Morgunblaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 11
FRETTIR
Gaf andvirði kosningabæklings
til Mæðrastyrksnefndar
„Getum gert meira
en að tala“
„ÉG ÁKVAÐ, þegar ég tók þátt
í prófkjörinu, að láta andvirði
kosningabæklings renna til
Mæðrastyrksnefndar í Kópavogi.
Mér finnst, ástæða til að ýta við
fóiki, því það er ekki nóg að
varpa fram slagorðum eins og
„Manngildi ofar auðgildi" eða
„Fólk í fyrirrúmi". Við getum
gert meira en að tala,“ segir Sig-
urbjörg Björgvinsdóttir, for-
stöðumaður Gjábakka, félags-
heimilis eldri borgara í Kópa-
vogi.
Sigurbjörg tók þátt í prófkjöri
Framsóknarflokksins í Reykja-
neskjördæmi og segir að það
hafi verið erfitt að standast
þrýsting margra um að hún gæfi
út kosningabækling. „Það var
gefið út blað, þar sem allir fram-
bjóðendur voru kynntir og ég
ákvað að láta þar við sitja. Það
var engum ósköpum eytt í þetta
prófkjör, en ég var alltaf ákveð-
in í að nýta mína peninga til
annars en að gefa út bækling."
Sigurbjörg segir að ef hún
hefði látið prenta bækling, sem
sjálfboðaliðar hefðu dreift ein-
göngu í Kópavogi, hefði kostnað-
ur hennar ekki verið undir 20
þúsund krónum. Þá upphæð vildi
hún færa Mæðrastyrksnefnd.
Katrín Oddsdóttir, formaður
Mæðrastyrksnefndar í Kópavogi,
segir að peningarnir komi í góð-
ar þarfir. Fjölmargir leiti til
nefndarinnar fyrir jólin og
greinilegt sé að ástandið hjá
mörgum hafi fremur versnað en
Verkamannafélagið Hlíf
Breytingum
á húsnæðis-
nefndum
mótmælt
Á FUNDI sem haldinn var í Verka-
mannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði
fyrir skömmu voru samþykkt mót-
mæli við þeim hugmyndum sem
fram eru komnar að gera verka-
lýðshreyfinguna áhrifalausa í hús-
næðisnefndum sveitarfélaga.
í frumvarpi nefndar félagsmála-
ráðherra, sem endurskoðað hefur
lög um félagslegar íbúðir, er lagt
til að hætt verði að veita fulltrúum
samtaka launþega sjálfkrafa rétt
til setu í húsnæðisnefndum og
skipun þeirra verði alfarið í hönd-
um sveitarstjórna. í samþykkt
Hlífar segir: „Það hefur ítrekað
sýnt sig að full þörf er á fulltrúum
launþega í þessum nefndum enda
eru þeir kunnugastir kjörum lág-
launafólks. Hverfi þeir úr nefndun-
um er stigið stórt skref aftur á bak
í réttindamálum þess fólks sem
minnst má sín fjárhagslega.“
skánað milli ára. Myndin var tek-
in þegar Sigurbjörg afhenti Stef-
aníu Bjarnadóttur, gjaldkera
Mæðrasstyrksnefndar, styrkinn.
uý H£|10
” ■ siónví
með eftirtalin vörumerki:
inqstæKi
Sjónvarpstœki
Hljómtœki
Myndbandstœki
Ferðatæki
HFISHER
Myn d bands tœki
Hljómtœki
Fer&atœki
KDL5TEF
Sjónvarpstœki
AKAI
Sjónvarpstœki
Myndbandstœki
Hljómtœki
Ferðatœki
GRURDIG
Sjónvarpstœki
Myndbandstœki
Hljómtœki
Ferðageislatœki
tENsar
Sjónvarpstæki
Ferðatœki
Utvarpsvekjarar
Geislaspilarar
0£ PIONEER
Hljómtœki
Sjónvarpstæki
Geislaspilarar
BOSCH
GSM farsínuir
Sjónvarpstœki
Myndbandstœki
Hljómtæki
Ferðatæki
^AudioSonic
Ferðatœki
Vasadiskó
Utva rpsvekja ra r
Myndbandskassettur
Hljómkassettur
Opið laugardag
Opið sunnudag
frá kl. 10-22
frá kl. 13-17
BRÆÐURNIR
ORMSSONHF
Lágmúla 8, Sími 38820
lesa
memMMv
Nýr heimur opnast blindum
og sjónskertum.
Við þökkum stjórn og starfsfólki
Morgunblaðsins afalúð fyrir óeigingjarnt
framlag þeirra til þessa mikilvœga áfanga í málum
blindra og sjónskertra á íslandi.
BLINDRAFELAGIÐ