Morgunblaðið - 27.11.1994, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.11.1994, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 31* MINNINGAR LÚÐVÍK Jósepsson undirritar reglugerð um útfærslu fiskveiði- landhelginnar í 50 mílur 1972. í NESKAUPSTAÐ í lok fjórða áratugarins: Lúðvík Jósepsson, Bjarni Þórðarson og Jóhannes Stefánsson. Þeir skiptu snemmá' með sér verkum. Lúðvík átti að sjá um póli- tíkina; Bjami um bæjarmálin; og Jóhannes um útgerðina. Þvílíkir byltingarseggir þurftu að sjálf- sögðu að gefa út blað undir boð- skapinn. Þar sem þeir höfðu engin efni á prentsmiðjuvinnu og þaðan af síður var til fjölritari, hömruðu þeir boðskapinn á ritvél og notuðu kalkipappír til að fá út fjórrit; og svo aftur og aftur, þar til nauðsyn- legu upplagi var náð. Svona vinna bara „frelsaðir" menn. Og þar sem þeir vissu að þeir höfðu ekki roð við Jónasi á mann- fundum var fundið ráð við því. Þeir leigðu sér kjallaraherbergi með speglum þar sem þeir sátu á síð- kvöldum og „gestikúleruðu" framan í spegilinn til þess að æfa tilþrifa- mikinn stíl í ræðustól. Löngu seinna, þegar Lúðvík tók ofan gler- augun og hvessti augun framan í fundarmenn, kom mér í hug sagan af hinum unga Demosþenes í Nes- kaupstað. Spegill, spegill herm þú mér ... Eitt hljótum við að viðurkenna að leiðarlokum: Það er ólíku saman að jafna hversu betur rættist úr barnasjúkdómi kommúnismans hjá þeim félögum Lúðvík, Bjarna og Jóhannesi en þeim Plekþanov, Len- ín og Stalín, sem meira þóttu þó eiga undir sér. Að vísu hefur meiri- hlutinn í Neskaupstað aðeins staðist í hálfa öld, en Sovétið lafði í sjötíu ár. En seint munu þeir Framsóknar- kommar á Neskaupstað leiða þvílík- ar hörmungar yfir Austfirðinga sem Sovéttrúboðið eystra. Enda ólíku saman að jafna - útgerðinni á Neskaupstað eða ryðkláfum kjam- orkuveldisins, sem nú mara í kafi undan Novaya-Semlya. Austfirðingar trúðu Lúðvík Jós- epssyni snemma fyrir litlu. Og hann var settur yfír mikið, enda brást hann ekki trúnaði þeirra. Við mun- um lengi minnast sjávarútvegsráð- herrans Lúðvíks Jósepssonar, sem með undirskrift sinni færði út land- helgina, fyrst í 12 mílur 1958 og síðar í 50 mílur 1972. Víst er það svo að Hans G. Andersen, þjóðrétt- arfræðingur, lagði traustan grund- völl að þessari nýju sjálfstæðisbar- áttu með framsýnni löggjöf um vís- indalega verndun landgrunnsins þegar árið 1948. Og lagði á ráðin um sókn og vöm í því máli í tví- sýnni atskák við rétttrúnað ríkjandi lögfræði og hagsmunavörslu stór- þjóða. En Lúðvík Jósepsson var líka réttur maður á réttum stað. Hann hafði hafíst af litlu úr sjávarplássi norður við Dumbshaf. Hann þekkti af eigin reynslu harða lífsbaráttu íslenskra sjómanna. Hann vissi að afkoma þjóðarinnar var undir því komin að auðlindin yrði ekki rán- yrkt af útlendum togaraflota. Hann var ekki haldinn neinni vanmeta- kennd gagnvart útlendum stór- bokkum og vissi vel, hvers hann var megnugur. Hann var réttur maður á réttum stað. Og heimurinn tók eftir þessum þótti innsiglisvörðum réttrúnaðarr ins firn mikil að Lúðvík skyldi dirf- ast að semja við „auðvaldsófreskj- una“, þótt ekki væri nema um tolla- lækkanir á físki. Samningamir hefðu að vísu aldrei fengist nema af því að Gylfa tókst að koma okk- ur í EFTA, þrátt fyrir öll landráða- brigslin. Þótt lærður væri um „rekstrar- grundvöll“ sjávarútvegsins, skorti Lúðvík víðsýni til að ná áttum í þessu veigamikla máli. Uppvakn- ingar fortíðarinnar byrgðu honum sýn til framtíðar. Það var á þessum ámm sem ég fann upp hugtakið „grútarbræðsluhagfræði" um boð- skap Lúðvíks. Þessi hagfræði sner- ist um að reikna arð af skuttogur- um og loðnubræðslum, sem þjóð- legum atvinnuvegum. Aðrir at- vinnuvegir en sjávarútvegur og landbúnaður voru úrskurðaðir óþjóðlegir - stundum „sníkjudýr á þjóðarlíkamanum“. Galdurinn var sá að millifæra fjármuni frá óverð- ugum til verðugra eins og t.d. þeg- ar afli brást eða skuldasöfnun sjáv- arútvegsins keyrði úr hófi. Aðferð- in var gengisfelling. Afleiðingin varð óðaverðbólga. Lærisveinar Lúðvíks, ráðherragengi Alþýðu- bandalagsins í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens, leiddu þessa „grútar- bræðsluhagfræði" til rökréttrar niðurstöðu með því að koma verð- bólgunni upp í 130%. Þeir sem voru fyrirfram dæmdir til að tapa hverri orrustu í þessari vonlausu baráttu við vindmyllurnar voru launþegar. Samt hét það svo að allt væri þetta gert í þeirra nafni og í þeirra þágu. Þjóðin er fyrst núna rétt að byrja að jafna sig á þessum hremmingunv Hagfræðileg hugsun var stimpl- uð landsbyggðarfjandsamleg og þar með óþjóðleg. Þessi grútarbræðslu- hagfræði þótti líka góð hjá SÍS og reið því risafyrirtæki loks að fullu við lok Framsóknaráratugarins. En það má Lúðvík eiga og þess skal minnst að hann var langtum snjall- ari málflytjandi þessarar fræði- kenningar en nokkur þeirra, sem á eftir komu og enn klappa sama steininn. Það var að fenginni þessari reynslu sem ég lagði hart að þeim Hannibal og Birni að láta vera að mynda svokallaða vinstristjórn árið 1971, eftir kosningasigur Samtaka fijálslyndra og vinstrimanna. Ég lagði til að þeir fóstbræður veittu Ólafi Jóhannessyni hlutleysi til að mynda minnihlutastjóm meðan þeir sneru sér að því með oddi og egg að sameina jafnaðarmenn ásamt þeim Gylfa og Benedikt, eins og þeir höfðu verið kosnir til. Því mið- ur átti ég ekki nóg undir mér í þann tíð til að forða þessu slysi. Og fór sem fór. Sagan af þríeykinu, þeim Lúðvík, Bjarna og Jóhannesi í Neskaupstað er engu að síður kapítuli út af fyr- ir sig í stjómmálasögunni. Sú var tíð að jafnaðarmenn réðu lögum og lofum í Neskaupstað undir forystu gáfumannsins Jónasar Guðmunds- sonar, sem seinna var kenndur við píramída. Þeir fóstbræður Lúðvík, Bjarni og Jóhannes voru rétt á þrí- tugsaldri, þegar þeir byijuðu keifís- bundið að grafa undan Jónasi og ryðja brautina fyrir hina kommún- ísku byltingu, a.m.k. á Neskaup- stað. harðsnúna útkjálkamanni. Sagan segir að hann hafí komist næst því íslenskra stjórnmálamanna að prýða forsíðu Time Magazine sem byltingarforinginn, sem stóð upp í hárinu á ríkisstjórn hennar hátign- ar, Bretadrottningar. En annar hvor þeirra Makaríosar erkibiskups á Kýpur eða Nassers Egyptalands- forseta hafi rutt honum af forsíð- unni á seinustu stundu. Time hefði væntanlega selst vel í Neskaupstað þann daginn. En varla hefði þá Lúðvík, Bjarna og Jóhannes grun- að það þá að þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins ætti eftir að lenda á Rauða-torginu og taka þátt í há- tíðahöldunum á sjómannadaginn sem sérstakir heiðursgestir arftaka þeirra í bæjarstjórn Neskaupstað- ar. Það mega gjarnan heita „sögu- legar sættir". Fyrir hönd okkar íslenskra jafn- aðarmanna votta ég eftirlifandi eig- inkonu Lúðvíks, Fjólu Steinsdóttur, afkomendum þeirra, vinum og vandamönnum samhygð og virð- ingu. Jón Baldvin Hannibalsson Formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. Mér er það mjög minnisstætt, þegar ég hitti Lúðvík Jósepsson í fyrsta sinni. Það var morgun í maí 1963. Leiðin lá til Neskaupstaðar, en efst í Oddsskarði, Eskifjarðar- megin, var vegurinn lokaður vegna snjóa. Verið var að moka, þegar mig bar að og þar stóð Lúðvík í ruðningnum á vegkantinum og beið þes að vegurinn opnaðist fyrir um- ferð. Hann heilsaði mér blátt áfram og hóf að ræða dægurmálin eins og við hefðum lengi þekkzt. Hann var tilgerðarlaus í fasi og fram- komu, eins við alla og kunni þá list að gera viðmælendur sína jafna sér. A síðan áttum við samferð lengstaf og náið samstarf hin síð- ari árin. Þótt heita ættum hvor á sínum enda stjórnmálanna fór það allt vel fram og drengilega af hans hálfu. Það væri auðvitað efni í langa sögu að riija upp kynni af aust- fírzkri pólitík upp úr miðri öld og lýsa oddvitum hennar, Eysteini Jónssyni og Lúðvík Jósepssyni. Það væri betur að til þess gæfíst tími og að á því næðust tök áður lýkur nösum. Én skemmtileg var sú lífs- reynsla og óborganleg. Á framboðs- fundum mátti ekki á milli sjá hvor vígfímari var. Allt var þó orðfærið græskulaust, þótt undiraldan væri þung, enda átti Lúðvík lengi vel mjög á brattann að sækja og taldi höfuðandstæðinginn á stundum beita óvönduðum vinnubrögðum og ofríkisfullum. En sjálfur var hann allra manna ódeigastur í barátt- unni, hvað sem í skarst. Stjórnmálasaga Neskaupstaðar í hálfa öld hefír verið skráð og þar með saga þrístimisins, Lúðvíks, Bjama og Jóhannesar. Á Bjarna og Jóhannes er ekki hallað, þótt fullyrt sé, að Lúðvík hafi verið ótví- ræður foringi fyrir þeim og rauðu herdeildinni, sem réð Neskaupstað og allt fram undir þennan dag. Sá grundvöllur, sem þeir lögðu, stend- ur óhaggaður enn í dag og hlýtur furðu að gegna á hraðfleygri öld stórbreytinga. Gæti ekki hugsazt að vígi þetta hafí staðið svo lengi vegna þess að það hafi fremur ver- ið byggt af hagsýni en hugsjónum? Enginn vafi leikur á að upphaflega hrifust þessir menn af hugsjón kommúnismans og mun þó hin ill- víga kreppa á fjórða áratugnum einnig hafa kennt mönnum að fylkja liði. Mér er þó nær að halda að Lúðvík Jósepssyni hafí ekkert verið heilagt nema það sem hann taldi að bezt mætti gagnast sínu fátæka fólki. Þess vegna átti hann auðvelt með að halda stefnu sinni óbreyttri þótt hljóðið í fjarlægri hugsjóna- bumbu breyttist. Höfuðþátturinn i þjóðmálabaráttu hans var ekki að- fenginn, heldur heimaofinn úr ís- lenzkri hugsjón að bæta kjör lítil- magnans með öllum ráðum. Hann sveigði ekki á bakborða þótt í móti blési. Þrautsegju hans var við brugðið. Á Alþingi var hann í fremstu röð ræðuskörunga, mælskur, rökfastur, þekkingin víðtæk á öllum sviðum þjóðmála, fastur fyrir og óvæginn ef því var að skipta. . ^ Eftir að undirritaður hóf störf í Landsbankanum lágu leiðir okkar enn saman og bar þar aldrei skugga á utan einu sinni þegar í odda skarst vegna kaupa á Samvinnubankan- um. Þegar þeirri hríð slotaði var sú misklíð grafín og gleýmd um leið enda hýsti Lúðvík aldrei smá- muni úr dægurþrasi. Landsbankanum vann hann sem hann mátti og áttu hagsmunir bankans raunar huga hans allan hin síðari árin. Var bankastjórninni hinn mesti stuðningur að áhuga hans, árvekni og þekkingu. Og nú er hinn glaðbeitti skilm- ingamaður allur. Hann gekk fyrir ættemisstapann svipstundis og var það vel. Hinn mikli áhuga- og af- kastamaður hefði kunnað því illa að vera hamlaður af sjúkdómum. Þó hefði hann þolað það líka um- fram aðra menn flesta. Slík var skapfesta hans. Ég mun lengi sakna Lúðvíks Jós- epssonar. Sverrir Hermannsson. Fyrir rúmum 40 árum kom Einar heitinn Olgeirsson á fund föður míns og bauð honum að fara til Moskvu á alþjóðaviðskiptaþing, en þeir Einar voru kunningjar frá barnaskólaárum og höfðu haldið þeim vinskap við þrátt fyrir ólíkar stjómmálaskoðanir. Þetta við- skiptaþing sótti þá m.a. Lúðvík Jó- sefsson og þama í Moskvuborg stofnuðu faðir minn og Lúðvík til ævarandi vináttu. Nokkrum ámm seinna fór Lúðvík að koma af og til í kaffi til okkar á Skólavörðustíginn og ekki kom sjaldan fyrir að hann skrapp út um^ bakdyr á ráðuneytinu, þegar ann- 9 imar og leiðindamál vom að þrúga hann á þeim stað. Var þá yfírleitt slegið á létta strengi og talað um eitthvað annað en það sem var áhyggjuefni ráðherrans hveiju sinni. Þróaðist þetta síðan fljótlega upp í daglega morgunkaffifundi og var Láms Blöndal bóksali einnig með frá upphafi í þessum kaffí- klúbbi, sem fljótlega fékk heitið „Skuggaráðuneytið". Ég spurði föður minn einu sinni að því hvern- ig stæði á því að Lúðvík væri að eyða tíma í að koma í kaffí til okk- ar, en færi ekki í kaffí með „sínum mönnum". Og ég held að svarið hafí verið rétt, því faðir minn hélt því fram að Lúðvík kynni vel við sig innan um okkur sem töluðum ekki við hann á allt of virðulegum nótum en hefðum kímnina og grín- ið í fyrirrúmi. Lúðvík hafði nefni- lega einstakt skopskyn og gerði ekki síður grín að sjálfum sér en öðrum. Eins og gengur og gerist með ráðuneyti, þá fjölgaði „ráðherrum" í þessu Skuggaráðuneyti eins og í öðrum og varð kjarninn fljótlega átta manns auk nokkurra „aðstoð- armanna", sem litu inn af og til. Tíminn frá 10-11 á hverjum degi var tekinn frá hjá öllum og sektar- ákvæðum beitt ef menn sinntu ekki skyldum sínum. Þótt helst væri nú « rætt saman á gamansömum nótum þá voru nú dægurmálin oft rædd af alvöru og þunga og höfðum við ávallt verið sammála um að ef far- ið hefði verið eftir okkar ráðum, þá væri þjóðfélagið annað og betra í d_ag! Í umræðum okkar kom glögg- lega í ljós hversu vel Lúðvík var heima í flestum málum og hversu óhemju fjótur hann var að setja' sig inn í ný mál og átta sig á kjarna hvers máls. Þegar rætt var um pólitík líðandi tíma og stöðuna u póhtískum refskákum þá voru nii ekki allir „ráðherrar" á sama máli um hvernig slíkum skákum myndi lykta en oftast hafði Lúðvík séð úrslitin löngu á undan öllum öðr- um. Þá brosti hann bara og gerði grín að okkur hinum. Þegar Lúðvík tók flugið og hélt yfir okkur ræður um sín hjartans mál, þá þögðum SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.