Morgunblaðið - 23.11.1994, Page 36

Morgunblaðið - 23.11.1994, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími691100 • Símbréf 691329 Urtaksskoðun - nýjung í rafmagns- öryggismálum Frá Kára Einarssyni: NÆR daglega eru okkur kynntar niðurstöður tölfræðilegra rann- sókna á hinu fjölbreytilegasta efni: Útvarpshlustun, fylgi stjómmála- flokka, aðild að ESB o.s.frv. í nýútkominni reglugerð um raf- orkuvirki, sem fjallar um rafmagns- eftirlit, eru m.a. ákvæði og leiðbein- ingar um úttektir og rannsóknir á nýjum og breyttum raforkuvirkjum og um eftirlit með virkjum í rekstri. Hér byggjast rannsóknir á tölfræði- legum grundvelli, það er að segja úrtaksskoðun með 10% eða 5% slembiúrtaki. Er hætta fólgin í tölfræðilegum ályktunum um öryggi mannvirkja? Úrtaksrannsókn er framkvæmd þegar heildarrannsókn er útilokuð. Spyrja má, hvort heildarrannsókn raforkuvirkja á Islandi sé útilokuð. Úrtaksskoðun er ódýr og fljótleg rannsóknaraðferð, en öllum niður- stöðum úr þannig tölfræðilegum rannsóknum fylgir einhver óvissa. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að úrtakið sé ekki dæmigert fyrir heildina og gefi því rangar hug- myndir um það. Það er því nauðsynlegt að velta fyrir sér hversu stórt úrtak þarf að velja til þess að fá nægilega örugg- ar niðurstöður. En rétt er að ítreka að aldrei er tryggt að áreiðanlegar niðurstöður fáist. Þegar úrtak gefur mjög skakka mynd af heildinni er sú hætta fyrir hendi að núlltilgátan verði hrakin þó að hún sé í rauninni sönn. Tvenns konar mistök geta átt sér stað í tölfræðilegri ályktun: Höfnunar- mistök eiga sér stað þegar núlltil- gátan er ranglega hrakin, fast- heldnismistök eiga sér stað þegar núlltilgátan er ranglega studd. Tölfræðin býður upp á nokkrar aðferðir til að velja úrtök. Algeng- ustu aðferðimar eru: Handahófsúr- taka, kerfisbundin úrtaka, lagskipt- ingaúrtaka og klasaúrtaka. Lag- skiptingaúrtaka tryggir, að sérhver eining heildarinnar hefur möguleika á að verða valin og úrtak sem fæst með þessari aðferð ætti að öllu jöfnu að endurspegla heildina mun betur en nokkurt annað úrtak. Bifreiðaskoðun — Lög um bif- reiðaskoðun á íslandi krefjast þess að allir bflar séu skoðaðir. Þar er engin úrtaksskoðun leyfíleg. Öryggi í fyrirrúmi. Heildarskoðun er fram- kvæmanleg. A fundi stjórnar Sambands ís- lenskra rafveitna var nýlega sam- þykkt ályktun svo hljóðandi: „Stjórn SÍR telur ráðuneytið hafa farið of- fari í rafmagnsöryggismálum og vill viðræður um málið sem fyrst. Þar verði farið yfir stöðu mála og hvemig málum verið best fyrir kom- ið. Lögð var fram eftirfarandi bók- un sem var samþykkt: „SÍR beitir sér fyrir því að komið verði á svip- uðu fyrirkomulagi hér á landi varð- andi rafmagnsöryggismál og er í öðrum Evrópulöndum." (Sbr. ný- skipan rafmagnsöryggismála í Sví- þjóð.) Ymsir hafa þrýst á að taka upp úrtaksskoðanir. Úrtaksskoðun er alls ekki fullnægjandi við rannsókn- ir á öryggi mannvirkja. Þegar burð- arþol ýmissa mannvirkja (til dæmis brúa) er rannsakað, láta menn ekki nægja slembiúrtak. Heildarskoðun raforkuvirkja á íslandi er fram- kvæmanleg. Auk mikils kostnaðar við að beita skoðunarstofum í raf- magnsöryggismálum, fylgir því sú hætta að opinberar stofnanir sem hafa yfirumsjón þessara mála, tapa - sérfræðiþekkingu og verðmætri reynslu sem þær áttu þó fyrir á þessu sviði. Opinberar stofnanir höfðu áður en breytingin var gerð framkvæmt heildarskoðun raforku- virkja á lægra verði en skoðunar- stofur taka nú fyrir úrtaksskoðun. Athygli er vakin á því að iðnaðar- ráðuneytið hefur valið verkstjóra og ráðgjafa utan rafmagnsverk- fræðisviðs til að sjá um_ nýskipan rafmagnsöryggismála á íslandi og samningu áðurnefndrar reglugerð- ar um raforkuvirki. Kannski ráðu- neytið hafi notað slembiúrtaksað- ferð til að velja verkstjóra og ráð- gjafa úr verkfræðistéttinni? (Tilvilj- un eða einkavinavæðing?) Núgildandi breyting á rafmagns- öryggismálum með tilheyrandi fag- gildingu skoðunarstofa eru enn eitt dæmi um misnotkun aðferðafræði við einkavæðingu. Ráðgjafar og verkstjórar, sem stjómuðu verkinu, höfðu ekki næga þekkingu og reynslu á sviðinu „Stjómun breytinga“. Þeir vissu ekki hvernig hin rhismunandi breyt- ingaferli virka á starfsemi raf- magnsöryggismála. Við einkavæðingu Rafmagnseft- irlits ríkisins framseldu þeir vald stofnunarinnar til skoðunarstofa og reyndu að losa sig við reynslumestu starfsmenn hennar og jafnvel for- stjórann sjálfan. í staðinn settu þeir reynslu- og þekkingarlitla ný- liða. Ætlunin var að þjálfa nýliðana með hjálp frá skoðunarstofunum. Hvílíkur breytingaferill! Gera má sér í hugarlund hvernig svona breytingaferill virkar á starf- semi fyrirtækis sem fer með yfimm- sjón rafmagnsöryggismála á ís- landi. Mistakafræðilegar (ath. ný fræðigrein) niðurstöður benda til stóraukinnar slysahættu með notk- un tölfræðilegra aðferða við úttekt- ir, rannsóknir og skoðun á raforku- virkjum vegna öryggismats á þeim. Endurskoða ætti nýsettan kafla reglugerðar um raforkuvirki með tilliti til þessa og taka kenningar mistakafræðinnar með íreikninginn við hönnun, uppsetningu, rekstur og eftirlit með raforkuvirkjum. í upphafi skyldi endinn skoða. KÁRIEINARSSON, rafmagnsverkfræðingur, Vík í Mýrdal. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.