Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 33 MINNINGAR SVEINN RAGNAR BRYNJÓLFSSON + Sveinn Ragnar Brynjólfsson fæddist í Olafsfirði 26. maí 1955. Hann lést af slysförum laugardaginn 19. nóvember 1994. Útför hans fór fram frá Akurey rarkiriq u föstudaginn 25. nóvember sl. HANN Sveinn Brynjólfsson er dáinn var það fyrsta sem kona mín sagði mér þegar hún hringdi í mig á laugar- daginn var. Hvaða Sveinn sagði ég og trúði ekki minum eigin eyrum, en hafði þá heyrt í fréttum um hið hörmulega slys skömmu áður, hann Sveinn í knattspyrnustjórn sagði hún. En svona eru örlögin grimm, og mann setur hljóðan, maður í blóma lífsins hrifinn á brott, brott til æðri heima þar sem hans bíða örugglega verðug verkefni. En erfitt er að skilja tilgang- inn. Ég kynntist Sveini í gegnum samstarf okkar í stjórn knattspymu- deildar KA., þar sem sveinn vann mikið og óeigingjamt starf í mörg ár, og eyddi ómældum tíma í. Hann var mikill áhugamaður um bætta aðstöðu til knattspymuiðkunar á Akureyri, einnig um jöfnun ferða- kostnaðar íþróttafólks milli lands- byggðarinnar og suðvesturhomsins, hann samdi og flutti tillögur í þá átt á þingum KSÍ en hlaut dræmar undir- tektir. En Sveinn var ekki hættur þessu starfí, hann hafði óbilandi trú á framtíð knattspymunnar á Akur- eyri og hafði stórhuga hugmyndir í kollinum um uppbyggingu og fram- gang hennar, hugmyndir sem hann minntist oft á. Þótt stundum blési á móti í starfínu lét Sveinn aldrei hug- fallast og dreif menn áfram með sér með bjartsýni á framtíðina, þótt á þessum tíma væri frekar á brattann að sækja. Hans félagsstarf fór kannski ekki hátt, en hann vann það af eljusemi og brennandi áhuga. Hann hafði mikinn áhuga á að koma yngri sem eldri á framfæri við landsliðs- nefndir og varð vel ágengt. Ég minn- ist þess sérstaklega fyrir nokkmm ámm er við vomm að koma á fót Sportskóla KA að við vomm komnir í tímahrak að koma frá okkur upplýs- ingum í blað um starfsemi KA það sumarið. Við sátum yfír þessu fram undir miðnætti, og varð það úr að Sveinn ætlaði að reyna að redda þessu næsta dag en var samt mjög upptek- inn við sín daglegu störf, en viti menn, hann birtist heima hjá mér kl. sjö næsta morgun og hafði þá unnið þess- ar upplýsingar alla nóttina. Með þess- um fátæklegu orðum vil ég þakka Sveini samvinnuna, sem þó var alltof stutt, og óska honum velfamaðar á ókunnum vegum til austursins eilífa þar sem Hinn Hæsti mun taka honum opnum örmum, í ljóssins sölum. Stórt skarð er nú höggvið í raðir okkar KA-manna, en miklu meiri er söknuður og sorg hans ástkæru fjöl- skyldu sem nú á um sárt að inda. Góður Guð gefí ykkur styrk á erfíð- um stundum. Eiginkonu hans, bömum og fjöl- skyldu sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Blessun fylgi minningu Sveins R. Brynjólfssonar. Axel B. Bragason. Það er gömul saga og ný að jarð- vistin er undarleg. Menn koma og fara. Aðstæður breytast og mennirn- ir með. Um síðustu helgi bárust frétt- ir um slys fyrir utan Akureyri. Enn eitt slys og í þetta sinn banaslys. Fregnin barst, þetta var hann Denni! I fyrstu sótti á okkur efi og vantrú, síðan doði. Hvernig má það vera? Það þarf tíma til að átta sig á að Denni, jafnaldri okkar, skólabróðir og félagi, sé ekki lengur á meðal okkar. Hugurinn reikar heim í Ólafs- íjörð þar sem við ólumst upp við leik, störf og skólagöngu. Denni var af- burða námsmaður, ágætur íþrótta- maður en umfram allt drengur góður. Landsprófshópurinn 1970-71 var óvanalega stór í Ólafsfirði. Úr honum héldu níu nemendur til náms við Menntaskólann á Akureyri og þar héldum við hópinn. Denni var fram- arlega í flokki en hélt þó sjálfstæði sínu svo ekki varð um villst. Frægt var þegar hann og annar til létu snoðklippa sig, til að standa við veð- mál, en á þeim tíma var bítlatískan allsráðandi. Það kom að því að utanaðkomandi kvenmenn gerðu tilkall til sumra í hópnum. Innrás þeirra varð til þess að á stuttum tíma, í lok menntaskóla- áranna, fjölgaði mjög í hópnum þeg- ar nýir einstaklingar litu heiminn fyrsta sinni. Hópurinn brást hart við og ákvað að styrkja foreldra um barnavagn með fyrsta baminu. Hóp- göngur okkar með nýja barnavagna urðu nokkuð tíðari á árunum 1974 og 1975. Denni fór ekki í þeim öllum því einn vagnanna fór til hans og fóstraði Brynjólf Sveinsson yngri. Vorið 1975 lukum við flest stúd- entsprófí frá Menntaskólanum og einnig Sigrún Guðjónsdóttir, barns- móðir Denna og síðar eiginkona. Frá þeim tíma hefur samgangur okkar minnkað vegna mismunandi starfa og búsetu. Vissan um bamavagns- hópinn var samt alltaf til staðar og var eins konar trygging í tilvemnni. Nú er höggvið skarð í hópinn og við hrökkvum við um leið og við syrgjum látinn félaga. Við vitum að sorg að- standenda er djúp, en minningin um góðan dreng lifír. Við vottum eigin- konu, börnum, aldraðri móður, systr- um og öðmm aðstandendum okkar dýpstu samúð. Megi almættið varð- veita ykkur og styrkja. Barnavagnshópurinn úr árgangi 1955. Með þessum orðum viljum við heiðra minningu góðs félaga og sam- starfsmanns sem hrifínn hefur verið burt frá flölskyldu og vinum i blóma lífs síns. Við feðgar áttum allir samstarf við Svein í gegnum knattspyrnuna hjá KA sem gamall stjórnarmaður, leik- menn eða þjálfari.. Sveinn var starf- samur stjómarmaður sem gott var að vinna með og leita til. Ef þurfti að glíma við duttlunga leikmanna eða þjálfara var hann boðinn og búinn að gera það sem í hans valdi stóð. Einn helsti kostur hans var sá að hann var óhræddur að leita ráða hjá þeim sem hann taldi að hefðu meira vit á málunum en hann. Þannig leit- aði hann til gamalla félaga, leikmanna og þjálfara ef hann vantaði álit á ein- hveiju. Á grundvelli þeirra upplýsinga tók hann svo ákvörðun og stóð á henni. Hann sagði reyndar sjálfur að hann hefði ekkert vit á fótbolta, bara svo rosalega gaman af honum. Hafí skilingur á leiknum verið lítill í upp- hafí var hann á löngum starfstíma búinn að bæta það upp. Sveinn eins og svo margir komu inn í þetta starf vegna barna sinna. Hann vildi taka þátt í uppbygging- unni í kringum þau. Smám saman færðust fleiri verkefni til hans og kom fáum á óvart þegar hann valdist til formennsku í knattspymudeildinni. Þá var aðeips farið að hægja á þeim uppgangi sem verið hafði í félaginu og af ýmsum ástæðum fór að halla enn frekar undan. Sveinn þekkti það að vinna í félaginu, þegar vel gekk og auðvelt var að fá menn til starfa. Samt barðist hann ákafast með þegar harðnaði á dalnum og margir félagar hans gáfust upp. Þá var hann einn ötulasti baráttu- maður fyrir bættri aðstöðu knatt- spymumanna á Akureyri og leitað ýmissa leiða í því sambandi. Oftast hefur það verið fyrir frekar daufum eymrn. KA og knattspyman á Akur- eyri missir góðan liðsmann. Það er þó léttvægt á við missi fjöl- skyldu hans, og þá sérstaklega Sigr- únar og bamanna. Þrátt fýrir að Sveinn starfaði svona mikið innan KA var það allt í kringum bömin sín og er ekki ótrúlegt að hann hafi eytt meiri tíma með bömum sínum en margur. Sigrúnu, Binna, Söndm og Birki vottum við okkar dýpstu samúð og óskum að þeim veitist styrkur í sorg sinni. Ormarr, Þorvaldur, Örlygur og fjölskyldur. Okkar kæri vinur, Sveinn R. Brynj- ólfsson, er dáinn. Þessi sorgartíðindi em mikið áfall fýrir okkur öll sem Svenna þekktum. Við hjónin kynntumst Svenna í Kaupmannahöfn á námsáram okkar. Hann var mikill atorkumaður, trygg- ur vinur vina sinna og gerði grein á réttu og röngu. Hann studdi okkur hjónin í gegnum mjög erfið veikindi, þá hjálp getum við seint fullþakkað. Á okkar síðastu samvemstund sát- um við heima í stofu á fallegu kvöldi og töluðum um tilgang lífsins. Það var bjart yfir Svenna og yndisleg stund, sem við áttum saman þijú það kvöld. Við kvöddumst með hlýjum hug og hlökkuðum til að hittast aftur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V-. Briem.) Elsku Sigrún, við vottum þér, bömum og aðstandendum okkar dýpstu samúð, megi guð veita ykkur styrk í sorginni. Steinþóra Guðmundsdóttir og Arngrimur Sverrisson. Elskuleg móðir okkar. t JÓHANNA MAR, Hrafnistu, Reykjavík, lést 25. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Mar Smith, Óskar Árni Mar, Sigurður Finnbjörn Mar. t Astkær eiginkona mín, ALMA KAREN ÉRIÐRIKSDÓTTIR, lést í Borgarspítalanum þann 25. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Jón A. Snæland. TIL SÝNIS OG SÖLUIDAG Opið hús í dag kl. 15-17 HEIÐVANGUR 32, HFJ. Vorum aö fá i einkasölu einbýli á einni hteö ásamt bílskúr. 4 svefn- herb., stofur. Gengiö iir stofu i nýbyggöa sólstofu í suöurlóö. Hér er um aö rœöa gott hús sem hefur veriö vel viðhaldið og þvi vert aö skoða og athuga hvorl hentar. Sími á staönum 54041. VALHÚS, fasteignasala, sfmi 651122. EIGNAMIÐLUNIN % Sími 88 » 90 « 90 - Fax 88 » 90 » 95 - Sí5umúla 21 Tindasel - efra Breiðholt Vorum að fá í sölu um 660 fm mjög gott atvinnuhús- næði á 1. hæð. Hentar vel undir ýmiss konar þjónustu eða verslun. Mjög gott verð og kjör í boði. 5245 Mörkin 6, götuhæð Húseignin Austurstræti16 ertil sölu Eignin skiptist þannig: Götuhæð, fjórar skrifstofuhæðir, rishæð og turnherbergi, kjallari. Samtals um 2.600 fm. Allar nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu Eignamiðlunar. Til sölu 170 fm verslunarpláss (síðasta plássið) á götu- hæð á horni Suðurlandsbrautar og Markarinnar (hús Ferðafélags íslands). Húsnæðið afhendist tilbúið undir tréverk og málningu með sameignarlóð fullfrágengna. 5223. M FASTEIGiyAMIÐSTÖÐIN P M U SKPH0U1 506 • SÍMI62 20 30 • FAX 62 22 90 SAFAMÝRI 40 Opið hús í dag milli kl. 14-17 læsileg 3ja herb. 80 fm íb. í þessu eftirsótta hverfi. allegar innréttingar, t.d. nýtt bað og eldhús. alldór Páll og Anna taka á móti þér. Verið velkomin. HOLTSGATA 24 Opið hús í dag milli kl. 14-16 Falleg 86 fm 3ja herb. íb. á tveim- ur hæðum á efstu hæð í nývið- gerðu fjölbýli. Stæði í opnu bíl- skýli fylgir. Frábært útsýni. Laust strax. ★ Tjarnargata ★ Til sölu glæsilegt einbýlishús við Tjarnargötu í Reykja- vík, samtals 380 fm ásamt stórri eignarlóð. Uppl. í síma 683884,683886 á virkum dögum (Arnar). EIGNAMIÐLUNIN %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.