Morgunblaðið - 18.11.1994, Síða 44
«*r
i
44 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994
Dýraglens
ít
Grettir
Ljóska
Ferdinand
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylgavik • Sími 691100 • Símbréf 691329
Samhengi
sögunnar
Frá Örnólfi Thorlacius:
ÞORSTEINN Guðjónsson víkur í
bréfi til blaðs yðar 4. nóvember
að grein minni sem þar birtist 19.
október. í bréfi hans stendur:
„Það er furðulegt að nokkur skuli
íeyfa sér að kalla það „kynþátta-
hatur“ að skýra frá staðreyndum.
Furðulegast þó að menntaskóla-
rektor skuli taka þátt í að magna
upp múgæsingu gegn „nasistum
og kynþáttahöturum“, eins og
þeir eru titlaðir sem leyfa sér að
hugleiða þessi mál í sagnfræði-
legu samhengi."
Þar sem orðið „kynþáttahatur"
og „kynþáttahatarar" eru til-
greind innan tilvitunarmerkja
hlýtur lesandi að álykta að sá
menntaskólarektor sem í er vitnað
og undir þetta bréf ritar hafi not-
að þau í grein sinni - og það til
að magna upp múgæsingu gegn
unnendum sagnfræðilegra sann-
inda eins og Þorsteini Guðjóns-
syni. Orðin sjást þó hvergi í grein
minni.
Blettur á sögu mannkyns
Of mikið hefur birst af fréttum
og myndum af útrýmingarbúðum
nasista til að fordómalitlir menn
geti afgreitt þær sem blekkingu,
uppdiktaða af sigurvegurum í lok
síðari heimsstyrjaldar. Vera má
að tala fórnarlamba hafí í upp-
hafi verið ýkt en það breytir engu
um það að gasklefarnir voru til
og eru blettur á sögu mannkyns.
Það sæmir ekki mönnum sem
„hugleiða þessi mál í sagnfræði-
legu samþengi" að „beina hugan-
um þar frá, að geðfelldari við-
fangsefnum", eins og Þorsteinn
játar að hafa gert þangað til skoð-
anabræður hans fóru að útbreiða
þá staðhæfingu að allt tal um
gasklefana væri uppspuni. Svo
mikið um hið sagnfræðilega sam-
hengið. Vissulega hefur enginn
hlotið dóm fyrir stríðsglæpi sem
framdir voru á íbúum Dresden
og Hiróshima og engin von er á
slíkum dómi, öðrum en dómi sög-
unnar. En;á að þegja um atferli
allra misindismanna á meðan ein-
hverjir eru ódæmdir?
í löndum þar sem margir eiga
um sárt að binda vegna helfarar
nasista - í Þýskalandi og sumum
fylkjum Bandaríkjanna og ef til
vill víðar - varðar við lög að ýfa
sár þessara þegna með því að
afneita óhæfuverkunum sem unn-
in voru í Auschwitz, Belzec,
Chelmo, Majdanek, Sobibor, Tre-
blinka og víðar. Ætla verður að
svona lög séu ekki sett í réttar-
ríkjum nema áður hafi rækilega
verið hraktar þær ásakanir sem
refsiverðar eru taldar.
„Sérfræðingur
Bandaríkjastjórnar"
Ég spurðist hjá Menningar-
stofnun Bandaríkjanna fyrir um
Fred Leuchter, sem Þorsteinn
kallar „sérfræðing Bandaríkja-
stjórnar um gasklefa". Fékk ég
þau svör að Leuchter þessi væri
Bandaríkjastjórn með öllu óvið-
komandi. Hann er framleiðandi
og sölumaður gasklefa, rafmags-
stóla, eitursprautubúnaðar og
gálga og sagður „sjálfskipaður
sérfræðingur í aftökum“. Sumar-
ið 1991 var hann dæmdur skil-
orðsbundið í tveggja ára fangelsi
fyrir að titla sjálfan sig ranglega
verkfræðing og starfa sem slíkur.
Leuchter hefur verið gagnrýndur,
m.a. í Newsweek og The Econom-
ist, fyrir ósmekklega kynning-
arbæklinga um söluvarning sinn
og fleira. Mér sýnist að fáir að-
hyllist kenningar „sérfræðings-
ins“ um afdrif fanga í búðum
nasista. (Hvernig er hægt að af-
sanna notkun rokgjarnra gasteg-
unda af jarðvegssýnum sem tekin
eru hálfri öld síðar?) Getur Þor-
steinn ekki leitt fram trúverðugra
vitni máli sínu til stuðnings en
dæmdan falsara?
Kjarni máls míns
Grein mín 19. október gengur
út á það að ekki séu erfðafræði-
legar forsendur fyrir því að skipta
mannkyninu í kynþætti, að arf-
geng fjölbreytni innan hvers
þeirra sé mun meiri en sá munur
sem aðgreinir þá.
Þorsteinn Guðjónsson gerir
enga tilraun til að andmæla þess-
um erfðafræðilegu rökum, sem
eru þó kjarni máls míns. Þegar
hann brigslar mér um að magna
upp múgæsingu gegn sér og öðr-
um sem „hugleiða þessi mál í
sagnfræðilegu samhengi“ sé ég
ekki að hann geti átt við annað
í grein minni en þetta, sem ég fer
fram á að Morgunblaðið endur-
birti:
„I upphafi greinar, sem þessi
pistill er sóttur í, er rifjuð upp
ófögur saga Þriðja ríkisins þýska,
að því er hún snerti þessi mál,
saga sem hófst nieð svæsnum
falskenningum um kynþáttamun
og endaði í gasklefunum í Ausc-
hwitz.
Hugmyndasmiðir nasista hugð-
ust losa ríkið við „erfðasjúka af-
komendur". Síðar þróaðist þessi
hugmynd yfir í að hafna „þjóðfé-
lagslega óhæfum og miður æski-
legum afbrigðum“ og „lífi sem
ekki er vert að lifa“. Kynþátta-
hreinsararnir gengu allir út frá
yfirburðum hins aríska kyn-
stofns.“
Vilji Þorsteinn Guðjónsson
skipa sér í þann fríða flokk er það
hans mál. Ég hef ekki valið hon-
um þar sess.
ÖRNÓLFUR THORLACIUS,
Bjarmalandi 7, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt (
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.