Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.1994, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 268. TBL. 82. ARG. MIÐVIKUDAGUR 23. NOVEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stórveldin ræða frekari árásir flugvéla NATO Serbar þrengja að múslimum í Bihac Skotið á breskar herflugvélar yfir norðurhluta Bosníu Sarajevo, Napólí. Reuter. ÁRASIR Bosníu-Serba á múslima- borgina Bihac héldu áfram í gær, þrátt fyrir loftárásir herflugvéla Atlantshafsbandalagsins (NATO) á flugvöll Serba í Krajina-héraði á. mánudag. Ráku serbneskir hermenn hundruð flóttamanna á undan sér og skildu eftir sig slóð brunninna þorpa, að sögn liðsforingja í gæslu- liði Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar ræddu við stjórnir annarra NATO-ríkja í gær og sögðu koma til greina að beita loftárásum gegn Bosníu-Serbum til að koma í veg fyrir fall Bihac. Skotið var eldflaugum að tveim breskum Sea Harrier orrustuþotum í gær yfir norðurhluta Bosníu frá svæði sem er á valdi Serba en þær sluppu óskaddaðar. Talið er að mjög erfitt verði að beita loftárásum gegn Serbum í Bihac-héraði vegna stað- hátta, hætta sé á að mannfall yrði einnig í röðum óbreyttra borgara eða gæsluliða SÞ á svæðinu. Að sögn talsmanna SÞ eru herir Serba, sem ráða yfir fallbyssum og skriðdrekum, nú aðeins tvo km frá miðborg Bihac og barist er af hörku, hús úr húsi. Fimm óbreyttir borgar- ar féllu aðfaranótt þriðjudags, að sögn borgaryfírvalda. Ástandið er afar slæmt í Bihac en engin hjálpargögn hafa borist þangað frá því í maí, her Serba hefur komið í veg fyrir flutning hjálpargagna þangað. Um 190.000 manns eru nú í borginni. Hóta frekari árásum William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að NATO myndi hiklaust beita loftárásum að nýju ef Serbar gerðu frekari loftárásir á Bqsníu frá völl- um í Krajina-héraði. Árás NATO á mánudag á Udbina-flugvöllinn hef- ur sætt gagnrýni í Washington vegna þess að aðeins var sprengdur upp flugvöllur Serba í Krajina en ekíri ráðist á herflugvélar þeirra. Fulltrúar SÞ segja að takmarkið hafi verið að veita viðvörun en jafn- framt verði að gæta þess að rjúfa ekki ÖU tengsl við Bosníu-Serba með of hörðum aðgerðum gegn þeim og þjóðbræðrunum í Krajina. Tveir menn féllu í árásinni á flugvöllinn og fjórir særðust. Serbar telja að aðeins taki sólarhring að gera við flugbrautirnar. Serbar hyggja á hef ndir Serbar brugðust ókvæða við loft- árás NATO og hótuðu hefndum. Ratko Mladic, yfirmaður hers Bos- níu-Serba, sagði Serba ekki geta tryggt öryggi gæsluliða SÞ eftir árásina og að herjum SÞ yrði fram- vegis ekki leyft að fara um land Srpska-lýðveldisins, sjálfskipaðs ríkis Bosníu-Serba. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, tók í sama streng. „Við íhugum nú að gjalda líku líkt. Við munum velja stund og stað og munum gæta þess að [aðgerðin] verði sársaukafull fyrir ríki NATO." Skattur ábúfé Sydney. Reuter. ASTRALSKIR vísindamenn eru að gera tilraunir með efni, sem á að minnka „útblástur" frá nautgripum og sauðfé, þ.e.a.s metangasmyndun, sem talin er eiga mikinn þátt í gróðurhúsaáhrifunum. Er von- ast til, að þetta nýja efni komi í veg fyrir, að stjórnvöld leggi mengunarskatt á búfénaðinn. Á hverju ári gefa 24 milljón- ir nautgripa og 150 milljónir fjár í Ástralíu frá sér alls 2,2 milljónir tonna af metangasi. Vísindamaður hefur nú fundið skaðlaust efnasam- band, sem dregur úr gasmynd- un þegar kúm er gefið það, og í ljós kom við rannsóknir, að skepnunum varð mjög gott af því. Er nú verið að reyna það á sauðfé. Reuter BRESKUR stjórnandi brynvarins vagns gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna afhleður vélbyssu skammt frá ratsjárstöð í Sarajevo í gær. Serbar í Bosníu og Krajina-héraði í Króatíu hótuðu hefndum vegna loftárása NATO á mánudag en réðust þó ekki gegn gæsluliðunum sem flestir eru franskir eða breskir. Brundtland um fram- tíð Noregs utan ESB Yrðum í reynd ein ÍEFTA Ósló. Morgunblaðið. GRO HARLEM Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, gerði ekki mikið úr áhrifum Islands er hún svaraði spurningu blaðamanns Morgunblaðsins á blaðamannafundi í gær um það hver yrðu áhrif ríkja fríverslunarbandalags Evrópu, EFTA, á þróun, EES-samningsins, ef Norðmenn höfnuðu aðild að Evr- ópusambandinu, ESB, og yrðu áfram í EFTA ásamt Islendingum. „Ekki áhrifamikil eining" „Að þessu sinni er það í rauninni bara Noregur, sem er eftir í EFTA," sagði Brundtland og vísaði til þess að hin EFTA-ríkin, sem máli skiptu, væru gengin í Evrópusambandið. „Sviss hefur hafnað EES-samn- ingnum. Það, sem við höfum til að byggja á, eru rúmlega 4 milljónir Norðmanna auk íslendinga. Það er ekki áhrifamikil eining og á enga möguleika á að hafa áhrif til jafns við 380 milljónir manna í ESB". Brundtland og tveir aðrir ráð- herrar fengu í gær send bréf frá óþekktum sendanda og voru virkar hvellhettur í umslögunum. Norska lögreglan kannaði málið í gær- kvöldi. ¦ Ekkiannaðtækifæri/14 ---------? ? * Verðfallí Wall Street New York. Reuter. VERÐ hlutabréfa lækkaði um 2,43% á mðrkuðum í New York í gær vegna ótta við að vextir yrðu hækkaðir. Verðfall varð einnig á mörkuðum í Asíu síðar í gær. Talið er að banda- ríski seðlabankinn hyggist hækka vexti til að koma í veg fyrir ofþenslu í hagkerfinu. Fjárfestar telja að vaxtahækkunin geti dregið um of úr hagvextinum og hagnaði fyrir- tækja. Dæmdur í Danmörku fyrir stríðsglæpi Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. BOSNÍSKUR flóttamaður, sem ákærður hefur verið fyrir stríðs- glæpi í Bosníu, var í gær dæmd- ur í átta ára fangelsi fyrir dönsk- um rétti. Maðurinn hefur verið úrskurðaður geðveikur og mun því hefja afplánunina á geð- veikrahæli. Honum verður vísað úr landi eftir að hann hefur af- plánað dóminn. Mál mannsins kom upp í vor, þegar hann dvaldist í dönskum flóttamannabúðum. Þar voru þá menn, sem báru að maðurinn hefði staðið fyrir grimmilegum pyndingum.í sömu fangabúðum og þeir. Maðurinn var sjálfur fangi, en gekk erinda fangavarð- anna. I einu tilfelli leiddu mis- þyrmingarnar til dauða. Sjálfur hefur maðurinn sagt að hann hafi aðeins reynt að lifa af fangavistina og hefur haldið því fram að honum sé ruglað saman við samfanga sinn, sem nú er látinn. Nú eru hliðstæð réttarhöld í gangi víðar í Evrópu, er snerta meinta stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu. Meint spillingarafbrot forsætisráðherra ítalíu í sviðsljósinu Dómarar boða rannsókn Róm. Reuter. ÍTALSKIR rannsóknardómarar til- kynntu Silvio Berlusconi, forsætis- ráðherra Italíu og auðkýfingi, í gær að málefni hans væru í rannsókn vegna hugsanlegrar spillingar. Er þetta mikið áfall fyrir hann og get- ur skipt sköpum fyrir framtíð hans í embætti. Berlusconis sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gærkvöldi að hann væri ekki að hugleiða afsögn. „Aðeins skýrt og ótvírætt vantraust þingsins á ríkisstjórn mína gæti þvingað mig til að leggja fram lausnarbeiðni", sagði hann. Forsætisráðherrann sagðist myndu leita til Oscars Luig- is Scalfaros forseta um stuðning vegna ómaklegra árása sem andstæðingar hefðu staðið fyrir. Næg gögn? A/isa-fréttastofan skýrði frá því að dómararnir hefðu beðið forsætisráðherrann að mæta til yfirheyrslu. Það gera þeir almennt ekki fyrr en þeir telja sig hafa næg gögn í höndunum til að reka málið áfram. Talið er, að málið, sem er til rann- sóknar, snúist um mútur, sem stór- fyrirtæki Berlusconis, Fininvest, hafi greitt skatteftirlitsmönnum áður en Berlusconi sneri sér að stjórnmálum. Hann hefur áður lýst yfir, að féð hafi verið greitt en aðeins vegna þess, að spilltir embætt- ismenn hafí krafist þess. Dagblaðið Corriere della Sera í Mílanó sagði frá til- kynningu dómaranna í gær- morgun og raunar áður en Berlusconi Berlusconi fékk hana í hendur. Segja stuðningsmenn hans, að með tímasetningunni hafi bein- línis verið stefnt að því að lítillækka forsætisráðherrann, sem nú er gest- gjafi alþjóðlegrar ráðstefnu um glæpi en hún er haldin í Napólí á vegum Sameinuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.