Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBBR 1994 27 MINNINGAR Fundum okkar bar síðast saman í liðnum mánuði og áhyggjur hans yfir auðgildisdýrkun samtímans leyndu sér hvergi, sömuleiðis sem afleiðing þar af meiri miskipting auðsins, minna í hlut þeirra sem minna hafa, hinna veikburða og smáu. Orð hans höfðu sem fyrr þennan síunga sannfæringarmátt, sýn hans heið og skýr sem ætíð áður. Ég gekk af fundi hans með þá hugsun helzta að hans líka væri nú þörf í þjóðmálum okkar. Og nú er þessi glaðbeitti baráttudrengur allur, en verkin sýna merkin vítt um land, umhverfis landið einnig, heimabyggðin hans helzt og fyrst; svo fágæt er sagan til framtíðar geymd. Þakklátur huga þúsundanna mun hann kvaddur. Sjálfur er ég einn þeirra sem átti þá gæfu að mega eiga með honum fylgd og fá að eignast trúnað hans og vináttu. Það allt fæ ég seint fullþakkað. Fjólu, hans góðu og vel gerðu eiginkonu, sem ævinlega stóð hug- djörf við hlið hans, eru sendar ein- lægar samúðarkveðjur okkar hjóna sem og syninum Steinari og hans fólki. Við leiðarlok leiftra minninga- myndir um mikill leiðtoga, framsýn- an forystumann, þar sem stórhugur og stefnufesta ruddu margri hindr- un úr vegi svo af urðu hin ágæt- ustu verk. Saga norðfirzka alþýðndrengsins er ævintýri og virkileiki í senn og missir okkar mikill. Það ævintýri, sá virkileiki er samofinn sögu lands og þjóðar og af mun bera bjarma yfir til nýrrar aldar. Helgi Seljan. Með Lúðvík Jósepssyni er fallinn frá einn helsti leiðtogi íslenskra sósíalista og vinstri manna á þess- ari öld. Ef ég ætti að nefna það sem mér fannst einkum einkenna stjórn- málastarf Lúðvíks, þá var það ein- mitt nálægðin við fólkið í atvinnulíf- inu og afburðaþekking hans á at- vinnulífi landsmanna, ekki síst sjáv- arútvegi og fiskvinnslu. Það var mikil gæfa fyrir íslenska sósíalista og vinstri menn, að einn þeirra helsti foringi skyldi alinn upp í náinni snertingu við atvinnulífið og lifa og hrærast allt sitt líf í dag- legri umræðu um praktísk vanda- mál þess. Víða í Evrópu máttu rót- tækar hreyfingar vinstri manna gjalda þess, að forystumennirnir voru einkum menntaðir gáfumenn sem löngum lentu í rökræðu um fornar fræðikenningar. Þeim hætti til að fjarlægast áhugasvið hins al- menna manns og fæstir töldu það í verkahring sínum að eyða orku sinni og hugviti í uppbyggingu at- vinnulífsins. Á íslandi voru forystu- menn sósíalista alemnnt hagnýtari í hugsun og hér risu upp stjórnmála- foringjar eins og Lúðvík og Einar Olgeirsson sem aldrei létu drauminn um betra þjóðfélag einangra sig frá íslenskum veruleika. Það var engin tilviljun, að það skyldi falla í hlut Lúðvíks að gegna embættum sjávarútvegs- og við- skiptaráðherra í tveimur ríkisstjórn- um, 1956-1958 og 1971-1974. Og enn síður var það tilviljun, að í bæði skiptin unnust miklir sigrar á sviði landhelgismála með útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 12 milur 1958 og í 50 mílur 1972. Það fyrnist fljótt yfir liðna at- burði og því er hollt að rifja þá öðru hvoru upp. útfærsla landhelg- innar gerðist ekki átakalaust. Helstu forystuþjóðir NATO í Evr- ópu börðust hart á móti og það var löngum hik á stuðningsmönnum Atlantshafsbandalagsins hér á landi að færa út landhelgina í trássi við svonefnd vinaríki okkar í NATO. Jafnvel Norðmenn reynd- ust dragbítar í landhelgismálum á sjötta áratugnum. Á hafréttarráð- stefnum Sameinuðu þjóðanna féll- ust þeir hvað eftir annað á málam- iðlunarlausnir sem við gátum eng- an veginn sætt okkur við og fólu aðeins í sér sex mílna eiginlega landhelgi. Staðreyndin er sú, að það þurfti mikla harðfylgni af hálfu Lúðvíks og Alþýðubandalagsins vorið 1958 til að knýja fram endanlega ákvörðun um útfærslu. Á vissu stigi málsins varð Lúðvík að hóta því að gefa reglugerðina út á eigin ábyrgð, jafnvel þótt það kynni að kosta stjórnarslit, enda lá ljóst fyr- ir, að fáir myndu treysta sér til að afturkalla reglugerðina með útfærslu, eftir að hún hefði verið gefin út. I störfum sínum innan Alþýðu- bandalagsins var Lúðvík löngum eindreginn samfylkingarmaður sem skildi vel nauðsyn þess að þjappa þeim vinstri mönnum saman sem vilja og geta átt samleið. Ég átti því láni að fagna að starfa náið með Lúðvík hátt í tvo áratugi og minnist þess einkum, hve vígfim- ur og rökfastur hann var í ræðu- stól en um leið lipur og sveigjanleg- ur í samstarfi. Það er eftirtektarvert og lær- dómsríkt að minnast þess frá þeim árum, þegar Hannibal og ýmsir stuðningsmenn hans skutu látlaust í fjölmiðlum á fyrri samheija sína á klofningsárunum 1967-1968, að aldrei virtist það hvarfla að Lúðvík að svara í sömu mynt. Hann forðað- ist eins og heitan eld í öllu sínu starfi að bera innanflokkseijur á torg og átti því sinn stóra þátt í að varðveita eininguna innan Al- þýðubandalagsins, eftir að Hanni- bal og stuðningsmenn hans höfðu leitað á önnur mið. Stjórnmálastarf hans var með afbrigðum farsælt og fyrir það er- um við þakklát sem með honum störfuðu. Ég flyt konu hans, Fjólu Steinsdóttur, syni hans, Steinari, og íjölskyldunni allri samúðarkveðj- ur frá okkur hjónum og frá þing- flokki Alþýðubandalagsins. Ragnar Arnalds. Lúðvík Jósepsson tengdi saman raunsæi og róttækni betur en nokkur annar íslenskur stjórn- málamaður sem ég hef kynnst, betur en nokkur annar sósíalisti. Hann hafði áhrif á dagleg störf Alþýðubandalagsins allt til síðustu stunda; síðastliðið sumar og haúst heimsótti ég hann nokkrum sinnum í Landsbankann og við töluðum um tvennt: Fyrst um handrit sem hann hafði tekið saman um stjórnmála- sögu síðustu sjötíu ára. Það er ein- staklega lúðvísk uppsetning á þeim texta; þar er tekinn hver áratugur fyrir sig og svo aðalatriðin dregin saman í lokin á hveijum kafla. Við vorum fljótir að þvi tali. Svo um stjórnmálin á líðandi stund. Þar var hann hollráður sem fyrr. Ég full- yrði hér að engum stórum ráðum var ráðið til lykta í Alþýðubanda- laginu á seinni árum án þess að menn leituðu ráða hjá Lúðvík. Það var ekki þar með sagt að honum væri gegnt i einu og öllu, en hann gaf ráðin og þau voru sótt. Ég fullyrði jafnframt að engar stærri ákvarðanir hafi orðið til í Alþýðu- bandalaginu á síðustu árum án þess að Lúðvík hafi verið sammála þeim í meginatriðum. Þá á ég ekki við að hann hafi verið sáttur við ákvörðunina í einstökum atriðum eða að honum hafi alltaf fallið sú „taktík“ sem við notuðum. Ég á við að hann hafi verið sáttur við ákvörðunina í grundvallaratriðum. Þá er ég líka með í huga átök um skipan fólks til starfa á vegum hreyfingarinnar. Þar urðum við einlægt samferða. Alþýðubandalagið var líka póli- tískt afkvæmi Lúðvíks. Honum þótti vænt um flokkinn og hann fann til með honum og gladdist innilega þegar vel gekk eins og í R-lista kosningunum í Reykjavik síðastliðið vor. Greining hans á þeim kosningaúrslitum var hárrétt eins og síðar hefur reyndar komið í ljós og greining hans á öðrum stjórn- málahræringum sumarsins sömu- leiðis. Ég man fyrst eftir honum að marki þegar hann reyndi að sannfæra flokksþing Sósíalista- flokksins um að.það ætti að gera Alþýðubandalagið að stjórnmála- flokki. Sú ræða hans skilaði ekki miklu á því þingi en þó því að ég man enn eftir ræðunni og reyndar rökum hennar líka. Lúðvík sagði mér siðan að árin um og eftir stofn- un Alþýðubandalagsins hafí oft ver- ið afar þreytandi og árangurinn sorglega lítill fyrst og fremst vegna þess að hreyfingin var ekki ein heldur margskipt. Hann sagði mér reyndar í sumar þegar hann rifjaði upp sögu sína að hann hefði að lokum - 1967 - gengið á fund Ein- ars og tjáð honum 'að þeir yrðu við- skila ef ekki yrði gerður flokkur úr Alþýðubandalaginu. Einar 01- geirsson og Lúðvík voru þá sem alltaf fyrr og síðar samferða. Og hann leit reyndar alltaf á Einar sem sterkan leiðtoga eins og ég fann best þegar við gáfum saman út lokaheftið af Rétti sumarið 1993 nokkrum mánuðum eftir að Einar dó. Lúðvík hóf afskipti sín af pólitík eystra eins og best hefur verið lýst í bók Helga Guðmunassonar “Þeir máluðu bæinn rauðan". Lúðvík var pólitískur í gegn. Ég var svo hepp- inn að fá að vera með honum og Fjólu dögum saman í útlöndum fyrir margt löngu. Við töluðum, ég meina: hann talaði, um pólitík, alltaf, alltaf. Það var ekki leiðin- legt. Það var skemmtilegt. Hann ræddi allt. Verkalýðshreyfinguna. Flokkinn. Sovétríkin. Ameríkan- ann. Menn og málefni. Allt. Við fórum I fundaferð um Austurland 1979 um vorið, hann flokksformað- ur, ég viðskiptaráðherra. Ég átti að halda ræðurnar en Lúðvík ávörpin. Við héldum fundi á þrem- ur stöðum á Austurlandi. Ræðan mín tók tvö kortér; Lúðvík flutti svo ávarp í fimm kortér. Og briller- aði alltaf. Var í senn rökfastur og skemmtilegur, áheyrilegur. Þegar við komum heim á hótelin var hald- ið áfram að tala um pólitík fram undir morgun. Kannski var hann að reyna að kenna mér. Ekki veit ég það en mér er minnisstæðast þegar við flugum frá Vopnafirði upp á Hérað og flugvélin, lítil rella, tók svo djúpa dýfu að við hefðum geta lesið fjármörkin á sauðfénu á heiðinni. Lúðvík lét höggið sem varð í flugvélinni ekki trufla sig, en leit þó út um gluggann snöggt og tengdi málið samstundis um- ræðuefni okkar þá stundina, iðnað- arráðherranum, Hjörleifi Gutt- ormssyni: „Hérna hefur Hjörleifur líka verið . . .“ Stærstur er Lúðvík vafalaust í íslandssögunnni fyrir landhelgina og það hvernig hann barðist fyrir útfærslu hennar. Hvernig hann tengdi saman lífskjarabaráttu al- þýðunnar annars vegar og upp- byggingu atvinnuveganna hins vegar. Efnahagsstefna Alþýðu- bandalagsins var kölluð lúðvíska af misvitrum öfundarmönnum og átti að vera háð. Við vorum, og erum stolt af því að hafa fylgt þeirri stefnu því hvað var hún: Hún var efnahags- og atvinnustefna sprottin úr íslenskum jarðvegi, rót- tæk og raunsæ í senn, undirstaða velferðarkerfisins og sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar, róttæk jafn- aðarstefna, draumóralaus og raunsæ. Lúðvík varð formaður í Alþýðu- bandalaginu 1977. Það gekk ekki þrautalaust. Og um það var ekki alveg full samstaða. Én hann varð formaður og setti það skilyrði að hann þyrfti aldrei að koma nálægt innanflokksmálum. Árið 1978 vann Alþýðubandalagið sinn stærsta kosningasigur í sögunnni, sem þá varð um leið hápunkturinn á stjórn- málaferli Lúðvíks. Þá var hann 64ra ára og hafði setið á þingi í 36 ár. Hann kaus svo að setjast ekki sjálfur í ráðherrastól sumarið 1978. Sagðist reyndar ekki nenna að taka að sér almennt ráðherra- embætti! Ákvað svo að hætta þing- mennsku. Var þá líka tvisvar sinn- um eldri en við sem yngst vorum og leiddist að lesa okkur pistilinn eins oft og hann taldi nauðsynlegt þó oftast væri hann prýðilega sátt- ur við okkur. En hafði þá reynslu sem sparar mönnum margan krók- inn á langri leið, reynslu sem við kunnum ekki og kusum því • bæði krókinn og kelduna ef hvort tveggja var í boði. Lúðvík hafði gott lag á þing- mannsstarfi sínu. Það sáu þeir vel sem sinntu þinginu. En það sáu ekki allir hvernig hann ræktaði þingflokkinn og laðaði fram starfs- hæfni og starfsgleði þingmanna sinna. Þingmenn Alþýðubandalags- ins settust gjarnan inn hjá honum á morgnana og meðtóku mat hans á stöðu dagsins. Það voru oft ægi- lega skemmtilegir fundir sem við slæddumst inn á utan þings menn stundum. Það var reyndar auðvelt að finna staðinn því maður rann rakleiðis á gífurleg hlátrasköllin. Þarna leitaði Lúðvík daglega ráða og prófaði rök sín á félögunum. En hann leitaði víða fanga og þeir Lúðvík og Guðmundur Hjartarson voru eins konar „vismænd" hreyf- ingarinnar; eins og senatorar, vitrir og ráðsnjallir. Sameiginleg ráð þeirra um þróun hreyfingarinnar á löngu árabili verða aldrei metin sem skyldi. Og síðasta blaðagrein Lúð- víks var einmitt afmælisgrein nú í upphafi þessa mánaðar um Guð- mund áttræðan. Engin leið er að átta sig á Lúð- vík án þess að hafa þekkt til Fjólu Steinarsdóttur, eftirlifandi konu Lúðvíks. Henni og Steinari syni þeirra og öðrum niðjum sendum við Guðrún heitar samúðarkveðjur á þessari kveðjustund. Fjóla er hlý kona og góður samferðamaður. Lúðvík mat hana mikils og fuðraði stundum upp þegar menn í opin- berri stjórnmálaumræðu gerðu lítið úr hlut húsmæðra. Þá fannst mér einhvern veginn alltaf að hann væri að taka upp þykkjuna fyrir konuna sína. Til þeirra var gott að koma og með þeim var gott að vera. Það er ómögulegt að Lúðvík skuli fallinn frá. Þó hann væri áttræður að aldri skilur hann eftir sig skarð sem verður ekki fýllt í bráð. En hann kvaddi með sömu reisn og alltaf ella á langri ævi. Örfáir dag- ar eru síðan hann sást hlaupa hér um bílaplanið í bláum frakka með svartan hatt og skjalatösku undir hendinni að brúnum bíl amerískum sem svo renndi hér út af stæðinu. Við stöndum eftir á malbikinu og SJÁNÁNARBLS. 30 ,))yz /. -J*'.?. c/gctesnder o/y)tyyz ácé//z///)i/f/ac)/)rj-/r) Meðal heitra og kaldra rétta eru: Sjávarréttasúpa, maríneruð síld, sinnepssíld, piparrótarsíld, karrýsíld, sjávarréttapaté, laxamousse, villibráðarpaté, grænmetismousse, reyktur lundi, grísasulta, ali-rúllupylsa, reykt nautatunga, sjávar- réttir í hvítvínshlaupi, reyktur áll, reykt hrogn, taðreyktur lax og silungur, kaldreyktur regnboga- silungur, grafinn lax og silungur, sænsk jólaskinka, dönsk grísarifja-steik, kalkún, hangikjöt, Londonlamb, glóðarsteikt lambalæri bæði heitt og kalt, gljáð grilluð grísarif, dönsk medisterpylsa, salöt, heitar og kaldar sósur, heimabakað brauð, laufabrauð og tartalettur. Ostar: Camembert, brie,Yrja, gráðostur og Port salut. Fimm tegundir af ostatertum, döðluhnetuterta og ris a la mande. Verð: í hádeginu kr. 1.695,- Á kvöldin kr. 2.395,- Matreiðslumeistarar: Skúli Hansen, Ásgeir Sæmundsson og Magnús Öm Guðmarsson D)'/'//) eeÆc:e/2//i. á Skóldbní L Veitingahús við Austurvöll. Pantanir í súna 62 44 55 *) Sktíli Hansen's beramte julefrokostbord.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.