Morgunblaðið - 24.11.1994, Síða 35

Morgunblaðið - 24.11.1994, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 35. AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Útflutningur á þjónustu til Evrópusambandsins MIKLAR breytingar hafa orðið í Evrópu á síðastliðnum árum og þróunin í ríkjum Austur-Evrópu hafa verið mjög örar. í Þýska- landi hefur verið og er mikið um að vera í þeim greinum sem taka þátt í uppbyggingu Austur- Þýskalands. Sem dæmi má nefna að í byijun þessa árs var áætlað að það vantaði 5.000 verkfræð- inga í Þýskalandi og fyrirsjáan- legur skortur á þeim á næstu árum. Þetta segir aðeins litla sögu af því sem þarna vantaði af vinnu- afli í byggingariðnaðnum. Þá er verið að undirbúa og setja í gang verkefni um alla austan- verða Evrópu, þó ekki gangi eins hratt og í Austur-Þýskalandi. Þjónustufyrirtæki, t.d. í Skandin- avíu, eru þar um allt að afla sér verkefna og hefur mörgum orðið töluvert ágéngt. í ljósi nýja samningsins okkar, þ.e.a.s. EES samningsins, hlýtur að vakna sú spurning hvort ís- lensk þjónustufyrirtæki séu ekki þar á ferðinni líka, þar sem Evr- ópa er nú okkar heimamarkaður. Ekki skal þeirri spurningu svarað hér en því miður er væntanlega hægt að telja þau fyrirtæki á fingrum annarrar handar. Þetta hlýtur að vekja hjá okkur þá spurningu af hverju íslensk þjónustufyrir- tæki leggi svo litla áherslu á útflutning til Evrópu. Þetta hlýtur líka að vekja hjá okkur áhyggjur því við horf- um upp á það að fleiri og fleiri erlend fyrir- tæki sækja inn á ís- lenska markaðinn og ná til sín sneið af markaðnum án þess að íslensku fyrirtækin finni sér nýja markaði í staðinn. Gott dæmi um þetta eru tryggingafélögin. Eftir að EES samningurinn tók gildi hafa íjölmörg erlend trygg- ingafélög fengið starfsleyfi hér og öll taka þau hluta af markaðn- um. íslensku tryggingafélögin eru því komin í glerharða sam- keppni við þessi erlendu trygg- ingafélög á götunum í Reykjavík. Við hljótum því að spyija okkur af hveiju geta íslensku trygg- ingafélögin ekki verið í þessari samkeppni á götunum í Kaup- mannahöfn eða í Ósló? Nákvæmlega sömu spurning- arnar hljótum við að spyija okkur varðandi önnur íslensk þjónustu- fyrirtæki, við erum að fá yfir okkur sam- keppni á öllum sviðum og þeirri þróun verður ekki snúið við og henni viljum við ekki snúa við. Jafnvel gamalgró- in einkasölufyrirtæki eins og olíufélögin titra þessa dagana vegna þess að hér verður e.t.v. í fyrsta sinn um samkeppni að ræða á olíumarkaðn- um. Ástæður þess að lít- ið sem ekkert sést til íslenskra þjónustufyr- irtækja í Evrópu eru sjálfsagt ýmsar. Ein þeirra er þó sinnu- leysi. Það kann einhver að taka þetta illa upp en þetta er því mið- ur tilfellið, á sama hátt og það var ekkert annað en sinnuleysi að við vorum ekki fyrir löngu byijaðir að veiða í Smugunni eins og Færeyingar og Grænlendingar en þeir hafa veitt þarna í mörg ár. Ein ástæðan er fjárhagsleg. Markaðsetning erlendis er kostnaðarsöm og tímafrek, það er því miklu auðveldara og ein- faldara að halda sig við heima- markaðinn. Fyrir samfélagið Friðrik Hansen Guðmundsson skiptir það hins vegar meginmáli að þessi fyrirtæki afli gjaldeyris í stað þess að vera altlaf að velta sömu krónunum hér heima. Fyrir- tækin eru hins vegar alltaf skatt- lögð með sama hætti hvort sem þau vinna við útflutning eða ekki. Það er hins vegar ekki raunin með erlenda samkeppnisaðila okkar. Lönd Evrópu hafa ýmsan háttinn á, hvernig þau meðhöndla þau fyrirtæki sem stunda útflutn- ing, eða réttara sagt hvernig þau meðhöndla gjaldeyristekjur fyrir- tækjanna. Sem dæmi má nefna að ef danskt fyrirtæki sendir starfs- menn sína til starfa utan Dan- Skapa þarf þjónustuiðn- aði í útflutningi sömu skilyrði, segir Friðrik Hansen Guðmunds- son, og hann hefur í Evrópu. mörku og þeir starfa þar lengur en sex mánuði þá eru þeir skatt- lausir. Ef íslenskt ráðgjafafyrir- tæki tekur þátt í tilboði í verk í Þýskalandi þar sem meginhluti vinnunnar skal vinnast þar, þá sjáum við hver samkeppnisstaða íslensku ráðgjafanna er miðað við þá dönsku. Við það að vinna er- Íendis hækka laun starfsmann- anna um 30 til 40% eða meira vegna þessara skattaívilnana og það sem mest er um vert er að menn eru þá tilbúnir til að fara og samkeppnisstaða fyrirtækj- anna sjálfra er mjög sterk. Annað dæmi sem má nefna er að Byggingarfyrirtækið Ár- mannsfell hefur verið með átta menn í í Þýskalandi við bygging- arvinnu. Þeir eru þar að sjálf- sögðu í samkeppni við danska iðnaðarmenn og þessir dönsku iðnaðarmenn eru þar allir skatt- fijálsir og þar með fá þeir miklu meira út úr þeirri vinnu en ís- lensku iðnaðarmennirnir. Ár- mannsfell þarf væntanlega að greiða íslensku starfsmönnum sínum sérstaktar álagsgreiðslur. til að taka að sér slíkt starf fjarri* *’*' heimilum sínum. Þetta verður fyr- irtækið að gera til að tryggja að þeir hafi góða starfsmenn. Að- stöðumunur fyrirtækja frá þess- um löndum er augljós. Það þarf að koma í veg fyrir að það sem gerðist með skipaiðn- aðinn endurtaki sig í öðrum at- vinnugreinum. Það þarf að skapa þjónustuiðnaðinum sem starfar við útflutning samskonar skilyrði og hann hefur í Evrópu. Það þarf að ganga þannig frá málum að það verði fýsilegt að fara í út- flutning og þá mun fjármagnið leita þangað og athafnamennirn- ir. Þetta mun síðan skapa fleiri störf í þessu landi og aukin um- svif og tekjur. Höfundur er verkfræðingur og þátttakandi í prófkjöri Sjáifstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. Styrkjum byggð í Norð- urlandi vestra Hjálmar Jónsson LAUGARDAGINN kemur, 26. nóvember, fer fram prófkjör Sjálfstæð- isflokksins í Norður- landslcjördæmi vestra. Eins og víða hefur komið fram sækist ég eftir kjöri í 1. sæti listans. Ég hef búið og starfað í kjördæminu allt frá því ég lauk námi og hef átt því láni að fagna að vera hér í góðu samfélagi fólks alla tíð. Það samfélag vil ég eiga og treysta enn frekar komi til þess að ég verði valinn til forystu flokksins í kjördæminu. Að teknum þessum ákvörðunum læt'-ég hér getið nokk- urra mála sem mér eru hugleikin. • Þótt aðild að Evrópusambandinu sé hvorki möguleg né æskileg núna verður umræðan ekki stöðvuð hér á landi. Viss öfl í þjóðfélaginu standa fýrir henni bæði leynt og ljóst. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur mótað farsæla stefnu í Evrópumálum og Davíð Odds- son hefur kynnt hana með eindregn- um hætti. Eg styð forsætisráðherra heils hugar í því máli. Flest annað er mikilvægara í stjómmálum á ís- landi en sýndarviðræður um hugsan- lega aðild að ESB. Sambandið verður mikið breytt um næstu aldamót þegar möguleiki opnast fyrir okkur að taka afstöðu. Meira að segja gæti það þá hafa liðast í sundur. Enn era margir á lífi, sem greiddu atkvæði með sam- bandsslitum við Dani 1944. Þeir litu svo á að við værum að verða sjálfstæð fullvalda þjóð. Heyrst hefur að sjálf- stæði fslands felist nú í því að ganga í bandalag, sem færir stjómmála- mönnum í Brussel ákvarðanavald um okkar brýnustu hagsmunamál. Slíkar skoðanir virðast fram settar af alvöru þótt deila megi um dómgreindina sem að baki liggur. • Við, íslendingar, höfum gengið gegnum vissar efnahagsþrengingar á undanfömum ámm. Á þeim hefur verið tekið og er árangur að koma í ljós. Allir hafa tekið á sig byrðar af þessum sökum. Með batnandi efna- hag er brýnast að bæta kjör og lífsaf- komu láglaunafólks og þeirra annarra, sem búa við kröppust kjör. Skatt- fijálsar 70.000 kr. á mán- uði væri góð byijun. Um það á að takast þjóðar- sátt. Norðurland vestra er mesta láglaunasvæði landsins samkvæmt nýrri samantekt úr skattfram- tölum landsmanna. Lífs- kjör hér þurfa að batna og er brýnt að allir þeir aðilar sem áhrif geta haft taki höndum saman um að lyfta kjördæminu upp af botninum í þessu til- liti. Skuldir heimilanna hafa stóraukist af þess- um sökum. • Norðurland vestra er blandað a,t- vinnusvæði. Okkur hefur tekist vel að halda okkar hlut í sjávarútvegi. Við verðum að halda fast við þá stefnu okkar að vemda og stækka fiskistofn- ana. Þar er þorskstofninn auðvitað mikilvægastur, en karfastofninn er í nokkurri hættu og nauðsynlegt að bregðast við svo ekki fari illa. • Landbúnaðurinn gengur gegnum samdráttarskeið. Sauðfjárbændur eiga í erfiðleikum svo miklum að stöð- ugt gengur á eignir. Margir þeirra hafa lágar tekjur og geta naumast haldið í horfi og hafa á orði, að eftir tvö til þijú ár verði þeir að sjá fram á bættan hag með auknum fram- leiðslurétti, annað sé sama og þrot. Ekki sé endalaust hægt að hagræða til að mæta lækkuðu verði. Fram- leiðslukerfi í kúabúskap er stómm betur heppnað. Markaðssetning hefur þar tekist betur og sífellt er unnið á vömþróun. • Loðdýraræktin býr við batnandi hag og er útlit fyrir að greinin eflist á komandi ámm eftir miklar þreng- ingar. • Ferðaþjónusta hefur styrkt búsetu í sveitum. Hestamennska er einnig vaxandi atvinnugrein og tengd auk- inni þjónustu við ferðamenn. Mikil- vægt er að halda því fmmkvæði sem náðst hefur í hrossarækt á Norður- landi vestra og stuðla að því að sú listgrein eflist og dafni. • Samgöngumál em mikilvægur þáttur í búsetuskilyrðum á lands- byggðinni. Samgöngubætur hafa á undanfömum ámm miðast við að tengja betur saman byggðir. Þannig stækka atvinnusvæðin og breytast. Auðveldara verður um vik að sækja vinnu lengri veg og þannig styrkist hin stijála byggð. Félagsþjónusta færist þannig nær og verður um leið ömggari. • Þegar rætt er um búsetuskilyrði er nauðsynlegt að gefa gaum ýmsum Sj álfstæðisflokkurinn hefur mótað farsæla stefnu í Evrópumálum segir Hjálmar Jónsson, og ég styð hana ein- dregið. þáttum fleirum en þeim sem hin hörðu gildi meta stærst. Ymiss konar menn- ingar- og félagsstarf gefur lífinu lit og ljóma. Þá em menningar- og menntamál nátengd hugtök. Skipulag menntamála miðast nú við það að færa grunnskólahald til sveitarfélaga landsins. Breytingin miðar að því að færa ábyrgð og stjómun til þeirra sem eiga hlut að máli. Pólitískur ágrein- ingur er ekki mikill um þessa til- færslu. Þess þarf þó vel að gæta að<^» efnaminni sveitarfélögin geti veitt bömum sömu tækifæri til náms eins og hin stóm. Góð menntun er gmnd- vallaratriði í mótun framtíðar og í velfamaði bamanna. Allur aðbúnaður fjölskyldnanna og sú umgjörð sem lögin setja þarf ætíð að vera í brenni- depli. • Lesandi góður. Ég vona að þú finn- ir það margt sameiginlegt með okkur að þú viljir styðja mig í fyrsta sæti í prófkjörinu á laugardaginn. Höfundur er sóknarprestur og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i Norðuriandskjördæmi vestra. hagtöluárbók Hagstofunnar í þessu riti er að finna yfirlitstöflur um land og þjóð, umhverfismál, atvinnuvegi, utanríkis- verslun, laun og tekjur, orkumál, verslun, samgöngur, verðlag og neyslu, fjármál hins opinbera, banka- og peningamál, þjóðhags- reikninga, heilbrigðis-, félags- og menntamál, rannsóknir og þróunarstarfsemi auk kosninga. Landshagir 1994 nýtast fólki í viðskiptum, opinberri stjómsýslu, við rannsóknir, skóla- fólki og öllum almenningi. Landshagir 1994 fást einnig á disklingum í Excel fyrir PC. Verð 2.100 kr. Hagstofa íslands, Skuggasundi 3,150 Reykjavík. Sími 91- 60 98 60 eða 60 98 66, bréfasími 91- 62 33 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.