Morgunblaðið - 18.11.1994, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
MARGRÉT Vilhjálmsdóttir í hlutverki
hinnar grimmlyndu Birnu.
Ærslafull
alvara
LEIKUST
Borgarlcikhús
ÓFÆLNA STÚLKAN
Höfundur: Anton Helgi Jónsson.
Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir.
Leikmynd og búningar: Stígur
Steinþórsson. Hljóðmynd: Þórólf-
ur Eiríksson. Lýsing: Ögmundur
Þór Jóhannesson.
Það er „hrollvekja" þegar
hættulegur maður gengur laus;
maður sem ræðst á konur. Það
er „gamanleikur" þegar lítil stelpa
rífur kjaft og ullar á allt og alla;
ekki hrædd við neitt. Það er
„harmleikur" að ekkert skuli
snerta hana; hún kann ekki frekar
að hrífast en hræðast.
Þannig er Birna, ófælna stúlk-
an, sem er á flótta undan lögregl-
unni vegna þess að hún nennir
ekki að láta planta sér niður á
prestssetri úti á landi. Hún hittir
Úlfhildi, sem vorkennir henni og
býður upp á hamborgara og
hjálpar henni til að finna felu-
stað. Drengurinn Högni er hrif-
inn af Úlfhildi og leggur þeim
lið; fer með þær í yfirgefna vöru-
skemmu þar sem Birna getur
falið sig. Það kemur þó í ljós að
hin yfirgefna vöruskemma er
bækistöð margra og misjafnra
karaktera og varla dvalarstaður
fyrir litlar stúlkur.
Úlfhildur og Högni eru ósköp
venjulegir unglingar sem óttast
eðlilega og það er auðvelt fyrir
þá sem eldri og sterkari eru að
kúga þau til hlýðni í myrkum
rangölum vöruskemmunnar.
Birna, hinsvegar, er hvorki hrædd
við rangala, myrkur, karla,
skrímsli né neitt. Hún býður öllu
birginn. Hún er sjálf svo ofbeldis-
hneigð og hefur svo mikla þjálfun
af götunni að hún veit’að fáir eru
hættulegri en hún. Þeir karlmenn
sem mæta til leiks í skemmunni
eiga fremur erfítt með að þola
þetta og ætla sko að kenna henni
lexíu. En án árangurs. Bima verð-
ur ekki hrædd fyrr en hún gerir
sér grein fyrir því að eina mann-
eskjan sem hún þarf að hræðast
er hún sjálf.
Faðir Högna sem er í áhugalög-
reglunni mætir til leiks, svo og
hættulegur maður. Eltingaleikur
persónanna, sem og feluleikur,
tekur á sig farsakenndan blæ,
þótt verkið sé í rauninni tryllir.
Textinn er hnyttinn og skemmti-
legur og það er mjög mikil spenna
í þessu óvenjulega verki.
Margrét Vilhjálmsdóttir fer
mjög vel með hlutverk hinnar
óstýrilátu Bimu; hún er grimm
um leið og hún afhjúpar hyldýpi
tómleikans. Hún er götubarn, sem
hefur farið á mis við umhyggju
og ástúð; lítið skarpgreint villidýr
sem reynir að komast af.
Benedikt Erlingsson leikur hinn
15 ára Högna af einstöku innsæi,
bæði hvað textameðferð og hreyf-
ingar varðar. Hann er drengur á
gelgjuskeiði sem reynir að vera
karlmaður. Vill vera kaldur en
hefur ekkert í hinn grimma heim
götunnar að gera.
Jóhanna Jónas er Úlfhildur og
fannst mér hún eiga fremur erfítt
með hlutverkið. I stað þess að
leika ósköp venjulega stelpu sem
er eðlilega hrædd við þær aðstæð-
ur og andrúmsloft sem hún er
komin í, var eins og Úlfhildur
væri sauðheimsk. Mér finnst ekki
ganga upp að unglingsstúlkur
sem verða fyrir ofbeldi þess sem
sterkari er, séu heimskar. Þá kom-
ast þau skilaboð ekki á leiðarenda
að gatan og yfirgefnar skemmur
séu ekki staður fyrir þær. Hún
verður fremur fórnarlamb eigin
heimsku en þeirra grimmu afla
sem hún mætir.
Árni Pétur Guðmjónsson leikur
föður Högna mjög skemmtilega;
hann er nokkuð skopleg persóna
sem er full af alvöru; vill mjög
vel en verður hlægilegur í þeim
undirgrundarheimi sem hann hef-
ur ratað í og telur sig geta betr-
umbætt.
Ellert A. Ingimundarson er
hættulegi maðurinn í verkinu og
skilar því hlutverki prýðilega.
Leikmyndin er unnin inn í leik-
myndina á Óskinni og lausnirnar
eru aldeilis frábærar; gefa mynd
af ótal útgönguleiðum og rangöl-
um á mörgum hæðum. Búningar
eiga vel við persónurnar sem bera
þá.
Ofælna stúlkan er stórgóð sýn-
ing; verkið vel skrifað og bráð-
skemmtilegt, mikil spenna í sýn-
ingunni; framvinda hröð, hreyfing
mikil og jafnvægið milli gamans
og alvöru unnið af mikilli ná-
kvæmni. Þetta er tvímælalaust
besta sýningin á fjölum Borgar-
leikhússins það sem af er leikár-
inu.
Súsanna Svavarsdóttir
Af háum
sjónarhóli
BOKMENNTIR
Ritgerðir
MÁLSEFNI
Jóhannes Nordal: Málsefni. Ritgerða-
safn gefið út á sjötugsafmæli höfund-
ar 11. maí 1994.474 bls. Hið íslenska
bókmenntafélag. Reykjavík, 1994.
Verð kr. 4.905.
RITGERÐASAFN þetta er fjöl-
breytt að efni en tengist mest ævi-
starfi höfundar, bankastjórn og
efnahagsmálum. Spyija má hversu
brýnt erindi þess háttar eigi til hins
almenna lesanda þar sem hagfræð-
in er óumdeilanlega fræðigrein, sér-
grein. Því er til að svara að kvarði
hennar tekur líka til smáu mál-
anna, það er að segja daglega lífs-
ins og heimilishaldsins hjá hveijum
og einum. Sömuleiðis er hagfræðin
meginstuðningsgrein stjórnmál-
anna. Að sjálfsögðu verður hún að
gjalda þess jafnt og njóta eins og
annað sem við kemur pólitík. Nokk-
urt mið er tekið af öllu þessu í rit-
gerðum Jóhannesar Nordals. En
hann er ekki aðeins kunnur vegna
skrifa sinna og starfa i opinbera
þágu heldur allt eins vegna kynn-
ingar þeirrar sem hann hefur hlotið
í fjölmiðlum á löngum embættis-
ferli. Málflutningur hans er jafnan
ljós og vafningalaus. Og öðrum
betur lætur honum að reifa svo
fræðileg málefni að almenningi
skiljist að þau komi honum sjálfum
við.
Annars eru ritgerðir þessar frá
ýmsum tíma og spanna fleiri svið,
hin elsta frá árinu 1942 þegar höf-
undur var nemandi í menntaskóla.
Þar beindi hann orðum til skóla-
systra sem að hans mati héldu sig
um of til hlés í félagslífinu. Þessa
lexíu sendi hann þeim meðal ann-
ars:
»Ein höfuðbreyting-
in, sem er að verða, er
sú, að kvenfólkið er að
losna úr viðjum og er
að byija að gegna
skyldustörfum þjóðfé-
lagsins til jafns við
karlmenn.«
Þó fullyrðing þessi
muni varla þykja rót-
tæk nú mátti þetta
heita spámannlega
mælt i upphafí fimmta
áratugarins því konur
voru þá lítið sem ekk-
ert teknar að láta að
sér kveða hjá því sem
síðar varð. Þróun sú,
sem höfundur sá þama fyrir, hófst
ekki að marki fyrr en aldarfjórð-
ungi síðar.
Eftir að höfundur varð banka-
stjóri féll það í hans hlut öðrum
fremur að móta og kynna efnahags-
stefnu þjóðarbúsins í samvinnu við
stjómvöld á hveijum tíma. íslenskir
atvinnuvegir voru þá búnir að laga
sig svo mjög að haftastefnu þeirri
sem tekin var upp á kreppuárunum
að viðskiptafrelsi hljómaði eins og
hvert annað fjarlægt hugtak sem
átt gæti við annars staðar — en
ekki hér! Hagfræðingurinn sá fyrir
að verndarstefnan mundi ekki
ganga mikið lengur. Þegar árið
1959 skrifaði hann: »Úr þessum
ógöngum virðist ekki vera nema
um tvær meginleiðir að ræða. Onn-
ur er sú, að þjóðin herði að sér ólina
og treysti á höft og vöruskiptaversl-
un til að koma á jafnvægi út á við
... Hin leiðin er að koma á jafnvægi
í efnahagsmálum inn á við og út á
við með róttækum aðgerðum gegn
verðþenslu og með leiðréttingu
gengisskráningar í því skyni að
geta komið á sem fijálsustum við-
skiptum við aðrar þjóðir og gerzt
þátttakendur í viðskiptabandalög-
um Vestur-Evrópu.«
Þijátíu og fímm ár eru síðan orð
þessi voru í letur færð. Þróun sú,
sem nú er orðin að
veruleika, var þá rétt
að hefjast. Vafalaust
hefur einhveijum sýnst
sem mál þessi mættu
bíða. Allt orkar tví-
mælis þá gert er.
Nema hvað komið er á
daginn að málefni
þessi, sem þá vóru fjar-
læg, eru nú komin í
þá nálægð sem hag-
fræðingurinn sá þama
fyrir. Tíminn hefur
unnið með skoðunum
hans. Viðskiptafrelsi
er orðin staðreynd sem
allir viðurkenna, að
minnsta kosti í orði
kveðnu.
Ekki hefur þó hvaðeina stefnt í
sólarátt fyrir þjóð þeirri sem höf-
undur hefur helgað krafta sína.
Fyrir aldarfjórðungi sendi Jóhannes
Nordal frá sér grein sem hann
nefndi Úr sjálfheldu einhæfs út-
flutnings. Báglega hefur gengið að
komast úr þeirri sjálfheldu. Nærri
þrem áratugum síðar flutti höfund-
ur erindi á ráðstefnu Verkfræðinga
sem hann nefndi: Stóriðja á íslandi
— hugmyndir og veruleiki og hóf
mál sitt með þessum orðum: »Um-
ræður um stóriðju á íslandi hafa
allt frá upphafi þeirra á fyrsta ára-
tug þessarar aldar haft tilhneigingu
til þess að mótast af öfgum og
hugsmíðum.« Hér er mikið sagt en
varla of mikið. Þegar öllu er á botn-
inn hvolft er sjálfheldan líkast til
huglæg, öðru fremur.
En Jóhannes Nordal skrifar ekki
aðeins um málefni heldur líka um
menn, bregður upp svipmyndum af
minnisstæðum samtíðarmönnum,
þeirra á meðal forystumönnum sem
stóðu í hringiðu atburðanna eins
og Bjama Benediktssyni og Geir
Hallgrímssyni en einnig mönnum
sem gegndu ábyrgðarstörfum en
vom þó lítt kunnir eins og Jóni G.
Maríassyni. Þótt nafn hans gæfí
að líta á peningaseðlunum á árum
áður vissi þjóðin lítt hver hann var.
Bankastjóri þurfti þá ekki að standa
í sviðsljósinu fremur en hann sjálfur
kaus. Með tilkomu vaxandi fjölmiðl-
unar, einkum sjónvarps, var sú tíð
á enda. Almannatengsl urðu brátt
í verkahring þeirra sem gegndu
opinberum ábyrgðarstörfum.
Naumast þarf að taka fram að
bók þessi fjallar mest um alvöru-
mál. Minna er um léttara hjal. Því
bregður þó fyrir svo sem í þættinum
Leyndarráðstjórn þar sem höfundur
leggur út af nefndaráliti nokkru frá
árinu 1956, frumlegu mjög svo
ekki sé fastara að orði kveðið. Var
því ætlað að binda enda á árvissar
deilur vegna úthlutunar lista-
mannalauna en varð víst aldrei
meira en stafkrókar á blaði.
Sá er meginkostur þessara rit-
gerða að fjallað er um málefni, sem
alla varðar, af reynslu og þekkingu
en jafnframt á einfaldan hátt og
auðskilinn. Þótt höfundur tali tæpit-
ungulaust hefur hann aldrei látið
hávaða þann, sem dægurmálum
fylgir, koma sér úr jafnvægi. Hann
hefur jafnan lagt hlutlægt mat á
aðstæður og málefni, horft af háum
sjónarhóli og oftar en ekki séð langt
fram á veginn.
Erlendur Jónsson
Italskur mál-
ari í Listhúsi
Ófeigs
ÍTALSKUR listmálari, Giovanni Le-
ombianchi, opnar sýningu í Listhúsi
Ófeigs á morgun, laugardaginn 18.
nóvember.
Hann hefur málað margar myndir
hér og aðallega úr efnisheimi lax-
veiðiáa og umhverfi þeirra.
Giovanni hefur gert nokkrar
myndamöppur, m.a. með myndum
frá Grímsá, Laxá í Kjós og Norðurá.
Þá eru myndir til frá öðrum laxveiði-
ám. En fyrst og fremst er hann
umhverfísverndar- og umhverfís-
listamaður.
Hann er fæddur í Mílanó 1935
og búsettur þar. Flestar myndir hans
á sýningunni tengjast „stafrófi" því
sem hann fann upp og nefnir „Eco-
alfabeto" eða umhverfisstafrófiðs.
------------» ♦ »------
Þingleikar í
tónum
ÞINGLEIKAR í tónum verða haldnir
í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, í
dag, 19. nóvember. Þingleikarnir eru
hluti af Sjónþingi Bjarna H. Þórar-
inssonar, sem nú stendur yfir í Ný-
listasafninu. Þingsetning hefst kl.
20.30. stundvíslega.
Eftirfarandi listamenn koma fram á
þingleikum: Andrew McKenzie, In-
ferno 5, Dúettinn Súkkat, Exem,
Liquid numbers, Seiður, Séra ísleifur
og englabömin og INRI. Kynnir er
Kokkur Kyijan Kvæsir.
Safnið er opið daglega frá kl.
14-18 á sýningartíma.
Tónleikar í
Ráðhúsinu
TÓNLISTARSKÓLI íslenska
Suzukisambandsins býður borgarbú-
um á tónleika í Ráðhúsinu á morg-
un, laugardag, kl. 15. Þar koma fram
nemendur skólans frá fimm ára aldri
og flytja Qölbreytta dagskrá. Flutt
verða einleiksatriði á fiðlu, selló og
píanó og einnig koma fram hópar
og strengjasveit.
Tónlistarskóli íslenska Suzuki-
sambandsins hefur starfað frá 1988
og stunda nú 170 nemendur nám
við skólann. Kennt er á fíðlu, selló
og píanó eftir Suzukiaðferðin'ni og
einnig er kenndur söngur í anda
Suzuki. Söngkennslan er ný af nál-
ini og er þá byijað að kenna foreldr-
unum að syngja meðan börnin eru
enn í móðurkviði.
í kynningu segir: „Suzukiaðferðin
leggur áherslu á þátt umhverfisin í
mótun fjölbreyttra hæfíleika barn-
anna, þess vegna er leitast við að
byija með börnin ung og fjölskyldan
virkjuð til stuðnings".
------» ♦ ♦------
Síðasta sýning-
arhelgi
SÝNINGU spænska listamannsins
Antonio Hervás Amezcua lýkur nú
á sunnudag, 20. nóvember.
Sýningin ber yfírskriftina
„Straumar — Corriente“ og í kynn-
ingu segir: „Þessi þekkti himnamál-
ari hefur tekið að hneigja sig í átt
til jarðar og uppgötvað fjölbreytileik
litanna þar, þó himinninn sé aldrei
langt undan. Litir eru vandmeðfarn-
ir, en í höndum hans öðlast þeir sjálf-
stæði, vídd og hefjast á flug.“
Sýningin er opin frá kl. 14-18.
Jóhannes Nordal