Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 9 FRÉTTIR Sendiráð íslands í Brussel um hugsanlegan Smugufund með Evrópusambandinu Yiðræður verði ekki ein- skorðaðar við Smuguna SENDIRÁÐ íslands í Brussel sendi á fimmtu- dag bréf til framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, í tilefni af tilkynningu ESB til sjávar- útvegsráðherra sambandsins um að fram- kvæmdastjórnin ynni að því að koma á viðræð- um við íslendinga um þorskveiðar í Smugunni í Barentshafi. I bréfi sendiráðsins segir m.a., að því þyki leitt að framkvæmdastjórnin skuli láta nota sig á þennan hátt í pólitísku skyni, nokkrum dögum áður en Norðmenn taki af- stöðu til aðildar að ESB. íslensk stjórnvöld séu fús til viðræðna en vilji ekki takmarka þær við þennan hluta Barentshafs. í minnisblaði framkvæmdastjórnarinnar frá því á þriðjudag segir að þann dag hafi verið ákveðið að ræða við íslendinga um fiskveiðar í Barentshafi. Sendiráð íslands hafi afboðað fundinn á síðustu stundu. Þá segir, að fram- kvæmdastjórnin hafi vaxandi áhyggjur af mögulegri þróun fiskveiða á svæðinu, sem geti hugsanlega haft neikvæð áhrif á þá hags- muni sem Evrópusambandið eigi þar að gæta, þar sem ekki virðist um ábyrga veiði að ræða. Framkvæmdastjórnin telji, að það sé öllum aðilum fyrir bestu að veiðar á svæðinu séu í samræmi við viðurkennd verndarsjónarmið. Þess vegna vilji framkvæmdastjórnin skiptast á skoðunum við Islendinga sem fyrst, til að varpa ljósi á afstöðu aðila. Samkvæmt upplýsingum sjávarútvegsráðu- neytisins hefur Evrópusambandið kvóta í Bar- entshafi, sem að hluta er vegna sögulegs rétt- ar Breta á svæðinu, sem og vegna ákvæða í EES-samningnum. Þá eru einnig ákvæði um aukinn kvóta Evrópusambandsins á svæðinu í aðiidarsamningi ESB og Norðmanna, sem Norðmenn greiða þjóðaratkvæði um í næstu viku. Villandi fullyrðingar í bréfi sendiráðs íslands á fimmtudag er rakið hvernig að fundarboðun framkvæmda- stjórnarinnar var staðið. Þar segir, að síðla dags á mánudag, 21. nóvember, hafi fulltrúi framkvæmdastjórnarinnar haft samband við fiskimálafulltrúa íslands í Brussel og óskað tafarlauss fundar, en nokkrum mínútum síðar hafi verið farið fram á að fundurinn yrði hald- inn kl. 9 morguninn eftir. Fiskimálafulltrúinn hafi borið málið undir yfirboðara sína, sem hafi lagt fyrir hann að fresta fundinum, svo hægt væri að undirbúa hann á fullnægjandi hátt, eins og venja segði til um í alþjóðlegum samskiptum. Fiskimálafulltrúinn hefði skýrt ftamkvæmdastjórninni frá þessu við fyrsta tækifæri, sem hefði af augljósum ástæðum ekki verið fyrr en rétt fyrir ki. 9 á þriðjudags- morgun. Því séu fullyrðingar framkvæmda- stjórnarinnar um fundinn og afboðun íslend- inga mjög villandi. Ekki væri ástæða til að tilgreina það sérstaklega, nema vegna þess, að minnisblaði framkvæmdastjórnarinnar hefði verið dreift til alþjóðlegra fjölmiðla og er í bréfinu sérstaklega tilgreint að norskir fjöl- miðlar hafi fengið það í hendur á miðvikudags- morgun, 23. nóvember. Ekki bundið við Barentshaf Þá segir í bréfi sendiráðsins: „íslensk stjórn- völd eru og hafa ávallt verið viljug og jafnvel áfjáð í að ræða og semja um viðeigandi stjórn- un og verndarstefnu á alþjóðlegum hafsvæð- Morgunblaðið/HBj. VIÐ vinnu í Hegranesi SK í Smugunni. um og hafa ítrekað lýst vilja sínum til að setj- ast að samningaborði með norskum og rúss- neskum stjórnvöldum til að ræða fiskveiði- stjórnun á því alþjóðlega hafsvæði sem til- greint er í minnisblaði framkvæmdastjórnar- innar. íslensk stjórnvöld eru fús til að ræða við fulltrúa Evrópusambandsins hvenær sem er, að liðnum hæfilegum undirbúningstíma, til að ræða um stjórnun á alþjóðlegum haf- svæðum, þ.e. í Barentshafi, hvort heldur er í tvíhliða viðræðum við framkvæmdastjórnina eða innan Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- ráðsins. Þau vilja hins vegar ekki takmarka viðræður við þennan hluta Barentshafs. Sval- barðasvæðið og rányrkja á stofni blálöngu rétt utan 200 mílna lögsögu íslands gætu verið viðeigandi umræðuefni, ásamt öðrum, á slíkum fundi.“ Dýr lækn- isvottorð gagnrýnd á Alþingi STÓR hluti sjúkradagpeninga get- ur farið í kostnað vegna læknis- vottorða til að afla þeirra eftir að ný reglugerð tók gildi í byrjun síð- asta mánuðar. 263 krónur á dag Ingibjörg Pálmadóttir þingmað- ur Framsóknarflokks nefndi á Al- þingi dæmi af húsmóður sem fengi 263 krónur og 10 aura á dag í sjúkradagpeninga eða 7.800 krón- ur á mánuði. „Til að fá þessa sjúkradagpen- inga greidda fer hún til læknis sem kostar 600 krónur, fær vottorð fyrir sjúkradagpeningana sem kostar 600 krónur. Hún þarf vott- orð til sjúkraþjálfara sem kostar 600 krónur og vottorð vegna hjálp- artækja sem kostar 600 krónur. Alls kostar þetta 2.400 krónur af 7.800 króna sjúkradagpeningum,“ sagði Ingibjörg. Skattur eða þjónustugjald? Hún spurði Sighvat Björgvins- son heilbrigðisráðherra hvort þessi nýi vottorðaskattur á sjúkl- inga frá 1. október væri óvilja- verk, sem ætti að endurskoða eða hvort ráðherrann teldi skattinn sanngjarnan. Sighvatur sagði að ekki væri um að ræða skatt, þar sem andvirði greiðslnanna rynni ekki til ríkissjóðs heldur væri um að ræða greiðslu fyrir þjónustu þeirra lækna sem skrifuðu vott- orðin. „Þeim hefur þótt hlýða að óska eftir því að fá sérstakar greiðslur fyrir þau. í sumum tilvikum greið- ir ríkið, í sumum tilvikum atvinnu- veitandi og í sumum tilvikum greiðir sjúklingur sjálfur ef hann öðlast sérstakan rétt vegna vott- orðanna sem hann fær fyrir við- bótargreiðslur hins opinbera. Það er það sem þarna er um að ræða,“ sagði Sighvatur. Hann sagði að umdeilanlegt væri um hvort þessar greiðslur væru of háar eða ekki, en ekki væri ætlunin að gera breytingu á reglugerðinni. Verð frá 33.780 kr* stgr. á mann m.v. þríbýli, 2 fullorðna og 1 barn (2-15 ára) í Duna Golf í 15 daga/14 nætur í ferð 2. des. Verð frá 38.775 kr.* stgr. á mann m.v. tvíbýli í sömu ferð Jólaferð 22. desember örfá sæti laus Verð frá 60.930 kr* stgr. á mann m.v. þríbýli, 2 fullorðna og 1 barn (2 - 15 ára) í Arena Maspalomas í 21 nótt. Verð frá 78.740 kr.* stgr. á mann m.v. tvíbýli í sömu ferð Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 91- 690 300 (svarað mánu- daga - föstudaga kl. 8 - 19 og á laugardaga kl. 8 - 16). *lnnifalið: Flug, gisting, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Fram á vor verður beint leiguflug til Kanaríeyja. Tveggja og þriggja vikna ferðir. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferdafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.