Morgunblaðið - 02.12.1994, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FESTA I
STJÓRNSÝSLU
TRAUST OG skilvirk stjórnsýsla er mikilvægur þáttur
í stjórnun og rekstri þjóðfélagsins. Grundvallaratriði
er, að hún hafi tiltrú borgaranna og þeir hafi sannfæringu
fyrir því, að jafnræðis sé gætt í samskiptum við þá. Skatt-
greiðendur, sem bera kostnaðinn, krefjast að sjálfsögðu
aðhalds og sparnaðar í meðferð fjármuna.
Undanfarin misseri hefur borið æ meira á ábendingum
og athugasemdum Ríkisendurskoðunar við störf stjórn-
sýslunnar • og verður svo væntanlega í náinni framtíð.
Hlutverk Ríkisendurskoðunar er að veita aðhald og leið-
beiningar um meðferð opinbers fjár, auk hefðbundinnar
endurskoðunar, og starfar hún undir stjórn fjárveitinga-
valdsins, Alþingis. í viðtali Morgunblaðsins fyrir skömmú
við ríkisendurskoðanda, Sigurð Þórðarson, segir hann
m.a., að slaknað hafi á aðhaldi embættismanna frá því
hann hóf störf í ríkiskerfinu fyrir aldarfjórðungi. Hann
telur m.a. skorta skriflegar reglur um bókhald og með-
ferð á fjárreiðum, svo og leiðbeiningum til starfsfólks.
Embættismönnum verði að vera ljóst, hvaða skilyrði þurfi
að vera fyrir hendi, þegar stofnað er til útgjalda á vegum
ríkisins. Meiri formfestu skorti.
Ríkisendurskoðandi segir, að ein ástæðan fyrir slakara
aðhaldi í ríkisrekstrinum sé, hversu umfangsmikill hann
sé orðinn og flókinn. Hraðinn verði sífellt meiri og komi
það niður á formfestunni, sem sé eitt einnkenna góðrar
stjórnsýslu. Áður fyrr hafi líklega ríkt meiri virðing milli
embættismanna og stjórnmálamanna. Kominn sé tími til
að skilgreina hlutverk embættiskerfisins. Hann segir m.a.:
„Það er orðið vert umhugsunar, hvort embættismenn
séu að kasta ábyrgðinni, sem þeir sjálfir bera, á stjórn-
málamennina. Ég tel að ekkert siður sé áhugavert að
skoða hlut embættismanna í þessu kerfi öllu en stjórnmála-
mannanna. Embættismenn geta ekkert lifað í lokuðum
heimi og vernduðum. Ég tel ekki þýðingarminna að emb-
ættismönnum sé ljóst, hverjar skyldur þeirra og ábyrgð
séu.“ Ríkisendurskoðandi segir, að hann sé að vísa til
þessa þegar hann segi, að áður fyrr hafi embættismennirn-
ir verið langtum fastari fyrir og meðvitaðri um skyldur
sínar en nú.
í kjölfar viðtalsins við ríkisendurskoðanda ræddi Morg-
unblaðið við þrjá núverandi og fyrrverandi ráðuneytis-
stjóra. Baldur Möller, fv. ráðuneytisstjóri í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu, segist ekki frá þvi, að minni festa
sé í stjórnsýslunni en fyrrum, en bendir á, að samfélagið
hafi breytzt mikið og fjölmiðlar orðið ágengari. Við stækk-
un kerfisins verði yfirsýn erfiðari og festan trúlega minni.
Erfiðara verði að festa hönd á hlutunum þar sem fleiri
stjórna og vita kannski ekki alltaf hvað hinir eru að gera.
Baldur bendir á til marks um breytingarnar, að fyrstu
ár hans í ráðuneytinu hafi heilbrigðis- og menntamálaráðu-
neytin verið deildir þar. Nú séu þetta stærstu og dýrustu
ráðuneytin.
Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Magnús Péturs-
son, tekur undir, að samræma megi reglur betur en nú
og gera þær skýrari, t.d. um meðferð fjármuna. En hann
leggur jafnframt megináherzlu á samræmdar reglur er
tryggi jafnræði borgaranna, upplýsingaskyldu stjórnvalda
og rétt almennings gagnvart því opinbera. Um stjórnsýsl-
una almennt segir Magnús: „Ég lít á hana sem veiga-
mikla kjölfestu í samfélaginu. Ríkisstjórnir og ráðherrar
koma og fara. Eitt meginhlutverk stjórnsýslunnar er að
standa slíkt rót af sér.“
Ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins, Árni Kol-
beins, tekur undir með Magnúsi að öðru leyti en því, að
hann telur að stjórnsýslan lúti tvímælalaust traustari regl-
um og eftirliti en áður. Hins vegar setja þeir báðir fyrir-
vara um hlutverk Ríkisendurskoðunar. Þeir telja tilhneig-
ingu til að fela henni verkefni, sem hún hafi ekki aðstöðu
til að leysa. Báðir nefna í því sambandi álit á sölu ríkis-
eigna, sem stofnunin sé ekki þess umkomin að veita, og
hvorugur telur Ríkisendurskoðun hafa úrskurðarvald eða
vera dómara í málum stjórnsýslunnar.
Taka verður undir það, að stjórnsýslan eigi að vera
kjölfesta í, samfélaginu. Þar þurfa að veljast til forustu
og starfa hæfustu menn. Helztu menningarríki veraldar
hafa ætíð lagt sérstaka áherzlu á þjálfun þeirra, allt frá
mandarínum Kínverja til embættismanna nútímans.
Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn opnað við h
MIKIÐ fjölmenni var viðstatt opnun Þjóðarbókhlöðu skömmu eftir hádegi í gær, og er áætlað að allt að J
„Ný aflstöð
íslenskra vísinda
ogfræða“
Landsbókasafn íslands — Háskólabókasafn
við Birkimel var opnað í gær á fullveldisdag-
inn, við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðu sem
tekin var í notkun við sama tækifærí, að við-
stöddum forseta íslands, ráðherrum, þing-
mönnum og fiölda gesta annarra, innlendra
sem erlendra, Talið er að ríflega eitt þúsund
manns hafi sótt athöfnina. Safninu bárust
veglegar gjafír víða að í tilefni dagsins.
Jóhannes Nordal, formaður
safnstjórnar, bauð gesti vel-
komna og sagði einkar
ánægjulegt að hafa við-
stadda marga fulltrúa er-
lendra þjóðríkja og stofnana. „í dag
fögnum við langþráðum áfanga í
menningarsögu aldarinnar, fyrsta
starfsdegi hins sameinaða bókasafns,
Landsbókasafns íslands - Háskóla-
bókasafns, nýrri aflstöð íslenskra vis-
inda og fræða,“ sagði Jóhannes.
Þakklæti efst í huga
Finnbogi Guðmundsson, fyrrver-
andi landsbókavörður og formaður
byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðu frá
upphafi, hóf dagskrá opnunarhátíðar
með ávarpi. Finnbogi rifjaði lauslega
upp sögu Landsbókasafns frá upp-
hafsárum þess á lofti Dómkirkjunnar
í Reykjavík. Hann kvað efst í huga
sér þakklæti til þeirra mörgu sem
unnið hafa eða stuðlað að sameiningu
safnanna og byggingu Þjóðarbók-
hlöðu frá öndverðu. Stuðningur Al-
þingis, þótt „með semingi yrði á
stundum, hefur auðvitað ráðið úrslit-
um fyrir framgang málsins, ekki síst
hin síðustu ár fyrir forgöngu og at-
beina Ólafs G. Einarssonar, mennta-
málaráðherra," sagði Finnbogi. Hann
þakkaði samstarfsmönnum sínum í
byggingamefnd og öðrum þeim sem
komið hafa að hönnun og framkvæmd
byggingarinnar, sérstaklega Einari
Sigurðssyni, landsbókaverði, sem
„gerðist þegar fram í sótti, mikill
grjótpáll fyrir því mikla verki, enda
seinustu árin leystur frá bókavarðar-
erli sínum til þess að geta einbeitt
sér að þessu verkefni“. Finnbogi
þakkaði ennfremur arkitektum húss-
ips, þeim Manfreð Vilhjálmssyni og
Þorvaldi S. Þorvaldssyni, helstu hönn-
uðum öðrum, menntamálaráðherra á
byggingartíma, verktökum og sér-
staklega aðaltengilið við þá, Braga
Sigurþórssyni, verkfræðingi „sem
hefur verið vakinn og sofinn á vinnu-
staðnum og átt dijúgan þátt í því
farsæla samstarfi öllu saman. Á sama
hátt vil ég sérstaklega nefna Egil
Skúla Ingibergsson, verkfræðing, er
skipaður var í byggingarnefndina
sumarið 1990 og þá jafnframt fram-
kvæmdastjóri hennar og formaður
nefndar við vinnu að sameiningu
safnanna og tillögum að rekstrarfyr-
irkomulagi hins nýja safns.“
Finnbogi greindi frá nefndarmönn-
um og þeirra þætti á hveijum tíma í
sögu byggingarinnar, átaki starfs-
manna safnanna tveggja við samein-
ingu og flutning þeirra í Þjóðarbók-
hlöðu og árnaði þeim og þjóðinni
heilla á þessum merkisdegi. Finnbogi
afhenti Ólafi G. Einarssyni, mennta-
málaráðherra, að lokum fyrsta að-
gangskortið að Þjóðarbókhlöðu sem
„tákn um þann áfanga sem hér hefur
náðst“.
Langþráður dagur
Ólafur fagnaði sameiningu safn-
anna og nýju aðsetri þeirra í Þjóðar-
bókhlöðu. „Þjóðarbókhlaða er meðal
mestu og vönduðustu bygginga, sem
reistar hafa verið á íslandi. Aðdrag-
andinn og byggingartíminn er orðinn
langur," sagði menntamálaráðherra
og minnti á að byltingarkennd þróun
hefur orðið í upplýsingatækni á þeim
tíma. „Þeir sem að verkinu stóðu
hafa þurft að bregðast við þeim
vanda, að tilhögun þeirrar starfsemi
sem húsið átti að rýma hefur tekið
stakkaskiptum á byggingartímanum.
Þennan vanda hefur tekist vel að
leysa, húsakynnin falla vel að þörfum
þeirrar nútímalegu starfsemi sem hér
á að rækja.“
Ólafur rakti að Alþingi ályktaði á