Morgunblaðið - 01.11.1994, Qupperneq 49
morgunblaðið
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 49
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA/JÚDÓ
KORFUKNATTLEIKUR
Dregið í
bikar-
keppni KKÍ
Cyrir helgi var dregið í Bik-
1 arkeppni KKÍ í yngri
flokkum í körfuknattleik.
Unglingaflokkur karla
(8-liða úrslit):
KR - Þór Akureyri, ÍA -
Haukar, ÍR - Valur og Njarð-
vík - Keflavík
Unglingaflokkur kvenna:
Forkeppni að 4 - liða úrslit-
um.
Keflavík - Valur, Njarðvík -
Tindastóll og Grindavík - Eið-
ar.
KR situr hjá.
Drengjaflokkur:
Forkeppni að 8 - liða úrslit-
um.
ÍR - Breiðablik, Þór Akureyri
- KR, KR-B - Keflavík og
Tindastóll - Eiðar.
Breiðablik-B, Haukar, Val-
ur og Grindavík sitja hjá.
Stúlknaflokkur:
Forkeppni að undanúrslit-
um.
Njarðvík - Fjölnir, Keflavík -
Haukar 0g KR- Grindavík.
IR situr hjá.
10. flokkur karla:
Forkeppni að 8- liða úrslit-
um.
Þróttur - Skallagrímur, Valur
- Haukar, Baldur - Fjölnir,
KR-B - Keflavík, Grindavík -
IR og USAH - Þór Akureyri
A-lið KR og Njarðvík sitja
hjá.
9. flokkur karla:
Forkeppni að 8 - liða úrslit-
um.
Keflavík - Valur, Niarðvík -
Haukar, KR - Leiknir og
Grindavík - ÍR
Fjölnir, Skallagrímur,
Tindastóll og KR-B sitja yfir.
Hafa unnið 17
leiki af tuttugu
UNGLINGALANDSLIÐ kvenna í körfuknattleik
sigraði á móti á írlandi sem haldið var helgina
21. - 23. sfðasta mánaðar.
Islenska liðið hefur leikið tuttugu leiki á síðustu átj-
án mánuðum og unnið sigur í sautján þeirra. Flest-
ir leikir stúlknanna hafa verið gegn erlendum félagsl-
iðum en liðið hefur leikið níu landsleiki á þessum tíma
og unnið sex þeirra.
íslenska liðið sem skipað er 15 - 16 ára stúlkum lék
á mótinu ytra við írsk félagslið sem skipuð voru leik-
mönnum U-19 ára og sigruðu nokkuð örugglega í
mótinu. I
Liðið lék landsleik við íra og beið lægri hlut 64:58
í spennandi viðureign. Stig íslenska liðsins í leiknum
skiptust þannig:
Erla Þorsteinsdóttir og Júlía Jörgensen 14, Erla
Reynisdóttir 10, Hildur Ólafsdótir 9, Kristín Þórarins-
dóttir 8, Þóra Bjamadóttir tvö og Anita Sveinsdóttir
eitt stig.
Þjálfari liðsins er Sigurður Hjörleifsson.
Kristrún
sigraði í
strákaflokki
Kristrún Friðriksdóttur úr Ár-
manni gerði sér lítið fyrir á
Haustmóti Júdósambandsins og
sigraði í tveimur þyngdarflokkum
í aldursflokknum 11-14 ára.
Mótið var haldið í Grindavík á
laugardag og sigraði Kristrún í +
45 kg flokki stúlkna. Henni var
leyft að keppa í + 53 kg flokki
drengja í sama aldursflokki og lék
þar sama leikinn. Hún komst tap-
laus í gegn um mótið með því að
sigra í öllum sjö viðureignum sínurtr,
þar af lagði hún sex andstæðinga
sína á „ippon.“
Helstu úrslit urðu þessi í yngri
aldursflokkum:
Drengir7 - 10ára
- 26 kg
1. Ingimar F'innbjömsson........JFR
2. Guðvin S. Haraldsson......,.UMFG
3. Ari B. Jónsson............. JFR
3. Ólafur S. Ragnarsson......Ármanni
-30kg
1. Daði S. Jóhannsson,.........UMFG
2. Sigurður Ó. Hannesson .......JFR
3. Heimir Kjartansson...........JFR
3. Stefán Ó. Stefánsson.........UMFS
-35kg
1. Geirmundur Sverrisson.......UMFS
2. Hjörtur Jónsson.............UMFÞ
3. Hafþór Magnússon............UMFS
3. Dag Grundel...............Ármanni
+ 35 kg
1. Friðbjörn Ásbjömsson.....Vík. Ól.
2. Ragnar Jóhannsson,.......UMFG
3. Sindri Eiðsson...........UMFS
Stúlkur7 - 10ára
- 32 kg
1. Elva D. Andersen............UMFE
2. Unnur D. Tryggvadóttir......UMFE
3. Hólmfríður Haraldsdóttir....UMFE
Stúlkur 11 -14ára
+ 45 kg
1. Kristrún Friðriksdóttir..Ármanni
2. Ragna Jónsdóttir............UMFE
3. Rósa M. Guðnadóttir.........UMFE
DrengirH -14ára
- 35 kg
1. Michael Jónsson.............UMFG
2. Víðir Ö. Jóakimsson.........UMFS
3. Leó Kristófersson...........UMFS
4. Atli Þórarinsson............UMFG
- 40 kg
1. Snævar M. Jónsson............JFR
2. Helgi M. Helgason...,....UMFG
3. Þórarinn Pálsson............UMFS
3. Daníel Helgason...............JFR
-46 kg
Jóhann Jónsson..................UMFS
2. Þormóður Jónsson.............JFR
3. Dagur Sigurðsson.............JFR
3. Haraldur Jóhannesson.........UMFG
- 53 kg
1. Hlynur Helgason.............UMFG
2. Kristinn Guðjónsson........ JFR
3. Davíð Kristjánsson.......Ármanrfl^T
+ 53 kg
1. Kristrún Friðriksdóttir..Ármanni
2. Axel I. Jónsson..........Ármanni
3. Friðgeir Bjarnason............JB
Stúlkurnar í unglingalandsliðinu:
Grét af gleði eftir
sigur í úrslitaglímunni
Góð frammistaða hjá íslenskum júdóköppum á írlandi
ÍSLENSKIR júdómennirnir
Vignir Stefánsson (t.v.)
og Atli Gylfason úr Ár-
manni náöum góðum
árangri á móti i Dublin.
Á myndinni má sjá þá
með sveitabikarinn.
Vignir Stefánsson og Hjalti
Gylfason úr Ármanni náðu
mjög góðum árangri á Opna
írska mótinu íjúdó sem haidið
var nágrenni Dyflinnar fyrir tíu
dögum. Júdómenn frá írlandi,
Englandi, Japan og Þýskalandi
tóku þátt í mótinu og kom
árangur íslensku keppendanna
mjög á óvart enda eru þeir
ungirað árum.
Eg var hrikalega taugaóstyrkur
fyrir úrslitaglímuna sem var
gegn Japana. Um eitt hundrað
áhorfendur fylgdust með og létu vel
í sér heyra og það var ekki til að
minnka taugaspennuna. Fyrir glím-
una voru Ijósin slökkt og kastljósi
beint að okkur. Ég grét af gleði eft-
ir sigurinn enda taugarnar búnar
að vera þandar," sagði Vignir um
sigur sinn í úrslitaglímunni í - 65
kg flokki karla. Vignir varð einnig
sigurvegari í unglingaflokki í - 65
kg flokki. Hann er átján ára mörkin
á milli unglinga- og karlaflokks eru
21 ár.
Atli er aðeins sextán ára en hann
lenti í öðru sæti U-21 árs og yngri
og í 3. sæti í karlaflokki. „Eg
gerði mér engar vonir og fyrir mót-
ið hefði ég gert mig ánægðan með
að vinna eina glímu. Ég æfði lítið
fyrir mótið og hef þyngst sem gerði
það að verkum að ég keppti í 86
kílóa flokknum í stað 75 kílóa flokks-
ins sem ég er venjulega í.“
Þeir Vignir og Atli fengu engan
annan en Bjarna Friðriksson með
sér í sveitakeppnina en Bjarni kom
inn í sveitina á síðustu stundu vegna
meiðsla Halldórs Hafsteinssonar I
íslenska sveitin lagði þá þýsku í
úrslitunum.
Hætti að æfa
Vignir og Atli hafa keppt erlendis
áður þó að reynsla þeirra sé ekki
mikil á alþjóðlegum mótum. Vignir
fór á- smáþjóðaleikana í júní í fyrra
og var einn þeirra keppenda sem
fékk heiftarlega matareitrun. „Ég
þurfti að hætta að æfa í nokkra
mánuði og það er ekki langt síðan
ég náði fyrri styrk. Ég fékk í mag-
ann úti, líklega útaf stressi og var
farinn að hafa áhyggjur af því að
sagan væri að endurtaka sig,“ sagði
Vignir, eftir keppnina á smáþjóða-
leikunum þurfti hann að dveljast í
viku á sjúkrahúsi auk þess sem hann
léttist mikið eftir keppnina.
Unglingalandslið kvenna í körfuknattleik með sigurlaunín frá alþjóðlegu móti á
írlandi. Fremri röð frá vinstri: Anita Sveinsdóttir, Erla Reynisdóttir, Júlía Jörgens-
en, Sigríður Kjartansdóttír, Georgía Christiansen og Hildur Óiafsdóttir. Aftari röð
frá vlnstri: Svana Bjarnadóttir, Kristín Þórarlnsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Pálína
Gunnarsdóttir, Þóra Bjarnadóttir og Alda Jónsdóttir.
Víkingar haustmeistarar 5. flokks
Víklngur varð haustmeistari 5. flokks í knattspyrnu með sigri á Fram fyrir nokkru. Á myndinni má
sjá Víkinga taka við verðlaunum sínum.