Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 11
MOHG.UNBLADID SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER1994 XX Arnarflugsárin Yndislegur maður Guðni „FYRSTU Arnarflugsárin voru mjög skemmtilegur tími og ailt lék í lyndi. Magnús Gunnarsson var forstjóri. Eftir að hann hætti, tóku nýir menn við stjórnvelinum og að því kom, að mér fannst ég ekki lengur eiga samleið með félaginu og stjórnend- um þess og ákvað því að hætta,“ segir Arngrímur. „ÞAÐ VAR yndislegur tími að vinna fyrir Guðna í Sunnu. Yndis- legur maður hann Guðni, sem gott var að vinna fyrir,“ segir Arn- grímur með söknuði í röddinni. „Hann var þannig yfirmaður, að hann treysti starfsmönn- um sínum svo fullkom- lega til verka, að ekki var hægt annað en finna fyrir vellíðan og öryggi. I Guðna er ekki til van- traust á menn. Ef þú tekur að þér verk, þá er það þitt mál og þú klárar Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Með vindinn í fangið ÞÓTT Arngrímur B. Jóhannsson, stofnandi og eigandi flugfélagsins Atlanta, hafi vindinn í fangið, í eiginlegri merkingu nóvembernepjunnar í Mosfellsbæ og óeiginlegri merkingu samningastappsins við Félag íslenskra atvinnuflugmanna, er engan bilbug á honum að finna. Flaug lokaflug með margar Boeing 707! það, sem blasir við okkur Þóru nú að gera, er að meta það gjörsam- lega kalt og yfirvegað hvort við ætlum að starfa hér áfram. Við höfum verið alltof eftirgefanleg, það vitum við bæði. Fyrir áramót verðum við Þóra að vera komin að niðurstöðu um það hvert framhaldið verður hjá okkur. Ég er á kafi nú, að skoða aðra möguleika, það er ekkert leyndarmál. Það eru þtjú ná- grannalönd þegar búin að bjóða okkur velkomin, með allan okkar rekstur, og eitt þeirra hefur meira að segja boðið okkur ákveðin skattafríðindi ef við flytjum starf- semina þangað. Á þessu stigi ætla ég ekki að greina frá því um hvaða lönd er að ræða, en þess verður væntanlega ekki langt að bíða.“ Gagnger endurskoðun — Kemur þá til greina, ef þið flytjið starfsemina úr landi, að þið hverfið til baka til þess fyrirkomu- lags sem þið höfðuð á rekstri ykk- ar áður en þið gerðust aðilar að kjarasamningum, þ.e.a.s. að þið farið að nýta ykkur þjónustu áhafnaleiga, eftir þörfum á ný? „Ég held að það sé ótímabært með öllu, að vera að spá í það hvernig framtíðarfyrirkomulagi á rekstri félagsins verður háttað. En auðvitað liggur í augum uppi, að „ÉG VAR mikið í feijuflugi fyrir Boeing Military þessi ár 1985 til 1987 og flaug Boeing 707 víðs vegar úr heiminum, sem flytjast áttu til niðurrifs, yfir til Arizona," segir Arngrímur. - Og hvað? Varstu að fljúga einhveiju járnarusli, sem var í sinni síðustu flugferð? „Já, ég flaug nokkrum sinnum vélum, þar sem gefið var út eitt skírteini, fyrir eitt flug, lokaflug- ið,“ segir Arngrímur og brosir að skelfingarsvip blaðamanns. - Hvernig tilfinning var það eiginlega? „Það var fín tilfinning! Stórfín fyrir mig, en að vísu ekki fyrir Þóru,“ segir Arngrímur og brosir enn. - Hvarflaði aldrei að þér sá möguleiki, að flugferðinni kynni einfaldlega að \júka í miðjum klíð- um? „Nei, ég þekki 707. Ég þekki hana út og inn. En það var vissu- lega hálfskrýtið, þegar það gerð- ist, að ég kom með vél til Ariz- ona, að vélin frá því í næsta flugi á undan lá kannski sundurbútuð á hvolfi, eins og dauður hvalur úti í móa. Partar á henni á víð og dreif í kringum hana og búið að fjarlægja allt nýtilegt af henni. Ég átti mjög ánægjuleg sam- skipti við þessar vélar,“ segir Arn- grímur, eins og hann sé að tala um góðvini sína, „því það stóðst alltaf, ef ég sagðist ætla að koma með vél á ákveðnum degi, þá stóð- um við, ég og vélin, við þann ásetn- ing í sameiningu. Þeir sem áttu að taka á móti vélunum til niður- rifs, voru farnir að ganga út frá því sem gefnu að tímaplön stæð- ust og lóku gjarnan á móti okkur á vellinum, þegar lent var úr hinstu flugferðinni." allt starfsskipulag og rekstur verð- ur tekið til gagngerrar endurskoð- unar, þegar og ef til þess kemur, að við flytjum starfsemina í nýtt umhverfi. Það verða alls konar ákvarðanir, sem við okkur blasa, ef við ákveð- um flutninga. Eigum við til dæmis að flytja alla starfsemina úr landi eða eigum við að flytja hluta henn- ar? Ég hallast á þessari stundu að seinni kostinum og tel að við eigum að hafa móðurfyrirtækið staðsett á íslandi. Ég vil reka þessa skrifstofu áfram hér í Mosfellsbænum og þeim ágætu samböndum, sem við höfum á margan hátt hér, vil ég viðhalda. Mér er til dæmis mjög óljúft að fara úr því umhverfi, sem við höfum hér, að því er varðar samstarf og samvinnu við Loft- ferðaeftirlitið og ráðuneytið. Hvort sem við flytjum hluta starfseminnar eða alla starfsemina, ef við á annað borð flytjum, þá vil ég ógjarnan ijúfa þau góðu tengsl sem við höfum við ísland." Óvinveitt rekstrarumhverfi — Er rekstrarumhverfið hér á landi óvinsamlegt alþjóðlegum flugrekstri eins og þínum? „Já, það er rekstri sem okkar óvinsamlegt á margan hátt, ekki hvað síst vinnulöggjöfin frá 1938, það. Hann stendur þétt við bakið á þér og styður þig, ef þú þarft á aðstoð að halda. Hann er alveg eins og klettur að þessu leytinu." sem virkar bara hér á landi. Með- an við gátum notað gamla kerfið, að ráða starfsfólk til verkefna eft- ir því sem verkefni gáfust og þá í gegnum áhafnaleigur, þá var reksturinn hjá okkur svo óumræði- lega liprari og sveigjanlegri, þann- ig að hægt var að bregðast við með litlum sem engum fyrirvara, þegar falast var eftir þjónustu okkar. Á því byggðist velgengni okkar ekki hvað síst. Það voru flestir okkar starfs- menn mjög ánægðir með þann háttinn, sem við höfðum á starfs- mannamálum hér, líklega um 80%, en svo var það lítill hópur starfs- manna hjá okkur, sem beitti sér fyrir því að samningar sem þeir, sem nú hafa verið gerðir við stétt- arfélög, voru gerðir. Ég viðurkenni það fúslega, að ég var aldrei spenntur fyrir slíkum samningum, því ég sá í hendi mér hversu þrengri athafnastakk þeir mýndu sníða félaginu og starfsem- inni, eins og nú er komið á daginn. Við höfum eiginlega alltaf getað haft fólkið í vinnu, þar til í fyrra og hitteðfyrra, að seglin drógust saman og svo aftur nú i vetur. . Starfsemi sem okkar verður, ef vel á að vera, að geta virkað eins og harmonikka, þanist út og dreg- ist saman með skömmum fyrir- vara. Ég má þó til með að segja það, því hér bölva allir hinu opinbera, sem virðist vera gömul lenska. En við hjá Atlanta höfum átt því láni að fagna, að þeir sem stýrt hafa samgönguráðuneytinu, bæði ráð- herrar og ráðuneytisstjórar, svo og starfsmenn Loftferðaeftirlits- ins, hafa allir verið fagmenn, sem hafa einfaldlega lagt blákalt mat á stöðuna hveiju sinni, og mótað afstöðu sína og afgreiðslu á mál- efnum okkar út frá þvi. Þessi staðreynd er í raun og veru undirstaða þess, að við erum til í dag. Auðvitað höfum við tek- ist á við þessa menn, eins og geng- ur, en niðurstaðan, sem fengist hefur hveiju sinni, hefur verið málefnaleg, sem er geýsilega mik- ilvægt.“ — Hvað sérðu framundan' í starfsemi Atlanta? Gamalkunnugt svar Arngríms kemur viðstöðulaust: „Agnes, ég hef sagt það við þig og aðra áður. Ég ræði stundum nútíðina og for- tíðina, en aldrei framtíðina! Við klárum írlandsverkefnið nú fyrir jól, höldum áfram með Þýska- landsverkefnið og síðan eru nokk- ur verkefni á borðinu til skoðunar, samningagerðar og ákvörðunar, án þess að ég ætli nokkuð að segja efnislega um þau.“ Hvar verður 10 ára afmælið haldið? — Það er ekki nema eitt og hálft ár í 10 ára afmæli Atlanta. Heldur þú að á þeim merku tíma- mótum afmælisbarnsins veitir þú afmælisviðtal hér á landi eða úr nýjum höfuðstöðvum Atlanta, ein- hvers staðar úti í heimi? — Ljúfmannlegt bros, þögn í nokkrar sekúndur, segir svo: „Ja, það getur meira en verið, að viðtal verði veitt hér, í þessum vinalegu húsakynnum, því það eru alveg eins líkur á því að einhver rekstur félagsins verði áfram hér á landi. Meiri líkur eru þó á því, í mínum huga, að reksturinn verði orðinn klofinn, þegar barnið verður 10 ára.“ — Þrátt fyrir allt og allt, er samt skenuntilegt að standa í þessu? „Já, já. Þetta er litríkt og til- breytingarikt líf. Ég er sáttur — ég er hamingjusamur,“ segir Arn- grímur B. Jóhannsson, flugkappi með meiru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.