Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Bíómiðar á Threesome fýlgja fyrstu 30018" pizzunum frá PIZZA 67 s. 671515 símhjisis EINN Ein stelpa, tveir strákar, þrír möguleikar mnBwumraMiMHMInB iB>n WniSHnimMMK MnNjmHaBMC TOH ixBa'i’r.XcugvKrl >«'sðMK biMHB iwcuiiKIX imnlWlignuulMHIaUI~w Stórskemmtileg gamanmynd með vafasömu ívafi með LARA FLYNN BOYLE, STEPHEN BALDWIN og JOSH CHARLES í aðalhlutverkum. Stuart er hrifinn af Alex, Alex þráir Eddy og Eddy er ekki með kynhvatir sínar á alveg á hreinu. „Galsafengin og lostafull, með kynlifá heilanum. Andrew Fleming lætur allar óskir unga fólksins um kynlíf rætast á hvíta tjaldinu og hrífur okkur með sér. Samleikur þríeykisins er frábær." David Ansen, NEWSWEEK Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubíói og 67 12" pizzur m/þremur áleggjum á . Verð kr. 39,90 mínútan. 5/*/671515 ÞAÐ GÆTI HENT ÞIG „IT COULD HAPPEN TO YOU“ Sýnd kl. 7 og 9. ÞRÍR NINJAR SNÚA AFTUR Sýnd kl. 3. FLEIRI POTTORMAR iíw TALKING ™. 350 Kr. gBVMóMBBMWá Sýnd kl. 3. Kr. 800 fyrir fullorðna. Kr. 500 fyrir börn yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5. FLÓTTINN FRÁ ABSALON Sýnd kl. 11. B. i.16 Islenskt togararokk ÓLAFUR Jóhann Ólafsson, forsfjóri Sony, afhendir Brynhildi Þórinsdóttur, framkvæmdasljóra Stúdentaráðs, og Kjartani Erni Ólafssyni, varaformanni Stúdentaráðs, tilkynningu um gjöf Sony. Sony styrkir þjóðbókasafn TÓNI.IST Gcisladiskur BJARNITRYGGVA ... SVO LENGI SEM ÞAÐ ER GAMAN ... svo lengi sem það er gaman, breið- skifa Bjama Tryggvasonar. Bjami, sem semur öll lög og flesta texta, syngur og leikur á gítar, en aðrir hljóðfæraleikarar em fjölmargir, þar á meðal Tómas Tómasson gítar- leikari, Steinar Gunnarsson bassa- leikari, Guðmundur Gunnarsson trommuleikari, Sigurgeir Sigmunds- son gítarleikari, Þorleifur Guðjóns- son bassaleikari og Þorsteinn Magn- ússon gítarleikari, aukinheldur sem Rut Reginalds syngur eitt lag. Með buxurnar á hælunum gefur út, Spor dreifír. 57,23 mín., 1.999 kr. LANGT er síðan Bjami Tryggva sendi frá sér sólóskífu, en hann hefur reyndar lagt sveitinni Súellen lið með lagasmíðum á síðustu miss- erum. Bjami hefur einnig verið ið- inn við spilirí sem trúbadúr síðasta árið eða svo, en plötuna sem hér er gerð að umtalsefni tók hann upp síðsumars. Á áram áður fór það orð af Bjarna Tryggvasyni að hann væri Morgunblaðið/Ingibjörg BJARNI Tryggvason farand- söngvari og netagerðarmaður. þunglyndur og sæi helst dekkri hlið- ar mannlífsins, enda orti hann oft um það sem aðrir létu kyrrt liggja. Lög hans voru trúbardúrlegt rokk, íslenskt togararokk, sem bar uppi texta sem oft voru vel ortir; oft grípandi lög og smellin. ... svo lengi sem það er gaman er því nokkur vonbrigði, því lögin eru mörg heldur klénn samsetningur, þó á milli séu ágætlega samin lög, eins og Kross- inn, Feigðin, Mitt líf og Veiðivörður- inn, sem hefðu getað myndað kjarna betri plötu ef Zappa, Sæt, Svo léngi sem það er gaman, 24 tímar í Varsjá, Sjóararaggie og Brúðkaupsnóttin, hefðu fengið að íjúka. í þessum lögi\m er þó margt prýðilega gert og þannig á gítar- leikarinn (Tómas Tómasson?) oft góða spretti með groddalegum gítar í Svo lengi sem það er gaman og 24 tímar í Varsjá. Útgáfa á geisladisk sem þessum kostar sitt, en leitt er til að vita að ekki var tími eða fé til að láta lesa próförk af textablaði, því þar úir og grúir af klaufalegum staf- setningarvillum. Textarnir em reyndar klénn samsetningur af hót- fyndni, tvíræðni og yfirborðs- kenndri lífsspeki. Þeir textar sem Bjarni virðist leggja meira í, eins og til að mynda Feigðina og Kross- inn, líða oft fyrir klúsað mál og missa marks. Ef þetta er það sem Bjarna Tryggvasyni liggur helst á hjarta eftir sjö ára þögn, en ekki gott að segja af hveiju hann finnur hjá sér þörf að taka upp þráðinn. Árni Matthíasson ÞJÓÐARÁTAK Stúdenta fyrir bættum bókakosti Þjóðarbók- hlöðunnar fékk góðan styrk þegar Sony Eiectronic Publis- hing Company gaf sextíu ný- tísku tölvugeisladiska til söfn- unarinnar. Var það með milli- göngu Ólafs Jóhanns Ólafsson- ar, forsijóra fyrirtækisins. Um er að ræða safn a.m.k. sextíu tölvugeisladiska sem hafa að geyma alfræðiefni auk fræði- legs efnis í hinum ýmsu vísinda- greinum. Mun gjöfin verða hluti af svokallaðri nýsigagna- deild, þar sem lögð verður áhersla á slíka margmiðlunar- tækni. Nýjar hljómplötur Konung-ur kúrekanna Bandarísk sveitatónlist hefur jafnan notið hylli hér á landi og nokkuð hefur verið um að íslensk- ir tónlistarmenn hafi gefið út slíka tónlist. Þar fer fremstur Hallbjörn Hjartarson, sem segir að á plötuna Kántrý sjö, Það besta, sem kemur út í dag, hafi fólkið í landinu valið lögin. HALLBJÖRN Hjartarson hefur verið kallaður konungur sveita- söngvanna á Íslandi, enda hefur hann sent frá sér sex breiðskífur með bandarískri sveitatónlist, eða kántrýtónlist eins og hann kallar hana sjálfur. Fyrsta platan, Kántrý eitt kom út 1981 og svo hefur hver rekið aðra, sú síðasta, Kántrý sex, í Nashville kom út fyrir tveimur árum. Meðfram > spilamennskunni hefur Hallbjörn lengi rekið veitingastaðinn Kántrýbæ á Skagaströnd, þar sem hann hefur átt heima alla tíð, en síðustu ár hefur hann einnig rekið útvarpsstöðina Útvarp Kántrýbær og sent út sveitatónlist, sína og annarra, í bland við hugleiðingar um lífíð og tilveruna um allt Húna- flóasvæðið. Hallbjörn segir að á plötunni, Kántrý sjö, Það besta, séu 23 lög, „allt það besta sem kúrekinn hefur látið frá sér fara“. Hann segir að lögin séu tekin og endurhljóðunnin til að gefa sem bestan hljóm, en þó hann hafi haft yfirumsjón með lagavalinu hafi fólkið í landinu í raun valið lögin. „Fyrir ári bað ég fólk sem væri að hlusta á útvarpið mitt að hringja inn og láta vita hvaða lög það vildi helsí hafa á safnplötu og fékk afskaplega góð viðbrögð. Einnig hef ég tekið mið af því hvaða lög fólk hefur helst beðið um í gegnum árin, en það hefur verið að hringja í tíma og ótíma og þakka mér fyrir einhver lög, eða biðja mig um að spila þau. Því miður var ekki hægt að koma meiru á diskinn, því tæknin býður ekki upp á meira þó að fólk hafí viljað meira. Ég lét því nokk- ur lög mæta afgangi og þau verða bara á besta númer tvö.“ Ekki segist Hallbjöm hafa viljað láta ný lög fijóta með, eins og al- gengt er með safnplötur. „Fólk er búið að fá ást á þessum lögum og mér fannst ekki rétt að vera að blanda inn í þetta nýjum lögum. Ég á aftur á móti nóg af þeim og hef í hyggju að koma með eitthvað nýtt fyrir mína aðdáendur á næsta árí. Ég er voðalega bjartsýnn, ein- um of bjartsýnn, því miður, en ég stefni á að gefa jafnvel út tvo diska á næsta ári, einn disk með nýjum lögum og svo annan með gömium.“ Ekki út aftur í bráð Að margra mati er besta plata Hallbjarnar Kántrý sex, sem hann tók upp í Mekka sveitatónlistar- innar, Nashville, með bandarískum tónlistarmönnum. Hann neitar því ekki að sú plata hafi verið vel heppnuð, en fímm lög af henni eru á safndisknum, en ekki segist hann ætla að taka næstu plötu upp ytra, þó vissulega sé það mik- il freisting í ljósi þess hvernig til tókst, en það var einfaldlega svo gríðarleg dýrt fyrirtæki. „Það kostaði mig þijár milljónir og ég tapaði einni milljón á plö_tunni,“ segir hann glaðbeittur. „Ég veít ekki hvort ég leggi í slíkt ævin- týri aftur, en þó það hafí kannski ekki skilað sér í peningum á þeirri stundu, má segja að ég sé búinn að fá þetta til baka á svo margan hátt, í auglýsingu og fleiru, þann- ig að ég sé ekkert eftir þessari för og þeim peningum sem ég tapaði. Ég sá á eftir þeim fyrst, en núna þegar ég lít til baka er ég vel sátt- ur. Ég viðurkenni það þó fúslega að ég myndi hugsa mig vel um áður en ég fer út aftur,“ segir hann kíminn. Veitingamaður, útvarpsstjóri og kántrýsöngvari Hallbjöm Hjartarson er í mörgu; hann er veitingamaður, útvarps- stjóri og kántrýsöngvari. Hann seg- ist kunna þessum hlutverkum vel, það gangi furðanlega að láta þetta, allt ganga samtímis. „Ég verð þó að viðurkenna að í sumar varð Kántrýbærinn svolítið útundan með kúrekann, því hann var upptekinn í útvarpinu, nánast allan sólar- hringinn, þannig að fólk sem kom í Kántrýbæ í sumar til að skoða bæinn og til að sjá kúrekann, varð að gera sér ferð upp í útvarp. Fólk vill sjá mig á staðnum, enda er staðurinn, Kántrýbærinn, bara Hallbjörn Hjartarson." Hallbjörn vill í fyrstu ekki gera upp á milli laganna á Kántrý sjö, Það besta, segist þykja vænt um þau öll, en eftir smá umhugsun segist hann halda upp á lagið Hallbjörn Freyr, „hann er mitt ljós í gegnum lífið, það er hann sem gaf mér kraftinn á nýjan leik, ásamt mínum skapara", segir hann að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.