Morgunblaðið - 01.11.1994, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMIIMGAR
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SESSEUA GUÐBRANDSDÓTTIR
fyrrum verslunarstjóri
á Bifreiðastöð íslands,
er andaðist aðfaranótt 26. nóvember,
verður jarðsungin á morgun, miðviku-
daginn 2. nóvember, frá Fossvogskirkju
kl. 13.30.
Hanna Bárðardóttir,
Þórhailur Gauti Bárðarson,
Ingvar Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
B0RGE AXEL JÖNSSON,
Meðalholti 15,
sem lést í Borgarspítalanum 26. októ-
ber síðastliðinn, verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
3. nóvember kl. 13.30.
UnnurJönsson,
Inge Jensen.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR JÓNSSON
fyrrverandi apótekari
á Sauðárkróki,
Háaleitisbraut 14,
Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum föstudaginn 28. október.
Margrét Magnúsdóttir,
Margrét Sigurðardóttir, Magnús Sigurðsson,
tengdabörn og barnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar,
RAGNHEIÐUR SÖLVADÓTTIR,
vistheimilinu Seljahli'ð,
lést 30. október.
Sólveig Jóhannsdóttir,
Jón Jónsson,
Guðjón Jónsson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ÓLAFÍA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Hæðargarði 29,
Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum sunnu-
daginn 30. október.
Jón Júlíus Sigurðsson,
Halldóra Bergljót Jónsdóttir, Ágúst Hilmar Þorbjörnsson,
Guðrún Júlía Jónsdóttir, Sigurður Grétar Ragnarsson,
Þórður Jónsson, Stefania Gerður Jónsdóttir,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þór Indriðason,
Sigríður Ragna Jónsdóttir, Auðunn Atlason
og barnabörn.
Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og
frændi,
ÁSGEIR ÖRN SVEINSSON,
Máshólum 8,
Reykjavík,
sem lést 22. október síðastliðinn, verð-
ur jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju
í dag, þriðjudaginn 1. nóvember 1994,
kl. 13.30.
Auður Vésteinsdóttir, Sveinn Viðar Jónsson,
Elín Sveinsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson,
Hrönn Sveinsdóttir, Bergsveinn Sampsted,
Auður Ýr Sveinsdóttir,
Birta, Rúnar, Eydís og Oddur.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hins látna, er bent á Barnaspítala Hringsins.
ÁSGEIR ÖRN
SVEINSSON
+ Ásgeir Örn
Sveinsson var
fæddur 5. janúar
1976 í Reykjavík.
Hann andaðist á
heimili sínu í
Reykjavík laugar-
daginn 22. október
síðastliðinn. Ásgeir
Örn var yngstur
fjögurra barna
hjónanna Auðar
Vésteinsdóttur og
Sveins Viðars Jóns-
sonar, en systur
hans eru Elín,
Hrönn og Auður Yr
Sveinsdætur. Ásgeir Orn var
nemandi á þriðja ári í Verzlun-
arskóla Islands, þegar hann
lést, en stundaði þar áður nám
í Hólabrekkuskóla í Reykjavík.
Utför Ásgeirs fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag.
Kveðja frá systrum
LITLI bróðir okkar hefur lagt af
stað í lengri ferð en við höfum áður
kynnst. Þegar við systurnar horfum
á eftir honum, situr söknuðurinn
eftir, sár og djúpur. Hann var eini
bróðir okkar, yngstur systkinanna,
en samt svo ábyrgur allt frá fyrstu
tíð.
Þrátt fyrir það erfiða hlutskipti
að eiga aðeins systur sér að eldri
systkinum, vaknaði vemdartilfinn-
ingin snemma með honum. Hann
var sérlega næmur á tilfinningar
okkar og allt það í lífi okkar systr-
anna, sem betur mátti fara.
í reynd var Ásgeir stóri bróðir
okkar á svo mörgum sviðum, því lífs-
skilningur hans, víðsýni og hæfileik-
ar, voru okkur oft á tíðum undrunar-
efni. Kærleikur hans var blandinn
mikilli hlýju, einlægnin slík að við
gátum öllu deilt með honum.
Litli spékoppurinn okkar, með
sinn dillandi og bráðsmitandi hlátur,
var og verður dýrmæti augasteinn-
inn okkar, strákurinn sem gat glaðst
ákaft yfir því einu að botnfylla eina
beijaskál út í móa, strákurinn sem
svo margt varð að brosi.
Litli hugljúfi bróðirinn, með sínar
rósrauðu bollukinnar og hlýja brosið
sitt ógleymanlega, var dekraður af
okkur strax í barnæsku, enda svo
auðvelt að gefa þeim sem kann jafn
vel að þiggja. og gefa. Ást gat hann
alltaf þáð. Ást gat hann alltaf veitt.
Það er erfitt' að kveðja. En Geiri
bró er á góðum stað, í góðri fylgd.
Söknuður okkar, ást, virðing og
hlýja í hans garð þrýtur aldrei í
þessu lífi okkar, sem virðist, nú um
stundir, svo miklu fátækara en verið
hefur fram að þessu.
Orð eru lítils megnug þegar við
þökkum fyrir þau ár, sem við þó
fengum að lifa með dýrmætum
dreng. Við vitum að við eigum eftir
að hittast síðar og það er gott að
hugsa til þess að hann bíður okkar
í annarri vist.
Hvíl í friði, elsku bróðir. Guð blessi
þig og geymi.
Þínar systur,
Elín, Hrönn og Auður Ýr.
Heimþráin er sterk
og einkennileg tilfinn-
ing, sem grípur íslend-
inga kannski oftar en
aðra, þegar þeir eru
Ijarri heimkynnum sín-
um. Þessa tilfinningu
höfum við oft fundið,
en aldrei hefur hún
komið yfir okkur af
slíkum þunga og þegar
við fréttum andlát
mágs okkar, Ásgeirs
Arnar Sveinssonar,
alla leið til Flórída í
Bandaríkjunum, þar
sem við dvöldum ásamt
Ijölskyldum okkar og tengdaforeld-
rum í góðu leyfi frá amstri dagsins.
Þegar sorgin hellist yfir fólk,
verður einatt fátt um orð í fýrstu.
Og fátt er líklega erfiðara í lífinu,
en að sjá með berum augum móður
og föður og systur hins látna kvelj-
ast á þeirri ögurstundu, þegar þeim
er tilkynnt ótímabært fráfall elsku-
legs sonar og bróður, sem vart hafði
lifað framundir miðjan morgun
æviskeiðsins. Harmurinn varð yfir-
þyrmandi og tíminn fjarri heim-
kynnum virtist standa í stað.
Bitur veruleikinn er oft óvæntur,
kaldur og óvæginn. Eini bróðir eig-
inkvenna okkar, einkasonur for-
eldra sinna, var á burt, en þó svo
nærri, nær manni en nokkru sinni,
því hlýjar minningar eru sem betur
fer þeim eiginleikum gæddar að
milda sorgina, mýkja beiskjuna.
Ásgeir Örn var einstakur í okkar
huga — og hér dugar þátíðin ekki,
því hann er og verður litli bróðir
okkar, rétt eins og hann var bróðir
systra sinna.
Það var margt í fari þessa dag-
farsprúða drengs og vinar, sem
auðgaði líf okkar og fyllti það
óvæntum töfrum. Oft á tíðum
nægði brosið eitt, eitthvert það hlýj-
asta sem við höfum kynnst, en þar
að auki nutum við hjálpsemi hans,
einlægni og frændrækni, sem birtist
einatt í þægilegri kímni og óvænt-
um tiltækjum. Hann víkkaði að
mörgu leyti litróf okkar, leiddi okk-
ur inn á nýjar brautir með sérstæð-
um hugsunum sínum, gaf okkur
aukna lífsýn.
Fyrir þetta ber að þakka. Og svo
margt annað í fari hans, sem við
vitum að á eftir að leita á huga
okkar allt lífið á enda. Hlutverk
hans í þessari jarðvist virtist öðru
fremur vera að hjálpa öðrum og
vernda vini, fremur en að rækta
sjálfan sig. Ræktarsemin var ef til
vill hans ríkasti þáttur. Hann vissi
svo vel að lífið er sérkennileg blanda
gamans og alvöru, sorgar og gleði.
Og hvorutveggja hefur Ásgeir Örn
Sveinsson kennt okkur að þekkja.
Bergsveinn Sampsted,
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Frændi, þegar fiðlan þegir,
fuglinn grípur lágt að skjóli,
þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóli,
Erfidrykkjur
Glæsileg kídli-
hliiölxirð Megir
salir og mjög
goð þjónnsfeL
Lpplýsingiir
hann sem eitt sinn undi hjá mér
einsog tónn á fiðlustreingnum,
eilíft honum fylgja frá mér
friðarkveðjur brottu geingnum.
(Halldór Laxness)
Þínir augasteinar;
Birta, Rúnar, Eydís og Oddur.
í dag er kvaddur vinur okkar
Ásgeir Örn Sveinsson, aðeins 18
ára að aldri. Við kynntumst Ásgeiri
þegar hann var fjögurra ára er
hann flutti með fjölskyldu sinni í
Máshóla 8 en þar eins og víða þeg-
ar ungt fólk er að koma sér þaki
yfir höfuðið, myndaðist náin vinátta
íbúanna í götunni, ekki síst barn-
anna. Þannig urðu vinirnir Ásgeir
og Sveinbjörn Bjarki sonur okkar
strax hinir mestu mátar og voru
inni á heimili hvor annars. Gekk
þá á ýmsu, eins og eðlilegt telst,
mikið hlegið, stundum deilt, en allt
gekk upp að loknum áhyggjulaus-
um leik. Vinahópurinn var mjög
stór í þessari litlu götu. Eftir að
grunnskóla lauk fóru ungmennin í
hina ýmsu skóla. Og nú þegar flest
þeirra eru komin á unglingsaldur
hélst vinskapurinn áfram. Við
óvænt fráfall Ásgeirs er sárastur
harmur kveðinn að foreldrunum
Auði Vésteinsdóttur og Sveini Jóns-
syni, systrunum Auði, Hrönn og
Elínu og öðrum ástvinum.
Um ráðagerðir æðri máttarvalda
tjóar ekki að brjóta heilann. Örlög
mannsins á jörðinni eru og verða
sú myrka gáta sem seint eða aldrei
verður ráðin. Þau beisku sannindi
breyta samt engu um það, að burt-
köllun ástvinar í blóma lífsins nístir
hjörtu þeirra sem eftir sitja og
minnast ótalinna ánægjustunda
sem samvistir færðu þeim. Vonirnar
sem við hann voru bundnar eru á
snöggu augabragði að engu orðnar;
veglyndi hans, glaðværð og góðvild
minningin ein. En einmitt minning-
in um góðan og gjöfulan dreng er
sá lærdómur sem hvað helst megn-
ar að sefa sársaukann sem heltekur
hjörtu ættmenna og vina.
Elsku Auður, Svenni og fjöl-
skylda. Guð gefi ykkur styrk í sorg-
inni.
Fjölskyldan Máshólum 6.
Sorgin hefur kvatt dyra í Verzl-
unarskóla Islands. Ungur maður,
rétt liðlega hálfnaður með nám sitt,
fellur frá. Við sem eftir stöndum
horfum á bak metnaðarfullum
hugsandi unglingi sem var glaðvær
og vinsæll meðal skólafélaga.
Ásgeiri var margt til lista lagt.
Hann tók virkan þátt í félagslífi
nemenda og var þar oft kallaður
til ábyrgðarstarfa. Ásgeir hafði það
sem til þarf til þess að geta haslað
sér völl á mörgum sviðum þjóðlífs-
ins enda voru væntingar margra
við hann bundnar. Góð framkoma,
félagslyndi og samviskusemi, ásamt
miklum vilja til þess að ná góðum
árangri í því sem hann helgaði sig,
voru þeir eiginleikar sem kölluðu
hann til forystustarfa í félagslífinu
og hefðu dugað jafn vel þegar út í
atvinnulífið kæmi.
Svo vill til að undirritaður minn-
ist þess vel þegar Ásgeir hóf nám
við skólann og fetaði þannig í spor
eldri systur. Leiðir fjölskyldu
minnar og fjölskyldu Ásgeirs hafa
einnig legið saman með ýmsum
hætti í áranna rás.
Það hlýtur að vera sárara en orð
fá lýst fyrir foreldra að sjá á eftir
efnilegum syni á þeim aldri, einmitt
þegar lokaátak uppeldis er eitt eftir.
Asgeir naut jafnan mikillar ást-
úðar og umhyggju ijölskyldu sinnar
og svo mjög að það vakti eftirtekt
í skólanum.
Ég bið góðan guð um að gefa
foreldrum Ásgeirs, vinum og vanda-
mönnum öllum, styrk til þess að
takast á við sorg sína.
Þorvarður Elíasson,
skólastjóri.
Hörmuleg tíðindi biðu okkar
sunnudagskvöldið 23. október þeg-
ar stór hópur Verzlunarskólanema
kom úr vinnuferð utan af landi.
Okkur var tjáð að Ásgeir Örn væri
látinn. Það var erfitt að þurfa að
horfast í augu við það að skólabróð-
ir okkar, samstarfsfélagi og vinur
væri farinn frá okkur. Það er alltaf
erfitt að horfa á eftir ungu fólki.
Ásgeir Öm var mjög virkur í
félagslífinu öll árin í Verzlunarskól-
LEGSTEINAR
H6LLUHRRUNI 14, HRFNARHRÐI, SÍMI 91-652707