Morgunblaðið - 01.11.1994, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
t
Ástkaer móðir okkar og tengdamóðir,
ÞÓRA EINARSDÓTTIR,
Hraunbæ 142,
lést í Landspítalanum 30. október sl.
Ásdis Gunnarsdóttir,
Simon Gunnarsson,
Steinunn Gunnarsdóttir,
Þóra S. Gunnarsdóttir,
Gunnar Gunnarsson,
Guðmundur Gunnarsson,
Emil Gislason,
Rannveig Guðmundsdóttir,
Gunnar R. Antonsson,
Eggert Ólafsson,
Herdís Skarphéðinsdóttir,
Kristín D. Árnadóttir.
t
Faðir okkar,
DANÍEL JÓNSSON,
áðurtil heimilis
í Sörlaskjóli 16,
er látinn. Útförin hefur farið fram.
Börn hins látna.
t
Innilegar þakkir til allra, fyrir auðsýnda
samúð og vinarhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGRÍÐAR EYJÓLFSDÓTTUR
frá Laugardal,
Vestmannaeyjum,
Breiðvangi 48,
Hafnarfirði.
Pétur Þorbjörnsson,
Ágústa Pétursdóttir, Sigurður Helgason,
Eyjólfur Pétursson, Ingveldur Gísladóttir,
Líney Björg Pétursdóttir, Kristinn Sigmarsson,
Pétur Örn Pétursson, Ólöf K. Guðbjartsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÁSGEIR ÖRN
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem
Elsku Sveinn, Auður, Auja, Ella,
Hrönn, Simmi, Bessi og aðrir að-
standendur. Megi Guð blessa ykkur
og styrkja á komandi tímum.
Ásgeir Bachmann,
Anna Margrét.
Það er erfítt að trúa því og sætta
sig við það að fá aldrei framar að
hitta Ásgeir og vera í félagsskap
við hann. Það er ótrúlegt að hugsa
til þess að hann sé farinn frá okkur
svo ungur og í blóma lífsins. Mig
langar með fáeinum orðum að
minnast vinar og félaga.
Kynni okkar hófust þegar fjöl-
skylda mín fluttist í Máshólana fyr-
ir um 13 árum og tókust þá með
mér og Ásgeiri góð vináttubönd og
héldust þau í gegnum súrt og sætt,
frá því að við vorum litlir ærslafull-
ir pollar að leik og í gegnum ungl-
ingsárin.
Ásgeir var mjög félagslyndur og
átti hann auðvelt með að ná til allra
í kringum sig með brosi sínu, gríni
og glensi. Það er sárt að kveðja
hann aðeins 18 ára gamlan og lífíð
rétt að byija. Það var gaman að
spjalla við Ásgeir um hin ýmsu mál
og var hann fróður um marga hluti.
Ásgeir var opinskár og skemmti-
legur, átti stóran vinahóp, þar sem
hann var oftast hrókur alls fagnað-
ar. Hann hafði mikinn áhuga á tón-
list og spilaði m.a. á bassa og píanó.
Hann átti mjög gott með að sjá
spaugilegar hliðar á ýmsum málum
og oft var stutt í hláturinn. Undir
niðri var hann samt alvarlega hugs-
andi um lífíð og tilveruna.
SVEINSSON
Elsku Ásgeir, ég hefði gjarnan
viljað hafa átt fleiri stundir með
þér. Það var ánægjulegt að fá að
kynnast þér og minnist ég margra
skemmtilegra stunda með þér með
söknuði. Það er gott að eiga aliar
þessar góðu minningar um þig um
ókomin ár í huga og hjarta. Hvíl í
friði kæri vinur.
Elsku Auður, Sveinn, Auja, Ella,
Sigmundur, Hrönn, Bessi og aðrir
ættingjar og vinir, ég og fjölskylda
mín sendum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur á erfiðri stundu og biðjum
góðan guð að styrkja ykkur og
vernda í ykkar miklu sorg. Minning-
in um góðan dreng mun ávallt lifa.
Baldur Þór Vilhjálmsson.
Innst í hjarta augað bjarta
og orðið góða hann geymir
sem skart uns grafarhúm
svart mun gestum bjóða.
Mitt er þitt og hjá mér áttu
heima, víst skalt öllum
veraldarsorgum gleyma,
veraldarsorgum gleyma.
(Halldór Laxness)
Elsku Ásgeir, takk fýrir allt.
Árdís Hulda.
Elsku Ásgeir Örn. Við viljum
þakka þér fýrir allar þær stundir
sem við fengum að njóta með þér.
Vildum við að þær hefðu orðið fleiri.
Kær vinur, við minnumst þín með
þessu ljóði.
Þú gekkst mér við hlið
Svo er því farið;
Sá er eftir lifír
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifír
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnamir
honum yfír.
(Hannes Pétursson)
Við biðjum guð að styrkja fjöl-
skyldu þína og alla þá, sem í kring-
um þig voru, í þessari miklu sorg.
Birna Kristín Oskarsdóttir,
Stefanía Krisljánsdóttir.
Elsku Ásgeir, þú hvarfst svo
snögglega á braut og eftir stendur
aðeins autt skarð þitt, sem mun
aldrei verða uppfyllt.
Ég lít í kringum mig en þig er
hvergi að finna, þú ert horfínn.
Ég er þakklát fyrir að fá að kynn-
ast þér og fyrir allar þær stundir
sem við áttum saman. Minningarn-
ar um þig munu ávallt vera vel
varðveittar í hjarta mínu.
í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði i hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn ræni þig.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinar)
Fjölskyldu og aðstandendum
votta ég samúð mína.
Elma Rún.
Varðveit þú faðir! mig og mína,
á miskunn fel ég oss aila þína.
Gef oss lastvart að lifa hér
og loks í dýrð hjá sjálfum þér!
(Bjarni Torarensen)
Nú kveðjum við vin okkar Ásgeir
Örn Sveinsson sem lést laugardag-
inn 22. október. Því miður áttum
við ekki fleiri stundir með þér, en
þær sem við áttum saman voru
ómetanlegar. Minning þín mun lifa
meðal okkar. Biðjum við þig, Drott-
inn, að styðja þau Svein, Auði,
Auju, Ellu, Hrönn, Simma, Bessa
og Hektor í þeirra mikla missi.
Þínir vinir,
Elvar Örn Þórisson,
Óli B. Jónsson.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR MARSELLÍUSSON,
Sólgötu 8,
isafirði,
andaðist í Landspítalanum 30. október.
Útförin fer fram 5. nóvember frá ísafjarðarkapellu.
Lilja Kristjánsdóttir,
Þórhildur Sigurðardóttir, Snorri Jónsson,
Kristján Sigurðsson, Anna Gunnarsdóttir,
Daníel Órn Kristjánsson.
+
Bróðir okkar,
ARNALDURÁRNASON,
Aðalgötu 3,
Stykkishólmi,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. nóvember
kl. 13.30.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Ingvi Árnason,
Sveinn Árnason,
Reginn Árnason.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Kæri Ásgeir Öm.
Í dag kveðjum við þig, kæri vin-
ur. Það er sárt að hugsa til þess
að við eigum aldrei eftir að sjá þig
framar en það er staðreynd sem við
verðum að reyna að sætta okkur
við. Á þessum tímamótum streyma
handavinna
■ Ódýr saumanámskeið
Sparið og saumió fðtin sjálf.
Mest 4 nemendur í hóp.
Faglærður kennari.
Upplýsingar f sfma 17356.
stjórnun
■ Breytum áhyggjum
f uppbyggjandi orku!
ITC námskeiðið Markviss málflutningur.
Upplýsingar: Sigrfður Jóhanns-
dóttir f símum 682750 og 681753.
ýmisiegt
■ Cranio - Sacral Balancing
Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð.
Vikunám 28. nóvember-4. desember.
Upplýsingar og skráning
í síma 641803.
■ Lífefli - Gestalt
Námskeið í stjóm og losun tilfinninga
Sársauka - spennu - kvíða - fælni.
Sálfrœðlþjónusta,
Gunnars Gunnarss.,
súni 641803.
tölvur
Tölvuskóli EJS,
Grensásvegi 10,
sfmi 633000.
■ Á næstu vikum er boðið upp á
eftirfarandi námskeið:
Grunnur og Windows 3.1
Námskeið fyrir bytjendur í tölvunotkun.
7.-11. nóv. kl. 9-12.
21.-25. nóv. kl. 9-12.
Windows 3.1
ítarlegt námskeið um undirstöðuatrið
gluggastýrikerfisins.
2.-4. nóv. kl. 13-16.
16.-18. nóv. kl. 9-12.
30. nóv.-2. des. kl. 13-16.
Windows for Workgroup 3.11
Námskeið í Microsoft Mail
og Schedule+.
4. nóv. kl. 9-12.
23. nóv. kl. 9-12.
Ritvinnsluforritið Word fyrir
Windows útg. 6.0
7.-11. nóv. ki. 20-23,
byrjendanámskeið.
14.-18. nóv. kl. 9-12,
byrjendanámskeið.
28. nóv.-2. des. kl. 13-16,
byrjendanámskeið.
14.-17. nóv. kl. 20-23,
framhaldsnámskeið,
24.-29. nóv. kl. 9-12,
framhaldsnámskeið.
Ritvinnsluforritið WordPerfect fyrir
Windows útg. 6.0
14.-18. nóv. kl. 13-16,
byrjendanámskeið.
28. nóv.-2. des. kl. 9-12,
byrjendanámskeið.
24.-25. nóv. kl. 13-16.
Uppfærsla úr WPWIN 5.1 í 6.0
Töflureiknirinn Excel útg. 5.0
7.-10. nóv. kl. 13-16,
byrjendanámskeið.
19.-20. nóv. helgamámsk.,
byrjendanámskeið.
28. nóv.-l. des. kl. 20-23,
byrjendanámskeið.
11. nóv. kl. 13-16,
uppfærslunámskeið úr Excei 4.0 í
útg. 5.0.
14.-17. nóv. kl. 13-16,
framhaldsnámskeið.
Verkáætlanaforritið Project,
útg. 4.0.
18.-23. nóv. kl. 13-16.
Access útg. 2.0
10.-15. nóv. kl. 9-12.
21.-24. nóv. kl. 20-23.
Visual C++.
21.-24. nóv. kl. 13-16.
Visual Basic.
7.-10. nóv. kl. 13-16.
Skráning á námskeið og frekari
upplýsingar um þessi og önnur
námskeið hjá Tölvuskóla EJS,
Grensásvegi 10, sfmi 633000.
STJÓRNUNARFÉLAGS (SLANDS
OG NÝHERJA
69 77 69
62 10 66
<33>
NÝHEBII
■ Tölvuskóli f fararbroddi
Öll hagnýt tölvunámskeið.
Fáðu senda námsskrána.
■ Tölvunámskeið
- Windows 3.1.
- Word 6.0 fyrir Windows og
Macintosh.
- WordPerfect 6.0 fyrir Windows.
- Excel 5.0 fyrir Windows og
Macintosh.
- PageMaker 5.0 fyrir Windows/
Macintosh.
- Access 2.0 fyrir Windows.
- Paradox fyrir Windows.
- PowerPoint 4.0 fyrir Windows/
Macintosh.
- Tölvubókhald.
- Novell námskeið fyrir netstjóra.
- Word og Excel uppfærsla og
framhald.
- Unglinganám.
- Windows forritun.
Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar
kennslubækur fylgja öllum námskeiðum.
Upplýsingar og skráning
f sfma 616699.
nife Tölvuskóli Reykiavíkur
Borgartúni 28, sími 616699
tungmnál
T H E ENGLISH S C H O O L
Túngötu 5.
*
Hin vinsælu 7 vikna enskunámskeið eru
að hefjast.
★ Áhersla á talmál.
★ 10 nemendur hámark í bekk.
★ 10 kunnáttustig.
Einnig er í boði:
Viðskiptaenska, rituð enska, umræðu-
hópar, tofel-undirbúningur, stuðnings-
kennsla fyrir unglinga og enska fyrir
börn 4-12 ára.
★ Enskir sérmenntaðir kennarar.
★ Markviss kennsla í vinalegu
umhverfi.
Hafðu samband og fáðu frekari
upptýsingar í sfma 25900.