Morgunblaðið - 02.12.1994, Side 18

Morgunblaðið - 02.12.1994, Side 18
18 . FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ UTANRÍKISRÁÐHERRAFUIMDUR NATO Rússar vilja víðtæka sam- vinnu við VES París, Brussel, London. Reuter. ANDREJ Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, lagði í gær til' að Vestur-Evrópusambandið og Rússland hæfu viðamikla sam- vinnu á sviði öryggismála. Tillag- an er túlkuð sem tilraun til að minnka vægi Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) í öryggismálum Evrópu og notfæra sér deilur milli Breta og Frakka annars vegar og Bandaríkjamanna hins vegar um stefnuna í málefnum Bosníu. Kozyrev hélt ræðu á fundi þing- mannaráðs- Vestur-Evrópusam- bandsins, sem á að verða varnar- bandalag Evrópusambandsríkj- anna þegar fram líða stundir. Hann lagði til að stofnað yrði Samstarfsráð VES og Rússlands og bauð sambandinu aðgang að upplýsingum frá rússneskum gervihnöttum. Evrópa sjái um sig sjálf Utanríkisráðherrann hvatti ennfremur til þess að Rússland og Vestur-Evrópusambandið skipuðu sérfræðinganefndir um hin ýmsu mál sem stefndu öryggi Evrópu í hættu. Hann kvaðst einnig vílja að fiotar aðildarríkja VES og Rússlands efndu til sameiginlegra heræfinga til að bæta samvinnuna j friðargæsluverkefnum. Kozyrev sagði að Rússar vildu samvinnu við Bandaríkin og NATO í öryggismálum, en bætti við: „Staðreyndin er samt sú að við, Evrópubúar, ættum að sjá um okkur sjálf.“ Ráðherrann réð leið- togum NATO frá því að flýta sér um of að stækka bandalagið í austur en hann útilokaði þó ekki að fyrrverandi kommúnistaríki í Mið- og Austur-Evrópu gengju í bandalagið þegar fram liðu stund- ir. Kozyrev sagði að stórveldin ættu að aflétta viðskiptaþvingun- um gegn Serbum og Svartfelling- um sem hafa hætt að styðja þjóð- bræður sína í Bosníu með vopnum. Aðspurður sagði hann að Rússar hygðust ekki kalla heim liðsmenn sína í gæsluliði Sameinuðu þjóð- anna í Bosníu, þótt þeir óttuðust að mennirnir gætu orðið gíslar eða skotspónn í átökunum. Rifkind gagnrýnir Dole Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur rætt við ráðamenn í Vestur- Evrópu undanfarna daga. Hann telur að NATO riði til falls vegna deilnanna um aðgerðir í Bosníu og vill herða loftárásir á Serba. Malcolm Rifkind, varnarmálaráð- Reuter HERMAÐUR í liði múslimaforingjans Fikrets Abdic, er gerði uppreisn gegn stjórnvöldum í Sarajevo, fagnar því að hafa tekið eina af skotgröfum stjórnarliða í Velika Kladusa, skammt frá Bihae. Fréttir bárust af hörðum bardögum Króata og serbneskra uppreisnarmanna í Króatíu á miðviku- dag en sæmilegur friður hefur verið milli þeirra síðan í mars. Bosníu-Serbar tóku nokkra úkra- ínska gæsluliða SÞ í gislingu í gær og lögðu undir sig eftirlitsstöð þeirra og búnað. herra Breta, sagði í gær að átökin í Bosníu gætu magnast og valdið stórhættulegri kreppu í alþjóða- málum ef gæslulið SÞ yrði kallað á brott og NATO herti loftárásir sínar. Rifkind vísaði á bug gagnrýni þeirra Dole og Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. „Gallinn við röksemda- færslu þeirra er að þau gefa sér að sprengjuárásir á stöðvar Serba muni út af fyrir sig hafa áhrif á niðurstöðu stríðsins", sagði ráð- herrann í viðtalið við BBC- útvarpsstöðina. Bretar og Frakkar hafa lagst gegn auknum loftárásum, þeir ótt- ast að mörg þúsund manna létt- vopnað gæslulið þeirra muni verða fyrir barðinu á reiði Serba vegna loftárásanna. Bandaríkjamenn hafa neitað leggja til landherlið í gæslustarfið, þeir hafa á hinn bóg- inn tekið þátt í loftárásunum. Rifkind sagðist hafa spurt Dole, hvað myndi gerast ef NATO eða Bandaríkjamenn hæfu öflugar loftárásir á Serba. „Hann gat ekki gefið nákvæmt svar“, sagði Rif- kind. Sjálfur taldi hann að Rússar kynnu að telja sig nauðbeygða til að koma Serbum, sem njóta mikill- ar hylli í Rússlandi, til hjálpar og þá yrði Bosníudeilan mun illvígari en ella. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Afleit reynsla af samstarfi við SÞ Reuter JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra ræðir við Antonio Martino utanríkisráðherra Ítalíu á ráðherrafundi NATO. JÓN BALDVIN Hannibalsson ut- anríkisráðherra situr NATO-fund- inn í' Brussel fyrir íslands fiönd. Hann segir að ekki þýði að neita því að Atlantshafsbandalagið liggi undir ámæli fyrir meint getuleysi til að stilla til friðar og leysa vanda- mál í Bosníu. Það sé hins vegar ósanngjörn gagnrýni. „Hinn ábyrgi aðili í þessu máli eru Sameinuðu þjóðirnar. Það er öryggisráðið sem hefur samþykkt þær ákvarðanir, sem hafa verið teknar, og ábyrgð á aðgerðum eða aðgerðaleysi liggur því hjá SÞ. NATO hefur boðist til að leggja SÞ lið en hefur ekki sjálfstætt ákvörðunarvald í þeim málum. En hvort sem það er sanngjarnt eða ekki þá þýðir þetta engu að síður að bandalagið hefur orðið fyrir álitshnekki. Það er margt sem bendir til að þessi hugsun, að NATO geti tekið að sér undirverk- töku við friðargæslu en á ábyrgð og undir stjórn stjórnlausrar stofn- unar á borð við SÞ, geti ekki endað nema með ósköpum," segir Jón Baldvin. Hann segir hins vegar að þrátt fyrir allt hafí aðgerðirnar í Bosníu skilað árangri hvað tvennt varðar. „Það hefur tekist að líkna fólki og bjarga ótöldum fjölda mannslífa. Og það hefur tekist að koma í veg fyrir að átökin breiðist út. Þetta ber alls ekki að vanmeta en breyt- ir ekki því að NATO sem slíkt, sem einu samtökin sem raunverulega er hægt að reiða sig á og hafði afl til að knýja fram ákvarðanir, bíður álitshnekki ef því er um kennt. Mjög margir hér hafa orð á því að reynslan af þessu samstarfi við SÞ er afleit.“ Þegar utanríkisráðherra var spurður um viðbrögð manna við þeirri gagnrýni á NATO, sem kom- ið hefði fram að undanförnu, og yfirlýsingum um tilgangsleysi sam- starfsins, sagði hann svarið við því koma fram í samtölum manna á milli. „Menn spyija: Hvað getur komið í staðinn fyrir NATO? Og svarið er að ekkert getur komið í staðinn. Því er hins vegar ekki að neita að ágreiningur er uppi í þessu máli í Bosníu. Þar eru hinir and- stæðu pólar fyrst og fremst þær þjóðir sem hafa friðargæsluliða á landi, fyrst og fremst Bretar og Frakkar, og svo Bandaríkin. Þjóð- imar sem leggja til friðargæsluliða vilja ekkert aðhafast sem getur stofnað öryggi þeirra í hættu. Tak- markaðar loftárásir hefðu að þeirra mati getað stigmagnað deiluna og þeir eru því tregir til að samþykkja slíkar aðgerðir. Á hinn bóginn hafa SÞ lýst yfir griðasvæðum en ákveð- ið að veija þau ekki þegar á þau er ráðist. Ábyrgðin er öll Samein- pðu þjóðanna og kemur í ljós að samtökin geta einfaldlega ekki stjórnað svona aðgerðum. Á NATO þá að draga sig úr þessum aðgerð- um? Eiga SÞ að draga sig út? Ef það verður niðurstaðan eiga mú- slimar tvímælalausa kröfu til rétts til sjálfsvarnar og aflétta yrði vopnasölubanninu." Jón Baldvin sagðist ekki eiga von á að gefnar yrðu út einhveijar af- dráttarlausar yfirlýsingar um Bos- níudeiluna fyrr en að samskipta- nefndin um Boníu, þar sem Rússar eiga einnig fulltrúa, hefði komið saman í dag, föstudag. Köfun hafin við flak Estóníu Óráðið hvort skipinu verður bjargað Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HAFIST var handa í gær að kafa niður að flaki feijunnar Estóníu sem fórst í Eystrasalti fyrir tveim- ur mánuðum. Kanna á ástand feij- unnar og leita að tölvu, sem var í brúnni í von um að þar megi finna upplýsingar er skýrt gætu slysið. Til köfunarinnar er notaður rúmlega sextíu metra langur prammi, sem er 25 metra hár. Frá honum eru kafararnir sendir með köfunarklefa niður á 75-85 metra dýpi, þar sem flakið liggur. Fimmtán kafarar taka þátt í köf- uninni. Þeir eiga að kanna ástand feijunnar með tilliti til hvort og hvernig hægt sé að hífa hana upp á yfirborðið. Einnig eiga þeir að leita að ein- stökum hlutum, meðal annars tölvu, sem var í brúnni. Hún er talin geyma upplýsingar um at- hafnir áhafnarinnar síðustu klukkustundirnar. Deilt um björgun ferjunnar Strax og fréttir bárust um að feijan hefði sokkið lofaði Ingvar Carlsson forsætisráðherra að öllu yrði kostað til björgunar hennar. Þegar frá leið hafa hins vegar runnið tvær grímur á yfirvöld um hversu æskilegt það sé. Auk þess sem björgunin yrði gríðarlega kostnaðarsöm eru líka áhöld um hvernig fara eigi með líkin úr feij- unni. Meðal ættingja eru skiptar skoðanir um björgun. Sumir líta svo á að hinir látnu hafi þegar verið kvaddir með minningarat- höfn í síðustu viku úti á sjó, þar sem feijan fórst. Nú eigi hinir látnu að fá að liggja í friði í votri gröf. Aðrir mega ekki til þess hugsa að hinir látnu hljóti ekki greftrun, svo hægt sé að vitja grafa þeirra. Fyrir kafarana fimmtán verður verkið óhemju erfitt, bæði vegna aðstæðna en ekki síður vegna lík- anna, sem óhjákvæmilega verða á vegi þeirra. Kafararnir kafa nokkrar klukkustundir á sólar- hring en milli kafana verða þeir að vera í þrýstiklefum, svo meðan á köfun stendur skiptist á köfun og klefavistin. Stafninn ekki nógu traustur Undanfarið hafa staðið yfír rannsóknir á stafni Estóníu, sem bjargað var upp fyrir skömmu. Niðurstaðan bendir til þess að þó skipið hafi á sínum tíma verið hannað eftir gildandi reglum hafi menn ekki gert sér nógu góða grein fyrir þeim ofurkrafti, sem stafninn varð að þola. Lásar og festingar hafa kubbast í sundur og þegar stafninn losnaði hefur hann sennilega skollið á hleranum undir og leitt til þess að hann opnaðist, svo sjór flæddi inn. Norræn siglingamálayfirvöld ákváðu á fundi í gær að herða reglur um útbúnað feija. Bæði verður krafist styrkara stefnis, en einnig betra eftirlits- og aðvörun- arkerfís. Talið er óhjákvæmilegt að feijuútgerðirnar velti kostnaði af hertum reglum út í verð vöru- og farþegaflutninga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.