Morgunblaðið - 01.11.1994, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR UNGLIIMGA/HANDKIMATTLEIKUR
E ÖNVS
Þrettán keppendur
keppa á skíðum í Andorra
ÓLYMPÍUNEFND íslands
ákvað það á fundi sínum í
síðustu viku að senda 13
keppendur á Ólympíudaga
æskunnar í skíðaíþróttum
sem fram fara í Andorra í
febrúar á næsta ári. Fimm
unglingar taka þátt í göngu
og átta í alpagreinum.
Unglingalandslið Skíðasam-
bandsins í alpagreinum og
göngu hefur verið að undirbúa sig
í sumar og haust fyrir þátttöku í
Ólympíudögum sækunnar sem
eru ætlaðir krökkum sem eru
fæddir 1978 og síðar.
Guðmundur Siguijónsson hefur
haft yfirumsjón með alpagreina-
liðinu. Liðið æfði m.a. í Kerlingar-
fjöllum i sumar og fyrrihugað er
að fara á Snæfellsjökul núna í
nóvember. Flestir í hópnum fara
í æfíngaferð erlendis með félögum
sinum um áramótin.
Göngulandsliðið hefur einnig
undirbúiðs sig vel og hefur Hauk-
ur Eiríkson séð um það. Nú þegar
hefur verið ákveðið hvaða fimm
krakkar taka þátt í göngukeppn-
inni í Andorra. Þau eru: Garðar
Guðmundsson frá Ólafsfírði,
Helgi Heiðar Jóhannesson og Þór-
oddur Ingvarsson frá Akureyri og
Svava Jónsdóttir frá Ólafsfirði.
Ekki hefur verið ákveðið hvaða
átta taka þátt í alpagreinum, en
11 krakkar hafa æft með ungl-
ingalandsiðinu og munu berjast
um átta sæti, fjórar stúlkur og
íjórir piltar. Þær sem eru í stúlkna
liðinu eru: Hallfríður Hilmarsdótt-
ir, Akureyri, Eva Björk Braga-
dóttir, Dalvík^ Arnrún Sveinsdótt-
ir, Húsavík, Asa Bergsdóttir, KR
pg María Magnúsdóttir, Akureyri.
Í piltaliðinu eru: Egill Birgison,
KR, Jóhann Friðrik Haraldsson,
KR, Helgi Indriðason, Dalvík,
Sturla Bjarnason, Dalvík, Jóhann
G. Möller, Siglufírði og Jóhann
Haukur Hafstein, Ármanni.
Spennandi
úrslitaleikir í
5. flokki kvenna
Valur, ÍR og Víkingur hrepptu gullverðlaun
- íslandsmótið í 5. flokki kvenna hófst um helgina
HANDKNATTLEIKSVERTÍÐIN
er komin í fuilan gang í yngri
flokkum og þegar hafa flestir
flokkar hafið keppni á íslands-
mótinu.
Keppt var í fimmta flokki kvenna
í Víkinni um síðustu helgi og
var keppni mjög jöfn og spennandi.
Valur, Stjarnan og Fylkir unnu
sér rétt til að leika í þriggja liða
úrslitum í A-liðakeppninni. Bæði
Stjarnan og Valur sigruðu Fylki,
Stjarnan með tveimur mörkum og
Valur með fímm mörkum og því
nægði Val jafntefli í leiknum við
Stjörnuna. Stjaman leiddi lengst
af og hafði fjögurra marka forskot
í leikhléi 7:3. I síðari hálfleiknum
sneru Valsstúlkurnar leiknum við
skoruðu fjögur mörk í röð og jöfn-
uðu 7:7 en lokatölur urðu 8:8 og
Valur því sigurvegari á hagstæðari
markamun.
Sama spenna var hjá B-liðunum
og allir leikirnir í þriggja liða úrslit-
um voru tvísýnir. Valur sigraði FH
8:5 og ÍR sigraði Val 8:6. ÍR og
FH gerðu síðan jafntefli 6:6 og ÍR
hlaut því þijú stig, Valur tvö og
FH eitt.
Víkingsstúlkumar sigruðu í
keppni C-liða en leikið var í einum
riðli vegna dræmrar þátttöku. Þá
var Víkingur valið prúðasta lið
keppninnar.
íslandsmótinu í yngri aldurs-
flokkum er skipt upp í mót og var
mótið það fyrsta af þremur sem
haldið er í þessum aldursflokki fyr-
ir úrslitakeppnina. Næsta mót verð-
ur í umsjón Gróttu og fer fram í
desemberbyijun.
’ktWtÁ*'
i 3 w “■ y ■ 'tfV fÖ a
| VKV, 1 ■ T| íá |
í $ A VK’i |
Llð ÍR slgraðl í keppni B-liða eftir tvísýna lelki við Val og FH.
FIMLEIKAR
Tilþrif á Haustmótinu
Fyrsta stórmót vetrarins í áhaldafimleikum var
haldið í íþróttahúsi Ármanns við Sigtún sl. laug-
ardag. Óhætt er að segja að mótið lofi góðu fyrir
veturinn. Mótið var vel sótt og heppnaðist vel í alla
staða þrátt fyrir nokkur þrengsli. Myndirnar að
neðan voru teknar á mótinu en úrslit úr því og
nánari umfjölliin er hægt að finna annars staðar í
blaðinu.
Þórey Edda Elísdóttir úr Björk er ein af betri fimleikakonum lands-
ins og hér sést hún sýna listlr sínar á gólfinu.
Auður Ólafsdóttlr úr Gerplu
sýndi vandaðar æfingar á gólfi
sem gáfu hennl 7.65 í einkunn
á Haustmótinu.