Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 _________________MINMIIMGAR L ÚÐ VÍK JÓSEPSSON + Lúðvík Aðalsteinn Jósepsson fæddist 16. júní 1914 í Nesi í Neskaupstað. Foreldr- ar hans voru Þórstína Þorsteinsdóttir, f. 28. ágúst 1880, d. 1. ágúst 1944, og Jósep Bene- dikt Gestsson sjómað- ur, f. 13. september 1894, d. 22. mars 1969. Stjúpfaðir Lúðvíks var Einar Brynjólfsson sjómaður. Eftirlifandi eiginkona Lúðviks er Fjóla Steinsdóttir, f. 15. september 1916. Þau eignuðust einn son, Steinar, kennari, f. 2. júní 1936. Lúðvík lauk gagnfræðaprófi frá Akureyri 1933. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað 1934 til 1943. Starfaði við út- gerð 1944 til 1948. Forstjóri Bæjarút- gerðar Neskaupstaðar 1948 til 1952. Alþingismaður frá 1942, landskjörinn þingmaður 1942 til 1946, 1949 til 1956 og 1959, var þingmaður Suður-Múla- sýslu 1946 til 1949 og 1956 til 1959 og þingmaður Austur- landskjördæmis 1959 til 1979. Sjávarútvegs- og viðskipta- málaráðherra 1956 til 1958 og 1971 til 1974. Lúðvík var bæjar- fulltrúi í Nteskaupstað 1938 til 1970, forseti bæjarstjórnar 1942 til 1943 og 1946 til 1956. Formaður Samvinnufélags út- gerðarmanna i Neskaupstað frá 1946. I stjórn Fiskimála- sjóðs 1947 til 1953. í stjórn Samlags skreiðarframleiðenda. f bankaráði Útvegsbanka ís- lands 1957 til 1971. í bankaráði Landsbanka íslands frá 1980. Fulltrúi á Genfar-ráðstefnu um réttarreglur á hafinu 1958 og 1960 og 1975 til 1982. f stjórn Framkvæmdasjóðs 1966 til 1968. í stjórn Atvinnujöfnunar- sjóðs 1971 til 1972. I neyðar- ráðsnefnd vegna eldgossins á Heimaey 1973. Formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins 1961 til 1971 og 1975 til 1979. Sat allsheijarþing SÞ 1969. Formaður Aiþýðubandalagsins 1977 til 1980. Útför Lúðviks Jósepssonar verður gerð frá Dómkirkjunni á morgun. MEÐ Lúðvík Jósepssyni er horfinn af sjónarsviðinu einn þekktasti stjómmálamaður íslendinga á þess- ari öld. Nafn hans var á hvers manns vörum hérlendis um áratuga skeið og á sjöunda og áttunda ára- t«g aldarinnar brá því oftar fyrir í erlendum fréttaskeytum en flestra annarra íslendinga. Það sem lengi mun halda nafni Lúðvíks á lofti í íslandssögunni er hlutur hans í úrfærslu íslenskrar landhelgi og fiskveiðilögsögu, fyrst í 12 mílur 1958 og síðan í 50 mflur 1972. Aldrei verður úr því skorið hver framvinda þessa máls hefði orðið án atfylgis Lúðvíks sem sjáv- arútvegsráðherra. Svo mikið er víst að með honum var ráðherrasætið skipað réttum manni til að halda á íslenskum málstað. Hlutur flokks hans, Alþýðubandalagsins, var líka stór þótt fleiri kæmu að málinu. Aðrir stjórnmálaflokkar áttu hins vegar erfiðara með að beita sér af sömu hörku vegna pólitískra tengsla við andstæðinga útfærsl- unnar, m.a. innan NATO. Lúðvík lifði það að Hafréttar- samningur Sameinuðu þjóðanna tók formlega gildi. Þeim viðburði var fagnað á hátíðarfundi á Jamaíka aðeins tveimur dögum fyrir andlát hans. Fáir íslendingar lögðu í reynd meira til aðdraganda samningsins en Lúðvík, sem var fulltrúi á Genf- ar-ráðstefnunni um réttarreglur á hafinu 1958 og 1960 og síðan sam- fleytt árin 1975-1982. I nær hálfa öld var Lúðvík í for- ystusveit sósíalista og sat á Alþingi samfellt í 37 ár. Hann sótti stöðugt á og bætti við sig reynslu og þekk- ingu. Áður en hann lauk þingferli sínum naut hann almennrar viður- kenningar og virðingar samheija jafnt sem andstæðinga. Síðustu árin á Alþingi urðu eftirminnileg. Hann fékk í ágúst 1978 umboð forseta íslands til að reyna myndun ríkisstjórnar og varð fyrstur sósíal- ista á lýðveldistímanum til að öðl- ast þann trúnað. í raun lagði hann sem formaður Alþýðubandalagsins grunninn að ráðuneyti Ólafs Jó- hannessonar sem tók við 1. septem- ber 1978. Hann hafði þá náð því að verða fyrsti þingmaður Austur- lands eftir mikinn sigur Alþýðu- bandalagsins í kjördæminu og á landinu öllu í alþingiskosningum það vor. Lúðvík var 65 ára er hann hætti þingmennsku og hélt lengst af góðri heilsu sem og fullri reisn til ævi- loka. Eftir að hann afsalaði sér for- mennsku í Alþýðubandalaginu á landsfundi 1980 hafði hann ekki mikil bein afskipti af málefnum flokksins en rækti af samviskusemi og áhuga þau trúnaðarstörf sem honum voru falin. Hann átti eftir þetta lengi sæti í miðstjóm og var fulltrúi Alþýðubandalagsins í bankaráði Landsbankans til dauða- dags. Ætíð var Lúðvík til viðtals ef eftir var leitað, áhugasamur og með á nótunum í hvívetna. Sá sem þetta ritar hefur margs að minnast úr samstarfi og sam- fylgd með Lúðvík Jósepssyni. Sumt af því hefur verið fest á blað í af- mælisgreinum en annað bíður betri tíma. Meginviðhorf okkar fóm um margt saman en sjónarhorn voru um sumt harla ólík. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir ágætt sam- starf sem ég man ekki eftir að skugga bæri á. Heimabyggð Lúðvíks Jósepsson- ar, Neskaupstaður, á honum margt að þakka og Norðfírðingar drógu ekki af sér stuðning við hann á löng- um ferli. Sósíalistar og annað vinstra fólk á Austurlandi átti í honum haldreipi sem dugði vel. Fyrir það hljótum við að þakka að leiðarlokum um leið og við sendum Fjólu, Steinari og öðrum nákomnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hjörleifur Guttormsson. Kveðja frá Alþýðubanda lagínu Alþýðubandalagið kveður Lúðvík Jósepsson með djúpri virðingu og þökk. í öllum byggðum lifír minn- ingin um mikilhæfan leiðtoga, heil- steyptan félaga og einlægan vin. Líf hans var samfelld iðja í þágu alþýðu og landsins hagsældar. Framfarir þjóðarinnar og réttlát skipting gæðanna voru leiðarljós í allri hans baráttu, hvort heldur var í bæjarstjóm, á Alþingi, í ríkisstjórn eða á málþingum til sjávar og sveita. Fáir stjórnmálamenn marka svo djúp spor að þau vari eins lengi og saga íslenskrar þjóðar verður sögð og metin. Örfáir vinna verk sem þjóðin geymir í vitund sinni um hundruð ára. Lúðvík Jósepsson var slíkur leiðtogi á þeirri öld sem nú er senn á enda. Þáttur hans í land- vinningum íslendinga á hafinu, út- færslu landhelginnar í tveimur rík- isstjórnum, og í endurreisn atvinnu- lífsins á nokkrum tímaskeiðum, set- ur hann í fremstu röð þjóðarleiðtoga íslenska lýðveldisins. Við sem nutum reynslu Lúðvíks og hæfíleika í samstarfi um langa •hríð, sátum við fótskör meistara sem var í senn fræðari, stjórhandi og hugsuður. Þúsundir alþýðu- bandalagsfólks hafa á liðnum ára- tugum gengið í þann skóla sem ávallt hófst um leið og Lúðvík tók til máls, hvort heldur áheyrandinn var einn eða ijöldinn talinn í hundr- uðum, hvort heldur vettvangurinn var þingflokkurinn, miðstjómin, samráðsfundur um brýn mál eða almennur stjómmálafundur í bæ, borg eða dreifbýli. Á sérhverri stundu lagði hann sig allan í verk- ið. Lífið var honum barátta. Heill og þróttmikill gekk hann að sér- hverju dagsverki. Alþýðubandalagið þakkar Lúð- víki Jósepssyni þá gjöf sem fólst í ævistarfí hans öllu. Orð munu aldrei ná að mæla þann hlýhug sem fylg- ir honum að leiðarlokum frá fólkinu sem flokkinn myndar. Lítið tákn virðingar og þakklætis verður minnisvarði sem Alþýðu- bandalagið hefur ákveðið að reisa honum í heimabænum, Neskaup- stað. Við færum fjölskyldu Lúðvíks samúðarkveðjur og þökkum henni hlutdeild í þjónustu hans við ís- lenska þjóð, alþýðu til sjávar og sveita, hugsjón og flokk frelsis, jafnréttis og bræðralags. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. Ég var um langt skeið mikill trúnaðarvinur Lúðvíks Jósepssonar, sennilega í þijá eða fjóra áratugi. Því er það að ég minnist margs nú þegar hann er allur. Fyrst munum við hafa hitt hvorn annan lítillega fyrir rúmum 60 árum þegar við vorum nemendur í Menntaskólanum á Akureyri. Við urðum báðir sósíalistar og leiddi virk stjómmálabarátta okkar til þess að fundum okkar bar saman, þei_m mun oftar sem árin liðu. í æsku bjó Lúðvík við sára lítil efni eins og títt var hjá alþýðu- fólki. En hann vildi bijótast til mennta og með hörðum höndum vann hann sér peninga þannig að hann komst í skólann á Akureyri. Þar lauk hann gagnfræðaprófí árið 1933. Ekki voru þá efni til frekara skólanáms. En Lúðvík, sem bæði var vel greindur og viljasterkur, hélt sjálfur áfram námi og gerði það með miklum ágætum. Áður en stjórnmálaferill Lúðvíks hófst og meðan hann var að koma undir sig fótum fékkst hann við ýmis störf. Hann var m.a. kennari í gagnfræðaskólanum í Neskaup- stað. Á árinu 1938 var hann kosinn í bæjarstjóm þar í bæ og sat í henni til ársins 1970. Hann var forseti bæjarstjómarinnar um árabil en árið 1946 vann Sósíalistaflokkurinn meirihluta í bæjarstjórn og hefur hann og síðar Alþýðubandalagið háldið honum. Á Alþingi sat Lúðvík í 37 ár frá árinu 1942-1979. Tvívegis var hann sjávarútvegs- og viðskiptaráð- herra, á árunum 1956-1958 í ríkis- stjóm Hermanns Jónassonar og 1971-1974 í ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar. Lúðvík var formaður Alþýðu- bandalagsins 1977-1980 og for- maður þingflokks þess 1961-1971 og frá 1975-1979. Lúðvík var mikilhæfur og far- sæll stjómmálamaður. Hann var einn af áhrifamestu mönnum í stjómmálalífi landsins meðan hann sat á Alþingi. Það sem mér fannst alltaf einkenna hann var hversu gjörhugull hann var, vandvirkur og duglegur til vinnu. Eg trúi að nafni Lúðvíks Jóseps- sonar verði lengi haldið á loft vegna afskipta hans af landhelgismálum þjóðarinnar, en það var hann sem undirritaði lögformlega reglugerð um útfærslu landhelginnar í 12 mílur hinn 30. júní 1958. Saga landhelgismálsins er mikil saga. Landhelgi okkar íslendinga var 3 mílur þar til hún var færð út í 12 mílurnar. Fyrir breytinguna ösluðu erlendir togarar og önnur fiskiskip hér um allan sjó við ís- landsstrendur, þess voru jafnvel dæmi að þeir veiddu alveg upp í landsteina. Það þarf ekki mikið hugmynda- flug til að geta sér til hver hlutur okkar íslendinga hefði orðið ef land- helginni hefði ekki verið breytt. í dag nær landhelgi okkar út í 200 mílur - og því nær engin erlend veiðiskip innan hennar - en samt er ástand ýmissa fiskstofna ískyggilegt sakir ofveiði. Af þessu sem nú var sagt er Ijóst að útfærsla landhelginnar var brýn nauðsyn fyrir tilveru okkar íslend- inga. Hún var mikilvægt spor í þá átt að tryggja .og efla sjálfstæði þjóðarinnar. Það voru margir sem lögðu hug og hönd að verki í baráttunni fyrir 12 mílunum, en forystumaður í þeirri sveit var Lúðvík Jósepsson, enda var hann sjávarútvegsráð- herra. Landhelgisbaráttan 1958 var hörð. Ríkisstjórnir erlendra físk- veiðiþjóða vildu ekki sleppa því taki á Islandsmiðum sem þær höfðu haft um aldir. Eins og hvert manns- barn veit þá sendi breska ríkis- stjórnin herskip á vettvang og voru ítrekaðar tilraunir gerðar til að sökkva varðskpum okkar. Á þetta þarf ekki að minna. Á hitt þarf að minna að baráttan stóð ekki eingöngu á milli íslenskra og erlendra stjórnvalda. Það var einnig rnikil barátta háð hér innan- lands. Nokkrir valdamiklir íslendingar gerðu sitt ítrasta til að koma í veg fyrir útgáfu reglugerðarinnar og beittu aðstöðu sinni og áróðurstækj- um.af fremsta megni. En allt kom fyrir ekki. Reglugerðin var gefín- út eins og áður segir 30. júní 1958. Þrem dögum síðar - 3. júlí - sagði Alþýðublaðið í grein um stækkun landhelginnar: „Lúðvík fær skömm fyrir ...“ Þetta sumar vannst sigurinn vegna þess að þjóðin varð undir lokin einhuga í málinu. í dag getum við íslendingar dreg- ið mikinn lærdóm af atburðunum 1958 því ástandið í þjóðfélaginu um þessar mundir er að mörgu leyti áþekkt því sem þá var. Nú Llok aldarinnar heyjum við enn á ný örlagaríka baráttu fyrri tilveru okkar í landinu. Enn sækj- ast erlendir aðilar eftir því að kom- ast aftur í náttúruauðlindir okkar íslendinga. Og sem fyrr hafa þessir aðilar nokkra valdamikla menn hér á landi á bandi sínu, menn sem láta mikið í sér heyra. Þessir banda- menn útlendinganna vilja að við afsölum landsréttindum okkar gegn því að fá í staðinn tollalækkanir á útfluttum afurðum og hagræðinga- styrki til handa bændum og sjó- mönnum. Með útfærslu landhelginnar í 12 mílur var brautin rudd þannig að hægara várð um vik að hefjast handa um meiri aðgerðir, fyrst í 50 mflur og þar á eftir í 200 mílur. Mér er persónulega kunnugt um hversu mjög Lúðvík lagði sig í líma í landhelgisbaráttunni. Hann var harður í hom að taka - án þess beinlínis að sýna hörku - hann var fljótur að taka ákvarðanir - hann hélt vel á málum. Hér að ofan hef ég aðallega skrifað um stjórnmálaferil Lúðvíks Jósepssonar. Um manninn sjálfan segi ég það eitt að hann var dreng- ur góður. Lúðvík lætur eftir sig eiginkonu, Fjólu Steinsdóttur, og MORGUNBLAÐIÐ eignuðust þau hjón einn son, Stein- ar. Við Guðrún sendum þeim og þeirra fólki innilegar samúðarkveðj- ur. Haukur Helgason. Það er lán lítillar þjóðar, þegar hún eignast einstaklinga sem ryðja braut og rækja svo skyldur sínar við ættland og íbúa, að sköpum skiptir. Einn slíkur er nú okkur horfinn, að honum sjónvarsviptir mikill, þó aldur hefði yfír færzt, en lífslán hans það að mega til æviloka eiga andlegan styrk og leiftrandi lífs- kraft, skapandi glöggskyggni á þró- un þjóðlífsins. Mig setur hljóðan og saknaðar- kennd sækir að þegar sá er allur, er hafði meiri áhrif á skoðanir mín- ar á málefnum dagsins en nokkur annar og var að auki örlagavaldur minn mestur hvað afskipti mín af þjóðmálum siierti. Lúðvík setti svip sinn á stjórn- málasögu okkar um áratuga skeið og öll hans framganga til mikillar farsældar íslenzkri þjóð, enda mun sagan setja hann á bekk þeirra fáu er fram úr sköruðu. Ungur að árum nam hinn norð- fírzki fullhugi land á hinum póli- tíska vettvangi, akur sinn eijaði hann af ósérplægni einurðar, hag- sýni og bjartsýni í senn og uppsker- an eftir því hvar sem hann var að verki. Hróður hans í heimabyggð barst um landið allt, allt yfir á al- þjóðavettvang og ævinlega náði hinn norðfírzki kappsmaður með sitt ríka raunsæi árangri svo und- rum sætti. Hann gjörþekkti kjör íslénzkrar alþýðu til sjávar og sveita, sjálfur upprunninn úr þeim jarðvegi og mótaður af kjörum kreppunnar miklu, hann kunni hin gleggstu skil á öllum þáttum at- vinnulífs okkar, allra helzt þó undir- stöðunnar í sjávarútvegi okkar, og hann átti þann stórhug og djörfung sem breytti til og bylti um svo úr- tölumenn ærðust en alþýða manna fagnaði. Stjómmálamanninn fremstan í fylking þekkti þjóðin öll, verk hans í landhelgismálum og atvinnuupp- byggingu mæra hann sjálfkrafa svo afgerandi og áhrifarík sem þau stórvirki voru. En Lúðvík var maður fólksins fyrst og síðar, hagur hins vinnandi manns var meginstefið í öllum hans gjörðum, fólkið fann glöggt, hversu áhugi hans allur beindist að því að byggja upp þann grunn sem bætt gæti lífskjör þess fólks sem undir- stöðuna lagði að auðlegð þjóðar. Það var ljúft og lærdómsríkt að mega vera í samfylgd hans þegar hann hitti menn að máli eystra, hvort sem var á bryggjum eða í beitingaskúrum, á verkstæðum eða öðmm vinnustöðum eða þá heima á bóndabænum. Hvarvetna var ljóst að fólkinu fannst það eiga hlutdeild í honum, hann var einn úr þess hópi. Hlýleg gamansemi ásamt ein- beittri ákveðnu áttu góða samleið hjá Lúðvík og ef hann var beðinn erindi að reka var það ævinlega sem ljúf þegnskylda við fólkið hans. Máske eru málfundirnir minnis- stæðastir alls, hvernig hann með leiftrandi mælsku sinni lýsti inn í flóknustu mál svo allir máttu skilja, hvernig hann færði rök fyrir máli sínu með slíkum sannfæringar- krafti að allt yfír í hörðustu and- stæðingar létu undan, hvemig hann sneri ævinlega vörn í sókn og vís- aði þá til skynsemi og dómgreindar þeirra sem á hlýddu á þann hátt að þeir hrifust með, hugsuðu upp á nýtt, allt yfír í það að skipta hrein- lega um skoðun. Hann var harðfylginn þegar þess • þurfti með, en ótrúlega laginn í málafylgju sinni einnig og allt per- sónulegt agg honum órafjarri, mál- efnin sjálf skiptu alltaf öllu. Þegar Lúðvík er kvaddur, hugsa ég ef til vill fyrst til hans sem hins leiðandi foringja, sem merkisbera þeirra skoðana sem ég aðhylltist ungur, en ekki síður þó sem hins mæta félaga og vinar í samstarfi áranna sem aldrei bar á skugga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.