Morgunblaðið - 02.12.1994, Page 36

Morgunblaðið - 02.12.1994, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Gilsfjarðarbrú Hvað er nú það? ÉG VAR staddur á fundi í Dalabúð í Búð- ardal mánudagskvöldið 28. nóv. sl. þar sem mættir voru flestir þingmenn VestQarða- og Vesturlandskjör- dæma í tilefni þess, að Gilsfjarðarnefnd boð- aði íbúa í Dölum og Reykhólahreppi til fundar, þar sem fund- arefni var, hvort rétt væri að seinka ætti framkvæmdum við þverun Gilsfjarðar. Gilsfjarðamefnd er samstarfsnefnd Dala- og Reykhólahrepps um gerð brúar yfir fjörðinn. Fmmmælandi á fundinum var einn af nefndarmönnum, Sigurbjörn Sveinsson, læknir, sem var um ára- bil læknir í Búðardal og þjónaði þaðan Reykhólum og þurfti því oft að fara um Gilsfjörð á ferðum sínum þangað. Sigurbjörn flutti greinar- góða og skilmerkilega ræðu um nauðsyn þess að brúa Gilsfjörð hið allra fyrsta. Hann taldi einskis fær- is skyldi látið ófreistað til þess að framkvæma hið fyrsta þverun fjarð- arins. Einnig tók til máls á fund- inum Jón Helgason verkfræðingur vegagerðarinnar og skýrði fyrir fundarmönnum stöðu verkefnisins, en hann hefur haft með það að gera allt frá því að farið var að Bragi Benediktsson Hlúum að börnum heims - framtíðin er þeirra FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI hjálparstofnun KIRKJUNNAR - meö þinni hjálp Fyrir eitt starf í iandbúnaði skapast tvö störfí úrvinnslu og þjónustu. ræða um brú yfir Gils- fjörð árið 1983. Bjarni P. Magnús- son, sveitarstjóri á Reykhólum, flutti ræðu, þar sem hann skýrði gang mála og hvatti til frekari dáða í málinu hið fyrsta. Hann er einn nefndar- manna í Gilsfjarðar- nefnd. Á fundinum tóku fjölmargir aðrir til máls svo sem alþingis- menn og sveitarstjórn- armenn og voru þeir allir á einu máli um nauðsyn þess, að brúa Gilsfjörð svo fljótt sem við verður komið. Hald manna var að mættir væru í Dalabúð 220 manns, sem fýlltu fundarsalinn og fengu ekki allir sæti. Ég vil alveg sérstaklega minna þjóðina á þau hörmulegu slys, sem orðið hafa í Gilsfirði að undanförnu og er þar skammt stórra högga á milli. í bytjun ágústmánaðar andað- ist ítölsk kona, þegar bifreið sem hún var farþegi í, valt á malarvegi Garpsdals og Gróustaða í Gilsfirði. 0g núna um miðjan nóvember verður annað banaslys í Gilsfirði þegar ungur maður í blóma lífsins missir bifreið sína út af veginum við Mávadalsá í Gilsfirði með þeim afleiðingum að hann deyr af völdum slyssins. Tvær útafkeyrslur urðu líka á umræddu tímabili hvort við sína ána í Gilsfirði, Mávadalsá og Gijótá, og var mikil mildi að ekki urðu banaslys af. Síðastliðið sumar lenti bíll út af í brekkunni ofan við Gijótána með þeim afleiðingum að tvennt sem í bílnum var flaug tugi metra fram af snarbrattri brekku og niður að sjó. Mildi var að ekki skyldi þar verða banaslys og raunar með ólíkindum, hvað menn sleppa stundum í skelfilegum bílslysum. Byggð í Dölum og Reykhólahreppi stendur höllum fæti. Bragi Benediktsson telur brú yfir Gilsfjörð styrkja stöðu byggðarinnar. Rútubílstjóri var á ferð síðastlið- inn vetur í miklum leysingum og féll þá stórt bjarg úr fjallshlíðinni ofan við veginn og flaug niður í sjó rétt fyrir framan rútuna. Þyrfti ekki að sökum að spyija, ef bjargið hefði lent á bílnum. Fyrir nokkrum árum andaðist maður þegar bifreið hans fauk út af yegi í Gilsfirði. í snjóþyngslum er mikil snjó- flóðahætta í Gilsfirði og í rigning- artíð er þar mikil skriðuhætta. Viðhald á vegi í Gilsfirði hlýtur að vera verulegt og með tímanum að vega nokkuð þungt upp í þann kostnað, sem af brúnni hlýst. Brú yfir Gilsfjörð styttir leið Vestfirðinga um tæpa 20 kílómetra auk þess að ryðja úr vegi stórhættu- legri hindrun á leið þeirra suður til Reykjavíkur, höfuðstaðar landsins, sem þeir hljóta að hafa siðferðilegan rétt til að nálgast einstaka sinnum á ævinni. Byggð í Dölum og Reykhóla- hreppi stendur nú höllum fæti og myndi brú yfir Gilsfjörð geta bætt hana á ýmsan hátt. Ég skora því á ráðamenn þjóðar- innar að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að gera brú yfir Gilsfjörð að veruleika. Slík aðgerð orkar ekki tvímælis þegar til lengri tíma er litið. Höfundur er prófastur á Reykhólum. BRIDS Umsj6n Arnór G. Kagnarsson Bridsfélag Reykjavíkur SL. MIÐVIKUDAG 30. nóvember voru spilaðar 10 umferðir í Butler- tvímenningnum og er staðan eftir 39 umferðir af 59 þannig: Matthías Þorvaldsson - Jakob Kristinsson 225 JónBaldursson-SævarÞorbjömsson 210 Sigurður Sverrisson - Hrólfur Hjaltason 210 Sverrir Ármannsson - Þoriákur Jónsson 204 Helgi Sigurðsson - ísak Öm Sigurðsson 171 EinarJónsson-RagnarHermannsson 149 Hjalti Elíasson - Páll Hjaltason 145 Hæstu skor kvöldsins fengu: V algarð J akobsson - Aron Þorfmsson 101 Einar Jónsson - Ragnar Hermannsson 79 HelgiSigurðsson-IsakÖmSigurðsson 63 Ólafur Lámsson - Hermann Lárusson 61 Jón Baldursson - Sævar Þorbjömsson 55 SigurðurSverrisson-HróIfurHjaltason 55 Bridsfélag kvenna Nú er fjórum umf. lokið í sveita- keppninni og er staða efstu sveita þannig: Sv. Ólínu Kjartansdóttur 87 Sv. Dúu Ólafsdóttur 78 Sv. Ólafar Ólafsdóttur 72 Sv. Lilju Halldórsdóttur 70 Sv. Höllu Ólafsdóttur 66 Nk. mánudag verður ekki spilað í sveitakeppninni, þess í stað verða Hafnfirðingar heimsóttir og spiluð árleg keppni við þá, mánudaginn 12. des. Síðan á að reyna að hafa hið árlega jólaglögg en vegna samninga í Þönglabakkanum eru einhver vand- kvæði á því, en ef úr rætist verður það auglýst síðar. Sveitakeppninni verður síðan framhaldið á nýju ári. Happamót til styrktar húsbyggingu Helgina 3.-4. des. verður haldið opið mót hjá Bridssambandi íslands í Þönglabakka 1. Vegleg verðlaun eru í boði auk fjölda smávinninga sem dregnir verða út á meðan á spilamennsku stendur. Mótsfyrirkomulagið er einnig mjög fijálst þannig að spilarar geta ákveðið hve mikið þeir spila. Byijað verður að spila tvær 24 spila Mitch- ell-lotur kl. 11.00 á laugardag, 16 efstu pörin þar spila til úrslita á sunnudeginum kl. 11.00. Á sunnu- deginum verður spiluð 24 spila Mitchell-lota kl. 13.00 og hún er öllum opin, einnig þeim sem ekki spiluðu á laugardeginum. Fjöldi vinninga er í verðlaun auk ferðavinn- ings og happdrættisvinninga í hverri lotu. Meðal vinninga eru bækur, snyrtivörur, sælgæti, vídeóspólur, matvörur, bíómiðar, keilumiðar og fleira og fleira. Spilarar takið nú höndum saman og mætið og styrkið um Ieið hús- bygginguna ykkar. Keppnisgjald er 2.000 kr. á lotu og skráning er á skrifstofunni í síma 91-879360. Bridsdeild Barö- strendingafélagsins FRÁ OG með 5. des. nk. verður deildin með starfsemi sína í húsi Bridssambandsins í Þönglabakka 1. Þar er aðstaða öll hin besta, góð bílastæði, lyfta í húsinu og aðgengi allt eins og best verður á kosið. Keppni hefst mánudaginn 5. des. nk. kl. 19.30. Spilaður verður eins kvölds tvímenningur. Allir þeir sem áhuga hafa eru vclkmnnir. Spila- stjóri verður sem fyrr ísak Örn Sig- urðsson, sem gefur Isak Örn í síma 632820 og Ólafur í síma 71374. Er Jóhanna Sig- urðardóttir trú- verðugur leiðtogi? ÉG GET ekki lengur orða bundist eftir að ég sá í sjónvarpi Jó- hönnu Sigurðardóttur halda ræðu á stofn- fundi nýrra stjóm- málasamtaka í Reykjavík. Það var ótrúlegt að hlusta á hana lesa upp stefnu- mál Alþýðuflokksins og tala um leið um stöðnun og spillingu fjórflokkanna. Þegar ég gekk til liðs við Alþýðuflokkinn - Jafnaðarmanna- flokk íslands fyrir rúmum fjórum árum var Jóhanna að sjálfsögðu ein meginstoð flokksins. Hún átti þar marga trygga stuðningsmenn og aðdáendur að mér meðtalinni. Ég taldi þá eins og svo margir í flokkn- um að hinn ólíki stíll og persónu- leiki formanns og varaformanns væri styrkur fyrir okkur og gæfi flokknum meiri breidd í skírskotun og baráttuaðferðum. Það varð ekki séð að á milli Jóns og Jóhönnu væri neinn raunverulegur pólitísk- ur ágreiningur, heldur virtist bilið breikka vegna mismunandi áherslna og persónulegrar óanægju Jóhönnu með samstarfið. Það var ákaflega erfitt fyrir al- mennan flokksmann að skilja þessa deilu og þá afstöðu sem Jóhanna tók er hún steig hið örlagaríka skref sumarið 1993 og sagði af sér varaformennsku í flokknum fyrir- varalaust. Hún sagði þá að það væri fyrst og fremst vegna þess að Rannveig Guðmundsdóttir sam- starfsmaður hennar og samheiji var ekki kjörin ráðherra nokkrum vikum fyrr. Eftir brotthvarf Jóhönnu úr varaformannsembættinu blasti við að til Rannveigar yrði leitað með að taka við. En þá brá svo við að Jóhanna lagðist gegn því af alefli að Rannveig yrði varaformaður. Hún sagði það reyndar aldrei hreint út, heldur þrýsti hún mjög á konur í flokknum að sitja hjá við kjör varaformanns, bjóða ekki fram konu til embættisins en sýna körlunum álit sitt á ráðherraskipt- unum með því að styðja karl í embætti varaformanns. Við konurnar í flokknum, sem höfðum verið fram að þessu eitt sterkasta bakland Jóhönnu í flokknum, höfnuðum þessu á átakafundi í Hafnarfirði. Við álit- um, öfugt við jafnréttisráðherrann, að við værum í pólitík til að hafa áhrif en ekki til að sitja hjá. Okkur fundust einnig fráleit rök að segja að staða kvenna í flokknum styrkt- ist við að kjósa karl í varafor- mennskuna en ekki konu. Tæpu ári eftir þennan fund bauð Jóhanna sig fram til formennsku í flokknum á móti Jóni Baldvin. í mínum huga er enginn vafi að tengsl voru milli þessara tveggja atburða og að Jó- hanna lagði jafnréttismálin og samstarfsmann sinn undir. Fyrir flokksþingið í júní sl. vildi Jóhanna ekki gefa upp hvort hún hygðist una niðurstöðum flokksþings í for- mannskjörinu. Það var ekki fyrr en á síðustu dögunum fyrir þingið að hún, vegna eindregins þrýstings frá flokksfólki, gaf út þá yfirlýs- ingu að hún myndi taka úrslitunum og ekki segja af sér hvernig sem færi. Það var einnig skilningur flokksmanna að Jóhanna myndi aldrei kljúfa Alþýðuflokkinn. í dag, rúmum 5 mánuðum síð- ar, er hún bæði gengin úr ríkis- stjórn og úr Alþýðuflokknum. Nú segist hún vera boðberi nýrra tíma í íslenskri pólitík. En ég velti þeirri spurningu fýrir mér hvað sé eig- inlega nýtt, hvað hafi breyst með framboði Jóhönnu? í gær var Jóhanna forystumað- ur í Jafnaðarmanna- flokki íslands, barðist fyrir stefnu flokksins og naut þar víðtækari stuðnings en nokkur annar forystumaður hefur haft. í dag er hún orðin forystumað- ur nýs stjórnmálaafls jafnaðarmanna og vill beijast af alefli fyrir stefnumálum Jafnaðarmannaflokks íslands með stuðningi síns fólks. Ég sé enga breytingu nema á nöfnum stuðn- ingsmannanna. Hvað gerist svo ef Það var skilningur flokksmanna, segir Val- gerður Gunnarsdóttir, að Jóhanna myndi aldrei kljúfa Alþýðuflokkinn. Jóhanna verður leið á þeim? Fara þeir þá sömu leið og gamli flokkur- inn hennar? Jóhanna, þegar þú sem ráðherra í ríkisstjórn sl. 7 ár vildir koma málum í gegn á Alþingi eða í ríkis- stjórn voru það samflokksmenn þínir og samráðherrar sem studdu þig, unnu fyrir þig og stóðu við bakið á þér. En ég minnist þess ekki að nokkur geisli af ljómanum fyrir vel unnin verk hafi nokkurn tíma fallið á þá, aðeins á þig. Það er í þessum dýrðarljóma sem þú stígur nú fram fyrir alþjóð, telur fólk á að fylgja þér og réttir að því stefnumál jafnaðarmanna. Þú hefur auðvitað fullan rétt á að skipta um stjórnmálaflokk, stofna þinn eiginn eða hvað nú hentar þér best. En ef þú vilt vera trúverð- ug máttu ekki villa á þér heimild- ir. Þú varst einn af máttarstólpum fjórflokkanna í hartnær áratug og þú berð ábyrgð á stjórn landsins sl. 7 ár. Til að njóta virðingar og trausts sem stjórnmálamaður verð- ur þú, Jóhanna Sigurðardóttir, að gangast við verkum þínum, viður- kenna ábyrgð þína á fortíðinni en ekki skjóta þér að bak við einhvern geislabaug sakleysis og ábyrgðar- leysis. Þú er nefnilega ekki engill, Jóhanna, heldur stjórnmálamaður með fortíð og þú skuldar því fólki sem nú fylgir þér af einlægni að þú segir því satt. Höfundur er varaþingmaöur Alþýðuflokksins, Jafnaðar- mannaflokks íslands. --------» ♦ ♦-------- ■ STJÓRNARFUNDUR í Fé- lagi aldraðra á Höfn haldinn 22. nóvember sl. skorar á ríkisstjórn og alþingismenn „að afnema nú þegar það hróplega ranglæti sem felst í tvísköttun á greiðslum úr lífeyrissjóðum“. Ennfremur að sjá til þess að eingreiðslur samkvæmt samningum aðila vinnumarkaðar- ins skili sér að fullu til lífeyrisþega. ■ Á FUNDI Félags dagvöru- kaupmanna nýlega var ítrekuð ályktun um að dagvöruverslanir fái heimild til þess að selja bjór og léttvín sem aðrar neysluvörur. Valgerður Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.