Morgunblaðið - 02.12.1994, Page 17

Morgunblaðið - 02.12.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ■ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 17 ÚRVERINU Skýrsla Hafrannsóknastofnunar um eiturþörunga Ekkí eitrun í kúfiski af völdum PSP og DSP 31. MYND. Fjöldi fruma af Alcxandrium spp. og Dinophysis spp í Aðalvík 28. mars til 21. september 1994. MORGUNBLAÐIÐ birtir hér 7. kafla úr skýrslu Hafrannsókna- stofnunar Þættir úr vistfræði sjávar 1994 sem nefnist Eitraðir þörungar. VEGNA fyrirhugaðs útflutnings á kúfiski til Bandaríkjanna, hafa bandarísk yfirvöld gert kröfur um viðamiklar rannsóknir á veiðisvæð- um kúfisks. Meðai annars er farið fram á að athugað verði hvort eitrað- ir þörungar finnist á veiðisvæðunum og hvort þörungaeitur sé í kúfiskin- um. Safnað hefur verið vikulega frá 28. mars 1994 og er áætlað að halda því áfram út október 1994. Sýnum hefur verið safnað á kúfiskmiðum í Önundarfirði, Aðalvík og Fljótavík. Háfsýni og talningarsýni voru tekin úr yfirborði. Einnig var mæld blað- græna, selta, næringarefni og hiti í yfirborði. Mánaðarlega voru mæld þörungaeitrin PSP, DSP og ASP í kúfiskinum. ASP (Amnesic shellfish poison) er eitur sem m.a. veldur minnisleysi, og hefur fundist hjá kís- ilþörungategdununum Pseudonitzsc- hia pseudodelicatissima og P. pung- ens f. multiseris. Helstu niðurstöður, hvað varðar eiturþörunga, eru þær að lítið bar á tegundum sem valdið geta PSP og DSP eitrun á rannsóknarsvæðunum (31. mynd). Hins vegar var kísilþör- ungur P. pseudodelicatissima í miklu magni á öllum svæðum í ágústmán- uði, en hann getur valdið ASP eitrun. Mælingar á DSP og PSP sýndu að ekki var um eitrun í kúfíski að ræða af völdum þessara eiturefna. Mælingar á kísilþörungaeitrinu ASP hafa enn ekki verið gerðar. Rannsóknirnar hafa einnig gefið áhugaverðar niðurstöður um árstíða- breytingar á þörungasvifi við Vest- firði. Vorhámark kísilþörunga varð í Önundarfirði upp úr miðjum apríl og lauk um miðjan maí, en í Aðalvík og Fljótavík varð vorhámark um þremur vikum seinna (29. mynd). Sömu teg- undir voru ríkjandi í vorhámarki á öllum svæðunum. Mest bar á Tha- lassiosira spp. en Phaeocystis pouc- hetii fjölgaði þegar leið á hámarkið. Eftir lægð í fjölda þörunga í júnímán- uði varð mikil aukning um mánðar- mótin júní-júlí í Önundarfirði og viku seinna í Aðalvík og Fljótavík. Eins og áður var þörungasamfélagið áþekkt á öllum svæðum. Fjölmargar tegundir var að fínna í svifinu í byij- un júlí og sumar þeirra í töluverðu magni. Langmest var þó af smáum kísjlþörungi Leptocylindra minimus. í lok júlí varð svo Skeletonema costatum ríkjandi tegund og var í mestum fjölda inni á Önundarfirði. Hámark í fjölda þessarar tegundar stóð stutt, því að í fyrstu viku ágúst- mánaðar fór að bera á P. pseudod- elicatissima og fjölgaði henni ört í svifinu á næstu vikum. Hámarki náði tegundin á öllum svæðunum upp úr miðjum ágústmánuði. Fjöldi fruma á lítra fór þó fljótlega minnk- andi í Önundarfirði og á Fljótavík, en hélst lengur á Aðalvík. Lítið var um skoruþörunga á þess- um svæðum í samanburði við kísil- þörunga. Mestur fjöldi skoruþörunga var í júlí og fram í ágúst á öllum svæðum (30. mynd). Þær tegundir sem mest var af voru Heterocapsa triquetra og Scrippsiella trochoidea. Af öðrum þörungum í svifinu var Phaeocystis mest áberandi, en fjöld- inn varð aldrei mikill, mest tæplega 300 þúsund frumur á lítra. Eins og fram kemur á 29. mynd var frumufjöldinn mun minni í vor- hámarkinu þegar Thalassiosira teg- undir voru ríkjandi, en um miðojan ágúst þegar mest var af Pseudon- itzschia pseudodelicatissima. En það verður að hafa í huga að rúmmál Thalassiosira tegunda er um 80 sinn- um meira en P. pseudodelicatissima. Þrjú skip í Smugunni AÐEINS þijú skip í eigu íslendinga eru nú við veiðar í Smugunni, en það eru Hágangur I og Hágangur II ásamt Sigli. Fá skip hafa verið við veiðar í Smugunni upp á síðkastið enda veiði þar verið dræm. Snorri Sturluson er nú á leiðinni til lands eftir tveggja mánaða túr og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er aflaverðmætið aðeins um 28 milljónir króna. Að sögn Þórhalls Helgasonar rekstrarstjóra hjá Granda eru ekki áform um að halda veiðum áfram í Smugunni í vetur. Þörungarannsóknir á skelfiskmiðum ÞÓRUNN Þórðardóttir þörunga- fræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að kísilþörungurinn Pseudon- itzschia pseudodelicatissima, sem getur valdið ASP eitrun, sé að finna í mismiklum mæli umhverfis allt land. ASP eitrun af völdum kísilþör- unga kom fyrst fram 1987 í Kanada. Hins vegar sé of snemmt að draga þá ályktun að þörungurinn, sem fannst í talsverðu magni á kúfiskmið- um, valdi eitrun í skelfiski. Mælingar á kísilþörungaeitrinu ASP hafa enn ekki verið gerðar, en fengnar niður- stöður bendi til að ekki sé um eitrun að ræða. Þórunn segir það m.a. tilgang rannsóknanna að vara við ef hætta er á ferðum vegna hugsanlegrar eitr- unar í skeifiski. í skýrslu Hafrann- sóknastofnunar um vistfræði sjávar 1994 segir að bandarísk yfirvöld hafi farið fram á viðamiklar rann- sóknir á veiðisvæðum kúfisks vegna fyrirhugaðs útflutnings þangað og m.a. farið fram á að athugað verði hvort eitraðir þörungar fínnist á veiðisvæðunum og.hvort þörungaeit- ur sé í kúfiskinum. Þórunn segir að þörungar sem geta valdið PSP og DSP eitrun hafi ekki fundist við Vestfirði í það miklu magni að þeir geti valdið eitrun í skelfiski. Fjöldi þeirra var ámóta og fundist hefur umhverfis landioð á Undanförnum árum. STEINAR WAAGE _ SKÓVERSLUN Barnakuldaskór í miklu úrvali Tegund: SABU 4709 Verð: 2.995,- Litir: Brúnn, grænn og gulur Stærðir: 25-30 Tegund: 9118-02 Verð: 2.495,- Iitir: Grænn, blár og rauður Staerðir: 20-26 Tegund: SABU 4720 Verð: 3.995,- Iitir: Grænn og vínrauður Staerðir: 25-35 Tegund: 1181 Verð: 3.995,- Litur: Brúnn Stærðir: 28-35 Tegund: MELANIA 4710 Verð: 2.995,- Litír: Brúnn, grænn og blár Stærðir: 23-30 Tegund: MELANIA 4711 Verð: 2.995,- Iitír: Brúnn, grænn og blár Stærðir: 23-30 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR STEINAR WAAGE J? SKÓVERSLUN SÍMI 18519 & Ioppskórinn VELTUSUHDI • SlMI: 21212 VIÐ INGÓLFSTORG STEINAR WAAGE > SKÓVERSLUN SÍMI689212 xÖ- J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.