Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ljóð og tónar Þetta er ljóðræn tónlist segir Auður Haf- steinsdóttir um geisladisk sinn NOCTURNE — sem var að koma út. Kristín Omarsdóttir ræddi við hana um tónlistina og efnisvalið. EF ég á að lýsa tónlistinni er henni best lýst með fallegu , ljóði sem ég reyndar birti með diskn- um en þannig tengi ég saman ljóð og tóna. Draumur minn var að búa til disk sem_ vonandi höfðaði til al- mennings. Á bakvið hann hvílir sú ósk að fleiri fari að hlusta á klass- íska tónlist. Klassíkin situr svolítið uppi með það að vera í hugum fólks eitthvað óaðgengilegt. Hún hefur sína tryggu hlustendur en hún hef- ur ekki náð eða fengið að ná til fjöldans. Stundum finnst mér að tónlistinni sé of mikið skipt niður í flokka og það sé kannski þess vegna sem fólk hlusti ekki á allt. Sjálf elska ég líka tónlist sem er af allt öðrum toga.' Ég elska í botn tangó- tónlist og jazz og held að fjöl- breytni sé .best. Áuður Hafsteinsdóttir lauk ein- leikaraprófí á fiðlu sautján ára göm- ul en hún var við nám hjá Guðnýju Guðmundsdóttur í Tónlistarskólan- um í Reykjavík. Þá lá leið hennar til Bandaríkjanna, þarsem hún lauk Master of Music gráðu við Univers- ity of Minnesota. Hún kom heim fyrir þremur árum og hefur starfað hér auk þess sem hún ferðast mik- ið til útlanda tilað spila á tónleikum og taka þátt í keppnum. Diskurinn inniheldur tuttugu lítil verk eftir mörg kunn tónskáld, ljúfa kvöld- tónlist einsog nafnið Noctume ber með sér, dálítið dimmkyrra þegar maður setur diskinn á mjög seint að kvöldi. Steinunn Birna Ragnars- dóttir Ieikur á píanó með Auði. Ég hef ætlað að gera þennan disk í tvö ár en hef aldrei haft eina einustu viku fría til þess. Það er allt búið að vera brjálað hjá mér. Fyrir einu ári stofnaði ég píanótríó sem heitir Trio Nordica ásamt Bryn- dísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Monu Sandström píanóleikara. Þar fer mikil vinna bæði í æfingar og alls kyns undirbúning vegna tón- leikahalds en þetta ár okkar saman hefur verið mjög skemmtilegt. Að spila í tríói er nefnilega næstum því einsog að spila sónötur því við erum bara þrjár, sem þýðir að við 18. aldar spenna og 20. aldar stríðsógnir Morgunblaðið/Sverrir Ingunn Ásdísardóttir hefnr þýtt tvær bækur — skáldsögu og lífs- reynslusögu — sem út koma núna fyrir jólin. Þær eru Orðabók Lempriéres eftir Lawr- ence Norfolk og Hvergi óhult eftir Susan Franc- is og Andrew Crofts. UM ÞESSAR bækur sagði Ingunn að þær væru ólík- ar en báðar mjög forvitni- legar. „Orðabók Lempriéres kom út árið 1991og vakti þá strax mikla athygli. Á bókamessu í Frankfurt stuttu síðar var hún mjög áberandi og var verið að þýða hana á fjölda tungumála. Ég las grein í blaði um þessa bók sem vakti forvitni mína. I framhaldi af því hafði ég samband við Mál og menningu og var ákveð- ið að gefa hana út. Þýðingin var tilbúin fyrir jól í fyrra en forlagið frestaði útgáfunni þar til nú í haust. Það er ég mjög ánægð með því ég gat þá bætt við stórum skýringarkafla, sem upp- haflega átti ekki að vera með en gefur bókinni aukið gildi. Bókin er afar skemmtileg en þó eru bæði söguþráðurinn og málfarið nokkuð flókin, en þetta er saga sem maður sekkur alveg ofaní þegar maður er á annað borð byijaður að lesa hana. Hún gerist árið 1788 og er að vissu leyti söguleg skáldsaga, byggð á ákveðnum sagnfræðilegum staðreyndum, sem höfundurinn fer þó afskaplega fijálslega með. Hann sagðist hafa reynt allt til að hún yrði ekki um frönsku byltinguna en hún fjalli þó um hana að ákveðnu marki. Meginefnið fjallar um aðal- söguhetjuna, John Lempriére, sem var raunveruleg persóna og skrifaði lexíkon um gríska- og rómverska goðafræði þegar hann var mjög ungur að árum. Enginn veit hvers vegna hann skrifaði þetta lexíkon, en það hefur verið aða! goðfræði- heimildin fram á þessa öld. Höfund- ur bókarinnar, Lawrence Norfolk, veltir fyrir sér spurningunni hvers vegna hann skrifaði þetta lexíkon og spinnur utan um það svo „fant- astískan“ söguþráð að það er ótrú- legt. Þetta er ástar-, gleði-, harm- og pójitísk spennusaga, söguleg skáldsaga og goðsöguleg alfræði- bók. Hún kemur alls staðar við, byggist mjög á hinum klassíska goðfræðilega grunni og er ákaflega spennandi. Eitt af því skemmtilega við það hvernig höfundurinn skrifar er að sagan er ótrúlega nákvæm hvað varðar heimildarvinnu, svo sem varðandi veður, tísku, matvæli, hús- búnað og jafnvel atburði sem sagt er frá, en hafa lítið með sjálfan söguþráðinn að gera. Þegar svo kemur að stóru staðreyndunum, eins og til dæmis frönsku bylting- unni, goðfræði-lexikoninu og lífi Johns Lempriéres, sjálfrar sögu- hetjunnar, fer hann svo fijálslega með að það er aldeilis ótrúlegt. Höfundurinn er kornungur Breti, fæddur árið 1963. Hann er með aðra bók í smíðum sem mér leikur hugur á að lesa og heitir hún “Nas- hyrningur páfans“. Hún er einnig einskonar söguleg skáldsaga á svip- uðu róli og Orðabók Lempriéres". Stríðshörmungar „Hvergi óhult er ein af mörgum bókum sem komið hafa út og eru í eins konar seríu. Þessar bækur minna mig á gamla daga þegar út komu sögur fyrir hver jól sem gerð- ust í norsku andspyrnuhreyfingunni í stríðinu. Á síðustu árum hefur Forlagið gefið út bækur um lífs- reynslu Vesturlandakvenna sem sest hafa að í Miðausturlöndum, svo sem Seld, sem segir frá stúlku sem seld var til Jemen og Aldrei, aldrei án dóttur minnar, sem er um móður sem hætti lífi sínu þegar hún'flúði með dóttur sína frá íran. Þessar bækur hafa notið mikilla vinsælda. Þær eru lífsreynslusögur kvenna, sem lenda i hremmingum í Austur- löndum, sem eru okkur Vestur- landabúum ókunnur menningar- heimur. Hvergi óhult tilheyrir þessum flokki, en er aftur á móti aðeins annars eðlis en hinar, sem flestar segja frá hjónabandserfiðleikum og jafnvel barnsránum, að því leyti að hún segir frá breskri kanu sem gift- ist til Iraks og býr þar í hamingju- sömu hjónabandi í 40 ár. Þannig fær maður svolítið annað viðhorf til þessa menningarheims en hinar hafa gefið. Söguhetjan lendir hins vegar í Persaflóastríðinu. Synir hennar beijast í her Saddams og þegar hún er að flýja með fjölskyldu sinni undan sprengjuárásum banda- manna lendir hún uppí fjöllum hjá Kúrduin. (Margir muna trúlega eft- ir því þegar fjallað var um Kúrdana í sjónvarpinu í lok Persaflóastríðsins og við sendum fötin til.) Hún og fjölskylda hennar teljast arabar og Kúrdarnir eru óvinveittir þeim. Saddam er óvinveittur Kúrdum svo fjölskyldan lendir algerlega milli steins og sleggju. Lýsingarnar eru ofboðslegar á hermdarverkum á báða bóga. Ég held að það sé hveijum manni hollt að Iesa svona bækur. Við erum orðin svo dofin fyrir yfirlitsmyndum af hryllingi í fjölmiðlum að við þurf- um á því að halda að kynnast ein- staklingum, sem lenda í þessu, til þess að ná sambandi við það sem raunverulega er að gerast." S.A. erum nærri því að vera tvær, og fyrir nú utan það hvað við erum alltaf sammála svo ekki vantar í okkur heildina. Síðan leik ég með Caput hópnum og spila einnig oft ein á tónleikum með píanóleikara. Ég spila þess vegna bæði kammer- músík og sóló. Kammermúsík? Já, það er tónlist sem spiluð er í hóp en það hefur mér reyndar þótt skemmtilegast síðan ég lauk námi, að spila með öðrum. Og því er ekki saman að jafna hvað það er skemmtilegra að ferðast með öðrum en einn. Fyrir mánuði tókum við í tríóinu t.d. þátt í keppni á ítal- íu sem var ágæt reynsla. Við kom- umst í átta liða úrslit, af þijátíu og fimm sem höfðu tekið þátt. Það hentar mér vel að blanda þvi sam- an, að vera einleikari og spila kammer. Þetta er dálítið sígaunalíf, ég veit aldrei alveg hvar ég verð næstu þijá mánuði. En það er gott að komast út, bæði tilað hlusta á aðra og spila fyrir fleira fólk því hér heima getur maður verið að spila fyrir sama fólkið trekk í trekk. Mér finnst æðislegt hérna á íslandi en stundum finnur maður hvað þetta er lítið. Það er ekkert eðlilegt að vera á eyju. Segðu mér að lokum, þínum al- menna hlustanda, hvað á ég að fara að hlusta á næst þegar ég er búin að hlusta á diskinn þinn svona hundrað sinnum? Hlustaðu á hann svona fimmtíu sinnum í viðbót og þá geturðu til dæmis prófað að hlusta á Bach, konsert fyrir tvær fiðlur, það er frábær, falleg og hátíðleg tónlist sem þú skalt gefa þér góðan tíma í. Annars eru verkin óteljandi mörg sem hægt er að kynnast og hlusta á. Fjórtán sýnaí Listhús- inu FJÓRTÁN myndlistarmenn hafa myndað hóp um rekstur Listhússins á Strandgötu 39 í Hafnarfirði, þar sem rekið hef- ur verið Ljósmynd/listhús að undanförnu. Frá og með laugardeginum 26. nóvember verða til sýnis og sölu í Listhúsinu verk eftir myndlistarmennina fjórtán. Þeir koma úr flestum greinum myndlistar og gefst Hafnfirð- ingum og öðrum tækifæri til að skoða og kaupa myndlist og listmuni á einum stað. Listhús 39 verður opið alla virka daga í desember kl. 10-18 og um helgar kl. 12-16. Þeir sem standa að rekstri Listhúss 39 og eiga verk þar til sýnis og sölu eru: Aðalheið- ur Skarphéðinsdóttir (málverk og grafík), Einar Már Guð- varðarson (högginyndir og steinmunir), Elín Guðmunds- dóttir (leir), Hjördís Frímann (málverk), Sigríður Óðinsdóttir (textíl), Jóna Guðvarðardóttir (leir), Kristbergur Ö. Péturs- son (málverk og grafík), Kristrún Ágústsdóttir (textíl), Lárus Karl Ingason (ljósmynd- ir), Ólafur G. Sverrisson (skartgripir og húsgögn), Pét- ur Bjarnason (höggmyndir), Sigríður Ágústsdóttir (leir), Sigríður Erla (leir), Susanne Kristensen (höggmyndir). Lárus Karl Ingason ljós- myndari mun bjóða upp á passamyndatökur og eftirtök- ur eftir gömlum ljósmyndum á sama hátt og verið hefur í List- húsinu, Strandgötu 39. H- , 1 @ C 6 t i C; C i í i c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.