Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 20/11-26/11. i^raniíiidíLi ► Lúðvík Jósepsson fyrr- verandi sjávarútvegsráð- herra er látinn 80 ára að aldri. Hann var sjávarút- vegsráðherra frá 1956- 1958 og frá 1971-1974 og átti sem slíkur þátt í út- færslu landhelginnar í 12 og síðar 50 mílur. Lúðvík sat á Alþingi frá 1942-1979. var formaður Alþýðubanda- lagsins 1977-1980. Lúðvik var forystumaður sósíalista í Neskaupstað og sat þar í bæjarstjórn frá 1938-1970. ► Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt að ekki hafi verið farið nægilega að veigamiklum reglum um framkvæmd útboða þegar smíði Vestmannaeyjafeij- unnar Herjólfs var boðin út þegar ekki var tekin afstaða til tilboða að loknum áskild- um fresti. ► Jóhannes R. Jóhannes- son mun leika um heims- meistaratitil áhugamanna í snóker við 42 ára Pakistana á heimsmeistaramótinu í S-Afríku. í 4 manna úrslit- um vann hann Tælending sem spáð hafði verið sigri á mótinu. ► VerkfaJH FÍA hjá flugfé- laginu Atlanta var aflýst eftir að samningar tókust milli deiluaðila aðfaranótt sunnudags.' ► Geisladiskur Sinfóníu- hljómsveitar íslands hlaut hæstu einkunn gagnrýn- anda i breska tónlistartíma- ritinu BBC Music Magazine og var hljómsveitin sögð meðal hinna bestu í Evrópu. Tilboðs vænst frá sjúkraliðum BÚIST er við að sjúkraliðar leggi fram tilboð í kjaradeilu þeirra við rík- ið um helgina, en ríkissáttasemjari hefur lagt hart að þeim að gera til- boð. Ágreiningi um hveijar kröfur sjúkraliða séu var eytt á föstudag og segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður félags sjúkraliða, að upp- haflegum kröfum um 6% kauphækk- un hafí verið breytt eftir hækkanir til hjúkrunarfræðinga. Meginkrafa sjúkraliða væri nú að launabil þeirra og hjúkrunarfræðinga ykist ekki. Verkfall hefur staðið í á þriðju viku. Biðlistar sjúkrahúsa lengjast og mik- ið álag er á þá sem halda uppi starf- semi þeirra. Verkalýðsforingjar segja fordæmið gefið VERKALÝÐSFORINGJAR telja að með kjarasamningum, sem undanfar- in tvö ár hafí fært hjúkrunarfræðing- um og fleiri háskólamenntuðum ríkis- starfsmönnum hækkanir umfram aðra, hafí verið sett fordæmi í samn- ingaviðræðum á almennum markaði, en samningar flestra verkalýðsfélaga eru lausir um áramót. Formaður VSÍ segir fyrrgreinda samninga alvarleg mistök og almenn 7-10% launa- hækkun muni leiða til kollsteypu í efnahagslífínu og gera árangur und- anfarinna tveggja ára að engu. 80% hærri fjárhags aðstoð BEIN fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til einstaklinga hefur aukist um 80% í flórum stærstu sveitarfélögum landsins frá 1992-1994. „Hjá sæmi- legri félagsmálastofnun fær fólk núna einfaldlega hærri telqur í íjarhagsað- stoð heldur en af margri vinnunni átta tíma á dag,“ segir Jón Bjöms- son, félagsmálastjóri á Akureyri. Serbar þrengja að múslimum í Bihac BOSNÍU-Serbar sóttu að múslima- borginni Bihac í vikunni sem Ieið og beittu meðal annars napalmsprengj- um, þrátt fyrir loftárásir herflugvéla Atlantshafsbandalagsins (NATO) á flugvöll Serba í Krajina-héraði á mánudag, mestu hernaðaraðgerð bandalagsins í 45 ára sögu þess. NATO gerði einnig loftárásir á fiug- skeytastöðvar Serba í grennd við borg- ina á miðvikudag eftir að þær höfðu ógnað herþotum bandalagsins. Á fundi sendiherra NATO á fímmtudag náðist ekki samkomulag um tillögur Banda- ríkjamanna þess efnis að „griðasvæð- ið“ í Bihac yrði stækkað og serbnesk- um hersveitum gert að fara þaðan, ella yrðu gerðar loftárásir á þær. Serb- ar settu fjölda friðargæsluliða á veg- um Sameinuðu þjóðanna í herkví og John Major, forsætisráðherra Bret- lands, sagði hættu á að friðargæslulið- ið yrði að fara frá Bosníu ef allsheijar- styijöld blossaði upp að nýju. Útilokar ekki stjórn- arskrárbreytingu GRO Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, kvaðst á fímmtudag ekki útiloka að stjómarskránni yrði breytt þannig að ijúfa mætti þing, efna til kosninga og freista þess að nýtt þing sam- þykkti aðild að Evrópusamband- inu (ESB), yrði ekki tilskilinn meirihluti fyrir aðildinni á þinginu þótt hún yrði sam- þykkt í þjóðaratkvæðinu á mánudag. ► SILVIO Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, sem sætir rannsókn vegna meintra mútugreiðslna, kvaðst á miðvikudag myndu segja af sér og boða til kosninga ef hann nyti ekki stuðnings samstarfs- flokkanna í stjórninni. ► BRESKA stjórnin ætlar að standa eða falla með frumvarpi um aukin fram- lög til Evrópusambandsins þegar það verður tekið fyr- ir á þingi á mánudag. ESB- andstæðingar í íhalds- flokknum hóta að fella það en þá hyggst John Major forsætisráðherra ijúfa þing og boða til kosninga. ► BILL Clinton Banda- ríkjaforseti og Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öld- ungadeild Bandaríkja- þings, hafa komist að sam- komulagi sem gerir Dole kleift að styðja GATT- samninginn, sem kemur til atkvæða í deildinni í vik- unni. Margir repúblikanar eru andvígir stofnun Heimsviðskiptastofnun- arinnar, arftaka GATT. ► SJÁVARÚTVEGS- NEFND Evrópuþingsins hafnaði á miðvikudag til- lögum framkvæmdastjórn- arinnar um hvernig standa bæri að fullri aðild Spán- veija og Portúgala að sam- eiginlegri sjávarútvegs- stefnu ESB. Spánverjar höfðu hótað því að hindra aðild EFTA-ríkja að ESB um áramót ef ekki fyndist lausn fyrir þann tíma. FRÉTTIR Samtök um tónlistarhús minna á baráttumál sitt Perludjass og átta tenórar í íþróttaliúsi SAMTÖK um tónlistarhús gangast fyrir tvennum stórtónleikum í des- ember til að minna á það sem þau kalia „helsta baráttumál íslensks menningarlífs". Annars vegar eru djasstónleikar í Perlunni 3. desem- ber, þar sem margir helstu tónlistar- menn landsins á því sviði leika ásamt danska bassaleikaranum Niels- Henning 0rsted Pedersen. Hinsveg- ar er „tenóraveisla" í íþróttahúsinu Kaplakrika 11. desember, þar sem átta eða níu af helstu tenórsöngvur- um landsins syngja með Sinfóníu- hljómsveit íslands og Óperukómum. Það að stórtónleikar á borð við „Tenórar fyrir tónleikahús" þurfa að fara fram í íþróttahúsi sýnir þörf- ina fyrir byggingu sérstaks húss til tónlistarflutnings, að sögn Inga R. Helgasonar, formanns samtakanna. Ekki tókst að fá Laugardalshöllina til afnota á tilskyldum tíma og þó að Kaplakriki rúmi yfír 3.000 manns er það ekki erfiðleikalaust að breyta íþróttahúsi í tónlistarsal með litlum fyrirvara: Samtök um tónlistarhús þurfa að setja upp svið þar á innan við sólarhring og taka það síðan niður strax að tónleikum loknum. Tenórar og poppstjörnur Á tenóratónleikunum syngja bræðurnir Gunnar og Guðbjörn Guð- bjömssynir, Jóhann Már Jóhanns- son, Jón Þorsteinsson, Kolbeinn Ket- ilsson, Ólafur Ámi Bjarnason, Óskar Pétursson, Þorgeir Ándrésson og að öllum líkindum Garðar Cortes. Margir af þessum söngvurum koma sérstaklega til landsins af þessu til- efni og allir gefa þeir vinnu sína, eins og reyndar allir þeir tónlistar- menn sem koma fram á tónleikum á vegum samtakanna. Kristján Jóhannsson gaf vilyrði fyrir því að syngja með á tenóratón- leikunum, en vegna skuldbindinga hans í Munchen gat hann ekki verið með 11. desember og það var ekki auðvelt að hnika dagsetningunni, að sögn Inga. Kristján hefði hins vegar áhuga að hjálpa samtökunum við síðara tækifæri. Á tónleikunum í Perlunni verða margar helstu stjörnur íslendinga á djass- og poppsviðinu, þar á meðal Andrea Gylfadóttir, Björn Thorodd- sen og Bubbi Morthens. Styrktarfé- lagar Samtaka um tónlistarhús geta fengið miða á aðra hvora tónleik- ana, sem er þakklættisvottur sam- takanna til þeirra, en aðrir geta einn- ig keypt miða á tónleikana. Ingi sagði að það sýndi breidd samtak- anna að þau gætu haldið tvenna tónleika, djass og sígilda, til stuðn- ings málefninu, enda væri ætlunin að tónlist af öllu tagi fengi inni í væntanlegu tónlistarhúsi, auk þess sem það yrði heimili Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Annað dæmi Um samstarf ólíkra listamanna væri geisladiskurinn Lif- un, þar sem Sinfóníuhljómsveitin flytur hið þekkta verk hljómsveitar- innar Trúbrots ásamt mörgum af helstu popptónlistarmönnum þjóðar- innar. Diskurinn er nú í vinnslu og fá styrktarfélgar samtakanna hann sendan í desember. 1.400 nýir félagar Samtök um tónlistarhús standa nú fyrir átaki til að fjölga styrktarfé- lögum. Um 1.400 nýir félagar hafa gengið til liðs við samtökin í þessum mánuði til viðbótar 1.500 félögum ( sem voru á skrá í upphafi mánaðar- ins, að sögn Þórhalls Vilhjálmsson- ar, starfsmanns samtakanna. Samtök um tónlistarhús voru stofnuð árið 1983 og stefndu eitt sinn á að fyrsta skóflustungan að húsinu yrði tekin á þessu ári á 50 ára afmæli lýðveldisins. Samtökin eiga nú fullbúna hönnun að tónleika- húsi, sem þau telja vera um 70 millj- óna króna virði, en vonin um skóflu- ) stunguna hefur ekki ræst. Ingi seg- ) ir að það hafí alltaf verið ljóst að húsið yrði ekki byggt eingöngu fyrir samskotafé velunnara hugmyndar- innar og fulltrúar Samtaka um tón- listarhús hafa því rætt meðal annars við fulltrúa ríkisins og Reykjavíkur- borgar. Meðal þeirra hugmynda sem upp hafa komið er að sameina undir einu þaki tónleikahús og ráðstefnuhöll. Sú hugmynd var rædd á fundi í sam- I gönguráðuneytinu í vor og var Stef- i áni P. Eggertssyni falið að gera yfir- lit um stærðir og fjárhæðir viðvíkj- andi verkefninu. Athugun hans er nú lokið og nú stendur til að stofna nefnd fjögurra aðila um hugmynd- ina, að sögn Inga. Morgunblaðið/Ásdís TALSMENN Samtaka um tónlistarhús. Frá vinstri: Ólafur B. Thors, Ingi R. Helgason, formaður, og Þórhallur Vilhjálmsson. Formaður Dagsbrúnar um aðgerðir gegn brotum verktaka Góð samvinna tekist við ríki og Reykj avíkurborg GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar, segir að mjög góð sam- vinna hafí tekist við fjármálaráðu- neytið, Reykjavíkurborg og skatta- yfírvöld um að stemma stigu við ýmis konar brotum sumra verktaka gagnvart verkamönnum, gerviverk- töku og ítrekuðum kennitöluskiptum sumra verktaka, í framhaldi af fundi sem Dagsbrún boðaði til með þessum aðilum og Vinnuveitendasamband- inu seinnihluta septembermánaðar, þar sem þessi mál voru til umræðu. Hann segir að árangur af þessari samvinnu sé þegar farinn að sjást og hann bindi vonir við að frekari árangurs sé að vænta af þessum aðgerðum í framtíðinni. Guðmundur sagði að félagið hafí staðið í baráttu vegna þessara mála undanfarin 5-6 ár. Baráttan hafi byijað fyrir dómstólunum og þegar það hafí ekki dugað til eitt sér hafí verið ákveðið að reyna þá leið að leita eftir samvinnu við þessa aðila, og freista þess að ná árangri með þeim hætti. Hann segist fagna nýtil- komnum áhuga Alþýðusambandsins á þessum málum, en þeir hafi ekki heyrt frá ASÍ í þessum efnum. Guðmundur sagði að það væri ekki ásættanlegt að ríki og sveitarfé- lög eigi ítrekað viðskipti við verktaka sem svíkist um að skila sköttum og skyldum af því fólki sem vinnur hjá þeim, eins og lög mæli fyrir um, enda séu fjárhagslegir hagsmunir ríkisins mestir af því að farið sé að lögum og reglum. Til dæmis tapi ríkið tekjum af tryggingargjaldi sem skylt sé að greiða af launum launa- manns og öðrum gjöldum, sem menn losni við að borga. Skekkir samkeppnisstöðuna Hann segir að auk þessa skekki það samkeppnisstöðu verktaka ef sumir þeirra komist upp með að greiða ekki launatengd gjöld á sama tíma og aðrir geri það. Þeir sem ekki greiði launatengd gjöld geti þannig boðið lægra í verkin en þeir sem standi skil á öllum lög- og samn- ingsbundnum gjöldum, eins og greiðslum í lífeyrissjóð, orlofi, fé- lagsgjöldum, tryggingargjaldi og öðru sem skylt sé að greiða. Dags- brún sé dálítið annt um þá verktaka sem standi sig í stykkinu og Vinnu- veitendasambandið hafí ekki beitt ) sér nægilega í þessum efnum. Guðmundur sagði að margur ' launamaðurinn léti freistast til að ) vera verktaki með því að hluta af launatengdum gjöldum væri bætt ofan á kaupið. Það liti vel út á yfír- borðinu að vera með hærra tíma- kaup, en það vegi engan veginn upp þann réttindamissi sem um sé að ræða. Menn hugsi um líðandi stund en ekki um framtíðina og því miður geri margir sér ekki grein fyrir af- i leiðingunum fyrr en þeir standi frammi fyrir atvinnumissi. Guðmundur segir að félagið hafí ) fundað með embættismönnum ríkis og borgar um að verktakar sem far- ið hafi í gegnum gjaldþrot, jafnvel ítrekað, og ekki staðið í skilum gagn- vart starfsmönnum eða öðrum, geti ekki gengið í verk hjá þessum aðilum og endurtekið leikinn. Þá sé félagið einnig í góðu samstarfí við skattrann- sóknarstjóraembættið og bindi félag- ið miklar vonir við að þessar aðgerð- ir skili árangri, auk þess sem í fjár- málaráðuneytinu séu í undirbúningi frumvarp til íaga sem eigi eftir að breyta ástandinu í þessum efnum. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.