Morgunblaðið - 18.11.1994, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 18.11.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 35 þar sem amma var okkur systkinun- um alltaf sem önnur móðir. Yndis- legri og hlýlegri ömmu var ekki hægt að hugsa sér, enda vildum við systkinin hvergi annars staðar vera en í Skipasundinu hjá ömmu og afa, þar sem aldrei var dauð stund. Þá var sveitastíll yfir Reykjavík, drekkutímar með öllu, alit nýbakað af ömmu sem sá um að enginn færi svangur frá borði, heitt súkkulaði, ekta, hitað í potti af ömmu sem lék við hvurn sinn fingur í eldhúsinu á meðan hún fór með kvæði og vísur. Amma var afar trúuð og innrætti okkur stöðugt að ekkert væri sjálf- gefið í henni veröld og að við skyld- um meta það sem við ættum. Aldrei fórum við svo í svefninn að amma læsi ekki fyrir okkur sálm eða kvæði með fallegum boðskap. Unnur amma er fædd á Núpi við Dýrafjörð. „Fallegustu sveit á ís- landi,“ sagði amma alltaf. Núpur var ömmu afar hjartfólginn og kær og sagði hún okkur sögur úr sveitinni með tárin í augunum. Því eru afar minnisstæðar ferðirnar vestur á firði. Þá lék amma á als oddi og við fundum hvað það hlýtur að hafa verið erfitt og sársaukafullt að þurfa að flytja suður frá sínum æskustöðv- um. Seinustu æviár ömmu voru henni erfið, þreyttir, lúnir fætur gerðu það að verkum að hún var í hjólastól síðustu árin, en hún hafði elsku afa sér við hlið sem var hennar stoð og stytta í veikindum hennar. Fómfýsi afa var með ólíkindum. Hann helg- aði henni allan sinn tíma og alia krafta sína. Þá ber að þakka frá- bæru starfsfólki í Skjóli hlýleika og góða umönnun við erfiðar aðstæður. Mamma og Stína sáu einnig um að létta henni síðustu árin, með því að sitja hjá henni stundarkom hvem einasta dag. Amma lést við kertaljós með afa haidandi í hönd sér. Það var í raun falleg stund, því lífsklukkan var búin að telja niður, tíminn var kom- inn. Það var friður yfir ömmu, þegar hún hvarf yfir í ljósið; eins og henni létti. Sálmabókin var á borðinu hennar, alveg eins hún vildi hafa það. Við kveðjum þig, elsku amma, og þökkum þér hvað þú varst alltaf góð og hlý. Hina fallegu minningu sem við eigum um þig varðveitum við í hjarta okkar og heilræðin þín fylgja okkur um ókomin ár. Friður Guðs þig blessi. Viggó, Unnur og Edda. Birting afmælis- ogminning- argreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðs- ins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það era vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII-skráa sem í dag- legu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. VALGERÐUR STEINUNN FRIÐRIKSDÓTTIR + Valgerður Steinuun Frið- riksdóttir fæddist á Hánefsstöðum í Svarfaðardal 3. maí 1889. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 8. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Frið- rik Friðriksson, f. 3. apríl 1859, d. 11. mars 1924, bóndi á Hánefsstöðum og síðar verkamaður á Akureyri, og kona hans Guðrún Friðrika Jóhanns- dóttir, f. 16. ágúst 1860, d. 31. mars 1953. Systkini Valgerðar voru: Anna Friðrika, f. 4. októ- ber 1882, d. 5. desember 1980, gift Adolf Kristjánssyni, skip- stjóra á Akureyri; Elín, f. 23. febrúar 1886, d. 30. maí 1982, gift Boga Daníelssyni, trésmið á Akureyri; Jóhann Gunnlaug- ur, f. 20, október 1895, d. 1. júní 1898. Fósturbróðir Val- gerðar var Sigurður Jónsson frá Sauðaneskoti f. 29. júlí 1905, d. 9. apríl 1963, prentari á Akureyri. Arið 1913 í októb- ermánuði kvæntist Valgerður Jónasi Franklín Jóhannssyni, f. 10. janúar 1883, d. 4. júlí 1956, sjómanni og síðan verka- manni á Akureyri. Foreldrar Jónasar voru Jóhann Franklín Jónasson bóndi á Öngulsstöð- um, Syðra-Kálfskinni og Þverá í Eyjafirði og kona hans Þóra Rósa Vigfúsdóttir frá Árskógs- strönd. Börn Val- gerðar og Jónasar voru: 1) Jóhann Friðrik Franklín, f. 26. júlí 1916, d. 5. október 1978, bak- arameistari á Akur- eyri, giftur Mlaríu Jóhönnu Jóhannes- dóttur, börn þeirra eru Guðný Valgý, gift Hreiðari Aðal- steinssyni, bónda á Öxnhóli í Skriðu- hreppi og eiga þau sex böm; Valgerð- ur Ardís, meina- tæknir á FSA, gift Jóhanni Sig- urjónssyni kennara og eiga þau þrjú börn; Auður Björg, að- stoðamaður tannlæknis __ í Reykjavík, var gift Jakob Ag- ústssyni framkvæmdastjóra, og eiga þau tvö börn; Erla Sigríð- ur, heldur heimili með móður sinni á Akureyri, og Jónas Hreinn kvensjúkdómalæknir á Akureyri, giftur Sigurlaugu Vigfúsdóttur meinatækni og eiga þau þijár dætur; 2) Þóra Rósa Franklín, f. 7. mars 1919, d. 28. desember 1985, gift Ólafi Daníelssyni frá Hvallátrum á Breiðafirði, f. 2. apríl 1905, d. 23. júní 1980, klæðskerameist- ari á Akureyri, sonur þeirra er Ævar Karl, f. 23. september 1940, tollfulltrúi í Reykjavík, giftur Sigrúnu Jóhannsdóttur, fulltrúa hjá Tryggingastofnun ríkisins, þau eiga þrjú börn. Jarðarför Valgerðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dág. NÚ ÞEGAR birta sumarsins víkur fyrir myrkri vetrarins kvaddi Val- gerður amma mín þennan heim. Hennar ljós skín í myrkrinu og myrkrið tekur ekki á móti því, minn- ing hennar lifir. Mig langar í fáum orðum að minnast Valgerðar ömmu minnar sem ég hef verið samtíða í meira en hálfa öld, hef ég henni mikið að þakka, og mikinn alþýðlegan fróðleik frá henni fengið. Hún lifði í 105 ár og 6 mánuði og var elst íslendinga þegar hún lést. Systur hennar tvær Friðrika og Elín svo og Guðrún móðir þeirra voru allar á tíræðis aldri þegar þær létust. Valgerður amma ólst upp á Há- nefsstöðum í Svarfaðardal en þann Dal dáði hún meira en nokkurn annan stað þessa lands, hún fór á hveiju sumri í Dalinn og taldi sig alla tíð Svarfdæling. Sína síðustu ferð fór hún í fyrra sumar þá 104 ára, ekki treysti hún sér til að aka með mér hringinn í Dalnum en heim að Hánefsstöðum fórum við, en bærinn er stutt inn í Dalnum að austanverðu og útsýni þaðan gott yfir hinn fagra Dal. Valgerður amma er á Hánefs- stöðum hjá foreldrum sínum fram að sautján ára aldri. Hún fékk all- góða fræðslu hjá farand kennurum sem fóru á milli sveita á þessum tímum, lærði hún auk lesturs og skriftar, réttritun, reikning og dönsku. En hún sagði mér að skóla- gangan hefði ekki verið löng, hún fermdist svo á Völlum hjá séra Stef- áni Kristinssyni frá Ysta Bæ. Sautj- án ára gömul fór amma að heiman, hún ræður sig í vist til læknishjón- anna á Grenivík, frú Sigríðar og Siguijóns Jónssonar, ætlunin var einnig að hún fengi tilsögn hjá læknisfrúnni í saumaskap. Þar er hún í tvö ár, þá flytja læknishjónin til Dalvíkur og hún með þeim. Þau setjast að í Argerði sem stendur á bökkum Svarfaðar- dalsár, þar var engin brú, en feiju- skylda, kom það í hlut ömmu að feija yfir ána á bátkænu. Þetta er að vori til og er hún þarna til jóla, fer hún þá heim í Hánefsstaði, er þar til vors og ræður sig þá í vist til Þórönnu og Péturs Péturssonar kaupmanns í Gránuversluninni á Akureyri. Er þar í eitt ár en þá flytja kaupmannshjónin til Reykjavíkur, en amma ræður sig til hjónanna Önnu sem varð síðar myndasmiður og Hendriks Schiöth bankagjald- kera, hjá þeim er hún þijú ár, þó með sumarleyfum. Anna Schiöth mun vera upphafskona að stofnun Lystigarðs Akureyrar og að sögn ömmu fékk hún sendar allskonar plöntur frá útlöndum sem hún hjálpaði til við að gróðursetja og vökva. En amma varð síðar þekkt fyrir ræktun og uppeldi fallegra blóma og sérstaklega rauðra rósa. Á þessum árum um 1912 ræður amma sig í verbúða vinnu í leyfum sínum á sumrin til Gísla Gíslasonar útvegsbónda frá Svínárnesi sem gerði út frá Þorgeirsfirði. Þar liggja leiðir saman. Jónas Franklín afí minn var þar með bát er réri það- an, þau kynnast þarna og gifta sig 31. október 1913 í Grundarþingi hjá séra Þorsteini Briem, hefja bú- skap sama haust á Akureyri í húsi Dómhildar og Magnúsar Kristjáns- sonar í Innbænum. Kaupa síðan suðurhluta hússins númer 20 við Aðalstræti og eiga þar heima í 30 ár. í sambýli við ömmu mína og afa í norðurhluta hússins við Aðal- stræti 20 bjuggu Friðrika systir hennar og Adolf Kristjánsson skip- stjóri, en Adolf og Jónas afi minn gerðu út saman báta og unnu þá systurnar við úthaldið. í þessu gamla húsi voru börn beggja systr- anna alin upp en mjög mikill sam- gangur var alla tíð á milla systr- anna þriggja og þeirra barna. Amma Valgerður vann á þessum árum öll algeng störf er lutu að sjófangi, t.d. síldarsöltun, saltfisk- vinnslu og línubeitingu. Hún tók mikinn þátt í félagsmál- um kvenfélaga og góðtemplara- reglu og starfaði í áratugi í kvenna- deild Slysavarnafélagsins á Akur- eyri með þeirri mætu konu Sesselju Eldjárn sem var sveitungi hennar úr Svarfaðardal. Nú hef ég stiklað á stóru hvað varðar lífshlaup ömmu minnar og stuðst við hennar frásögn, sjálfur man ég hana fyrst fyrir um það bil fimmtíu árum, þá er hún komin yfir miðjan aldur og býr ásamt Jón- asi afa mínum í Aðalstræti 20. Valgerður amma var glæsileg kona, hún klæddist íslenska bún- ingnum og bar hún þann klæðnað afburða vel. Hún var teinrétt og tíguleg, hár hennar var mikið og dökkt og náðu fléttur hennar niður í hnésbætur og setti þetta mikla hár mikinn svip á hana og hennar klæðnað. Ég bar mikla virðingu fyrir henni alla tíð og sem barn fannst mér allar ömmur ættu að vera eins og hún, ljúf, blíð en samt ákveðin, allt- af að segja mér sögur og ævintýri. Árin liðu, amma missti Jónas afa 1956, þá voru þau komin í stærra hús sem þau höfðu byggt ásamt foreldrum mínum við Aðalstræti 5. Á þessum árum fór ég að sjá ýms- ar nýjar hliðar á þessari mætu konu sem einfaldlega stafaði af því að ég var ekki barn lengur þótt hún væri alltaf sama amman. Það sem mér fannst og hefur alltaf fundist er hve þekking hennar á ýmsum málum var mikil, hún var vel lesin og fylgdist með ótrúleg- ustu hlutum hérlendis og erlendis, og miðað við þá skólagöngu sem hún fékk hefur hún nýtt hana vel. Mér er alltaf minnistætt hvað hún sagði við mig þegar sjónvarpið kom fyrst til okkar: Nú get ég ferðast um víða veröld heima í stofu. Amma Valgerður hafði sérstak- lega góða frásagnarhæfileika, blandast þar saman mjög gott minni og að hún kunni mjög vel að láta aðalatriðin koma fram í frásögnum sínum, ekki spíllti það fyrir að hún hafði óvenju góða kímnigáfu. Aldrei nokkurn tímann talaði hún illa um nokkra manneskju, og dæg- urþras leiddi hún hjá sér. Og enn liðu árin, ég stofna mitt eigið heim- ili og kaupi af ömmu minni hennar hlut í húsinu. Hún dvelur þar áfram hjá foreldrum mínum í um það bil 12 ár. Á þeim tíma fæðast böm okkar Sigrúnar Jóhannsdóttur, nutu þau þess ríkulega að hafa langömmu í húsinu þann tíma þar til hún fór á Dvalarheimilið Hlíð fyrir um 20 árum. Þar naut hún sérstakrar umönnunar og elskuleg- heita alls starfsfólks og er það þakkað hér með. Allar götur síðan fram í andlátið hefur hún svo fylgst með barnabörnum, barnabarna- bömum og bamabarnabamabörn- um sínum af sérstakri hugulsemi. Fimm af sjö minna bamabarna hafa séð hana og koma til með að muna, og era þá komnir fímm ætt- liðir. Ámma mín var ákaflega gest- risin kona, frændrækin og vina- mörg, eftir að hún flutti á Dvalar- heimilið Hlíð fékk hún að njóta þess. Hún var sameiningartákn stórrar fjölskyldu og frændgarðs sem þakkar nú góðar stundir. Nú er komið að leiðarlokum, við kveðjum ömmu Valgerði með sökn- uði, virðingu og þakklæti. Hafðu þökk fyrir öll þín spor Það besta sem fellur öðrum í arf er endurminning um göfugt starf Moldin er þin. Moldin er trygg við bömin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin er góð... (Davíð Stefánsson) Ævar Karl Ólafsson. Valgerður Steinunn Friðriksdótt- ir, frænka mín, er látin á hundrað- asta og sjötta aldursári. Hún var yngst þriggja Hánefsstaðasystra, sem allar náðu háum aldri, og þeirra langlífust. Ævi Valgerðar var að mörgu leyti slétt og felld, en þó enginn dans á rósum fremur en ævi margra er heyja þurftu lífsbaráttu sína hér á landi í byijun þessarar aldar. Sorg- ina fékk hún ekki umflúið fremur en aðrir, er lengi lifa. Þrátt fyrir það bar hún vel alla sína mörgu ævidaga. Rósemi, reisn og virðuleiki einkenndu fas hennar alla tíð og tímans straumur náði aldrei að deyfa eða má brott þessa drætti í persónuleika hennar, miklu fremur dýpkaði hann þá, skerpti og skýrði. Allt fram á síðustu æviár fylgdist Valgerður vel með því, sem við bar í heimabyggð og í lífi þjóðarinnar allrar. Hún lá aldrei á liði sínu þeg- ar h'knar- eða þjóðþrifamál áttu í hlut. Hún tók virkan þátt í starfi Slysavarnafélags íslands og Góð- templarareglunnar á Akureýri. Var þar heiðursfélagi og hlaut heiðurs- merki reglunnar. Valgerður giftist Jónasi Franklín Jóhannssyni, sjómanni og verka- manni á Ákureyri, árið 1913 og lifði með honum í farsælu hjónabandi þar til hann lést, 73 ára að aldri, 4. júlí 1956. Jónas var hæglátur, traustur og afar geðþekkur maður. Þeim varð tveggja barna auðið og era þau bæði látin. Sonur þeirra, Jóhann Friðrik Franklín, bakara- meistari, var kvæntur Maríu Jó- hönnu Jóhannesdóttur frá Engimýri í Öxnadal og lifir hún mann sinn. Dóttir þeirra, Þóra Rósa Franklín, giftist Olafi Daníelssyni, klæðskera- meistara, frá Hvallátrum á Breiða- firði, sem einnig er látinn. Frá Val- gerði og Jónasi Franklín er kominn fríður hópur afkomenda, fimm ættl- iðir. Þau Valgerður og Jónas Franklín reistu húsið Aðalstræti 5 á Akur- eyri með Þóru dóttur sinni og Ólafi tengdasyni sínum. Þar bjuggu þau svo öll í eindrægni ásamt Ævari Karli, syni Þóra og Ólafs. Þær mæðgurnar vora alla tíð einstaklega samrýndar. Þegar Ævar Karl kvæntist Sigrúnu Jóhannsdóttur hófu þau einnig búskap í húsinu. Brátt bættust þar við þrjú barna- bamabörn. Sambýli þessara fjög- urra ættliða í Aðalstræti 5 var alveg sérstakt. Þar ríkti einstakur andi góðvildar og gestirisni, sem gott var að kynnast, enda oft gestkvæmt þegar vinir og vandamenn flykktust þangað í heimsókn á sumrin. Vel munum við systur, „frænk- urnar fímm að sunnan", góðvild Valgerðar og gjafmildi, enda urðum við þessara eiginleika hennar svo oft aðnjótandi er við heimsóttum hana á sólríkum sumardögum í hennar fagra og gróðursæla heimabæ, Akureyri. Þar nutum við með henni, og Þóru dóttur hennar, hinnar fjölskrúðugu flóru höfuð- staðarins norðan heiða, ekki síst rósanna, en þær döfnuðu alltaf svo vel hjá Völlu frænku. Þótt drypi regn af upsum húsa skein ávallt sól í sinni hjá þeim mæðgum, Valgerði og Þóru Frankl- ín. Geislar þessarar sólar yljuðu okkur systranum oft og hún mun skína áfram í huga okkar þótt sól Valgerðar frænku sé nú gengin til viðar. í tímans rás hurfu þau Þóra og Ólafur yfir móðuna miklu. Valgerð- ur flutti á dvalarheimilið Hlíð. Ævar og Sigrún fluttu búferlum til Reykjavíkur ásamt bömum sínum og barnabömum. Hið innilega sam- band, sem verið hafði alla tíð með Valgerði og dóttursyni hennar, Ævari Karli, rofnaði ekki þrátt fyr- ir fjarlægðina. Þær ferðir, sem frændi okkar fór ásamt eiginkonu sinni til þess að heimsækja Valgerði ömmu, vora ófáar. Andinn úr Aðal- stræti 5 lifði áfram og við systurn- ar, eiginmenn okkar og börn nutum hans á hveiju sumri er við heimsótt- um Völlu frænku á Akureyri. Öll munum við sakna sárt þessara ár- vissu heimsókna. Sólbjartir sumardagar eru að baki. Sölnuð þau lauf er haustið vöfðu dýrlegu litskrúði. Vetrar- skuggar lengjast í Svarfaðardaln- um, sveitinni er Valgerður unni svo heitt. Einhvers staðar handan rúms og tíma bíður hið eilífa vor. Bíður þess, að grænir fingur mæðgnanna úr Aðalstræti 5 prýði það vöxtuleg- um rósum. Þegar að ferðinni fyrir- heitnu kemur verður ekki síður dýr- legt að heimsækja rósagarðinn þann en Lystigarðinn fagi-a á Akureyri. Blessuð sé minning Valgerðar Steinunnar Friðriksdóttur og friður Guðs með öllum þeim er hennar sakna nú sárast. Auður Garðarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.