Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Umbótasinnar og harðlínumenn - eða hvernig ekki á að hugsa um stjórnmál Rússlands BAKSVIÐ Umbótasinnar og harðlínumenn, þessi ein- ; falda tvískipting hefur aldrei fyllilega dugað til að skýra pólitísk umbrot í Rússlandi, að mati Jóns Olafssonar, og síst af öllu núna, tæpu ári eftir að fyrstu lýðræðislegu þing- kosningamar vom haldnar þar í landi. ALVEG frá því að fyrst fór að bera á missætti frammámanna í so- véskum stjómmálum og andstöðu við umbætur Míkha- íls Gorbatsjovs, hafa fjölmiðlar á Vesturlöndum dregið upp afar ein- falda mynd af ólíkum sjónarmið- um þar eystra. Gobatsjov og stuðningsmenn hans vom kallaðir umbótasinnar, en andstæðingar þeirra harðlinumenn. Umbóta- sinnarnir vildu losa tök kommún- istaflokksins á þjóðfélaginu og vom í grófum dráttum taldir fylgja lýðræði í vestrænni mynd, einka- væðingu og þjóðfrelsi. Harðlínu- mennirnir vom hinsvegar fram- verðir flokksins, vörðu miðstýr- ingu efnahagslífsins og andvígir hverskyns breytingum í átt að auknu sjálfstæði héraða og lýð- velda Sovétríkjanna. Eftir að Sovétríkin hmndu var þessi skilningur á gmndvallarlög- málum stjórnmálanna ------------ færður yfir á Rússland. Nú var Jeltsín fulltrúi umbótaaflanna en and- stæðingar hans taldir harðlínumenn. Fyrst var það rússneska þingið, sem á endanum vaf Ieyst upp með valdi, svo stjórnarandstæðingar í Dú- munni sem kosið var til í desem- ber á síðasta ári. Það er stundum eins og menn haldi að frá 1985 hafi leiðtogarnir, fyrst Gorbatsjov IMýir valda- hópar hafa komið f ram og svo Jeltsín, barist fyrir umbót- um en sætt sífelldum tmflunum og kárínum af alls konar harðlínu- hyski sem neyti allra bragða til að koma í veg fýrir heilbrigða þróun lýðræðis í Rússlandi. Einföldun Þessi einfalda tvískipting hefur aldrei fyllilega dugað til að skýra pólitísk umbrot í Rússlandi og síst af öllu núna. í fyrsta lagi lýsir hún hugmyndafræðilegum ágreiningi sem er fyrir löngu hættur að skipta nokkru máli. í öðm lagi lýsir hún stríði forréttindastéttar við að halda stöðu sinni en því er löngu lokið (reyndar með fullum sigri forréttindastéttarinnar). En það er alveg sama hvað stjórnmál- in verða flókin í Rússlandi, ennþá sér maður hvað eftir annað að tviskiptingin gamalgróna er í margra augum endanlegur sann- leikur um hver er góður og hver vondur á vettvangi rúss- neskra stjórnmála. Það sem skiptir máli, í Rússlandi eins og ann- arsstaðar, þegar reynt er að meta fiokka og hreyfingar með pólitísk markmið, er hvaðan styrkur þeirra er feng- inn. Á meðan Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna var við lýði grund- vallaðist staða ólíkra hreyfinga með einum eða öðmm hætti á stofnunum hans. Sá sem hafði ELDRI borgarar fyrir framan Hvíta húsið í Moskvu. flokksapparatið á sínu valdi, hvort sem það var í einu héraði eða á stærri vísu, var í sterkri stöðu. Þetta gilti um alla jafnt. Alveg fram að valdaráninu 1991 var útilokað að komast til áhrifa nenla að hafa einhver ítök í flokknum og stofnunum hans. Ríki og flokk- ur vom svo samofin heild, að það var óhugsandi að annað væri án hins. Gorbatsjov endurheimti aldr- ei völdin sem var rænt af honum á ágúst 1991, vegna þess að án flokksins var hann eins og höfuð án líkama. Forsetinn náði miðstjórnarapparatinu Eftir að kommúnistaflokkurinn var lagður niður tvístraðist allt valdakerfið í Rússlandi. Menn réyndu eftir mætti að grípa það sem hendi var næst., Jeltsín tókst til dæmis að stómm hluta að ná miðstjórnarapparati flokksins undir forsetaembættið (reyndar með svo góðum árangri að nú mun forsetaembættið hafa fleiri starfs- menn en nokkum tímann störfuðu á vegum miðstjórnar kommúnista- flokksins) og valdsmenn í héruð- um reyndu að tryggja sér eignir, starfslið og ítök sem flokksstjórnir höfðu áður haft. Sumum tókst þetta miður, öðrum skár, en það sem mestu skiptir er að árangur- inn fór ekkert eftir því hvað stefnu menn aðhylltust, eða hvort þeir vom samkvæmt vestrænum skil- greiningum harðlínumenn eða umbótasinnar, heldur einhverju allt öðru. Líkara bandarísku þingræði En nú eru liðin þijú ár frá valda- ráninu fræga og á þeim tíma hef- ur net flokksins verið að smá- slitna. Nýir valdahópar hafa kom- ið fram á sjónarsviðið. Stjórnendur iðnfyrirtækja sköpuðu sér fljótt sérstöðu, frammámenn í landbún- aði, forstjórar í olíu- og ga- svinnslu, nýríkir veðmangarar, forstjórar fjármögnunarfyrirtækja og svo má áfram telja. í kosning- unum í fyrra sóttu flokkar stuðn- ing sinn fyrst og fremst ---=— til hagsmunahópa af þessu tagi og eftir að Dúman fór að starfa í byijun þessa árs, hefur hvað eftir annað sýnt sig að þrýstihóparnir geta haft úr- slitaáhrif á ákvarðanir hennar. Þrýstihópalýðræði er velþekkt fyrirbæri á Vesturlöndum, best auðvitað í Bandaríkjunum þar sem það er kjarni þingræðisins. í Rúss- landi er það í mótun, en miðað við reynsluna af starfi Dúmunnar þetta ár, er ekki fráleitt að ímynda sér að þingræði í Rússlandi eigi að þessu leyti eftir að svipa meir til bandarísks þingræðis en evr- ópsks. En það er fleira sem minnir á Bandaríkin í Rússlandi. Kosningarnar í fyrra sýndu furðu skýra skiptingu fijálslyndra og íhaldssamra eftir héruðum. Þannig höfðu fijálslyndir flokkar áberandi mest fylgi í Moskvu og Pétursborg og í nyrstu og aust- ustu héruðum Rússlands, en Kommúnistaflokkurinn og Bændaflokkurinn í suðurhéruðum landsins, í Norður-Kákaus og Mið- og Vestur-Síberíu. Og það sem kannski er merkilegast við þessa skiptingu er að hún er óháð sjálf- stæðistilburðum einstakra héraða og sjálfstjórnarlýðvelda. Með öðr- um orðum: fólk kaus frekar í sam- ræmi við stefnu flokka í efnahags- málum heldur en stefnu þeirra um skiptingu valdanna á milli héraða og ríkis. Þessi staðreynd hefur horfið í skuggann af áhyggjum manna um að þjóðrembingsmenn séu í upp- sveiflu í Rússlandi og kunni að taka þar völdin. Fylgi Zhír- ínovskíjs er hinsvegar ekki hægt að fella að þessari mynd. Flokkur hans fékk mest fylgi í kosningum af listum flokka á landsvísu, en stóð sig afar illa í kosningum um einstaka frambjóðendur. Þetta kann að styrkja þá skoðun að fáir hafi kosið flokk Zhírínovskíjs í alvöru, og fylgi hans segi því kannski fátt um eiginlegar skoð- anir fólks. Þetta hárfína jafnvægi á milli þrýstihóps og fylgiS við ólíkar að- ferðir í efnahagsmáium á eftir að móta rússnesk stjórnmál um næstu framtíð, svo framarlega sem valdabaráttan fer ekki úr böndunum. Það er þessvegna ólík- legt að nokkru breyti sem heitið getur þótt kosinn verði nýr forseti eða nýtt þing. Á meðan flokkar treysta á stuðning í ákveðnum geirum atvinnulífsins og á fylgi ákveðinna héraða frekar en ann- arra, á öll stjórnarstefna eftir að markast af málamiðlunum. Að afneita tilvist harðlínu- manna í Rússlandi er samt auðvit- að fásinna. Harðlínumenn eru til ---*------------ og þeir geta vel risið Þróuníáttað upp'og sagt að nú sé þrýstihópa- mælirinn fullur. Þeir lýðræðl? sitja ekki á þingi. á þingi. Þeir bera nafnbætur mar- skálka og generála og stjórna rússneska hernum. Þeir hafa verið að láta æ skýrar í ljós á síðustu vikum að þeim fínnist herinn hafa orðið útundan og slíkt sé ekki hægt að þola lengur. En það er víst bara hægt að vona að þeir grípa ekki til sinna ráða. Öreigaarfur á uppboði Bonn. The Daily Telegraph. SÉRSMÍÐAÐUR Range Rover fyrir rúmar 20 millj. kr. og Daimler Benz á tæpar niu milljónir voru meðal 1.000 muna úr dánarbúi Erichs heitins Honeckers, einræðisherra í Austur-Þýskalandi, sem voru boðnir upp í Hamborg á föstudag. Gefa þeir nokkra hugmynd um líf foringj- anna i öreigarikjum kommúnismans áður fyrr. Bílana notaði Honecker á veiði- ferðum sínum og eru þeir útbúnir í samræmi við það. Að öðru leyti eru flestir munirnir dæmigerð sov- étframleiðsla, bijóst- og borðstyttur af Lenín og Marx, austur-þýskir fánar og þvílík kynstur af orðum og heiðursmerkjum, að ekki fer á milli mála að Honecker var ein af helstu hetjum kommúnismans. Búist var við, að árituð mynd af Nasser heitnum, forseta Egypta- lands, seldist á 50.000 kr. og 34.000 kr. voru settar á vindlingaöskju úr silfri, sem Honecker fékk fyrir sinn þátt í að „siðmennta" Síberíu. Reuter Friðarganga í Mogadishu HUNDRUÐ Sómala frá norður- í landinu. Embættismenn Sam- hluta Mogadishu, höfuðborg einuðu þjóðanna óttast að fari Sómalíu, á göngu þar sem þeir þeir úr borginni blossi þar upp kröfðust friðar og þjóðarsáttar bardagar að nýju. Demókratar óánægðir með Clinton Ihuga að skípta um forsetaefni Washington. The Daily Telegraph. ATKVÆÐAMIKLIR demókratar ihuga nú alvarlega hvort einhver annar en Bill Clinton Bandaríkjafor- seti eigi að verða frambjóðandi þeirra í næstu forsetakosningum þar sem ljóst þykir að hann nái ekki endurkjöri. Clinton er kennt uœ ósigur demó- krata í kosningunum fyrir tæpum þrem vikum og margir þeirra, eink- um þeir sem töpuðu þingsætum síi\- um, efast um að forsetanum se stætt á því að bjóða sig fram að nýju. Margir þeirra sem Clinton fékk til liðs við sig í Hvíta húsið úr háskólum og einkafyrirtækjum eru nú þegar farnir að leita að nýrri atvinnu, sannfærðir um að hann nái ekki endurkiöri. „Ég veit ekki um einn einasta demókrata sem kjörinn hefur verið í opinbert embætti sem ekki er þess mjög fýsandi að Clinton sækjist ekki eftir endurkjöri," sagði Ted Van Dyk, atkvæðamikill demókrati í Washington. „A1 Gore tæki örugg- lega við af honum sem forsetaefni.“ Margir líta svo á að varaforsetinn væri vel að því kominn að verða frambjóðandi demókrata ef Clinton drægi sig til baka. Hann gæti hins vegar ekki boðið sig fram gegn forsetanum án þess að verða sakað- ur um óhollustu. Ennfremur er talað um öldunga- deildarþingmanninn Bob Kerrey frá Nebraska sem hugsanlegan fram- bjóðanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.