Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ v30 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 __________________MIIMIMIIMGAR L ÚÐVÍK JÓSEPSSON LÚÐVÍK Jósepsson sjávarútvegsráðherra undirritar reglugerð um útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 12 mílur 1958. Hjá honum stendur Gunnlaugur E. Briem, ráðuneytissljóri. hugsum til hans. Fyrir hönd Al- þýðubandalagsmanna í Reykjavík þakka ég Lúðvík Jósepssyni góða leiðsögn og samfylgd. Persónulega þakka ég honum hollráð og heilan stuðning alltaf þegar mest hefur legið við. Svavar Gestsson. Þegar langferðabílar voru að þokast niður afleggjarann af Þing- vallavegi niður að barmi Almanna- gjár tók ég eftir því þar sem ég sat við gluggann í einum bílnum að skáhallt afturundan mér skálmaði frakkaklæddur maður með hatt á höfði fram með bílaröðinni. Þegar maðurin kom nær sá ég að þar fór enginn annar en Lúðvík Jósepsson, réttra áttatíu ára að aldri á leið á hátíðarfund Alþingis í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Þangað var hann boðinn sem sérstakur heiðurs- gestur, annar af tveimur eftirlifandi alþingismönnum sem setið höfðu þingfundinn við lýðveldisstofnunina 17. júní 1944. Beinn í baki og tígu- legur í fasi skálmaði hinn aldni höfðingi framúr bílalestinni þar sem hún þokaðist áfram í upprennandi umferðarþöngþveiti dagsins og bar hratt yfír. Þannig var Lúðvík Jós- „ . epsson. Það gustaði af honum hvar - sem hann fór, ekkert hik, engin hálfvelgja, það var gengið beint til verks, beint til ákvörðunarstaðar hverju sinni. Lúðvík Jósepsson var án nokkurs vafa einn af mikilhæfustu forystu- mönnum íslenskra sósíalista og vinstri manna á þesari öld. Er þar sama hvar niður er gripið, hvort heldur sem er brautryðjendastarfíð í Neskaupstað, störf hans á Alþingi um 37 ára skeið, forystustörf hans _ í hreyfíngu okkar alþýðubandalags- manna, eða störf hans sem sjávar- útvegsráðherra. Lúðvík var jafnan í fremstu víglínu hvar sem hann fór og dró hvergi af sér í þágu þess málstaðar sem hann trúði á. Sam- heldni og baráttuhugur hinna frægu þremenninga í Neskaupstað, Lúðvíks, Jóhannesar og Bjarna, er löngu orðin ein af goðsögnum ís- lenskrar stjórnmálasögu og sama má segja um áratuga langar glímur Lúðvíks og Eysteins eystra. Lengst munu þó án vafa störf Lúðvíks að sjávarútvegsmálum og hafréttindamálum okkar íslendinga halda nafni hans á lofti. Lúðvík á þar næsta einstæðan feril að baki en í bæði skiptin sem hann gegndi embætti sjávarútvegsráðherra í vinstristjómunum 1956-58 og 1971-74 unnust stórsigrar í okkar réttindasókn sem fískveiðiþjóðar með útfærslunum í 12 og 50 mílur. í þessari baráttu allri var Lúðvík jámkarlinn sem aldrei bognaði, hann stóð fastur fyrir og innblásinn af sannfæringu og kjarki sem dugði til þess að safna sjómönnum og útvegsmönnum um land allt saman í eina fylkingu og í raun þjóðinni allri þannig að hjáróma úrtöluradd- ir máttu sín lítils. Á þessum vett- vangi eru ekki aðstæður til að rekja sem vert væri ómetanlegt framlag Lúðvíks Jósepssonar á þessu sviði sem á sinn stóra þátt í því að gera ísland að því velferðarsamfélagi sem það er í dag og er þá ekki aðeins átt við útfærslu landhelginn- ar heldur einnig stórfelld framfara- skeið í íslenskum sjávarútvegi al- mennt undir hans stjóm og fyrir hans forgöngu. Persónuleg kynni okkar Lúðvíks Jósepssonar hófust þegar ég settist í miðstjórn flokksins í hans for- mannstíð á árinu 1978. Ég tók þá sæti í miðstjórn Alþýðubandalags- ins í kjölfar hins glæsilega kosn- ingasigurs þegar sól Lúðvíks Jós- epssonar reis einmitt hvað hæst á íslenskum stjórnmálahimni. Hann hafði leitt flokk sinn til sögulegs sigurs, ekki síst í sínu eigin kjör- dæmi þar sem hann og félagar hans höfðu náð þeim árangri að fá mest fylgi allra flokka og Lúð- vík var kjörinn fyrsti þingmaður -»kjördæmisins. Sú aðdáun sem ég hafði borið fyrir Lúðvíki Jósepssyni úr fjarlægð sem ungur maður með vaxandi pólitíska meðvitund minnkaði síður en svo við nánari kynni. Ég get hiklaust sagt það nú að áherslur Lúðvíks höfðu mikil áhrif á mig og málflutningur hans átti sinn þátt í því að ég gekk til liðs við Alþýðubandalagið. Ég gat auð- veldlega gert flest sjónarmið hans í málefnum atvinnuveganna og varðandi byggðamál, launamál o.fl. að mínum. Ég minnist þess ekki heldur að okkur hafi síðan greint á um nokkurt meiriháttar mál sem uppi hefur verið í íslensk- um stjórnmálum eða í okkar hreyf- ingu og við á annað borð tókum til umræðu. Lúðvík hafði á árunum fyrir 1978 talað sig þannig beint að hjartarót- um almennings til sjávar og sveita á íslandi að óhætt er að fullyrða að hann var á þessum tíma sá ís- lenskur stjórnmálaforingi sem einn- ar mestrar virðingar og lýðhylli naut, langt útfyrir raðir kjósenda Alþýðubandalagsins. Állt frá þessum tíma var ég af og til þeirrar gæfu afnjótandi að eiga samskipti við Lúðvík Jóseps- son, hitta hann að máli eða heyra í honum gegnum síma, og fyrir þau samskipti og þær samverustundir er ég þakklátur. Það var ævinlega jafn lærdómsríkt og uppörvandi að eiga tal við Lúðvík. 'Hann var svo lánsamur að haldá allgóðri líkam- legri heilsu og fullri andlegri orku og reisn til hins síðasta. Áhugi hans á stjórnmálum var óbreyttur og hann fylgdist með og greindi aðstæður jafnharðan. Heimsóknir til hans í bankann voru gjarnan eins og að fara á stuttan og skarp- an fyrirlestur um stjórnmála- ástandið, þar sem aðstæður voru greindar og metnar á svipstundu á grundvelli langrar reynslu og mikils innsæis. Síðast fyrir fáein- um vikum áttum við alllangt sam- tal og þá greindi hann aðstæður þannig og spáði fyrir um atburði næstu vikna svo nákvæmlega að allt hefur það gengið eftir, þrátt fyrir verulega umrótstíma í ís- lenskum stjórnmálum. Við núverandi og fyrrverandi þingmenn Alþýðubandalagsins átt- um saman kvöldstund með Lúðvík í tengslum við áttræðisafmæli hans í júnímánuði síðastliðnum. Það kvöld verður okkur öllum minnis- stætt og dýrmætt nú þegar ljóst er að samverustundimar verða ekki fleiri. Þama skilgreindi Lúðvík í stuttri tölu á sinn skarpa og skil- merkilega máta sjálfan sig sem stjórnmálamann þannig að það verður tæpast betur gert af öðrum. Efnislega fórust honum svo orð að það væri að sínu mati einkum tvennt sem hefði mótað og einkennt sig sem stjómmálamann. Annað væri ræturnar í verkalýðsbarátt- unni og samstaðan með verkalýðn- um og vinnandi alþýðu landsins og hitt væri tengslin við atvinnulífíð og undirstöðuatvinnuvegina, ekki síst sjávarútveginn. Já, þannig var einmitt Lúðvík Jósepsson. Hann stóð traustum fót- um í gegnum áratuga umrót ís- lenskra stjómmála, fastur fyrir og fylginn sér, mótaður af lífsbaráttu fátæks fólks í íslensku sjávarplássi. Mótaður þannig að það veganesti entist honum alla ævi. íslenskir sósíalistar sjá nú á bak einum mesta forystumanni sínum á þessari öld. íslensk vinstrihreyfíng er mikilli kempu fátækari. Ég og fjölskylda mín vottum eft- irlifandi eiginkonu og syni og öðmm aðstandendum samúð okkar. Með virðingu og þakklæti kveð ég mikilhæfan mann. Far þú vel félagi. Steingrímur J. Sigfússon. Með Lúðvík Jósefssyni er geng- inn einn fremsti foringi íslenskra stjórnmála á þessari öld. Lúðvík naut mikillar virðingar, jafnt and- stæðinga sinna og samherja. Lífs- skoðun hans mótaðist af samúð með islensku verkafólki og bágum kjömm þess fyrr á öldinni og var hann óþreytandi í baráttunni fyrir bættum kjörum þess. Hann hafði mikla trú á samtaka- mætti almennings og vildi byggja upp öflug fyrirtæki í eigu fólksins. Hann sá snemma að möguleikar okkar íslendinga em mestir í sjáv- arútvegi og var einn helsti hvata- maður þess að öflugur sjávarútveg- ur var byggður upp í Neskaupstað. Síðar varð Lúðvík alþingismaður og ráðherra sjávarútvegsmála og beitti sér fyrir ýmsum framfaramál- um í fískveiðum og fiskvinnslu. Hann tók virkan þátt í barátt- unni fyrir útfærslu landhelginnar og verður lengi minnst sem eindreg- ins baráttumanns í því máli. Leiðir okkar Lúðvíks lágu saman í stjómmálabaráttunni í Austur- landskjördæmi og á ég góðar minn- ingar frá samskiptum okkar. Lúðvík var ljúfur í viðmóti, afar mælskur og talaði af miklum sann- færingarkrafti. Þótt okkur hafí stundum þótt hugurinn bera hann heldur langt fram á veg var ekki annað hægt en að dást að málflutn- ingi hans og meitluðu tungutaki. Við í Framsóknarflokknum átt- um langt og gott samstarf við Lúð- vík í áratugi og vil ég fyrir hönd flokksins þakka það. Undir forystu hans áttu Alþýðu- bandalag og Framsóknarflokkur farsælt samstarf í ýmsum málum og ber þar hæst landhelgismál og uppbygging sjávarútvegs eftir 1970. Bæði þessi mál skiptu miklu um velmegun og framtíð þjóðarinn- ar og átti Lúðvík ríkan þátt í far- sælli lausn þessara mála. Ég votta Fjólu, konu hans, samúð mína og bið þess að góður Guð styrki hana í sárum missi. Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins. LÚÐVÍK var allt annarrar gerðar en þeir merkisberar kommúnismans á þriðja og fjórða áratugnum, sem mest létu að sér kveða. Orðaflaum- ur draumóraglópsins lék honum ekki á tungu. Umvandanir umboðs- manns rétttrúnaðarins féllu fyrir ofan garð og neðan fyrir austan. Sjálfsupphafin hégómadýrð hálf- menntamanna sem boðuðu fagnað- arerindið á kaffístofum auðnuleys- isins, svokallaðra „stofukomma", var honum eitur í beinum. Samt var hann einn af þeim. En kommúnismi Lúðvíks fyrir austan var svipaðrar ættar og sós- íaldemókratí Hannibals fyrir vest- an. Þeir lærðu ekki réttlætiskennd- ina af bók, heldur fundu þeir til með bræðrum sínum og systrum og vildu vinna sínu fólki það sem þeir máttu. Lúðvík var í bernsku einlægur kommúnisti, sem trúði á framtíðarríkið eins og það var útli- stað af mærð Einars og sigldum beturvitringshætti höfuðskáldsins, sem laug gerska ævintýrinu að hans kynslóð. Einhvern veginn hef ég á tilfinn- ingunni að útgerðarforstjórinn að austan hafi snemma fundið út að „rekstrargrundvöllur“ þess póli- tíska samyrkjubús, sem hér var rekið í umboði Stalíns, hafi verið óbeysinn. En látið kyrrt liggja. Kannski af misskildum trúnaði við æskuhugsjónina - en líklegar þó af meðfæddri þijósku útkjálka- mannsins. Hafi hann skynjað á undan hinum „að veröldin hafði hann vondslega blekkt" nennti hann ekki að gera veður út af því, heldur þagði þunnu hljóði með glotti á vör. Ætli honum hafi ekki fundist að hann ætti nóg með Nes- kaupstað og „rekstrargrundvöll" sjávarútvegsins, sem einatt var tæpur? Kannski hann hafi ekki vilj- að „missa glæpinn"; viljað vera harðsvíraður og forhertur? Það er alltjent afstaða sem skírskotar gjarnan til þeirra sem verða að bjarga sér sjálfír, af eigin ramm- leik. Auðvitað fannst okkur, hinum yngri mönnum, sem kynntumst hon- um lítillega seinna á lífsleiðinni, að þessi þögla líkfylgd ranghugmynd- anna sæti um hann og stæði honum fyrir þrifum. Hann var umlukinn þögn, sem auðvelt var að misskilja sem þótta. En það var ekki þannig. Hann bar annarra byrðar og vildi ekki telja það eftir sér. Sumir misskildu þetta og héldu að hann vildi losna undir oki lyginnar. Það var lengi hald Hannibals, en einkum þó vopna- bróður hans, Björns Jónssonar, forseta ASÍ. Þeir fundu að meintur kommúnismi Lúðvíks var annarrar gerðar en hinna. Þeir héldu jafnvel að hann væri sósíaldemókrat eins og þeir - enda upprunninn úr sama jarðvegi og þeir. Þessi misskilning- ur átti mikinn þátt í stofnun kosn- ingabandalags Hannibals og Lúð- víks, sem kallað var Alþýðubanda- lag. Það tók þá rúman áratug að komast að hinu sanna - og leið- rétta misskilninginn. Annars var margt líkt með Hannibal og Lúðvík, þrátt fyrir aldursmun upp á rúman áratug. Báðir voru þeir útkjálkamenn, sem ólust upp við kröpp kjör sem meitl- uðu hug og stældu kjark. Báðir áttu þeir eftir að sækja að höfuð- borginni, annar að vestan, hinn að austan, og sitja í ríkisstjórnum saman. Samt voru þeir gjörólíkir menn. Stundum fannst mér eins og Lúðvík væri austfirska útgáfan af Hannibal. Báðir fetuðu þeir sömu slóð að markinu en völdu gerólíkar leiðir. Vestfirðingar nota tungumálið til að tjá sig með því; segja hug sinn allan - og eru ein- att misskildir. Hannibal var erki- Vestfírðingur, tilfinningaríkur og örgeðja. Og kaus fremur stríð en frið, ætti hann tveggja kosta völ. Og hirti aldrei um að líta um öxl til að sjá, hvort nokkur-fylgdi hon- um að málum. Lét skeika að sköp- uðu. Lúðvík var allt annarrar gerðar, þótt honum gengi hið sama til; að rétta hlut síns fólks. Hann notaði tungumálið einatt til að leyna hugs- un sinni; tefldi aldrei á tvær hættur og trúði á skipulagið umfram garp- skapinn. Hannibal var sjarmör, sem hreif fólk með sér. Lúðvík var vinnuhestur, sem vann fólk til fylgi- lags með hægðinni. Báðir voru póli- tíkusar af guðs náð. Þeir áunnu sér virðingu andstæðinganna, sem komust snemma að því fullkeyptu; að við menn væri að eiga. Kynni mín af Lúðvík urðu aldrei náin, þótt maðurinn væri mér hug- leikinn. Ég sá út undan mér þegar Hannibal, Finnbogi Rútur og Björn Jónsson lögðu á ráðin með Lúðvík um stofnun Alþýðubandalagsins í stofu móður minnar árið 1956. Sumarið 1958, þegar Lúðvík færði út landhelgina í 12 mílur, gerðist ég forhleramaður á flaggskipi sjáv- arútvegsráðherrans, Gerpi. Og þótti hálft í hvoru gaman að, hver völlur var á stórútgerð þeirra Neskaup- staðarkomma, Lúðvíks, Bjarna og Jóhannesar. Seinna þegar ég var snúinn heim frá námi 1964 og hafði fengið viku- blaðið Fijálsa þjóð til afnota til að krefjast afdráttarlauss uppgjörs við líkfylgd Einars og Brynjólfs, rakst ég fljótt á þögnina sem umlukti Austfjarðagoðann. Hann taldi gaff- albitasölu til Sovéts skipta Austfirð- inga meira máli en að bera sannleik- anum vitni um sovétfasismann. Seinna kynntist ég honum sem and- stæðingi á árunum 1968-70, þegar stríðið stóð um inngöngu okkar í EFTA. Björn Jónsson setti mig í nefnd, sem tilnefnd var af þing- flokkunum, til að móta stefnu í því máli. Þar kynntist ég mönnum eins og Pétri Benediktssyni, Magnúsi frá Mel og Lúðvík Jósepssyni, að ógleymdum Gylfa, sem ruddi okkur brautina til inngöngu í EFTA. Ég hafði lúmskt gaman af að fylgjast með vinnubrögðum Lúðvíks í því máli. Hann treysti sér vel, var töluglöggur, fróður og fundvís á veilur í málflutningi andstæðinga. Fylginn sér á fundum, ófyrirleitinn í málflutningi, en þröngsýnn. Enn voru það leifarnar af hinni heiman- fengnu hugmyndafræði, sem stóðu honum fyrir þrifum. Því að Lúðvík hefði orðið fyrsta flokks lögfræð- ingur og hinn frambærilegasti hag- fræðingur, hefði hann getað hrist af sér „hlekki hugarfarsins“, sem lagðir voru á hann í æsku. En hann treysti sér ekki til að beita sér fyrir úrsögn úr EFTA, eftir að hann var sestur í stól Gylfa í viðskiptaráðuneytinu 1971. Þvert á móti. Þrátt fyrir harða andstöðu innan Alþýðubandalagsins, bar hann ábyrgð á gerð fríverslunar- samnings við Evrópubandalagið 1972 - svokallaðri bókun sex. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.