Morgunblaðið - 18.11.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 19
ERLENT
Þ
ÝSKI heimspekingurinn
Friedrich Nietzsche hef-
ur verið endurreistur í
Austur-Þýskalandi og til
marks um það er skilti sem býður
vegfarendur velkomna til þorpsins
Röcken þar sem heimspekingurinn
fæddist fyrir 150 árum og var
jarðsettur.
Þar til kommúnisminn leið und-
ir lok árið 1990 var þar ekkert
minnst á prestsoninn sem lýsti því
yfir.að guð væri dauður, var haf-
inn til vegs og virðingar á valda-
tíma nasista, en var jafnframt einn
þeirra heimspekinga sem fylltu
vinstrisinnaða námsmenn eldmóði
á sjöunda áratugnum. Þess í stað
stóð á skiltinu: „Verkamenn og
bændur í sósíalískum landbúnaði!
Sækjum fram til mikilla afreka í
fjósum og ökrum!“
Nú stendur þar hins vegar:
„Velkomin til Röcken, heimabæjar
og fæðingarstaðar Friedrichs Ni-
etzsche."
íbúar þorpsins eru 130 og þeir
efndu til „minningarviðburðar“
15. október, þegar 150 ár voru
liðin frá fæðingu hans. Þar sem
Nietzsche er enn umdeildur vöruð-
ust þorpsbúamir að nota orðið
„hátíð“ í þessu sambandi.
Varð geðveikur
Þegar kommúnistar voru við
völd í Austur-Þýskalandi voru verk
hans bönnuð þar og yfir-
völd létu sem hann væri
ekki til. Samfara endur-
reisn hans í Austur-
Þýskalandi fer fram
mikil umræða um líf ..........
hans og verk í skólum og meðal
menntamanna víða um heim.
Nietzsche, sem var prófessor í
grísku og grískum bókmenntum
við Basel-háskóla, varð geðveikur
árið 1889 og sneri til Röcken og
Nietzsche
endurreistur
í A-Þýskalandi
bjó þar með móður
sinni og systur. í
fyrstu eftir heimkom-
una naut hann þess
að leika á píanó,
skvetta vatni í baðker-
inu, og hann átti það
til að fara úr skónum
og kasta af sér vatni
í þá. Síðustu sjö árin
var hann út úr heimin-
um og hann andaðist
árið 1900, 56 ára að
aldri.
Miklir túlkunar-
möguleikar
Flestir fræðimenn
svo
Friedrich
Nietzsche
Listvinur með
andúð á gyð-
ingum?
eru sammála um grundvallarhug-
myndir Nietzsche: að sjálfíð sé
ekki nein rökræn heild, engin föst
eða varanleg tengsl séu á milli
orðs og hlutar og ekkert órofíð
___samhengi sé milli stund-
legra atburða. „Segja
má að Nietzsche hafi
haldið því fram að hægt
sé að skoða atburðina
“frá óendanlega mörgum
sjónarhornum og að einstaklingur-
inn eigi sér engin takmörk," sagði
John Rodden, prófessor í bók-
menntasögu við Texas-háskóla.
„Hann kom fótunum undir stefnur
sem hafa sett mark sitt á Vestur-
lönd eftir stríð,
sem fyrirbærafræði,
tilvistarstefnu og
málvísindaheim-
speki.“
Spakmælastíllinn
og fjölskrúðugt málf-
arið, svo og hug-
myndir hans um ofur-
mennið og andkrist,
skapa á hinn bóginn
mikla túlkunarmögu-
leika. Nietzsche taldi
að lýðræði og kenn-
ingar kristninnar um
náungakærleik og
samúð væri þrælasið-
ferði sem hefti innsta
Hið nýja siðferði,
eðli mannsins.
herrasiðferðið, ætti að byggjast á
eðlislægum vilja mannsins til valda
og geta af sér ofurmenni sem risi
upp úr meðalmennskunni.
Nokkrir fræðimenn
hafa gengið svo langt að
halda því fram að
Nietzsche hafi gert sér
upp geðveiki til að sanna
eina af kenningum sínum
með því að afmá mörk
heilbrigðis og geðsýki.
Fölsuð útgáfa
Var Nietzsche afburðasnjall
heimspekingur, á við Hegel og
Kant? Eða var hann hæfíleikaríkur
listvinur með andúð á gyðingum
sem sáði andlegum fræjum fas-
isma? Þessar spurningar eru
hvergi jafn viðeigandi og í Þýska-
landi.
Byijað var að kenna verk
Nietzsche í skólum í vesturhluta
Þýskalands seint á áttunda ára-
tugnum eftir að fræðimenn kom-
ust að því að nasistaútgáfan af
honum var að miklu leyti runnin
undan rifjum systur hans, Elisa-
beth Forster-Nietzsche. Verk hans
voru samt áfram bönnuð í Austur-
Þýskalandi.
Elisabeth Forster-Nietzsche,
sem hafði andúð á gyðingum og
þótti framagjörn með afbrigðum,
hafði umsjón með gögnum sem
heimspekingurinn skildi eftir sig
þar til hún lést árið 1935. Með
ritstýringu, fölsunum og smjaðri
fyrir Hitler, tókst henni að gera
„elsku Fritz“, eins og hún kallaði
hann, að germönsku ofurmenni.
Nietzsche var málsvari einstak-
lingsfrelsis. Hann skrifaði m.a. að
„öruggasta leiðin til að spilla ung-
um manni er að kenna honum að
hafa þá, sem hugsa eins og hann,
í meiri hávegum en þá, sem hugsa
öðruvísi,“ og „germanskt Deutsc-
hland iiber Alles er heimskuleg-
------------------ asta vígorð sem til er í
Var málsvari heiminum“. En með
einstaklings- fölsunum systurinnar
frelsis
andlegs
Fleiri að-
hyllast þá kenningu að Nietzsche
hafí orðið sálsjúkur vegna sára-
sóttar, en það hefur aldrei verið
sannað.
varð hann að tæki
höndum nasista.
„Það sem drepur mig
genr mig aðeins sterkari,“
úr Also sprach Zarat-
varð að vígorði ungliða-
ekki
setning
hustra,
hreyfingar nasista.
Heimild: The Intemational
Herald Tribune.
Deilurnar innan breska íhaldsflokksins
Major hótar
kosningrim
London. Rcuter.
JOHN Major, forsætisráðherra
Bretlands, virtist í gær hafa
kveðið andstæðinga Evrópusam-
bandsins innan íhaldsflokksins í
kútinn með því að sýna hörku
og hóta nýjum þingkosningum
ef þeir samþykktu ekki stjórnar-
frumvarp um aukin framlög
Breta til Evrópusambandsins.
Fréttaskýrendur
sögðu að Major hefði
tekist að tryggja
vopnahlé í baráttunni
við Evrópuandstæð-
ingana, en það kynni
að verða skammvinnt.
Leiðtogar stjórnar-
andstöðuflokkanna
sögðu að forsætisráð-
herrann hefði gefið
færi á sér með hótun-
inni um kosningar.
Evrópuandstæð-
ingarnir hótuðu að
greiða atkvæði gegn
frumvarpinu þegar
það var boðað við
setningu breska
þingsins á miðvikudag, en tals-
menn forsætisráðherrans sögðu,
að hann myndi líta á atkvæða-
greiðsluna sem traustsyfirlýsingu
á stjórnina.
„Það er ekkert svigrúm til
málamiðlunarbreytinga á þessu
frumvarpi,“ sagði Major í ræðu á
þinginu í gær.
Nokkrir Evrópuandstæðing-
anna sögðu að ekki væri rétt að
stefna stjórninni í hættu vegna
frumvarpsins, það væri ekki þess
virði. Nokkrir hörðustu andstæð-
ingar Evrópusambandsins gáfu
hins vegar til kynna að þeir myndu
hvergi gefa eftir.
25 stiga forskot
„Við viljum losna við þessa
stjórn,“ sagði Robin Cook, tals-
maður Verkamanna-
flokksins í utanríkis-
málum. „Ef Major
segir að þetta sé leiðin
til að losna við stjórn-
ina og gefa þjóðinni
færi á nýjum kosning-
um, þá væri það frek-
ar einkennilegt ef við
notuðum ekki það
tækifæri.“
íhaldsflokkurinn
hefur aðeins 14 sæta
meirihluta á þingi en
talsmenn Majors
sögðu, að hann væri
staðráðinn í að standa
eða falla með frum-
varpinu. Samkvæmt
því munu framlög Breta til ESB
hafa aukist um 259 milljónir
punda, jafnvirði 27,7 milljarða
króna, á’ ári um aldamótin. Er
búist við, að það verði lagt fram
á þingi innan tveggja vikna.
Samkvæmt skoðanakönnunum
myndi Verkamannaflokkurinn
vinna stórsigur ef kosið yrði nú
þar sem hann hefur allt að 25
prósentustiga forskot á íhalds-
flokkinn.
John Major
Medecin snýr aftur
Reuter
JACQUES Medecin, fyrrum
borgarsljóri Nice, kom aftur til
Frakklands í gær og verður
færður fyrir dómstól, sakaður
um spillingu og fjársvik. Medecin
flúði til Uruguay árið 1990 og
það er fyrst nú sem frönskum
stjórnvöldum tókst að fá hann
framseldan. Medecin tók við
borgarstjóraembættinu í Nice
árið 1966 af föður sínum, sem
gegnt hafði því frá 1928. Hann
hefur heitið því að bjóða sig fram
til forseta í Frakklandi.
Sjóðir Evrópusambandsins
Alls konar mis-
ferli algengt
Strasbourg, London. Reuter.
ÞJÓFNAÐUR og ýmiss konar mis-
ferlr með fé úr sjóðum Evrópusam-
bandsins, ESB, er algengt og á sér
stað í öllum 12 aðildarríkjum þess.
Kemur það fram í nýrri skýrslu frá
endurskoðendum sambandsins en
Kenneth Clarke, fjármálaráðherra
Bretlands, segir, að ástandið í þess-
um málum hafi batnað með tilkomu
Maastricht-samningsins.
Andre Middelhoek, yfirendur-
skoðandi ESB, segir, að útilokað
sé að geta sér til um hve svikin séu
mikil. Allt of flókin lög og önnur
kerfi stuðli beinlínis að misferlinu.
í skýrslunni eru nefnd ýmis dæmi
um sviksemi. Bent er á, að vínfram-
leiðsla hafi aukist um fimmtung frá
1988 þótt sambandið hafi varið 100
milljörðum kr. til að draga úr henni.
Sagði Middelhoek, að mjólkur- og
vínframleiðendum væri greitt fyrir
að minnka framleiðsluna og á sama
tíma hvattir til að auka hana með
öðrum aðgerðum.
BARRY Anderson
Barry
Anderson
látinn
BARRY Anderson, sem sljórnaði
herskipadeild Breta við íslands-
strendur í fyrsta þorskastríðinu,
er látinn, níræður að aldri. And-
erson var frægasti andstæðingur
Eiríks Kristóferssonar skipherra
og kom mjög við sögu er menn
frá Þór fóru um borð í breska
togarann Northern Foam í sept-
embermánuði 1958.
Fyrsta Þorskastríðið hófst 1.
september 1958 er Islendingar
færðu Iandhelgina út í 12 mílur.
Tveimur dögum síðar fóru menn
frá Þór um borð í togarann North-
ern Foam þar sem hann var stadd-
ur um sex milur frá landi. Ander-
son rifjaði upp í endurminningum
sínum er freigátan Eastbourne,
sem laut stjórn hans, renndi sér
upp að togaranum. Sjóliðar fóru
um borð og færðu íslendingana
yfir í Eastbourne. „Skipstjórinn á
Þór neitaði að taka við mönnun-
um. Eg bauð mér því í kurteisis-
heimsókn í Þór til að ræða vand-
ann og koma í veg fyrir blóðsút-
hellingar. Togarinn hélt áfram
veiðum og ríkisstjórn íslands mót-
mælti harðlega en íslensku og
bresku sjómennirnir urðu bestu
vinir!“ Tíu dögum síðar var ís-
lensku varðskipsmönnunum kom-
ið í land.
Barry Anderson kunni eilítið
fyrir sér i íslensku en hann var
einnig vel mæltur á dönsku og
norsku. Er þorskastriðinu lauk
var hann sæmdur CBE-orðu en
áður hafði hann fengið sérstakt
hamingjuóskaskeyti frá Harold
Macmillan, þáverandi forsætisráð-
herra Breta.
Barry Anderson var fæddur 5.
apríl 1904 í Edinborg en 15 ára
gamall hélt hann til sjós og var á
norsku skipi í Norðursjó og Eyst-
rasalti. Fyrsta skipi sínu tók hann
við 1939 er hann stjórnaði trébát
sem ætlaðvar að þefa uppi þýska
kafbáta á Irlandshafi. Anderson
og áhöfn hans tóku þátt i brott-
flutningnum frá Dunkirk og urðu
þá fyrir árás úr lofti. Næst stjórn-
aði hann beitiskipinu Mauritus og
var einkum við skyldustörf á Atl-
ants- og Indlandshafi. Árið 1943
hélt hann til starfa á Miðjarðar-
hafi og tók hann m.a. þátt í land-
göngunni á Sikiley og við Salerno.
Að stríðinu loknu stjórnaði Ander-
son tundurspillunum Jutland og
Cockade en í Kóreustríðinu var
hann í áhöfn beitiskipsins New-
castle. Hann stjórnaði fiotadeild
Breta við Island og stýrði einnig
deild 24 tundurduflaslæðara sem
gerðir voru út árið 1963 til að
hreinsa upp dufl frá stríðsárunum
í Norðursjó.
Anderson settist í helgan stein
1964. Hann hlaut margvíslegar
viðurkenningar fyrir störf sín og
var m.a. sæmdur tiorskum ridd-
arakrossi árið 1962.
Barry Anderson var tvíkvænt-
ur. Með fyrri konu sinni, Marjory
Gray eignaðist hann tvo syni og
fetaði annar þeirra í fótspor föður
síns innan flota hennar hátignar.
Marjory lést 1971 en ári síðar
gekk Barry Anderson að eiga
Gwen Raine, sem lifir mann sinn.