Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ t- ERMINNIFESTA í STJÓRNSÝSLUNNI? ast einungis hæfustu nemendur og þeir eru skólaðir í góðum embætti- sanda og embættissið. Þetta nefni ég rétt til að vekja athygli á því að embættishefðin hér á landi er e.t.v. ekki mjög fastmótuð eins og svo mjög margt annað. Við tókum í arf, sem betur fer, vissar venjur frá Danmörku, en höfum e.t.v. stundum verið að móta okkar eigin venjur m.a. í samskiptum embættismanna og stjórnmálamanna. Eg held því að í öllum ríkjum með gróna embættis- hefð sé það talið eðlilegt og til þess ætlast að embættismenn hafí áhrif og völd. Þau áhrif eða völd, kjósi menn að nota það orð, eru vandmeð- farin. Kjarni málsins er ekki valda- barátta milli ráðherra og embættis- manna, heldur listin hvernig farið er með valdið gagnvart þeim sem því þurfa að mæta.“ Eru kannski átök milli stjórnmála- manna og embættismannanna, t.d. ráðuneytisstjóranna, í daglegu starfí? „Auðvitað eru stundum skipt- ar skoðanir til málefna enda tel ég það eðlilegt. Embættismönnum ber að greina ráðherrum frá skoðun sinni og afstöðu. Ef þeir gera það ekki væri lítið gagn í þeim. Þá ber þeim að skýra ráðherra frá hvað sé leyfilegt innan marka settra laga og reglna. Þeir sem mest vinna saman eðli máls samkvæmt, eru ráðherra og ráðuneytisstjóri og mín reynsla af samstarfi við níu ráðherra er sú að báðir aðilar finni fljótt þann sam- skipta- og samvinnuvettvang sem hentar. Einn ráðherra felur embætt- ismönnum mikla ábyrgð á tilteknum málaflokki en það þarf e.t.v. ekki að henta öðrum.“ Jafnræði gagnvart borgurunum Svo aftur sé vikið að því hvort skorti skýrar og samræmdar reglur til að fara eftir við afgreiðslu mála. Er Magnús sammála þessu eða kæra menn sig kannski ekki um að hafa mjög formfastar og samræmdar reglur? „Ég held að eigi að taka undir það að víða megi samræma reglur og gera þær skýrari t.d. um meðferð fjármuna. Það er allt gott um þetta að segja, en ég legg jafn- mikið upp úr því að það séu til sam- ræmdar og skynsamlegar reglur um ýmis önnur mikilvæg atriði í stjórn- sýslunni. Þar á ég við að jafnræði ríki gagnvart borgurunum, um upp- lýsingaskyldu stjórnvalda og rétt almennings gagnvart hinu opinbera. Þetta hef ég þegar skýrt.“ Telur hann stjórnsýsluna skilvirka og, hæfa til þess að takast á við mörg og flókin verkefni? „Ég tei stjórnsýslugerðir embættiskerfisins allvel samræmdar, en ég tel að skil- virknina megi enn bæta. En þessari spurningu á maður í rauninni að svara með einhveijum samanburði eða tilvísun til stjórnsýslu annarra landa. Ef ég lít til útlanda þá tel ég að skilvirkni opinberrar stjómsýslu hér á landi taki langt fram því sem gerist í mörgum öðrum löndum, en hún stendur skilvirkni stjórnsýslu Norðurlandanna e.t.v. að baki í viss- um atriðum. Ástæðan er eflaust rík- ari hefð og skýrari reglur um máls- meðferð. Við skulum hafa það í huga að stjórnsýslan er á vissan hátt að halda upp á hálfrar aldar afmæli, eins og lýðveldið. Það er ekki langur tími í Kína!“ Að lokum er Magnús spurður hvernig hann sjái stjórnsýsluna í mjög fáum orðum sagt og hvernig honum finnist að starfa í henni? „Ég sé hana sem veigamikla kjöl- festu í samfélaginu. Stjórnmál eru í eðli sínu mjög breytileg. Ríkis- stjórnir og ráðherrar koma og fara, það er gangur leiksins. Eitt megin- hlutverk stjórnsýslunnar er að standa slíkt rót af sér. En ekki í þeim skilningi að það sé í andstöðu við stjórnmálaöflin heldur að vera sú ballest sem sérhvert réttarríki byggir á.“ ARNI Kolbeinsson er ráðu- neytisstjóri í mikilvægu fagráðuneyti, sjávarút- vegsráðuneytinu. í um- ræðum undanfarnar vikur um stjórn- sýsluna hefur komið fram að það sé hlutverk ráðuneytisstjóranna, æðstu embættismanna, að sjá til þess að almennur rekstur sé í lagi, lagfært það sem aflaga fer og reglum fylgt. I viðtali sl. sunnudag við ríkisendur- skoðanda kom m.a. fram sú skoðun, að vinnubrögðum í stjórnsýslunni hafi hrakað hin síðari ár og hallað á þá festu sem verið hefði áður fyrr. Árni er þessu ekki sammála, telur að nú séu einmitt traustari reglur og meira eftirlit. „Á þeim 22 árum sem liðin eru síðan ég hóf störf í stjórnarráðinu hefur vissulega margt breyst. Það sem fyrst og fremst einkennir breyt- ingamar er að stjórnsýslan hefur vaxið mjög að umfangi og það hefur kallað á breytt vinnubrögð. Áður fyrr voru stjórnsýslueiningamar minni og það var því á færi stjórn- enda að hafa yfirsýn yfír starfsemina og stýra henni þótt ekki væri fyrir að fara nákvæmum reglum um fram- kvæmd starfseminnar eða réttindi borgaranna gagnvart stjómsýslunni. Aukið umfang hefur eflaust haft þau áhrif að ekki er eins auðvelt fyrir einstaka stjórnendur að hafa heildar- yfirsýn en á móti kemur að settar hafa verið skýrar reglur á mörgum sviðum, ekki síst að því er lýtur að því að tryggja rétt borgaranna í við- skiptum þeirra við stjómvöld. Þegar á heildina er litið tel ég tvímælalaust að stjómsýslan nú lúti traustari regl- um og sé undir betra eftirliti en var þegar ég hóf störf.“ Hvaða atriði eru það einkum sem Ámi á við þegar þegar hann telur festu í stjórnsýslunni hafa aukist á þessum tíma? Hann útskýrir það: „Þessi atriði lúta bæði áð fjárhags- legum þáttum og þáttum er varða réttaröryggi borgaranna. Hvað fjár- hagsatriðin varðar vil ég aðeins benda á framkvæmd Ijárlaganna. Áður vom útgjaldaheimildir fjárlaga hreinlega ekki teknar ailt of bókstaf- lega. Algengt var að stofnanir fæm í útgjöldum sínum langt fram úr heimildum fjárlaga og mismunurinn var jafnaður með svonefndum auk- afjárveitingum fjármálaráðherra en samþykkis Alþingis var leitað síðar löngu eftir lok fjárhagsársins. Nú er öll fjárlagaframkvæmd í mun fastara formi. Útgjaldaheimildir fjárlaga setja stofnunum raunveruleg tak- mörk og þyki brýnt að auka útgjöld umfram heimildir fjárlaga er heim- ilda til þeirra aflað á Alþingi með fjáraukalögum á því sama ári. Mikil- vægustu breytingarnar tel ég þó vera á sviðum sem leiða að réttarör- yggi borgaranna. Það eru einkum tvö atriði sem uppúr standa að mínu mati, stofnun embættis uumboðs- manns Alþingis og setning stjórn- sýslulaga. Embætti umboðsmanns Alþingis var komið á árið 1987 og tel ég að mjög vel hafi tekist til við að móta því starfsvenjur og sess í stjórnkerfinu. Hlutverk _______________ embættisins er að hafa eftirlit með stjómsýsl- unni, m.a. með því að fjalla um kvartanir borg- aranna vegna yiðskipta Morgunblaðið/Sverrir ÁRNI Kolbeinsson ráðuneytissljóri í sjávarútvegsráðuneytinu. Traustari reglur og meira eftirlit Stjórnsýslan lýtur traustari reglum við stjórnvöld. Ég er þess fullviss að starfsemi embættisins hefur haft í för með sér meiri reglufestu og vand- aðri vinnubrögð í stjómsýslunni. Annað atriði sem rétt er að nefna í þessu sambandi eru almenn stjóm- sýslulög sem gengu í gildi í upphafi þessa árs. Þar eru settar fram al- mennar reglur um málsmeðferð stjórnvalda er bæði lúta að formi og efni. Þessi lög hafa þegar haft áhrif til vandaðri stjórnsýsluhátta. Það tekur hins vegar eflaust sinn tíma fyrir stjórnsýsluna að tileinka sér efni þeirra að fullu. Þessi löggjöf er sett að fyrirmynd grannþjóða okkar og með henni hefur okkur vissulega skilað áleiðis til nútímalegri stjórn- sýsluhátta en ég tel þó að enn eigum við nokkuð í land með að ná grann- þjóðum okkar í þessum efnum. Ég tel til dæmis mikilvægt að lögleidd verði hér á landi ákvæði um upplýs- ingaskyldu sjórnvalda." í áðumefndu viðtali kemur fram hjá ríkisendurskoðanda að hann telur nokkuð skorta á að mark sé tekið á athugasemdum Ríkisendurskoðunar. Hvað hefur Árni um það að segja? „í þessu sambandi held ég að við verðum að hafa í huga að Ríkisendur- skoðun í núverandi for-mi er enn í mótun. Fram til 1986 var Ríkisend- urskoðun hluti af framkvæmdavald- inu og_ heyrði undir fjármálaráð- herra. Á því ári er stöðu Ríkisendur- skoðunar breytt og hún gerð að stofnun Alþingis. Eflaust má segja að þetta sé liður í þeirri þróun til aukinnar festu og aðhalds í stjórn- sýslunni er ég vék að áðan. Á mæli- kvarða stjórnsýslunnar er Ríkisend- urskoðun ung stofnun og ég tel að enn sé ekki komin festa á margt er varðar starfsemi stofnunarinnar bæði varðandi umfang starfsins og starfshætti. Þetta kann að vera að hluta til skýring á því að á stundum rís ágreiningur milli framkvæmda- valds og Ríkisendurskoðunar.“ Álitamál um SR-mjöl „Ég vil í þessu sambandi aðeins minna á álitamál sem varða skýrslu ________ Ríkisendurskoðunar vegna sölu á SR-mjöli hf. enda er málið mínu ráðuneyti skylt,“ heldur Ámi áfram. „Þar töldum við í sjávarútvegsráðu- Ríkisendurskoðun væri Afstaðan til sljórnmálamanna neytinu farin að gefa álit um hluti sem eru utan eðlilegs verksviðs stofnunarinn- ar. Bæði drógum við í efa að það tilheyrði hlutverki stofnunarinnar að kveða uppúr um lögfræðileg álitaefni er tengdust sölunni og einnig að hæpið sé að telja að Ríkisendurskoð- un sé þess umkomin að meta hvort ein aðferð sé annarri heppilegri varð- andi ýmsa þætti í sölumeðferðinni. Hliðstæð álitamál hafa af öðrum til- efnum risið um hvort eðlilegt hlut- verk stofnunarinnar væri að gefa álit á pólitískum álitaefnum. Varð- andi þessa skýrslu höfðum við einnig margt við vinnubrögð Ríkisendur- skoðunar að athuga, t.d. hvemig Fyrrnefnt viðtal við ríkisendur- skoðanda gefur tilefni til að spyija um afstöðu embættismanna til stjórnmálamanna. Hefur aukið vald stjórnmálamanna orðið til þess að embættismenn séu orðnir svo valda- lausir að þeir séu ekki sú nauðsyn- lega kjölfesta sem þeir vom í stjórn- kerfinu? „I þessu efni held ég __________ að við verðum að gera okkur grein fyrir eðli stjómarráðsins. Ráðu- neytin era raunar ekkert annað en skrifstofur ráð- herra ráði sér aðstoðarmenn hafi ver- ið nýtt í vaxandi mæli. Þetta grann- skipuiag ráðuneytanna stendur óhaggað og að mínu mati tryggir það festu, samræmi og samfellu í stjórnar- framkvæmdinni. Vissulega hefur þetta kerfí einnig sína ókosti en þeg- ar öllu er á botninn hvolft held ég að sú festa sem þetta skipulag skap- ar sé mun þungvægari en ókostirnir." Þetta svar gefur tilefni til að spyija þeirrar stóru spurningar sem upp hefur komið í umræðunni undan- farna daga, t.d. í sambandi við trygg- ingayfirlækni, hvort embættismenn eigi fortakslaust að framkvæma það sem ráðherra segir jafnvel þótt það sé ekki í samræmi við reglur. „Um þetta eru reglurnar skýrar," svarar Árni. „Embættismönnum ber að fylgja fyrirmælum ráðherra og framkvæma ákvarðanir þeirra hvort sem þeir era þeim sammála eða ekki svo lengi sem fyrirmælin eru lögleg. Ólöglegum fyrirmælum ber hins veg- ar ekki að hlýða eins og raunar var tekið fram í nýlegu áliti umboðs- manns Alþingis, sem varð fréttaefni fyrir fáeinum vikum. Sem betur fer held ég að það sé afar sjaldgæft að embættismenn komist í þá stöðu að þurfa að neita að fylgja fyrirmælum af þessum sökum. Ríkisendurskoðandi telur að skorti samræmdar reglur og skýrar til að fara eftir við afgreiðslu mála og skriflegar leiðbeiningar til starfs- fólks. Verður Árni var við að siíkt skorti í hans starfi? „Eflaust má margt betur fara. Menn verða stöð- ugt að halda vöku sinni í þessum efnum. I mínu ráðuneyti eram við einmitt þessa dagana að yfirfara starfsreglur varðandi ýmislegt er lýt- ur að ijármálastjórn. Líklega leiðir það til þess að nýjar og fastari regl- ur verða teknar upp í þeim efnum um áramót. í þessum efnum gegnir Ríkisendurskoðun mikilvægu hlut- verki varðandi ábendingar um ágalla og leiðbeiningar um hvað betur megi skýrslutöku var háttað og að efni skýrslunnar var ekki borið undir þá sem upplýsingar veittu áður en skýrslan var birt. Ég er ekki með þessu að fella neinn áfellisdóm um Ríkisendurskoðun. Þvert á móti að benda á að álitamál af þessu tagi eru ekki óeðlileg meðan stofnunin er að móta starfsemi sina og finna sér farveg. Raunar held ég að ágrein- ingsefni ráðuneyta og Ríkisendur- skoðunar séu síst meiri en við mátti búast og í heild sé sambúð Ríkisend- urskoðunar og ráðuneyta í viðunandi horfí. Ég held að ráðuneytin og stofn- anir þeirra kappkosti almennt að verða við ábendingum Ríkisendur- skoðunar og færa það til betri vegar sem hún telur aðfinnsluvert. Hitt vil ég taka skýrt fram að sé uppi ágrein- ingur milli ráðuneyta og Ríkisendur- skoðunar, og ráðuneytin séu hrein- lega ekki sammála áliti Ríkisendur- skoðunar, er Ríkisendurskoðun eng- inn dómari í þeirri sök.“ fara. Það er hins vegar að mínu mati mikil spurning hvort eðlilegt sé að birta opinberlega ábendingar af þessu tagi sem oft eru tæknilegs eðlis. Slík málsmeðferð leiðir til þess að sú stofnun sem endurskoðunin beinist að hefur neikvæða og fjand- samlega afstöðu til endurskoðunar- innar í stað þess að líta á hana sem eðlilegt hjálpartæki til að ná betri og traustari tökum á fjármálunum.“ Miðstýring eða valddreifing Um þetta eru reglurnar skýrar herranna og það sem þar er gert er gert fyrir þeirra hönd eins og 911 ráðu- neytisbréf bera glöggt með sér. Það er því enginn vafí á því hver fer með ákvörðunarvald í ráðuneyti og hefur aldrei verið. Hlutverk embættismanna er hins vegar að upplýsa staðreyndir mála, reglur á viðkomandi sviði og fyrri afgreiðslur og vera ráðgefandi ef eftir er leitað. Sjálft skipulag stjórnarráðsins tókum við í arf frá Dönum. Þaðan er komin hefðin fyrir því að starfsfólk ráðuneytanna sé fastráðið, gjaman ævii'áðið, og sitji þótt ríkisstjómir komi og fari. Lengi kom ráðherrann einn inn í ráðuneyti við stjómarskipti þótt heimild stjóm- arráðslaganna frá 1969 til að ráð- » l » „í þessu sambandi vil ég gera skýran greinarmun á setningu al- mennra reglna er lúta að meðferð fjármuna og almennum leikreglum í stjórnsýslunni annars vegar og regl- um er lúta að eiginlegri miðstýringu varðandi ákvarðanatöku hins vegar,“ heldur Árni áfram.„Enginn dregur i efa að æskilegt sé að fyrrnefndu reglumar séu almennar og sem ský- rastar og ótvíræðastar. Hins vegar hlýtur það að vera mikið álitamál hvort miðstýring eða valddreifing sé heppilegasta fyrirkomulagið til að ná markmiðum í opinberri stjórn- sýslu og rekstri með sem hagkvæ- mustuin hætti. Menn getur því greint á hvort æskilegt sé að hafa ítarlegar og fastar almennar reglur á þessu sviði eða hvort fela eigi stjórnendum einstakra stofnana aukna ábyrgð á rekstri og þá jafnframt aukin völd til að taka sjálfstæðar ákvarðanir er að rekstrinum lúta. Af hálfu fjár- ________ málaráðherra hefur ver- ið boðuð þróun frá mið- stýringu til aukinnar fjárhagsábyrgðar ein- stakra stjórnenda og það hlýtur að tákna að 1 I I I L [ 6 i I t I í I stjómendum verði þá jafnframt feng- in aukin völd til að taka sjálfstæðar ákvarðanir einnig á þeim sviðum sem hingað til hefur verið stýrt með al- mennum reglum, t.d. varðandi ferða- lög starfsmanna og bílamál, svo tek- in séu dæmi um atriði sem algengt er að Ríkisendurskoðun geri nú at- hugasemdir við að ekki séu í sam- ræmi við almennar reglur. Þessi þró- un er skammt á veg komin og eflaust munu mörg álitaefni rísa þegar reyna fer á þetta í framkvæmd. Sjálfur hef ég verið þeirrar skoðunar að stefna ætti að því að flytja ábyrgð og um leið ákvörðunarvald í auknum mæli til einstakra stofnana," segir Árni Kolbeinsson að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.