Foldu. Betri vinnufélaga
var vart hægt að hugsa sér. Fyrir
skömmu sagði hún mér að hún
væri að fara í rannsókn á sjúkrahús-
ið. Ekki hvarflaði það mér í hug
að þar væri ég að kveðja hana í
síðasta sinn.
Það var árið 1950 þegar við hjón-
in fluttum til Akureyrar að kynni
mín hófust við fjölskylduna á Litla-
Hamri. Eiginmaður minn, Karl
Hjaltason, hafði verið þar í sveit
þegar hann var drengur og á þaðan
góðar minningar. Á hveiju sumri
var farið í heimsókn til frændfólks-
ins á Litla-Hamri þar sem við nutum
gestrisni þess sem var einstök. Síð-
ar flutti fjölskyldan að Byggðavegi
lOle á Akureyri, þar sem þær syst-
ur Lilla og Rósa önnuðust aldraða
foreldra sína af mikilli ást og um-
hyggju. Oft leitaði ég til Lillu í sam-
bandi við saumaskap og var hún
alltaf boðin og búin að hjálpa til,
hvort heldur var til að sauma eða
sníða. Stundum þegar mikið stóð
til komu þær systur báðar til að
rétta hjálparhönd.
Við hjónin viljum þakka Lillu
samfylgdina og þá vináttu sem hún
sýndi okkur og aldrei bar skugga
á. Guð blessi minningu hennar.
Elsku Rósa, við vitum að missir
þinn er mikill og við sendum þér
innilegar samúðarkveðjur og biðjum
Guð að styrkja þig.
Guðlaug Pétursdóttir,
Karl Hjaltason.