Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 51 FRETTIR Kynning Heims- klúbbsins HEIMSKLÚBBUR Ingólfs hefur nú fengið aðalumboð á íslandi fyrir skipafélagið Carnival Cruises og verður Heimsklúbburinn með kynningu í Háskólabíói í dag, sunnudag, kl. 13. Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: „Á einu ári hefur skipafélagið Carnival Cruiseline hleypt tveimur stærstu skipum sínum af stokkun- um, Sensation og Fascination, sem hvort um sig eru 70-80 þús. tonn að stærð og líkjast helst glæsi- legri smáborg með öllu því innan- borðs sem íbúarnir þurfa á að halda á vikusiglingu um Karíba- hafið. Heimsklúbbur Ingólfs og Ferðaskrifstofan Príma fengu í fyrra umboð á íslandi fyrir skipa- félagið og að sögn sölustjóra Camival hefur salan síðan aukist um 300% frá íslandi. Von er á sölufulltrúa skipafé- laganna til landsins til að taka þátt í kynningu á þessum ferða- máta, sem Heimsklúbbur Ingólfs og Ferðaskrifstofan Príma gengst fyrir í dag í sal 2 í Háskólabíói. Með nýjum umboðssamningi Heimsklúbbsins bjóðast þessar siglingar nú á mun lægra verði en áður. Einnig er hægt að tengja þær við dvöl á eyju í Karíbahafi að siglingu lokinni. Á kynningunni mun Ingólfur Guðbrandsson, for- stjóri Heimsklúbbsins, einnig spjalla við gesti um líf og liti í Karíbahafi og sýna myndir. Sértil- boð verður í gangi í tilefni dagsins og skrifstofa Heimsklúbbsins verður opin eftir kynningu kl. 3-5 síðdegis. Aðgangur er ókeypis og auk þess fá gestir happdrættis- miða og verður m.a. dreginn út lukkuvinningu með fríum farseðli til Flórída með Flugleiðum í lok kynningar sem stendur í rúma klukkustund." ♦ » Hollensk handbók um aðgengi fatlaðra Norrænar reglur voru fyrirmynd REGLURGERÐIR um aðgengi fatlaðra á Norðurlöndum eru þær bestu í Evrópu ef ekki víðar, að því er Ólöf Ríkharsdóttir formaður Óryrkjabandalagsins segir. Af þeim sökum var komið á laggirnar nefnd fimm Norðurlandabúa um málefni fatlaðra og var henni ætl- að að endurskoða hollenska hand- bók sem íjallar um þarfir fatlaðra og koma með úrbætur. Nefndin starfaði í 2Vi ár og taka athugasemdir hennar yfir marga tugi blaðsíðna. Var fjöldi þeirra tekinn til greina í nýrri út- gáfu hollensku handbókarinnar. „í gömlu útgáfunni var aðaláhersl- an lögð á hreyfihamlaða, eins og alltaf er, en blindir, heyrnarlausir og þeir sem eru haldnir ofnæmi gleymdust,“ sagði Ólöf. Olöf sagði að ástand bygginga hér á landi væri ekki viðunandi fyrir fatlaða. „Það vantar til dæm- is mikið upp á í innréttingum,“ sagði hún og bætti við að það ætti einnig við á Norðurlöndum. Þá hefur lítið verið velt fyrir sér SÉRSTAKT efni á gólfi við tröppur er nauðsyn til að auðvelda blindum umgang. vandamálum þeirra sem búa við ofnæmi. Verður það einn þáttur í handbók sem er í vinnslu hér á landi og nefnist „Samfélag fyrir alla“. Rannveigu Guðmundsdóttur fé- ■ lagsmálaráðherra hefur verið af- hent bók á ensku með niðurstöðum nefndarinnar. Auk þess var henni afhent plagg „Skilmæli um að- gengi fyrir alla á byggðu bóli“ frá nefndinni. í því eru forsvarsmenn á Norð- urlöndunum hvattir til að standa vörð um þann sameiginlega árang- ur á sviði skipulags- og byggingar- mála varðandi aðgengi fatlaðra í samfélaginu. Og tryggja með því móti að Norðurlöndin geti haldið sínu jafnhliða frekari þróun, ásamt því að stuðla að framförum í öðr- um löndum Evrópu. Einnig var félagsmálaráðherra afhent árituð bók frá finnska fulltrúanum með breytingum á gömlum byggingum. Ráðstefna um alþj óðatölvunet RÁÐSTEFNA á vegum Skýrslu- tæknifélags íslands, ET dagurinn 1994, verður haldin á Hótel Loft- leiðum föstudaginn 2. desember, en ET dagurinn fjallar að venju um það sem efst er á baugi í notk- un einmenningstölva. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er „Upplýsinga- spréngjan", og verður þar leitast við að gefa gestum innsýn í þá nýju vídd sem skapast hefur með tengingu tölva við alþjóðatölvunet og hvert þróunin stefnir á því sviði, en auk þess verður gestum leið- beint við hagnýtingu. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Skýrslutæknifélags íslands. Borgarstjóri ræðumaður í FRÁSÖGN af aðventuhátíð á aðventu Grafarvogskirkju í Morg- unblaðinu í gær féll niður nafn ræðumanns kvöldsins, sem er borgarstjórinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. HF. K&LISMIÐJAN FROST VID HEFJUM SAMSIARF Kælismiðjan Frost og Sabroe+Soby Koleteknik hafa gert með sér samstarfssamning um að Kælismiðjan Frost noti Sabroe búnað í framleiðslu sína og sjái um alla þjónustu og sölu á Sabroe búnaði hérlendis. Með þessu samstarfi getum við veitt enn öflugri þjónustu á sviði kælitækni. Starfsmenn Kælismiðjunnar Frosts Þórarlnn Ásgeirsson Siguröur Tryggvason Steingrímur Björgvlnss Hannes Haraldsson Véltræðingur Vólvlrki/lager Vólfræöingur Vélvlrkjameistari___ Hilmar Júlíusson Guðrún V.Skjaldardóttir Hermann Vilmundarson Freyr Garöarsson Vélvirki Skrifstofa Vólfræöingur Vólvirkjameistari Siguröur Sigurbergss» Bjarni Jakobsson Jón G.Sigurjónsson Vilhjólmur Sigurösson Björgvin Þórsson Guðmundur Hannesson Svava Grímsdóttir Siguröur Hóvaröarson Vólvirkjameistari Stálsmiöameistari Vélfræöingur Vélf ræöingur/lager Vólvirki Vélvirkjameistari Tækniteiknari Vélfræölngur Sævar Pólsson Smóri Árnason Skúli Skúlaso Raf virkjameistari Vélvirkjamelstarl Véltræðlngur Áslaug Bragadóttlr Lórus Þorvaldsson Bragi Kristinsson Haukur Vernharðsson Jón Ágúst Þorsteinsson Skrlfstofa Vélfrœölngur Vélf rœðlngur _______Vélvirki____ Tæknlfræöingur U3ék Ellas Þorsteinsson Elnar Eyjólfsson Deildarstjóri/Akureyri Verkstjóri KOPAVOGI AUÐBREKKU 19 SÍMI 91-46688 MYNDSENDIR 91-46202 Guðlaugur Pólsson Magnús Valdimarsson Anna Snæbjörnsdóttir Erling Hermannsson Framkvæmdastjóri Sölustjóri Skrifstof ustjóri Lagerstjóri HF. K&LISMIÐiAN FROST AKUREYRI DRAUPNISGÖTU 3 SÍMI 96-1 1700 MYNDSENDIR 96-11 701 AÍfUiíÚ’ÍO/1 -jJi'OOiniiií. úfa Jcli»iííO>i Öii J'^i&iíi iaTliJV Ji^OÍ^OV áíli ijóili U(Jlt>VlÍ nojJc iiíiiti ,xn»fbmi j iíLB'ii j^Bi *iUÍÍB|S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.