Morgunblaðið - 18.11.1994, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 18! NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
+ Guðmunda Ses-
selja Gunnars-
dóttir var fædd í
Reykjavík 3. febr-
úar 1929. Hún and-
aðist í Landspítalan-
um 14. nóvember
síðastliðinn. Hún
var íjórða í röðinni
af sex bömum Ást-
hildar S.S. Hannes-
dóttur, f. 25.7. 1903,
d. 22.1. 1971, og
Gunnars Stefáns-
sonar, f. 22.4. 1900,
d. 4.12. 1973. Guð-
munda giftist 15.7.
1949 Böðvari Araa-
syni framkvæmdastjóra. For-
eldrar hans vom Ami S. Böð-
varsson og María V.H. Ey-
vindardóttir. Böra Guðmundur
og Böðvars em flmm: 1) Gunn-
ar, f. 24.4. 1950, kvæntur Sig-
rúnu Sigfúsdóttur, böm þeirra
eru Brynja sem á soninn Atla
Þór, Böðvar Atli, Bjarki og
Gyða. 2) Fríða Sophia, f. 14.1.
1953. Hún á synina Jakob og
Egil. 3) Ásta, f. 6.1. 1955. Henn-
ar sonur er Finnur Emilsson.
Sambýlismaður Ástu er Láms
Ýmir Óskarsson. Dóttir þeirra
er Edda. 4) Eraa María, f. 12.6.
1958, gift Bjarna Óskari Hall-
dórssyni. Synir þeirra era Guð-
mundur Óskar, Arnar Óskar og
Birgir Óskar. 5) Bryndís, f. 13.2.
1965, gift Ólafi Jóhannssyni.
Dóttir þeirra er Ásta.
Útför Guðmundu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag.
MARGAR góðar minningar leita á
hugann þegar ég minnist tengda-
móður minnar Guðmundu Gunnars-
dóttur. Við vorum ung, rétt 18 ára,
þegar leiðir okkar Emu lágu saman
árið 1976. Fljótlega eftir að við Ema
María felldum hugi saman var ég
orðinn heimagangur á Reynihvammi
38. Um nokkurt skeið varð ég þess
aðnjótandi að búa hjá ástkærum
tengdaforeldrum mínum eða fram
til þess að okkur Emu þótti tíma-
bært að byija búskap sjálf. Þar sem
foreldrar mínir bjuggu lengi vel er-
lendis leitaði ég mun meira til
tengdaforeldra minna en ég tel að
almennt gerist. Ævinlega síðan höf-
um við fundið fyrir styrkri stoð hjá
Mundu og Böðvari. -
Það var gott að bera upp við
Mundu misjafnlega raunhæfar hug-
myndir um næstu skref í lífinu. Þeg-
ar mér lá mikið við leitaðist ég oft
eftir að ná taii af henni einni yfír
kaffibolla í eldhúsinu.
Þá naut ég skarp-
skyggni hennar, hlýju
og ábendinga sem hún
setti fram á varfærinn
hátt.
Munda var glæsileg
kona og naut virðingar
þeirra sem henni
kynntust. Munda var
ekki dómhörð á menn,
en fylgin skoðunum
sínum. Hún var varkár
í orði og athöfnum en
átti auðvelt með að ná
athygli fólks. Munda
var að auki rík að
kímnigáfu og minnist
ég margra skemmtilegra frásagna
og glettni á undanfömum árum.
Tengdaforeldrar mínir hafa verið
nægjusamir fyrir hönd sjálfra sín
en bömum sínum, bamabömum og
vinum gjafmildir og greiðviknir.
Munda gaf ríkulega af hjartahlýju
og nytsömum gjöfum. Einnig naut
hún þess að starfa að góðgerðamál-
um meðal annars með Kvenfélagi
Kópavogs og Rauða krossi íslands.
Munda og Böðvar nutu þess að
kalla fjöldskylduna saman í mat og
kaffi. Hafa þau lagt sig fram við
að treysta enn frekar sterk fjöld-
skyldubönd. Oft hefur fylgt mikill
hávaði o g ærslagangur þegar bama-
bömin hafa öll verið saman komin
á Reynihvammi 38. Þegar galsinn
var hvað mestur í ungu frændunum
undraðist ég oft rósemi og ánægju
tengdaforeldra minna yfir því að
hafa bömin og bamabömin öll sam-
an komin.
Síðastliðið vor var það ljóst að
Munda gekk ekki heil. Við töldum
þá að um tímabundin veikindi væri
að ræða en ekki hvarflaði að okkur
að Guð ætlaði henni annan bústað
svo_ fljótt.
Ég er þakklátur fyrir að hafa orð-
ið þess aðnjótandi að eiga ástkæra
tengdamóður mína fyrir góðan vin.
Guð styrki þig, Böðvar minn,
bömin þín og barnaböm. Minning
um góða konu geymist í hugskoti
okkar. Blessuð sé minning hennar.
Bjami Ó. Halldórsson.
Þegar dauðinn hrífur á burt, allt
of fljótt, mína góðu mágkonu, langar
mig að þakka henni alla tryggð og
vináttu við mig og mína fjölskyldu.
Munda, eins og hún var alltaf
kölluð, giftist Böðvari bróður mínum
og byijuðu þau sinn fyrsta búskap í
Sörlaskjóli 8 hjá okkur hjónunum.
Þar fæddust fyrstu bömin þeirra,
Gunnar og Fríða Soffía. Síðan
byggðu þau sér fallegt hús í Kópa-
voginum og þar bættust í hópinn
Ásta, Ema María og Bryndís.
Munda var sérstaklega elskuleg
og vönduð manneskja, kom sér alls
-staðar vel með sínu góða og vingjam-
lega viðmóti. Hún var næstyngst
bama Gunnars Stefánssonar og Ástu
Hannesdóttur, sem bæði eru látin.
Nú er bara ein systir eftir af böm-
um Ástu og Gunnars sem er komin
frá Ameríku til að fylgja systur sinni
síðasta spölinn.
Ég minnist hennar með innilegu
þakklæti og tryggð við mig og mína.
Blessuð sé minning Guðmundu
Gunnarsdóttur.
Megi góður Guð vemda og styrkja
Böðvar og fjölskylduna.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Ema Ámadóttir.
Fallin er frá, langt um aldur fram,
svilkona mín, Guðmunda Sesselja
Gunnarsdóttir.
Munda giftist ung Böðvari Áma-
syni og settu þau saman heimili sitt
fyrst í Sörlaskjóli 8 í Reykjavík. Með
miklum dugnaði reistu þau síðan hús
í Reynihvammi 38 í Kópavogi, þar
sem heimili þeirra stóð síðan. Sam-
band þeirra hjóna einkenndist af
gagnkvæmri virðingu og ástúð.
Bömin komu í heiminn, fyrst Gunnar
og síðan dætumar Fríða Soffía, Ásta,
Ema María og Bryndís. Allt myndar-
legt og vel gert fólk. Enn stækkaði
fjölskyldan. Nú komu tengdabömin
og síðan bamabömin, sem eru orðin
12, og loks langömmubamið.
Á heimili Mundu og Böðvars var
athvarf b'amanna í blíðu og stríðu.
Þar var alltaf nóg hjartarúm og
kærleikur þeim til handa.
Munda var myndarleg kona, grönn
og létt í spori. Hún var hæglát og
prúð, ábyggileg og heiðarleg í alla
staði, og mátti ekki vamm sitt vita.
Það var fjölskyldu hennar mikið áfall,
þegar kom í ljós, að hún var haldin
ólæknandi sjúkdómi. Baráttan var
stutt en snörp. Hún gekk á móti
örlögum sínum með sama ærðuleys-
inu sem einkenndi hana alla tíð.
Nú er skarð fyrir skildi. Ættmóð-
irin, sem tengdi saman stóra fjöl-
skyldu af hjartahlýju og góðvild, er
horfin á braut. Eftir stöndum við og
drúpum höfði. Drúpum höfði í virð-
ingu og þökk fyrir að hafa fengið
að kynnast henni og notið vináttu
hennar.
Kæri Böðvar, við í Blikanesi send-
um þér og fólkinu þínu innilegar
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
veita ykkur styrk.
Blessuð sé minning mætrar konu.
Ásdís Magnúsdóttir.
Margar eru minningarnar sem
koma í hugann, þegar frétt um and-
lát berst. Við Munda frænka áttum
fimmtíu og þriggja ára samleið um
lífsins vegi. Fyrstu minningamar um
hana eru mér í bams minni. Þegar
hún um og eftir fermingu var að
passa mig, man ég helst eftir ferðum
með strætisvögnum, Sogamýri-Raf-
stöð, og ferðum í Hafnarfjörð. Við
fómm í gönguferðir fyrir neðan
Bjarg á Grímsstaðarholti þar sem
langamma og langafi bjuggu.
Mér em minnisstæð lög sem
Munda og vinkona hennar, Rúna,
vom að raula, t.d. Seven lonely da-
ys, sem var vinsælt á þessum ámm.
Munda var falleg þegar hún var í
hvíta sloppnum við afgreiðsluborðið
í Laugavegsapóteki. Alltaf fékk ég
apótekaralakkrís eða eitthvert sæl-
gæti þegar ég kom til hennar.
Hún giftist Böðvari Ámasyni en
hann vann við frystihús föður síns
í Kópavogi. Hann keyrði fisk á stór-
um vömbíl og fékk ég oft að sitja
í hjá honum. Þau byggðu sér hús í
Reynihvammi 38 í Kópavogi. Böðvar
réð mig í vinnu í Kópavoginum og
borðaði ég þá hjá Mundu frænku.
Fermingarveislan mín var haldin
í húsi þeirra sem var stórt í þá daga,
en er meðalstórt í dag.
Ég minnist margra ferðalaga,
beijaferða á Dragháls og rigningar-
nætur í Bjarkarlundi.
Ef einhvers staðar var afmæli
kom Munda frænka. Ég held að ég
megi segja að hún hafi komið í öll
fimmtíu og tvö afmælin mín. Hún
var góð kona og gerði öllum gott
ef hún gat því við komið. Hennar
verður sárt saknað af vinum og
vandamönnum.
Guð gefi Böðvari og öllum bama-
hópnum styrk til að standast þessa
sorg sem fylgir því að missa eigin-
konu, móður og ömmu.
Blessuð sé minning hennar.
Hanning.
Ifyrir tíu árum var stofnaður
sjúkravinahópur innan Rauða kross
deildar Kópavogs. Markmiðið með
honum var m.a. að sinna vistmönn-
um í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili
Kópavogs.
Þar var Guðmunda með frá byijun
og lýsir það vel áhuga hennar á að
gleðja aðra og gera þeim gott.
Traustari og betri manneslgu var
ekki mögulegt að fá til að sinna öldr-
uðum og sjúkum í nafni Rauða
krossins, enda elskaði vistfólkið í
Sunnuhlíð hana og saknar hennar
mikið.
Guðmunda var glæsileg kona. Há
og tiguleg gekk hún um og ósjálf-
rátt reyndu menn að rétta úr sér
og óskuðu þess að vera gæddir ann-
arri eins reisn og hún bar.
I síðasta sinn mætti hún á fund
hjá okkur fyrir mánuði, glöð og
ræðin að vanda, og við vorum fullar
bjartsýni um að hægt væri að halda
sjúkdómi hennar í skefjum og að
hún kæmi aftur til starfa með okk-
ur. Því kom andlát hennar svo óvænt
og sem reiðarslag yfír okkur.
Að endingu þökkum við innilega
hennar mikla og óeigingjarna starf,
sem hún vann í nafni Rauða kross
deildar Kópavogs, að ógleymdum
öllum myndunum, sem hún tók við
ýmis tækifæri, og eru okkur og
hjúkrunarheimilinu ómetanlegar, en
Guðmunda var frábær ljósmyndari.
Með hryggð í huga kveðjum við
vinkonu okkar og biðjum henni Guðs
blessunar. Eiginmanni hennar og
bömum sendum við innilegar samúð-
arkveðjur.
Sjúkravinir Rauða
kross Kópavogs
Elsku amma okkar.
Nú ert þú komin til Guðs og
þér Iíður vel. Þetta er ekki auð-
velt fyrir okkur. Við hefðum þráð
að hafa þig lengur þjá okkur. En
svona er þetta. Við þökkum fyrir
þann tíma sem við áttum með þér.
Það var svo notalegt að koma
til þín og fá vöfflur og ijóma. Þú
og afi mættuð alltaf fyrst í afmæl-
in okkar, klyfjuð pökkum og
ijómaköku. Og aldrei gleymdist
myndavélin þín.
Elsku amma, þú varst okkur
svo kær. Takk fyrir allt og allt.
Guð geymi þig.
Leiddu mína litlu hendi,
Ijúfí Jesú, þér ég sendi
bæn frá mínu bijósti, sjáðu,
blíði Jesú, að mér gáðu.
Bamabörn.
Þó að ég sé látinn harmið mig ekki með
tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi
og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar
tár snertir mig og kvelur.
En þegar þið hlæið og syngið með glöðum
hug lyftist sál mín upp í mót til Ijóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir alit sem lífíð
gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt i gleði
ykkar.
Við kveðjum ástkæra Mundu
frænku okkar hinstu kveðju og vit-
um að hún hefur haldið til fundar
við frelsara sinn. Hún skilur eftir
margar góðar og dýrmætar minn-
ingar sem munu lifa með okkur og
fjölskyldum okkar alla tíð.
Sárastur er missirinn hjá fjöl-
skyldu hennar. Við sendum Böðvari
og bömum þeirra hjartans samúðar-
kveðjur og biðjum algóðan Guð að
styrkja þau í þeirra miklu sorg.
Blessuð sé minning hennar.
Böm Hannesar Gunnarssonar.
________________MINNINGAR
GUÐMUNDA SESSELJA
GUNNARSDÓTTIR
+ Ingveldur Sig-
urðardóttir
fæddist í Reykjavík
16. desember 1905.
Hún lést í Reykjavík
12. nóvember síð-
astliðinn. Hún var
elst 15 barna Þuríð-
ar Pétursdóttur
húsmóður frá
Brúsastöðum í
ÞingvaUasveit og
Sigurðar Ámason-
ar vélstjóra frá
Vestur-Botni í Pat-
reksfirði. Þau
bjuggu á Bergi við
Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Systkini Ingveldar em; Ingi-
björg, f. 1907, d. 1992; Helga,
f. 1909, d. 1985; Bryndís, f.
1911; Elísabet, f. 1912; Árai, f.
1915; Þuríður, f. 1917, d. 1994;
Emilía, f. 1917, d. 1987; Pétur,
f. 1918, d. 1990; Erlendur, f.
1919; Sigurður, f. 1921; Harald-
ur Óra, f. 1924; Valur, f. 1925;
María, f. 1928; Bergljót, f. 1931.
Ingveldur útskrif-
aðist frá Verzlunar-
skóla íslands árið
1924. Hún aflaði sér
framhaldsmennt-
unar í Englandi og
í háskóla í Minne-
sota í Bandaríkjun-
um. Hún starfaði á
skrifstofu Lauga-
vegsapóteks, í Har-
aldarbúð og hjá Ol-
íuféiaginu hf., þar
tii hún stofnaði sitt
eigið fyrirtæki,
Fj ölritunarstofuna,
sem var til húsa á
Laugaveginum. Einnig hélt hún
um árabil námskeið í Sam-
vinnuskólanum á Bifröst. Útför
Ingveldar fer fram frá Ás-
kirkju í dag.
INGVELDUR Sigurðardóttir, eða
Inga eins og við kölluðum hana,
var elst systkinanna 15 frá Bergi
við Suðurlandsbraut í Reykjavík.
María móðir okkar er næstyngst.
Nú þegar komin er kveðjustund
streyma fram í hugann góðar og
skemmtilegar minningar af sam-
verustundum með Ingu.
Hún fór ung að ferðast, varð
snemma sigld sem kallað var í þá
daga. Ferðalög til útlanda voru
hennar líf og yndi alla tíð. Hún var
fróðleiksfús og vel að sér. Inga fór
árlega til útlanda meðan heilsan
leyfði. Það er okkur í bamsminni
hvað það var spennandi er Inga kom
heim úr ferðalögunum. Hún kom
með fangið fullt af leikföngum og
fallegum fötum handa okkur systr-
unum. Umfram allt stendur það
ljóslifandi í minningunni er Inga
geislandi af áhuga og tendruð af
hrifningu lýsti því sem fyrir augu
hennar hafði borið í ferðinni. Hún
ferðaðist til ýmissa staða sem voru
okkur framandi, svo sem til Möltu.
— Margt veit sá er víða ratar, sagði
hún.
Inga fór oft með okkur systumar
í leikhús. Ár hvert sáum við barna-
leikrit Þjóðleikhússins. Leikhúsferð-
imar voru mikiðævintýri fyrir litlar
stelpur. Það var alltaf gott að koma
til Ingu. Hún gaf sér góðan tíma
til að tala við okkur um heima og
geima. Auk þess átti hún alltaf eitt-
hvað gott í litla munna — já og
þótt þeir stækkuðu.
Það var erfitt fyrir Ingu þegar
heilsu hennar hrakaði. Það átti alls
ekki við hana að vera veik og kom-
ast ekki ferða sinna. Inga reyndist
okkur ákaflega góð frænka. Bless-
uð sé minning hennar.
Rannveig og Bergljót Rist.
. í dag verður til moldar borin
móðursystir mín Ingveldur Sigurð-
ardóttir. Inga frænka ar elst fimm-
tán systkina, sem lengst af hafa
verið kennd við Berg við Suður-
landsbraut og jafnan nefnd „systk-
inin frá Bergi“. Inga var borinn
og bamfæddur Reykvíkingur og
leit alltaf á sig sem borgarbúa, sem
leitaði eftir því besta í borgarmenn-
ingunni. Það var henni því eðlis-
lægt að leita út fyrir landsteinana
að loknu verslunarprófi til að leita
sér frekari menntunar og alla tíð
hafði hún mikið yndi af ferðalögum
til annarra landa. Þannig dvaldi
hún um árabil fyrst í Þýskalandi
og síðar í Bandaríkjunum og lærði
tungur þessara þjóða til hlítar auk
þess að stunda nám í verslunar-
fræðum. Inga lét ekki heimskreppu
eða erfiðar ytri aðstæður koma í
veg fyrir, að hún næði því marki,
sem hún setti sér.
Segja má, að allt líf Ingu hafi
einkennst af þörf til að vera sjálf-
stæð og öðrum óháð, en jafnframt
mikilli umhyggju hennar fyrir
systkinum sínum og íjölskyldum
þeirra. Sem eitt af elstu barnaböm-
unum í fjölskyldunni naut ég þeirr-
ar umhyggju frá fyrstu tíð. Hún
er mér því fyrst og fremst minnis-
stæð sem hlý og umhyggjusöm
móðursystir, sem alltaf fylgdist
með uppvexti og þroska okkar
frændsystkinanna af miklum
áhuga. Og sá áhugi entist henni
til æviloka, því hún var óþreytandi
að spyijast fyrir um fjölskyldur
okkar þegar tækifæri gafst til að
spjalla saman í næði.
En nú verður mér einnig minnis-
stæð sem sjálfstæð kona, sem afl-
aði sér menntunar af eigin ramm-
leik og rak eigin vélritunarþjónustu
um áratuga skeið. Hún sýndi og
sannaði hvernig hægt var að ná
settu marki með viljastyrk og ósér-
hlífni þrátt fyrir oft erfið ytri skil-
yrði.
Ég mun því ætíð minnast Ingu
með þakklæti og hlýhug fyrir þann
áhuga og umhyggju, sem hún sýndi
mér og mínum, en ekki síður fyrir
þá fyrirmynd, sem hún setti okkur
systkinabömum sínum með lífs-
skoðun sinni og athöfnum.
Þorgeir Pálsson.
INGVELDUR
SIG URÐARDÓTTIR