Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 28 lltargniiÞIftfetfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SJUKRAHUS SAMEINUÐ FORMLEGA var gengið frá sameiningu Borgarspít- ala og St. Jósefsspítala sl. fimmtudag með undirritun samnings ríkis, Reykjavíkur- borgar og Sjálfseignarstofn- unar St. Jósefsspítala. Sam- einingin kemur til fram- kvæmda 1. janúar 1996 og verður nýi spítalinn borgar- stofnun og ber nafnið Sjúkra- hús Reykjavíkur. Bráða- birgðastjórn fyrir spítalana tekur til starfa þegar um næstu áramót. Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík hefur verið til um- ræðu og athugunar um nokk- urra ára skeið. Skiptar skoð- anir hafa verið um það, hvaða leið væri bezt í þeim efnum. Morgunblaðið fjallaði um þetta í forystugrein 21. des- ember 1991 ogþar segir m.a.: „Á undanförnum misserum hefur mjög verið rætt um sameiningu sjúkrahúsa í Reykjavík. Nánast allir þeir ráðherrar, sem komið hafa að þessum málum, sama í hvaða flokki þ'eir hafa verið, hafa verið sammála um að forsenda fyrir sparnaði í rekstri sjúkrahúsa í Reykja- vík væri sú, að reka tvo há- tæknispítala hér en ekki þrjá. í þessum umræðum hefur mest verið fjallað um samein- ingu Borgarspítala og Landa- kotsspítala. Erlent ráðgjafar- fyrirtæki, sem starfaði fyrir ríkisspítala, var á öðru máli. Niðurstaða þess var sú, að reka ætti Landakot áfram sem litla sjálfstæða einingu en sameina Borgarspítala og Landspítala. Röksemd hinna erlendu ráðgjafa var sú, að við þyrftum ekki á tveimur hátæknispítölum að halda. Einn mundi duga okkur en samkeppni á milli tveggja slíkra sjúkrahúsa um starfs- menn og tækjabúnað yrði til þess að auka kostnað óhóf- lega mikið. Lítið hefur verið rætt um tillögu hinna erlendu ráðgjafa en áherzla verið lögð á að ná samkomulagi um sameiningu Borgarspítala og Landakots- spítala." Ágreiningur var um sam- einingarmálið við starfsmenn Landakotsspítala, sem var sjálfseignarstofnun, og vegna samnings við St. Jósefssystur á sínum tíma gat ekki orðið af sameiningu fyrr en að nokkrum árum liðnum. Rekstri Landakots var svo breytt í áföngum og m.a. var slysadeild hans flutt til Borg- arspítala að hluta og til Land- spítala að hluta. Sameing spítalanna tveggja er talin veita svigrúm til hagræðingar á næstu árum og að reka þá innan ramma fjárlaga. Reksturinn verður í stærri og hagkvæmari eining- um og hægt að fjölga rúmum fyrir aldraða. I Landakoti verður ýmis valþjónusta, þar sem sjúklingar eru kallaðir inn af biðlistum, og svonefnd ferilþjónusta, þ.e. aðgerðir án innlagnar, svo og öldrunar- lækninga- og hjúkrunardeild- ir. Á Borgarspítala verður hins vegar lögð áherzla á bráða- og slysaþjónustu, auk almennrar spítalaþjónustu. Samningur ríkis og borgar um sameininguna leysir jafn- framt 350 milljón króna fjár- hagsvanda, sem Borgarspít- alinn hefur átt við að stríða. Um helmingur þeirrar fjár- hæðar kemur úr ríkissjóði, en hinn helmingurinn með sparnaði í rekstrinum 1995. Enn er ósamið um meðferð á lífeyrisskuldbindingum vegna starfsemi Borgarspítalans, en stefnt er að því að ljúka því máli fyrir febrúarlok á næsta ári. Samningurinn nú þýðir, að St. Jósefsspítali í Landakoti verður lagður niður sem sjálf- stæð sjúkrastofnun og verður hluti af Sjúkrahúsi Reykja- víkur eftir rúmt ár. Þar með lýkur formlega því heilla- dijúga líknarstarfi sem St. Jósefssystur hófu með stofn- un ’spítalans árið 1902. Reyk- víkingar og aðrir landsmenn hafa notið þar líknar og hjálp- ræðis mann fram af manni og sem nunnunum og öðru starfsliði verður seint full- þakkað. Morgunblaðið var því mjög hlynnt, að Landakotsspítali yrði rekinn, sem sjálfstæður spítali, sem frá gamalli tíð byggði á öðru rekstrarformi en hinir spítalarnir tveir í Reykjavík. Forsenda fyrir þvi var hins vegar sú samstaða, áhugi og metnaður, sem til staðar var fyrir u.þ.b. tveimur áratugum, þegar nunnurnar drógu sig í hlé. Þær forsendur sýnast ekki hafa verið fyrir hendi hin síðari ár. degi, hverri klukkustund, hverri mínútu. Það eru allir önnum kafnir að uppgötva ástina. Einkum þá ást sem aðrir hafa löngu uppgötvað. Ástin er ekkért nýnæmi. Hún er ekkert sérstæðari eða ferskari en margþvæld verk Tjekovs. Eða Ibs- ens. Samt er hún alltaf ný. Hún ör ástin. Ávallt viðkvæm, stundum tregablandin einsog Steinn lýsir henni: Frá vitund minni til vara þinna er veglaust haf. Steinn er ekki að tala um vitund, né varir né veglaust haf sem hann minnist einnig á í Dimmum hlátri. Hann er að tala um söknuðinn - án þess þó að nefna hann. Þannig dulbýr hann viðkvæmni sína og ofnæmi. 1 1 nostromo JL Vr\J »Conrads segir undir lok- in, Hún hafði ekki áhuga á að upp- hefja sig frekar en blóm, en hún vildi láta hrósa sér einsog blóm. 107 ÁSTIN. ÞESSI fögn- I «uður vorsins; þessi hrísl- andi gleði; þessi óbærilega vitneskja og dýrlega kvöl: að treysta sér ekki til að lifa án annarrar manneskju. Án hennar þetta sólarlausa vor, án tilhlökkunar. Þetta veglausa haf. M (meira næsta sunnudag) 104.: KUND- »era segir menn eigi að gera uppgötvun í skáldsög- unni, annars sé hún einskis virði. Mér þyk- ir þetta heldur ein- kennileg yfirlýsing. Ég held menn séu alltaf að uppgötva eitthvað á hvetjum degi, bæði í skáldverkum og annars staðar, þótt ekkert sé nýtt undir sólinni. Sérhver hugsun er uppgötvun. Gömul hugsun, tengd nýrri reynslu, getur verið uppgötvun. Kundera segist að mig minnir fyrirlíta Horovits og Tjekov, og ég held Tsjækovski líka. List þeirra sé gervilist, eða hermilist. Hvemig er hægt að nota orð ein- sog fyrirlíta um slíka menn? Það er hægt að láta verk þeirra lönd og leið, það er allt og sumt. Þetta minnir á yfirlýsingu for- stjóra Iceland Seafood í viðtali í DV á sinum tíma, en þar segir hann - og því er slegið upp á for- síðu einsog það skipti einhveiju máli: Les ekki Laxness..." Hveijum kemur það eiginlega við nema for- stjóranum? Ekki Halldóri Laxness, eða skyldi honum ekki vera sama! En forstjórinn átti að selja fisk. Hann átti ekki að selja Halldór Laxness, guði sé lof(!) Og hann kann sig betur en Kundera. Hann segist ekki fyrirlíta Laxness, hann segist einfaldlega ekki lesa hann. Það er honum sjálfum fyrir verstu, það er alltogsumt. Og svo er hitt, hann hefði kannski getað selt meiri fisk, ef hann hefði lesið Laxness! HELGI spjall Þá hefði hann kannski sannfært einhvem um að lífíð sé saltfiskur(!) Við þurfum á því að halda. in^ F0R lUtl.dómafullt fólk er einsog landluktar þjóðir. Lítilla sæva og lítilla sanda. Samt er Kundera mikilla sanda. Og Tékk- aslóvakía er merkileg umgjörð um tiltektir Sveiks. Og næsta nágrenni um andrúm Kafka og Rilkes, Ma- hlers og Zweigs. Svo stefndi Stalín heijum sínum vestur á bóginn. Fyrirlitning Kundera hlýtur að koma í veg fyrir hann geti notið margs sem er upplifun, ný reynsla. Ávinningur. Tjekov er aðvísu orðinn dálítið slitinn rétt einsog Ibsen og Strindberg, þóað Agnar Þórðarson segist meta hann öllum öðrum rit- höfundum fremur. Einusinni var hann nýr og ferskur og a.m.k. eng- in ástæða til að fyrirlíta hann vegna þess að efni verka hans hefur úr- elzt. í þeim er mikill endumýjunar- kraftur í höndum frumlegra leik- stjóra, það sáum við í Þjóðleikhús- inu í fyrra. Manneskjan er ávallt söm við sig, hvaðsem öðru líður. Og enginn lék á hljóðfæri einsog Horovits. Hann spilaði á píanó ein- sog vatn rennur í landslagi. Vart er unnt að komast nær fullkomnun. Slíkt er uppgötvun útaf fyrir sig. Ný upplifun, ný reynsla. Og hvað skyldi Kundera t.a.m. hafa uppgöt- vað í óbærilegum léttleika tilver- unnar? Ástina? Hana þekkja víst allir. Hún er uppgötvuð á hveijum REYKJAVÍKURBRÉF UM ÞESSA HELGI kynnir Jóhanna Sig- urðardóttir, alþingis- maður, hina nýju stjómmálahreyfingu sína í fyrsta sinn. Þingmaðurinn hefur búið við mikla vel- gengni í skoðanakönnunum að undanfömu og sumir þeirra, sem fylgjast með fram- vindú stjómmálanna, hafa jafnvel verið þeirrar skoðunar, að Jóhanna Sigurðar- dóttir gæti orðið farvegur fyrir uppstokkun á vinstri væng stjórnmálanna. Þannig seg- ir Svanfríður Jónasdóttir, fyrmm varafor- maður Alþýðubandalagsins, sem gengið hefur til liðs við Jóhönnu, í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag, að „sú geijun, sem sé í gangi í kringum Jóhönnu sé sterkasti vísirinn að því uppróti, sem eigi eftir að verða á næstunni". Staða Jóhönnu Sigurðardóttur í skoð- anakönnunum kann að breytast á næstu vikum og mánuðum, þegar í ljós er komið hver málefnagrundvöllur hinnar nýju stjórnmálahreyfingar er og hvaða fólk hún hefur fengið til liðs við sig. Gmndvallarfor- senda fyrir því, að hægt sé að hleypa af stað nýjum stjórnmálasamtökum er auðvit- að sú, að þau skapi sér í upphafi málefna- lega sérstöðu, að þau hafi eitthvað nýtt fram að færa í þjóðmálaumræðum sam- tímans. Tilraunir til þess að skapa nýtt . stjórnmálaafl, sem ætti sér einhveija fram- tíð hafa alltaf á undanförnum áratugum runnið út í sandinn vegna þess, að þessar grundvallarforsendur hafa ekki verið fyrir hendi. Dæmin um þetta eru ótalmörg. Þegar Jóhanna Sigurðardóttur bauð sig fram til formennsku á flokksþingi Alþýðu- flokksins fyrir u.þ.b. hálfu ári átti hún í miklum erfiðleikum með að útskýra þann málefnaágreining, sem væri fyrir hendi á milli hennar og formanns Alþýðuflokksins, sem hún efndi til átaka við. Segja má, að henni hafi tekizt betur að fóta sig á mál- efnalegri sérstöðu í ræðu, sem hún flutti í umræðum á Alþingi í októberbyijun um stefnuræðu forsætisráðherra. Þá réðst hún m.a. harkalega gegn hinum svonefndu „sægreifum", þ.e. gegn kvótakerfinu, sem hefur afhent útgerðarmönnum endur- gjaldslausan aðgang að takmarkaðri auð- lind þjóðarinnar allrar. Nú bregður svo við, að einn af helztu talsmönnum kvóta- kerfisins og „sægreifi“ í krafti umtals- verðrar eignaraðildar að Granda hf., Ág- úst Einarsson, prófessor, hefur sagt sig úr Alþýðuflokknum og gengið til liðs við Jóhönnu. Hver verður stefna hinnar nýju stjómmálahreyfingar í þessu grundvallar- máli? Verður hún önnur í Reykjaneskjör- dæmi en í Reykjavíkurkjördæmi? Jóhanna Sigurðardóttir mun standa frammi fyrir spurningum af þessu tagi á næstu vikum og mánuðum. Þá er augljóst að málefnalegur árangur hennar sjálfrar, sem ráðherra í ríkisstjórn íslands samfleytt frá vorinu 1987 fram á mitt ár 1993, kemur til umræðu. Þar munu menn ekki sízt beina athygli sinni að skuldasöfnun heimilanna, sem vekur vaxandi áhyggjur jafnt í verkalýðshreyf- ingu, sem í öllum stjórnmálaflokkum. Fleiri og fleiri sýnast vera að komast á þá skoðun, að húsbréfakerfið; sem Jóhanna Sigurðardóttir hafði forgöngu um að koma á fót, sé undirrót þessarar miklu skulda- söfnunar. Auðvitað er það rétt, að hluti þess vanda er sá, að tekjur launþega hafa í mörgum tilvikum lækkað á undanförnum árum vegna minnkandi yfirvinnu og at- vinnuleysis. En jafnframt er það að verða nokkuð almenn skoðun, að greiðslumatið hafí verið of fijálslegt og fólk í góðri trú tekið á sig of miklar skuldbindingar. Ekki er ólíklegt, að Jóhanna Sigurðardóttir standi frammi fyrir þeirri gagnrýni á næstu vikum og mánuðum, að hún beri meiri ábyrgð en aðrir stjórnmálamenn á því, hvernig komið er í þessum efnum. Síðast en ekki sízt má gera ráð fyrir, að sú almenna skoðun, sem fyrir hendi er í öllum stjórnmálaflokkum, eigi eftir að koma upp á yfirborðið, að Jóhanna Sigurð- ardóttir sé mjög erfið í samstarfi, svo að ekki sé meira sagt. Augljóst er að sú er reynsla fyrrum samheija hennar í Alþýðu- flokknum og samstarfsmanna í ríkisstjóm- um og þá ekki sízt núverandi ríkisstjóm úr röðum sjálfstæðismanna. Þessi skoðun er einnig útbreidd innan Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista. Nú hefur samstarf manna á vettvangi stjómmálanna ekki alltaf verið til fyrir- myndar eins og dæmin sanna, bæði nú og fyrr, hvort sem um er að ræða í þeirri ríkisstjóm, sem nú situr, eða öðrum ríkis- stjómum á undanfömum árum. Engu að síður skiptir máli, hver reynsla forystu- manna flokkanna er, hver af öðrum, þegar kemur til stjórnarmyndunar. Þessi málefni og mörg önnur eiga eftir að koma til umræðu á næstunni í tengslum við þá nýju stjórnmálahreyfingu, sem kynnt verður um þessa helgi. Þá og þá fyrst kemur í ljós, hvort einhver veigur er í henni og þeim, sem að henni standa, og hvort þetta fólk hefur náð að stilla saman strengi sína með þeim hætti að það eigi eitthvert erindi inn í íslenzka pólitík. Kreppa Al- þýðubanda- lagsins ÞEGAR JÓ- hanna Sigurðar- dóttir sagði sig úr Alþýðufiokknum virtist einungis á ferðinni enn einn klofningurinn í þeim flokki á tæpum 60 árum. En það skrýtna er að gerast að svo virðist sem Jóhanna Sigurðardóttir sé að kljúfa Alþýðubandalagið jafnvel í ríkara mæli en Álþýðuflokkinn. Ög af því tilefni er kannski tímabært að spyija, hvort Al- þýðubandalagið eigi sér einhvem tilvera- grandvöll lengur. Upphaf Alþýðubandalagsins má rekja aftur til ársins 1930, þegar nokkrir ungir menn, sem höfðu starfað innan Alþýðu- flokksins, stofnuðu nýjan stjórnmálaflokk, Kommúnistaflokk íslands. Ekki fór á milli mála, að sá flokkur hafði fyrir einhveiju að beijast. Markmiðið var að byggja upp nýtt þjóðfélag á íslandi á grundvelli marx- ismans. Átta árum síðar, eða á árinu 1938, gengu áhrifamenn úr Alþýðuflokknum með Héðinn Valdimarsson í broddi fylking- ar til liðs við Kommúnistaflokkinn og stofnuðu Sameiningarflokk alþýðu - Sós- íalistaflokkinh. Enn fór ekki á milli mála, að það var tilgangur með þeirri flokks- stofnun. Markmiðið var að byggja upp sósíalískt þjóðfélag á íslandi. Eftir stofnun lýðveldisins, fékk Sósíal- istaflokkurinn nýtt hlutverk, sem var að verða kjarninn í andstöðu ákveðins hóps landsmanna við aðild að Atlantshafs- bandalaginu og dvöl vamarliðsins á ís- landi. Sósíalistaflokkurinn fékk enn nýja liðsmenn úr Alþýðuflokknum á árinu 1956, þegar Hannibal Valdimarsson og félagar hans stofnuðu Alþýðubandalagið með Sós- íalistaflokknum en Alþýðubandalagið var þá kosningabandalag þessara tveggja að- ila. Alþýðuflokkur, Sósíalistaflokkur og síðar Álþýðubandalag voru að auki eins konar pólitískir málsvarar verkalýðshreyf- ingarinnar í landinu. Hannbal Valdimars- son var forseti Alþýðusambandsins og kjarabarátta verkalýðsins var grundvallar- þáttur í stjómmálastarfi Alþýðubandalags- ins á þessum tíma og næsta áratuginn á eftir. Það fór því aldrei á milli mála, að þessi stjórnmálahreyfing hafði ákveðnu hlutverki að gegna. Samstarf þessara aðila liðaðist í sundur rúmum áratug síðar og Ilannibal og félag- ar hans fóra sína leið en Alþýðubandalag- ið var gert að formlegum stjómmálaflokki og Sósíalistaflokkurinn lagður niður. Hið endurskipulagða Alþýðubandalag laut enn forystu sömu manna og höfðu verið í for- ystusveit Sósíalistaflokksins. Einar heitinn Olgeirsson var enn áhrifamaður þar en helztu forystumennirnir voru Magnús heit- inn Kjartansson og Lúðvík Jósepsson, sem jarðsettur verður á mánudag og minnzt er í þessu tölublaði Morgunblaðsins. Andstað- an við Atlantshafsbandalagið og varnarlið-, ið skapaði þessum stjórnmálaflokki enn Laugardagur 26. nóvember <1- sérstöðu, þótt hlutverk flokksins sem póli- tísks málsvara verkalýðshreyfingarinnar færi stöðugt minnkandi. Ástæðan var sú, að verkalýðshreyfingin - með sama hætti má segja og fjölmiðlarnir - var smátt og smátt að ijúfa tengslin við einstaka stjórn- málaflokka. Hugsjónin um uppbyggingu sósíalísks samfélags á íslandi átti sér ekki lengur tilveragrandvöll í íslenzkri pólitík, þegar komið var fram á áttunda áratuginn. Mönnum var orðið ljóst, að hin svonefnda „Moggalygi" um þjóðfélög kommúnismans í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum var sannleikur. En andstaðan við aðild að Atl- antshafsbandalaginu og dvöl vamarliðsins var enn svo sterk, að hún ein út af fyrir sig dugði sem samnefnari fyrir það fólk, sem skipaði sér í raðir Alþýðubandalags- manna enda var brottför varnarliðsins á kjörtímabilinu forsenda fyrir þátttöku flokksins í þeirri ríkisstjóm, sem Ólafur Jóhannesson myndaði sumarið 1971. Áratug síðar hafði mjög dregið úr and- stöðunni við þátttöku íslendinga í varnar- samstarfi vestrænna þjóða. Þegar Alþýðu- bandalagið gekk til samstarfs í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens var ekki lengur rætt um brottför varnarliðsins í stjórnar- sáttmála heldur flugstöð í Keflavík! Og þegar Alþýðubandalagið tók þátt í ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar haustið 1988 var ekki minnzt á brottför varnarliðs- ins. Fall Sovétríkjanna og lok kalda stríðsins ráku endahnútinn á þetta sérstaka hlut- verk Alþýðubandalagsins í íslenzkum stjómmálum. Þegar Ólafur Ragnar Gríms- son kynnti útflutningsleiðina svonefndu fyrir ári var líka orðið ljóst, að sósíalismi var ekki lengur á stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins. Hver er þá tilgangurinn með starfsemi Alþýðubandalagsins? Hann er ekki lengur sá, að byggja upp sósíalisma á íslandi. Hann er ekki lengur sá, að reka herinn úr landi og segja landið úr Atlantshafs- bandalaginu. Hann er ekki lengur sá, að vera pólitískur armur verkalýðshreyfingar- innar. Hver er tilgangurinn? Er þetta kannski skýringin á þeim fólks- flótta, sem augljóslega er að verða úr Al- þýðubandalaginu? Hann er ekki lítill. Fyr- ir nokkrum áram yfirgáfu nokkrir áber- andi liðsmenn Alþýðubandalagið og gengu \ Alþýðuflokkinn. Þar má nefna Þröst Ólafsson, aðstoðarmann utanríkisráð- herra, Össur Skarphéðinsson, umhverfis- ráðherra, Margréti S. Björnsdóttur, að- stoðarmann viðskiptaráðherra og Valgerði Gunnarsdóttur, sem nú er varaþingmaður Alþýðuflokks. Nú hefur Svanfríður Jónas- dóttur fyrrverandi varaformaður Alþýðu- bandalagsins yfirgefið flokkinn. Sömuleið- is áberandi forystumenn í Suðurlandskjör- dæmi og Norðurlandskjördæmi vestra. Morgunpósturinn skýrði frá því fyrir nokkmm dögum, að hreyfing væri á Birt- ingshópnum í Alþýðubandalaginu. Þar er að finna ýmsa nána samstarfsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar frá fyrri tíð. Hvers vegna er allt þetta fólk að yfirgefa Alþýðu- bandalagið? Er það ekki vegna þess, að það finnur að þarna er á ferðinni flokkur, sem hefur ekki lengur hlutverki að gegna í íslenzkum stjómmálum? Á Ólafur Ragnar ekk- ert svar? ÞAÐ HEFUR vakið athygli manna síðustu daga, að Ólafur Ragnar virðist ekki geta stöðvað þenn- an flótta úr Alþýðubandalaginu. í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag, segir hann m.a.: „Staðreyndin sé engu að síður sú, að þrátt fyrir að þrír einstaklingar hafi yfirgefið Alþýðubandalagið og það vakið athygli fjölmiðla, þá hafi félögum í Alþýðubandalaginu ijölgað. Til dæmis hafí tæplega 40 manns gengið í Alþýðubanda- lagið í Suðurnesjabæ á síðustu vikum án þess, að eitthvert átak hafi verið í gangi.“ Þetta er ekkert svar og það veit Ólafur Ragnar sjálfur. Fólk úr forystusveit Al- þýðubandalagsins hefur verið að yfirgefa Alþýðubandalagið og það ræður úrslitum. Og það sem meira er: þetta er fyrst og fremst fólk, sem hefur stutt Ólaf Ragnar sjálfan í átökum innan flokksins á undan- fömum áram. Formaðurinn er að verða vinalaus í eigin flokki. Kannski á hann sér ekki pólitíska framtíð á næstu árum nema með því að fylgja í fótspor fylgismanna sinna og finna sér nýjan starfsvettvang. Það vekur athygli, að Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokksins, ijall- aði ekkert um þessa þróun á vinstri væng stjórnmálanna í ræðu sinni við upphaf flokksþings Framsóknarflokksins í gær, föstudag. Nú er augljóst, að öll þessi þró- un hefur mikil áhrif á stöðu Framsóknar- flokksins. Hefur hann ekkert um hana að segja? Morgunblaðið/RAX' „Hvers vegna er allt þetta fólk að yfirgefa Alþýðu- bandalagið? Er það ekki vegna þess, að það finn- ur að þarna er á ferðinni flokkur, sem hefur ekki lengur hlutverki að gegna í ís- lenzkum stjórn- málum?“ V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.