Morgunblaðið - 02.12.1994, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 02.12.1994, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 39 SIGURDÍS SÆMUNDSDÓTTIR + Sigurdís Sæ- mundsdóttir fæddist í Reykjavík I. nóvember 1925. Hún andaðist 25. nóvember síðastlið- inn í Landspítalan- um. Foreldrar hennar voru hjónin Sæmundur Sigur- finnur Kristjáns- son, fisksali í Reykjavík, f. 25. maí 1900 í Reykja- vík, d. 15. apríl 1940, og Þorgerður Valgerður Sveins- dóttir, f. 4. júlí 1904 í Tröð í Álftafirði, d. 31. ágúst 1978. Sigurdís útskrifaðist frá Kvennaskóla Reykjavíkur árið 1944. Starfaði um tíma í Laugavegs apóteki, en var lengst af heimavinnandi hús- móðir. Hinn 2. nóvember 1946 giftist hún eftirlifandi eigin- manni, Jóel Kr. Sigurðssyni, f. 5. nóvember 1924, múrara- meistara, síðar verkstjóra í Álverinu í Straumsvík. Þeim varð fimm barna auðið. Þau eru: 1) Sæþór, f. 10. desember 1946, sjómaður, d. 19. maí 1974. Hann átti þrjú börn: Önnu Dóru, frisi og Gunnar. 2) Dóra, f. 29. maí 1951, íþróttakenn- ari, maki Olafur Guðmundsson framkvæmda- sljóri, þau eiga tvö börn, Sæþór og Sigurdísi. 3) Snorri, f. 27. maí 1956, starfsmanna- stjóri. Hann á þijú börn með Ásgerði I. Magnúsdóttur, tölv- unarfræðingi. Þau eru: Sigurð- ur Þór, Ragnar Tryggvi og Ingibjörg Edda. 4) Jóel, f. 3. október 1957, trésmiður, sam- býliskona Guðrún Brynjólfs- dóttir, skrifstofumaður. 5) Gerður, f. 27. júlí 1963, við- skiptafræðingur, maki Davíð Björnsson rekstrarhagfræð- ingur, þau eiga einn son, Matt- hías. Utför Sigurdísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. ELSKULEG vinkona mín hefur kvatt þennan heim. Það kom eng- um á óvart sem til þekktu og henn- ar löngu sjúkdómssögu. Við Dídi, en svo var Sigurdís ávallt nefnd, kynntumst þegar við hófum nám við Kvennaskólann í Reykjavík árið 1940. Báðar áttum við heima við Hringbraut og fórum að fylgjast að í skólann. Fljótlega urðum við óaðskiljanlegar vinkon- ur, þótt skapgerð okkar væri ólík. Ég man hve ég dáðist að þessari vinkonu minni fyrir glæsileik og fijálslega framkomu, en sjálf var ég feimin og hlédræg. Þrátt fyrir ólíkar leiðir í lífinu hélst náin vin- átta okkar alla tíð og varð báðum dýrmæt gjöf, Dídí var einbirni og átti góða foreldra. Sæmund, föður sinn, missti hún þegar hún var 14 ára og var það mikið áfall fyrir þær mæðgur. Þorgerður, móðir hennar, bjó við kröpp kjör, en sá sér og dóttur sinni farborða með vinnu og með því að leigja út frá sér. Hún lét sér annt um einkadótturina og kappkostaði að mennta hana. Heimili þeirra mæðgna var hlýlegt þótt lítið væri og einstaklega snyrtilegt. Við Dídí kynntumst fjöl- skyldum hvor annarrar náið. Þor- gerður, móðir hennar, var glæsileg og vönduð kona. Bæði móður- og föðurfólk Dídíar var elskulegt og heiðvirt fólk. Miklir kærleikar voru með Dídí og Ingibjörgu, móður- systur hennar, og þær mæðgur voru heimagangar á heimili hennap og Jóhannesar, manns hennar. Á þeirra heimili dvaldi Sveinn, faðir Ingibjargar og Þorgerðar, og minnist ég hans sem einstaks ljúf- mennis. Alltaf var vel á móti mér tekið, hvort sem var á heimili eða í sumarbústað Boggu og Jóhannes- ar. Samband Dídíar við foreldra mína var mjög kært og sýndi hún móður minni alla tíð mikla vin- semd. Dídí hafði hlotið í vöggugjöf fegurð, fjölhæfar gáfur og einstak- lega heilsteyptan persónuleika. Að loknu prófi frá Kvennaskólanum vann hún á skrifstofu í Laugavegs Apóteki. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt fórst henni vel úr hendi. Dídí var mjög list- ræn, hún saumaði út og teiknaði. Hún var mikill náttúruunnandi og með „Farfuglum" ferðaðist hún um landið. í þessum félagsskap kynnt- ist Dídí fólki sem hún átti mikla samleið með. Eftir að hún giftist Jóel Sigurðssyni og fór að eiga börnin varð heimilið starfsvett- vangur hennar. Hún gaf sér þó alltaf tíma til að sinna ýmsum hugðarefnum. Hjónin virtu og studdu hvort annað og voru sam- hent um að búa sér og börnum sínum gott heimili. Dídí og Jóel voru góðir foreldrar, sem allt vildu fyrir börn sín gera. Dídí hafði ein- stakt lag á börnum og fórst uppeld- ið vel úr hendi. Það var engin logn- molla í kringum þau hjónin, bæði höfðu skemmtilega frásagnargáfu og var alltaf ánægjulegt að vera í félagsskap þeirra. Dídí eignaðist marga góða vini á lífsleiðinni. Hún var glaðvær og félagslynd og átti mjög gott með að umgangast fólk. Um fermingaraldur fór að bera á þeim sjúkdómi, liðagigtinni, sem átti eftir að fylgja vinkonu minni það sem eftir var ævinnar. Sjúk- dómurinn ágerðist með árunum og hafa síðustu 30 árin oft verið henni mjög erfið. Skapgerð hennar kom best í ljós í þessu langa sjúkdóms- stríði. Hún bar sig alltaf vel, þótt hún væri sárþjáð. Hún var stolt og vildi ekki láta vorkenna sér. Dídí þurfti oft að dvelja á sjúkra- húsum. Þar eignaðist hún vini meðal starfsfólks og sjúklinga. Hún hafði sterka réttlætiskennd, þörf fyrir að gefa af sér og láta gott af sér leiða. Dídí hélt sam- bandi við samsjúklinga með heim- sóknum, símhringingum og oft tók hún þessa vini sína í bíltúra út fyrir bæinn. Skóli lífsins getur verið strang- ur, í þeim skóla stóð Dídí sig vel. Hún var fylgin sér, naut lífsins hvenær sem færi gafst og tókst á við erfiðleikana eftir bestu getu. Lífsskoðanir okkar fóru einkar vel saman, vinkona mín var víðsýn og þroskuð kona og saman deildum við gleði og sorg. Erfitt verður að hugsa sér lífið án hennar. Sam- bandið milli heimila okkar var gott og minnast börn okkar hjóna Dí- díar með söknuði og þakka henni allar góðar stundir. Heimilið var Dídí griðastaður og afar kært. Henni féll alltaf þungt að þurfa að dvelja á sjúkra- húsum. Kjarkur og sálarstyrkur hennar var undraverður, það kom best í ljós þegar syrti að í lífi henn- ar. Hún varð að sætta sig við skerta starfsgetu og var það erfitt fyrir jafn afkastamikla manneskju og hún var. Síðustu fimm vikurnar dvfildi Dídí á sínu fallega heimili á Sunnuflöt og átti þar góðan tíma með eiginmanni, börnum og barna- börnum. Kærleiksrík eiginkona, móðir og amma er kvödd. Við hjón- in, börn okkar og faðir minn vott- um þeim okkar dýpstu samúð. Á skilnaðarstund er mér efst í MINNINGAR huga þakklæti fyrir dýrmæta vin- áttu. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið (Jónas Hallgrímsson) Elsku vinkona, vertu Guði falin. Guðlaug Ágústa Hannesdóttir. Það er alltaf erfitt að sætta sig við að náinn ættingi og vinur falli frá. Við kveðjum ömmu Dídí eins og hún var alltaf kölluð á heimili okkar með söknuði, virðingu, þakklæti og ást. Á svona stundu er óhjákvæmilegt að minningar lið- inna ára leiti á hugann og rifjast þá upp allar þær góðu stundir sem við áttum saman bæði heima hjá Dídí og afa Jóel og heima hjá okk- ur á Túngötunni. Á aðfangadag jóla ár hvert mættum við öll heima hjá afa og ömmu á Sunnuflöt til að borða jólasteikina og eiga góða og hátíðlega kvöldstund. Það kom einhvern veginn aldrei til greina að þessu kvöldi væri varið öðru- vísi. Gestrisni hennar og góðvild hefðu komið í veg fyrir að okkur' dytti annað í hug. Það er víst að hún hefði aldrei tekið í mál að breyta hefðinni. Hún hafði ákveðn- ar skoðanir á ákveðnum hlutum og málefnum og var föst fyrir þeg- ar hún vissi að hún hafði á réttú að standa. Hún var alltaf tilbúin að hlusta og nálgast hlutina frá öðru sjónarhorni ef svo bar undir. Við fórum oft saman í ferðalag bæði hér heima og erlendis. Á slík- um ferðalögum hafði hún alltaf ofan af fyrir yngstu meðlimunum með sögum og söng sem okkur grunaði oft að væri frumsamið efni á staðnum. Alltaf var amma Dídí í góðu skapi og hrókur alls fagnaðar við hvaða tækifæri sem gafst. Alltaf var hún tilbúin að hjálpa þegar hún átti þess kost, hugga litlu ungana þegar þeim fannst þeir eiga bágt. Hún var hjartahlý, átti erfitt með að horfa upp á bágindi annarra og gerði það sem hún gat til að greiða götu þeirra sem minna máttu sín. Hún átti við erfiðan sjúkdóm að stríða um langa hríð en aldrei heyrði maður hana kvarta og tók hún lífinu með jafnaðargeði sem aðeins er gefið fólki með einstakt og sterkt skapferli. Þrátt fyrir mótlætið var hún alltaf söm við sig og tók því sem að höndum bar með einstöku jafnaðargeði og æðruleysi. Undanfarnar viku voru skemmtilegar hjá ömmu, hún, afi og börnin voru mikið saman, henni leið vel og fóru þau meðal annars að versla í nýju IKEA-versluninni þar sem hún naut sín virkilega vel. Við kveðjum með þakklæti og biðjum Guð að geyma þig. Fjölskyldan Túngötu 17. Landbúnaður skapar verðmæti fyrir tæpa 20 milljarða króna áári. iSUNSKUR LANDKUNAÐUR Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Jólatilboð á hreinlætistækjum Opið til kl. 14 á laugardag SALERNI. Við bjóðum þér vönduð salerni af ýmsum gerð- um ásamt ýmsum áhöld- um á baðherbergið. Sér- lega hagstætt verð. Verðfrá kr. 9.760 m/setu. STÁLVASKAR. Vandaðir stálvaskar í ýmsum stærðum og gerðum. Verðdæmi: 2ja hólfa frá kr. 3.735. 1 /2 hólf. Verð frá kr. 11.785. BLÖNDUNARTÆKI. Ótrúlegt úrval af blöndunar- tækjum. Stílhrein og falleg. Eldhústæki frá kr. 2.536. Sturtutæki frá kr. 2.040. Hitast. sturtutæki frá kr. 5.217. I STURTUKLEFAR. Sturtuklefar sem ganga hvar sem er. Af öllum stærðum og gerðum. Heili klefi m/blt., 80 cm, frá kr. 25.908. Sturtuhorn, 80 cm, frá kr. 9.042. Ofangreint er aðeins lítill hluti úrvalsins. Lítið inn - Vandið valið VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK SÍMAR: VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA 685966

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.