Morgunblaðið - 16.12.1994, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MATVINNSLUVÉLAR I
Ein gób og önnur betri
AEG
Hrærir, hakkar, rifur, þeytir og
margtfleira. 1,25 lítra skál.
Impúlstakki og stiglaus hra&i.
1
Fjölhæf við bakstur og matargerð.
Rífur, þeytir, hnoðar - hrærir 600 gr
af deigi. 0,8 lítra skál og 320 W
mótor. Einn hraði og impúlstakki.
Mjög hagstætt verð.
BRÆÐURNIR
DIQRMSSONHF
Lágmúla 8. Sími 38820
Wóri fer á kostum og frændfólk
hans er ekki aö skafa utan af
þuí frekar en fyrri daginn.
Bókaútgéfan
f Bankabókinni fer lesandinn á
bak við tjöldin í peníngastofnunum
landsins í fylgd með Nóra, sögu-
manninum úr „Kolkrabbanum", og
faer m.a. að gaegjast inn þar sem
útvalin stórmenni á þreföldum
ráðherralaunum sitja í góðu
yfirlaeti við að ákveða vexti,
verðbætur og þjónustugjöld
handa þér að borga.
Vissir þú að útlánatöp
síðustu þriggja ára jafngilda
verðmaeti allrar byggðar í Breiðholti?
Vissir þú að Seðlabankakóngurinn var
sömuleiðis stjórnarformaður þeás
fyrirtaakis sem sló metið i taprekstri á
íslandi 1 303 og skuldar meira en allur
íslenski sjávarútvegurinn samanlagt?
FRÉTTIR: EVRÓPA
Tollabreytingar vegna stækkunar ESB
Bandaríkjamenn
krefjast samkomu-
lags fyrir áramót
Brussel. Reuter.
RON Brown, viðskiptaráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að
Bandaríkjamenn myndu ' grípa til
„annarra aðgerða“ ef ekki næðist
samkomulag við Evrópusambandið
fyrir áramót um bætur af einhverju
tagi sem kæmu á móti hækkun tolla
vegna inngöngu Austurríkis, Sví-
þjóðar og Finnlands í sambandið.
Bandarískir embættismenn meta
það svo að hækkanir tolla á mörk-
uðum EFTA-ríkjanna þriggja vegna
inngöngu þeirra í ESB myndu kosta
útflytjendur í Bandaríkjunum
hundruð milljónr dala.
Óviðunandi tilboð
Brown sagði á blaðamannafundi
að Bandaríkjamenn væru ekki
ánægðir með tilboð Evrópusam-
bandsins og sagði það „í besta falli
óviðunandi“. Þeir byggjust því við
„tilboði sem kæmi meira til móts
við þá“.
„Eg lít svo á að það sé mjög mikil-
vægt að við náum bráðabirgðasam-
komulagi fyrir áramót,“ sagði hann.
Aðspurður hvað Bandaríkjastjóm
myndi gera ef slíkt samkomulag
næðist ekki, sagði hann að hún yrði
að íhuga aðrar aðgerðir, „en ég vona
að til þess komi ekki,“ sagði Brown.
Látið hefur verið í veðri vaka að
Bandaríkjamenn myndu jafnvel
grípa til viðskiptaþvingana gegn
ESB, eða þá að vísa málinu til
GATT í Genf. Samkvæmt GATT-
reglum ber ríkjum, sem ganga í við-
skiptabandalög, að ræða við við-
skiptalönd sín um samkomulag, sem
feli í sér að viðskiptakjör þeirra
versni ekki.
ísland og Noregur í
svipuðum viðræðum
íslendingar og Norðmenn eiga
nú í svipuðum viðræðum við Evrópu-
sambandið og sagði Þorsteinn Páls-
son sjávarútvegsráðherra í síðustu
viku að Leon Brittan, sem fer með
utanríkisviðskiptamál í fram-
kvæmdastjóm ESB, hefði sagt að
ESB myndi standa við GATT-skuld-
bindingar að þessu leyti.
Aðsetur framkvæmda-
stjórnarinnar
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins í Brussel hefur löngum
verið til húsa í Berlaymont-byggingunni í Brussel, húsinu sem er i lag-
inu eins og krossfískur og hefur orðið nokkurs konar tákn fyrir Evrópu-
sambandið. Berlaymont þótti hins vegar orðið heiisuspillandi og fer nú
fram gagnger viðgerð á húsinu. Á meðan heldur framkvæmdasljómin
til í Breydel-byggingunni, sem hér sést.
Sænska þingið
staðfestir
ESB-aðild
• SÆNSKA þingið staðfesti í gær
með miklum meirihluta aðildar-
samning Svíþjóðar við Evrópusam-
bandið og þær breytingar á sænsku
stjórnarskránni, sem hann felur í
sér. Atkvæðagreiðslan átti að fara
fram í fyrradag, en henni varð að
fresta þar sem 40 þingmenn kvöddu
sér hljóðs um málið.
• TANSU Ciller, forsætisráðherra
Tyrklands, átti á miðvikudag fund
með sendiherrum ESB-landa í Ank-
ara til þess að reyna að greiða fyrir
samþykkt tollabandalags ESB og
Tyrklands. ESB hefur ekki viljað
ljúka samningum um tollabandalag
vegna mannréttindabrota í Tyrk-
landi. Daginn áður hafði Ciller
hringt í Leon Brittan, varaforseta
framkvæmdastjórnar ESB, og
Helmut Kohl Þýzkalandskanzlara til
að liðka fyrir framgangi málsins.
„Efnahagsleg tengsl við ESB munu
styrkja vestræn gildi í Tyrklandi,“
sagði Ciller. Auk mannréttindabrota
stendur vera tyrkneskra hermanna
á Kýpur í vegi fyrir gildistöku tolla-
bandalags, þar sem Grikkir krefjast
þess að þeir verði á brott.
•RÁÐHERRAR landbúnaðarmála í
ESB hafa samþykkt að afnema hið
dýra verðjöfnunarkerfi svokallaðra
„grænna gjaldmiðla", sem þjónaði
þeim tilgangi að verja bændur fyrir
verðsveiflum vegna gengisbreyt-
inga. í staðinn fá bændurnir
byggðaaðstoð og beingreiðslur.
William Waldegrave, landbúnað-
arráðherra Breta, sagði að of
skammt væri gengið, og lögðust
bæði Bretland og Danmörk gegn
jafnháum bótum til bænda og sam-
þykktar voru.
• FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB
hefur gefið út leiðbeiningar tii
þeirra, sem verzla í öðru ESB-ríki
en heimalandi sínu. Samkvæmt
ESB-regium má taka talsvert mikið
áfengi og tóbak með sér yfir landa-
mæri, svo framarlega sem það er
til einkaneyzlu. Wall Street Journal
segir að framkvæmdastjórnin ráð-
lcggi þeim, sem stöðvaðir séu af
tollvörðum, að svara því til að áfeng-
ið sé ætlað „fyrir brúðkaupsveizlu
dóttur þeirra.“
• HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka-
lands, sagði í ræðu á þýzka þinginu
í gær að önnur ESB-lönd ættu að
greiða^meira til fjárlaga sambands-
ins. „Eg vil ekki að Þjóðveijar borgi
minna, en mér finnst að aðrir ættu
að borga meira, til þess að þeir, sern
þurfa aðstoðar með, geti fengið
hana,“ sagði kanzlarinn.