Morgunblaðið - 18.11.1994, Side 13

Morgunblaðið - 18.11.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1 §. NÓVEMBER 1994 13 LAIMDIÐ Stækkun í leikskól- anum á Skagaströnd Skagaströnd - Ný viðbygging við leikskólann Barnaból hefur verið tekin formlega í notkun. Ekki er búið að fullgera viðbygginguna en 65 fm af henni voru teknir í notkun að þessu sinni. Grunnur viðbyggingarinnar var steyptur 1988 en síðan lágu fram- kvæmdir niðri til ársins 1992 er það var gert fokhelt og ein leikstofa tekin í gagnið. Á þessu ári hefur síðan verið unnið að innréttingum á þeim 65 fm sem nú voru opnað- ir. Áfallinn kostnaður við bygging- una er 14,1 milljón króna, en þar af hefur verið framkvæmt fyrir 4,4 millj. króna á þessu ári. Byggingar- framkvæmdir hafa frá upphafi ver- ið umsjá Helga Gunnarssonar tré- smíðameistara. Foreldrum leikskólabarnanna var boðið til opnunarinnar, en þar voru Báru Þorvaldsdóttur, sem nú lætur af störfum sem leikskólastjóri, þökkuð vel unnin störf á undanföm- um árum og Svandís Hannesdóttir boðin velkomin til starfa sem nýr leikskólastjóri. Að því búnu var gestum og starfsfólki boðnar kaffi- veitingar. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson HLUTI gestanna ásamt notendum hússins; börnunum. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ME á Egils- stöðum opn- ar kaffihás Egilsstöðum - Listafélag Menntaskólans á Egilsstöðum hefur opnað kaffihús í húsnæði menntaskólans. Tilgangurinn er að efla félagslíf innan veggja skólans. Ætlunin er að hafa opið eins mikið og mögulegt er á morgnana og á kvöldin. I boði er kaffi, kakó og te, vöfflur og smákökur fyrir jólin, ásamt góðri kaffihúsastemmningu, húsband- ið leikur lifandi tónlist, stefnt er að því að hafa ljóðakvöld og fleiri uppákomur. Kaffihúsið er opið öllum. Nemendur hafa innréttað kaffihúsið, máluðu og saumuðu gardínur, húsgögn lánaði skólinn og Tómstundaiðjan lagði til skreytingar. Morgunblaðið/Ingibjörg Jóhannesdðttir Oxfirðingar fá hitaveitu UM ÞESSAR mundir eru miklar framkvæmdir á Kópaskeri og í Öxarfirði í sambandi við hitaveitu. Áætlað er að hún verði tekin í notk- un haustið 1995. Á myndinni eru Bernharð Grímsson og Jón Ingi- mundarson, starfsmenn hitaveit- unnar, að störfum. Sunny með öllu tilheyrandi á krónur 1.169.000.- Nissan Sunny fiögurra dyra árgerö 1995 Aukahlutir á mynd: Álfelgur Innifalið í verði: • frítt þjónustueftirlit • íslensk ryðvörn og hljóðeinangrun • 6 ára ryðvarnarábyrgð • 3 ára verksmiðjuábyrgð Hlaðinn aukahlutum • útvarþ og segulband, 4 hátalarar • hituð sœti • útihitamœlir • og margt margt fleira Opið allar helgar frá kl. 14-17 að Sœvarhöfða 2 Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 674000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.