Morgunblaðið - 01.11.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 33
anum. Hann var mikið fyrir tækni-
mál og allir kraftar hans voru vel
þegnir þar. Ég kynntist Ásgeiri
vorið 1993 og reynsla mín af honum
var sú að hann lauk alltaf því sem
hann tók að sér. Það var því mikið
kappsinál að fá hann til að starfa
sem sjónvarpsstjóra nú í ár. Ég var
óskaplega feginn þegar hann ákvað
að vel hugsuðu máli að taka að sér
starfið. Eg vissi að ef hann tæki
það að sér, þá þyrfti ég ekki að
hafa miklar áhyggjur. Ég kann fjöl-
margar sögur af honum og allar
sýna hversu samviskusamur hann
var. Ég veit að ég er ekki sá eini
sem kann sögur af honum vegna
þess að hann starfaði með mörgum
krökkum og alltaf fór jafn gott orð
af honum. Hann var nákvæmur,
samviskusamur, duglegur og
ákveðinn. Þeir sem urðu ekki þess
heiðurs aðnjótandi að fá að starfa
með honum í félagslífinu hafa þó
eflaust tekið eftir hversu mikið íjör
var í kringum hann. Hann var allt-
af hress og sló sífellt á létta strengi.
En hann gat lika verið dapur. Það
var erfitt að átta sig á persónuleika
hans og erfitt að segja til um hvað
gerði hann glaðan eða dapran. Eitt
vissi ég þó að hann gat orðið niður-
dreginn á svipstundu, en góða skap-
ið var þó yfirleitt á næsta leiti.
Á mánudagsmorgun var nem-
endum og starfsliði skólans tilkynnt
að skólabróðir okkar væri dáinn.
Það var mjög átakanleg stund og
sorg breiddist um skólann. Það var
erfitt að halda uppi kennslu þann
daginn. Greinilegt var að Ásgeir
átti marga vini og kunningja í skól-
anum. Flestum atburðum á vegum
nemendafélagsins var frestað og
má segja að skólinn hafi verið lam-
aður út vikuna.
Harmur fjölskyldu hans, ættingja
og vina er þó enn meiri og vottum
við þeim innilega samúð.
Allir eru á einu máli um að Ás-
geir hafi verið hress, nákvæmur,
samviskusamur og hjartahlýr alla
tíð. Eftir að hafa rætt við vini hans
uppgötvaði ég margar nýjar hliðar
á honum. En eins og ég þekkti
Ásgeir vin minn, þá hélt hann í sín-
ar venjur, sama hvað allir í kringum
hann sögðu. Hann reyndist góður
vinur og var mjög skilningsríkur.
Við skulum því muna hann eins og
hann var, hressan og skemmtileg-
an.
Ég kveð þig nú, kæri vinur, og
ég veit að við, skólasystkini þín í
Verzlunarskólanum, munum alltaf
sakna þín.
Fyrir hönd Nemendafélags
Verzlunarskóla íslands.
Þorsteinn Yngvi Bjarnason,
forseti NFVÍ.
Farinn er frá okkur góður vinur
og bekkjarfélagi hann Asgeir Örn.
Fyrir okkur sem þekktum hann vel
er þetta mikið áfall og sorg. Þegar
við lítum til baka munum við öll
eftir Ásgeiri sem yndislegum, glað-
værum og hnyttilegum dreng. Við
áttum margar góðar stundir með
honum og þeim gleymum við aldr-
ei. Svo sem þegar hann gekk inn á
morgnana með nestispokann í ann-
ari hendi og skólatöskuna í hinni
og mátti oft ekki á milli sjá hvort
væri þyngra. Fann háði rimmur við
þá kennara sem kenndu honum, en
frekar var það í gamni gert en al-
vöru. Lýsandi dæmi fyrir það var
þegar hann ætlaði að leiðrétta
kennara varðandi próf og hækka
einkunnina sína en það endaði með
þvi að hún var lækkuð. Ásgeir var
Ijósið í bekknum, hann fékk okkur
til að gleyma daglegu amstri með
uppátækjum sínum og félagsskap.
Allt frá fyrsta partýi í 3. bekk fund-
um við fyrir hrekkjum og stríðni
Ásgeirs sem allt var þó saklaust.
Ekki var það þó nein undantekning
í skólanum þar sem hann var mið-
punktur bekkjarins. Hann var mjög
virkur í félagslífinu og tónlistará-
hugi hans var með eindæmum mik-
ill og margbrotinn. Því verður seint
gleymt þegar hann mætti með
stafla af geisladiskum í skólann og
honum til mikillar furðu kannaðist
enginn við neitt. Hann var mikill
dýravinur og fundum við öll fyrir
því hversu sterkar tilfinningar hann
bar til Hektors, sem var hundurinn
hans. Öll veittum við því einnig
athygli að hann bar mikla virðingu
fyrir öllum eigum sínum og ann-
arra.
Elsku Ásgeir, með þessum orðum
munum við minnast þín og þökkum
Guði fyrir að hana notið nærveru
þinnar og fengið að kynnast þér,
þú áttir engan þinn líka. Þín er og
verður sárt saknað en okkur til
huggunar og styrkingar munum við
ávallt hugsa um góðu stundirnar
sem við áttum með þér.
Við vottum foreldrum hans,
systkinum, ættingjum og öðrum
aðstandendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan
Guð að gefa þeim styrk.
Með þessum orðum kveðjum við
Ásgeir:
Þar sem báran suðar létt við sand,
og sólin gyllir bæði haf og land,
og aldin glóa á eikum, gul og rauð,
og enginn maður þarf að líða nauð,
lífíð við þig leiki, hvar sem fer,
og lán og gæfan jafnan fylgi þér.
Ég sé þig aftur seinna, vinur kær,
það sakar ei, þó að morgun verði í gær.
(Kr. N. Júl.)
Blessuð sé minning Ásgeirs Arn-
ar Sveinssonar.
Bekkjarfélagar 1992-1994 í
Verzlunarskóla íslands.
í dag kveðjum við vin okkar og
bekkjarfélaga, hann Ásgeir Örn.
Sá dagur þegar við fréttum af láti
hans var okkur mjög erfiður og
þungbær. Innan bekkjarins ríkti
mikil sorg og áttu allir mjög erfítt
með að sætta sig við að hann væri
látinn í blóma lífsins. Það er ekki
auðvelt að sjá á eftir þessum bros-
milda, skemmtilega og geislandi
strák sem öllum þótti vænt um.
Hann skilur eftir stórt skarð bæði
í bekknum og í félagslífi skólans
sem ekki verður fyllt. Ásgeir var
einstakur strákur og nú þegar hann
er fallinn frá hrannast upp í huga
okkar góðar minningar. Hann var
þannig gerður að hann var ekki
feiminn við að blanda geði við aðra
og átti auðvelt með að kynnast öll-
um í bekknum strax í byijun vetrar-
ins. Ásgeir var stríðinn og mikill
grallari, eins og þegar hann seldi
sessunaut sínum hluta af nestinu
sínu, sem oft komst varla fyrir í
töskunni. Við minnumst þess, með
bros á vör, þegar hann kom í skól-
ann eitt sinn með tannbursta og
tannkrem í hendinni þá nýkominn
úr sundi, eftir að hafa eytt allri
nóttinni í að klippa stuttmynd fyrir
keppni í skólanum.
Það er fátt sem getur lýst þeim
söknuði sem fyllir hjörtu okkar á
þessum erfiðu tímum en við erum
þakklát fyrir þær góðu stundir sem
við áttum saman.
Við kveðjum Ásgeir með þakk-
læti fyrir allt það sem hann gaf
okkur. Hann mun lifa áfram í hjört-
um okkar og í minninguna um Ás-
geir munum við sækja okkur styrk
á lífsleiðinni.
Við biðjum góðan guð að styrkja
og styðja ástvini hans og alla þá
sem eiga um sárt að binda og viljum
við enda þessi kveðjuorð með orðum
skáldsins.
Nú samvist þinni ég sviptur er
- ég sé þig aldrei meir!
Ástvinimir, sem ann ég hér,
svo allir fara þeir.
(Kristján Jónsson)
Guð blessi minningu Ásgeirs.
Bekkjarsystkini í 5.-P,
Verzlunarskóla íslands.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
ERFIDRYKKJUR
r£fe-i
P E' R L A N síini 620200
MINNINGAR
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem)
Hvers vegna? er sú spuming sem
sækir á huga okkar núna. Átján
ára og alveg óviðbúnar fréttum af
andláti góðs vinar og skólabróður.
Sú hugsun að við hittum þig
ekki aftur hér á jörðu er óskaplega
sár. Það brýst út eftirsjá, vonbrigði
og sorg.
Dýrmætan minningarsjóð eigum
við þó, þar sem svo margt skemmti-
legt er að finna og hjálpar okkur á
svona stundu.
Við hittumst fyrst í Hólabrekku-
skóla árið 1984, hressir og
skemmtilegir krakkar er héldu hóp-
inn mikið í gegnum allan grunnskól-
ann og námsárin liðu hratt.
Margt var brallað og ekki lést
þú þitt eftir liggja Ásgeir Örn þeg-
ar smá hrekkir eða önnur prakkara-
strik voru í gangi, þá vantaði ekki
hrekkjulómssvipinn á þig og fallega
stríðnisbrosið þitt.
Skíðaferðimar okkar era
ógleymanlegar, þar sem þú varst
alltaf fyrstur hvort heldur var upp
eða niður brekkumar.
Öll afmælispartýin hefðu ekki
haft sinn sjarma ef þú hefðir ekki
verið einn hlekkurinn í keðjunni.
Alltaf varst þú sannur vinur,
hvort heldur var í leik eða námi og
ekki síst varstu vinur okkar stelpn-
anna.
Elsku Ásgeir Öm, við söknum
þín, úr minningu okkar munt þú
aldrei hverfa.
Foreldrar, systkini og aðrir að-
standendur, ykkur sendum við sam-
úðarkveðjur.
Hvorki fjarlægð né tími lækna
slíkan missi. Það er einungis hægt
að lifa með honum.
Anna Karen, Kolbrún
Katla, íris, Elísabet, Hildur
og Jarþrúður.
Látinn er vinur okkar, Ásgeir
Örn. Okkur langar að minnast hans
með nokkram orðum.
Þetta var mikið áfall, að hann
skuli vera farinn, en minningín mun
lifa að eilífu. Við kynntumst fyrst
Ásgeiri í grunnskóla og allar götur
síðan höfum við verið góðir vinir.
Ásgeir var mikill grínisti, hann
gat alltaf komið manni til að hlægja
á einn eða annan hátt, og við mun-
um alltaf minnast hans á þann
máta. Við áttum margar góðar
stundir saman, því þ_að var alltaf
gott að umgangast Ásgeir. Hann
var klár og gat alltaf komið með
svör og lausnir við öllu.
Eftir grunnskóla fór Ásgeir í
Verslunarskóla íslands og stundaði
nám, en við fóram í aðra skóla.
Þrátt fyrir það héldum við mjög
góðu sambandi. Ásgeiri gekk vel í
skóla og var mikið í félagslífínu í
Verslunarskólanum, þar sem hann
var þar að auki í „videonefnd" VÍ.
En elsku Ásgeir, nú ert þú farinn
en okkur mun alltaf þykja vænt um
þig og við munum ávallt hugsa hlýtt
til þín.
SJÁ NÆSTU SlÐU
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÚN LEIFSDÓTTIR,
Skarðshlíð 10c,
Akureyri,
lést að kvöldi 29. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Aðstandendur.
t
Móðir mín og amma okkar,
GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR,
Laufvangi 5,
Hafnarfirði,
lést 30. október.
Guðbjörg Jóna Jónsdóttir,
Jón M. Harðarson,
Örn Harðarson.
t
Ástkœr eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi
og langafi,
STEINGRÍMUR BENEDIKT BJARNASON
fisksali,
Sogavegi 1S8,
lést f Bolungarvík 29. október.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristfn Kristjánsdóttir.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BENEDIKT J. ÓLAFSSON
málarameistari,
áður Skipagötu 5,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 29. október.
Ólafur Benediktsson, Sigurveig Einarsdóttir,
Guðrún Benediktsdóttir, Stefán Arnþórsson,
Stefán Benediktsson, Áslaug Garibaldadóttir,
Sigtryggur Benediktsson, Brynja Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn og bróðir,
PÉTUR GÍSLASON,
Grundarlandi 8,
lést í Borgarspítalanum að kveldi
28. október.
Fanney Samsonardóttir
og systkini hins iátna.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu
og systur,
GEIRLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR
frá Reynisvatni.
Þórir Ólafur Halldórsson, Hrafnhildur Hannesdóttir,
Ásdfs Halldórsdóttir, Hreinn Bjarnason,
Rannveig Þórisdóttir, Eiður Freyr Jóhannsson,
Hannes Þórisson,
Ástrós Geirlaug Hreinsdóttir,
Hrafnhildur Jórunn Eiðsdóttir
og systkini.
+
Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför
GUÐMUNDAR KRISTJÁNSSONAR
járnsmiðs,
Siglufirði.
Systkini hins látna,
vinir og vandamenn.