Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.1994, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PÓMUR f HAOABIQSMÁLINU Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga Afkoman ekkí verri í 50 ár AFKOMA sveitarfélaganna hefur ekki mælst Iakari í a.m.k. hálfa öld eða allan þann tíma sem uppgjör Þjóðhagsstofnunar um fjárhag þeirra nær til. Slæm afkoma sveitarfélag- anna hlýtur að hafa áhrif á flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga sem fyrirhugaður er samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra sem nú liggur fyrir Alþingi, að því að fram kom í erindum á ' ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi sagði þar að það væri „alveg ljóst að yfirtakan hlýtur að frestast". Afkomu sveitarfélaganna hefur hrakað verulega síðustu árin, sem stafar ekki síst af auknum útgjöldum þeirra, að því er fram kom í máli Jóhanns Rúnars Björgvinssonar, hagfræðings á Þjóðhagsstofnun. Þannig hafa útgjöld sveitarfélaga á mann vaxið í raun um 15% frá 1990. Árið 1991 var þriðji hver kaup- staður rekinn með tekjuhalla, en í fyrra tveir af þremur. Tekjuafgangur varð hjá sveitárfélögum upp á 200 milljónir króna árið 1990, en í fyrra varð halli upp á 4,7 milljarða. Sveitarfélög hafa ekki brugðist nægjanlega hratt við að minnka út- gjöldin í samræmi við tekjurýrnun, að sögn Karls Björnssonar, bæjar- stjóra á Selfossi. Um fyrirhugaðan flutning grunn- skólans sagði Karl, að sveitarstjóm- armenn yrðu að tryggja í samningum við ríkið eðlilegan ijármagnsflutning samhliða hinu nýja verkefni. Miðað við núverandi fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga væri ekki séð að hug- myndir um einsetningu skóla og aukna viðveru kennara og nemenda væru raunhæfar nema menn væru tilbúnir að draga verulega úr kostn- aði á öðrum sviðum. Sigrún Magnúsdóttir sagði að hún fengi ekki séð að sveitarfélög gætu treyst því að þau fengju kostnaðinn sem hlytist af flutningi grunnskólans að fullu bættan með aukinni hlut- deild í tekjuöflun ríkisins. Ef skóli í Reykjavík ætti að verða einsetinn fyrir aldamót kostaði það ekki undir fimm milljörðum króna. Stóra spurn- inginn væri hvaðan ætti að taka þá peninga. Nýr ræðis- maður Spánar SIGURÐUR Gísli Pálmason hefur tekið við af Ingimundi Sigfússyni sem ræðismaður Spánar á íslandi, en Ingimundur hefur verið ræðis- maður Spánar í 11 ár og kveðst telja tíma til kominn að aðrir taki við. Ingimundur sagði í samtali við Morgunblaðið að þau ár sem hann hefur verið ræðismaður Spánar á íslandi hafi verið mjög skemmti- legt og lærdómsríkt tímabil. Hann hafi kynnst mörgu góðu fólki úr öllum þjóðfélagsgreinum og sinnt fjölbreytilegustu málum sem kom- ið hafi upp í samskiptum íslands og Spánar. „Eg er bjartsýnn á að viðskipta- og menningartengslin dafni enn frekar á næstu árum og ég óská Sigurði Gísla Pálmasyni alls hins besta,“ sagði Ingimundur. Sigurður Gísli sagði að ræðis- mannsstarfið legðist mjög vel í sig Morgunblaðið/Kristinn SIGURÐUR Gísli Pálmason, t.v., nýr ræðismaður Spánar á ís- landi og Ingimundur Sigfússon fráfarandi ræðismaður. og hann hlakkaði til að takast á við það og kynnast nánar þeim menningarheimi sem Spánn byði upp á. „Ég vonast til að geta gegnt þessu af sömu alúð og reisn og forveri minn í starfi,“ sagði Sig- urður Gísli. íslensk kona á sænska þinginu Konur þurfa enn að berjast fyrir breytingum Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Sigurðardóttir INGIBJÖRG Sigurðar- dóttir tók sæti á sænska þjnginu í haust. Hún skipaði þriðja sæti á lista jafnaðarmanna við síðustu þingkosningar, en þá fengu jafnaðarmenn ' bæði sæti Gotlendinga á þinginu. Ingibjörg var þar með orðin varaþingmaður, en annar þingmannanna, Klas Göran Larson, lést í hinu hörmulega slysi, þeg- ar farþegafetjan Estonia sökk í lok september. Frá byijun október hefur Ingi- björg því verið þingmaður Gotlendinga. - En hvernig hófust af- skipti Ingibjargar afstjórn- málum? „Þegar ég kynntist manninum mínum tengdist ég um leið mikilli kratafjöl- skyldu," segir Ingibjörg. „Fyrstu afskipti mín af stjórnmálum voru þegar ég var enn hálfgerður ungl- ingur, en mér fannst gaman að taka þátt í starfi flokksins. Mér fannst ég hafa áhrif á framvindu mála og ég lærði ýmislegt um leið. Ég stefndi þó ekki á þing- sæti, enda er það oft svo að kon- ur móta sér ekki ákveðna frama- braut, eins og karlmenn gera, heldur leiðir fremur eitt af öðru. Smám saman bættust á mig verk- efni og mér fannst alltaf að ég gæti ekki neitað þegar ég var beðin um að taka eitthvað að mér, því ég sá ekki hvers vegna einhver annar ætti að þurfa að vinna verkið fyrir mig. Ég vildi líka gjarnan að konur létu meira að sér kveða í stjórnmálum.“ - Hvað fínnst þér þá um sér- staka kvennaflokka^ í stjórnmál- um, eins og hér á íslandi? „Svíar hafa trúað því að á ís- landi væru jafnréttismál komin mjög langt, lengra en þar, af því að hér væri svo mikið að konum í stjórnmálabaráttunni. Reyndin er hins vegar allt önnur, þrátt fyrir sérstakan kvennaflokk. Það var gert grín að sænska jafnaðar- mannaflokknum þegar hann ákvað að í hópi fulltrúa hans á þingi ættu að vera jafn margar konur og karlar. Við höfum hins vegar náð því marki, en ég segi oft að þrátt fyrir að 75 ár séu liðin frá því að konur fengu kosn- ingarétt í Svíþjóð þá þurfi þær enn að beijast fyrir breytingum." - Það hijóta að hafa orðið ýmsar breytingar á þínu lífi þegar þú fórst skyndilega inn á þing? „Já, ég settist á þing með tveggja daga fyrirvara, eftir að þingmaðurinn Klas Göran Larson hvarf þegar farþega- feijan Estonia sökk. Það var sárt að þing- setu mína skyldi bera að með þessum hætti. Ég þekkti Larson vel og leist vel á hann, enda var hann dugnaðarforkur. En, jú, auðvitað breyttist margt hjá mér. Nú flýg ég til Stokkhólms á hveiju mánu- dagskvöldi til að sitja þing, kem aftur heim til Gotlands á föstu- degi og vinn heima yfir helgina. Það er enginn frítími, því helgarn- ar verð ég að nota til að lesa ýmis þingskjöl og undirbúa vinnu komandi viku.“ - Hver eru helstu baráttumál þín á þingi? „Það er erfitt að hafa bein áhrif, en við tvær, þingmenn jafn- aðarmanna frá Gotlandi, erum núna að beijast gegn því að syk- ►Ingibjörg Sigurðardóttir, þingmaður Gotlendinga á sænska þinginu, fæddist í Stykkishólmi árið 1941. Árið 1958 flutti hún til útlanda, bjó í Finnlandi í eitt ár og annað á meginlandi Svíþjóðar, en árið 1960 fluttist hún til Got- lands og giftist eiginmanni sín- um, Rune Söderholm, bifvéla- virkja. Ingibjörg og Rune eiga tvær uppkomnar dætur, Ásdísi og Sofie, og eitt barnabarn. Ingibjörg hefur frá 1977 setið í fjölflokka sveitarstjórn Got- lands, sem skipuð er 71 full- trúa, og var fyrsta konan til að fá sæti í sjömanna yfír- stjórn eyjarinnar. urverksmiðju á eyjunni verði lok- að. Ef svo fer, þá missa eitt þús- und manns atvinnu sína við rækt- un sykurrófa og vinnslu sykurs. Þessi fyrirhugaða lokun verk- smiðjunnar var helsta ástæða þess að Gotlendingar samþykktu aðild að Evrópusambandinu, því með því móti eygðu þeir von til þess að halda starfseminni áfram. Við bindum vonir okkar við ákvæði í aðildarsamningnum, þar sem seg- ir að stórfyrirtæki, sem starfar á landsvísu, geti ekíri ákveðið ein- hliða að leggja niður þann hluta starfseminnar sem er veigamikill þáttur í atvinnulífi afmarkaðs svæðis. Við leggjum traust okkar á aðildarsamninginn í þessu máli.“ - Ætlar þú að halda iengi áfram í stjórnmáiunum? „Já, ég er ekkert að hætta! Núna eru tvær konur þingmenn Gotlendinga og við höfum sagt að gamni okkar að þannig ætlum við að hafa það næstu hundrað árin, til að bæta fyrir- þann tíma sem karlarnir sátu einir að þessu. Við störfum vel saman, enda stefn- um við að sama marki sem fulltrú- ar landbúnaðarhéraðs og að auki erum við báðar kratar. Þá má segja að við höfum svipaðan stíl, sem er ef til vill dæmigerður fyr- ir konur. Þær vinna sín verk gjarnan meira í kyrrþey en karl- arnir, sem vilja fremur blása í lúðra og hafa hátt til að koma sínu á framfæri. Ég er ekkert að gagnrýna karlana með þessu, en mér finnst samt best að blanda þessu hæfilega. Við konurnar vilj- um alls ekki taka af þeim völdin, eins og stundum er sagt, heldur viljum við deila völdunum með þeim.“ Eitt leiddi af öðru í stjórn- málunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.